Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.01.1984, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1984 Kristín Pálsdóttir — Minningarorð Fædd 31. maí 1903 Dáin 23. desember 1983 Áttatíu jól eru liðin síðan létt- fætt Kristín Pálsdóttir, skírð eftir ömmu sinni á sama bæ, Seljalandi austan Hverfisfljóts, fór að tifa önnum kafin fram eða inn moldar- göngin og vissi sig ómissandi þeim sem þar til höfðu setið ábýlið og þeim sem ættu eftir að fæðast. Þjóðfélagsstaða hennar var að verða elsta þjónandi systir í 15 barna hópi mömmu sinnar, auk eins fjarlægs hálfbróður. Allur komst sá hópur til manns, fyrir ráðdeild, óþreytandi elju, fórn og seiglu sálar og líkama í heimili þessu. Ættar- og viðburðasögu á þessu frumskeiði Kristínar, sem bar fast mót 19. aldar, má ég ögn geta síðar. Önnur lífsgáta ryðst að manni árið 1984. Við sem fylgdum kistu Kristínar til moldar í Fossvogi syrgjum ekki mest þá sterktrúuðu konu sem dó. Missir grípur þó líkt og klippst hafi í tvær þjóðir; sú sem iand og skyldu erfir, og hin deyjandi, sem 19. öld „bjó til“. Er svo? Við höfum næstliðin 60 ár breyst úr torfbæjafólki í búferla- og kaupstaðaþjóð ólíks lífernis. Við eigum á hættu að nýþjóðin dæmist óskyld í eðli þeim sjálfs- bjargarhæfa kynstofni, sem menningarkimi krepptur að baki söndum og illskeyttum fallvötnum ætlaði Kristínu að ala. Fari svo hlyti líka hver að vera gleymdur óðar en grafinn er. En tilfellinu er í þetta sinn þveröfugt farið. Svo ég gríp tækifærið til að neita hér að keðja kynslóða sé slitin þó skipt sé á umhverfi og sá árdynur eða hætta, sem frekast hræðir og minnir okkur, hin gömlu, á óbrúaðar stórár í átthögum, sé nú á umferðarþungum hraðbrautum, sem forynjur hafa dæmt til að taka hver 20 líf innan ákveðins frests, eins og þjóðtrú vissi um jökulvötn sum. Það væri í sumra augum rök- rænt, en hart, að hugsa til látinna ættmenna úr eyddum úthjörum líkt og til jafnfjölmennrar frænd- þjóðar og í Grænlandi týndist fyrir siðaskipti. Fækkun í sveitum síðustu 200 ár aðeins á úthjörum, segjum í Dala- og Vestfjarðaum- dæmi, harðbýlli hreppum Þingeyj- ar- og N-Múlasýslna og á sanda- og gosskemmdasvæðum Skaftfell- inga, næmi þá samtals mun fleiri þúsunda þjóðeyðingu en hvarf fornra Grænlendinga og gæti sett hlutfallslega met eyðingar innan Norðurlandasögunnar. Látum slíkt efni bíða að sinni. Heitan vordag forðum hjólaði ég að brú Hverfisfljóts, sem æsti sig af bráðnun þó því væri aflfátt til að brjótast úr langa herslu- stokknum, sem veltandi glóðar- fljót Skaftárelda, hinn yngri böl- valdur dalsléttunnar, hefur þrengt fljótinu í fyrir 200 árum og þá gert hér gott brúarstæði. Þarna mátti sjá úr hraunþústum nærri brú eða Eldvatnskróki iangt austur til seinustu hárrar landbrotstorfu eyðilagðs túns, kirkjustaðar í Lundi: Lundar kirkja og besta bú berst í vatnaróti. Hvar er sóknin hennar nú? — hulin aur og grjóti. Samstundis nýrri sýn, sem sá dagur gaf mér um mjög eyddar sveitir allt frá Litlahéraði austast í Skeiðarársandi og vestur til Síðu, skýrði ofangreind húsgangsvísa, áður lærð án skilnings, fyrir mér örlög hundrað annarra bæja og fjölskyldna, sem flæmast hlutu til eitthvað öruggari samstaða kyns- ins. Það gerðu nokkrir náfrændur Kristínar um 1786. Nokkrir eftir- lifenda hlutu þó að vera hér enn og gæta feðraóðals. Einhver hafði nafngreint við mig Þórarin eldri á Seljalandi, Pálsson, og Valgerði systur hans á Kálfafelli skammt frá. Tolldu nöfnin í mér af því ég heyrði að hálfbróðir þeirra væri Valdimar Pálsson, ágætur bekkj- arbróðir minn á Selfossi. Um 6 km frá brúnni inn í brekkukrika heið- ar fundu augu mín eftir korti Seljalandstún. Það hló dökkgrænt móti hlýjunni, í andspyrnu við gráma þjóðlandsins okkar eydda. En hverja ummyndun gerir ein- manaleiki vetrarins? Þá „láta húm og þögn í faðma fallast og foldarauðnin gjóstu af norðri sog- ar.“ í grimmu páskahreti 1917 misstu margir hluta af ærstofni sínum, þar á meðal helming stofns uppgangsbóndinn Páll Bjarnason á Seljalandi, 42 ára, aðalfyrir- vinna téðra 15 barna sinna, og erf- iði þess vors lék hann svo hart að hann varð tvö ár rúmlægur af brjósthimnubólgu og áfram heilsutæpur uns hann dó úr lungnabólgu 1922. Við það og ytri áföll (m.a. hagaskemmd af Kötlu- gosi 1918) dróst allur bústofn sam- an meira en um helming (varð 60 kindur, 2 kýr, fá hross) en hátt á annan tug munna lifðu, sem bæði þurftu matar og leituðu eftir menntun. Þá reyndi hart á móður og elstu dóttur. Eitthvað 16 vetrum eftir það áfall þegar Páll lést frá fjölskyldu sinni hef ég heyrt að prestur nýr, sem þá lagði í fyrstu ferð sína austur Fljótshverfi, með fylgdar- mann yfir vötn, fór efri leiðina sjaldförnu og því á reiðgötuna að Seljalandi. Haustskuggar lágu þungbúnir yfir, hraunið rifna var torfært og ömurlegt og líkt sem geigur kæmi úr þungum þyt Hverfisfljóts, er þeir fóru á vaði. Allt breyttist snöggt við það að hitta loks fyrir sér túnfót niður frá reisulegum burstabæ, stafnþil- in vissu að hlaði. Meðan þeir riðu upp túnbrekkuna steig þar öldruð kona fram bæjarstétt. Hún leit við og sá gesti nálgast. Því beið hún utan dyra uns þeir heilsuðu og hafði prestur á meðan gert sér ljóst hver konan hlaut að vera: Seljalandsekkjan Málfríður Þór- arinsdóttir. Hann komst 8 vetrum síðar að orði á þá leið að hann hefði fundið samstundis hve virðuleg festa og göfug lífsreynsla hvíldi yfir hús- freyjunni þreyttu og barnmörgu. í handtaki hennar lá alvara og inni- leiki, hinn sami sem hún hafði miðlað svo miklu af í móðurást sinni. Málfríður Þórarinsdóttir lést 1946. Sterkir þættir í framkomu urðu að samkenni í barnahópnum hennar. Ekkert þeirra mun þó hafa tamið sig fastlegar í það mót en Kristín, sem fram yfir tvítugt var hin fremsta í því að vera mömmunni önnur hönd. Arfgengi í Kristinu og hennar niðjum virð- ist samt ríkara frá Páli Bjarna- syni. Páll (d. 1922) var sonur Bjarna hreppstjóra Bjarnasonar í Hörgs- dal og dóttursonur sr. Páls Páls- sonar (1797—1861) í Hörgsdal, en Páll klausturhaldari Jónsson, fað- ir sr. Páls, hafði verið einn af nafnkenndustu mönnum, er drifu sig eftir Skaftárelda „suður“ til búsetu, sat á Elliðavatni; breiður er ættbogi frá þeim bónda. Auð- gert mundi að telja fram blóðbönd Seljalandsfólks við hvert það kyn, sem til muna hefur verið búfast milli Reynisfjalls og Lómagnúps, auk annarra banda fjær. Kristín Pálsdóttir átti einnig kynborinn Skaftfelling. Hún gift- ist 1935 Einari, syni Jóns Brynj- ólfssonar frá Höfðabrekku og Rannveigar Einarsdóttur frá Strönd í Meðallandi. Dætur þeirra Einars eru Guðlaug f. 1936, gift Sveinbirni Björnssyni eðlisfræð- ingi, og Málfríður, f. 1942. Hvor systranna á þrjú börn, nálæg hjarta ömmunnar. „Hún var alltaf öllum svo góð“. Einar Jónsson stundaði sjó framan af ævi, síðan bifvélavirkjun en lést miðaldra 1957. Vanheilsu af sykursýki, allt síð- an hún var fertug, bar Kristín Pálsdóttir með fágætum dug og skynsemi, hin eljuríka, ósérhlífna móðir. Oft hnitar þjóð saman hring- tákn í keðju, tákn, sem líf sækir svo á að búfestast í. Ein slík Selja- landskeðja mæðgna heitir í beina röð: Kristín (Jónsd.), Málfríður, Kristín (Pálsd.), Málfríður, Krist- ín... Kristín Pálsdóttir var hög í höndum, skýrleikskona í öllu og mjög vandvirk. Kom það e.t.v. skýrast fram ( saumum, enda hafði hún lært margt til þeirra áratuginn sem hún var ógift og að mestu losnuð heiman úr Fljóts- hverfi. Þá var fast eftir henni sótt í vistir og svo saumavinnu. Hana vann hún nokkurt skeið hjá And- rési Andréssyni klæðskera. Hin efri ár varð hún svo heimasætin í Hólmgarði í Reykjavík, að minnti á Fljótshverfiseinangrun og eins veitul og sveitakonur á kaffi og meðlæti við þá er inn litu, gaf sér þá ekki tóm að sitja í sæti. Fjögur af barnabörnunum undu lengi í gæslu hjá henni. Á sumrum leitaði hún jafnan á heimaslóðir að Selja- landi og einhver barnabarnanna með henni. Heimili hélt hún fyrir yngri dóttur sína og hennar börn til hins siðasta. t Móöir, tengdamóðir og amma, UNNUR EINARSDÓTTIR, Ásvallagötu 37, lést á nýársdag. Úttörin fer fram fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00 frá Dómkirkjunni. Blóm eru vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Helga I. Pálsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Unnur Steina Björnsdóttir. t JÓNA ÞÓRDÍS REYKFJÖRD, Bjargarstíg 16, lést á Vifilsstaöaspitala aö morgni 29. desember. Ingibjörg Ingibjartsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEFANÍA GUDBJÖRG GESTSDÓTTIR, áöur til heimilis að Eiríksgötu 33, veröur jarösungin þriöjudaginn 3. janúar kl. 13.30 frá Fríkirkjunnl í Reykjavík. Erna Helgadóttir, Hjörleifur Jónsson, Sævar Helgason, Helga Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona min og móöir okkar, ÓLÍNA (GÓGÓ) STEINDÓRSDÓTTIR, Beykihlíó 31, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 4. janúar kl. 15.00. Þeim er vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Islands. Einar Pálsson, Geröur Einarsdóttir, Einar K. Sigurgeirsson, Kristrún Einarsdóttir, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guömundur K. Sigurgeirsson. t Útför eiginmanns míns og fööur, GEORGS ÞORKELSSONAR, fer fram frá Háteigskirkju miövikudaginn 4. janúar kl. 10.30. María Jónsdóttir, Sverrir Georgsson. t Sonur minn og bróöir okkar, BENEDIKT BENEDIKTSSON, Keilugranda 8, veröur jarösunginn frá Neskirkju í dag, þriöjudaginn 3. janúar, kl. 15.00. Jarösett veröur í Fossvogskírkjugaröi. Gyöa Erlendsdóttir og systkíni hins látna. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR ÁRNASON, Vesturbrún 16, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 4. janúar kl. 13.30. Salmanía J. Jóhannesdóttir, Styrmir Gunnarsson, Hjördís Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Vilborg Sigríöur Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir. t Móöir okkar og tengdamóölr, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, fyrrum Ijósmóöir og hjúkrunarkona, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 4. janúar kl. 10.30. Óli Jósefsson, Sesselja Eiríksdóttir, Sigurþór Jósefsson, Vilborg Þórarinsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Oddagötu 5, Akureyri, sem lést 26. desember, veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Björn Þóröarson, Guörún Björnsdóttir, Árni Gunnarsson, Erla Björnsdóttir, örn Guömundsson, Birna Björnsdóttir, Heimir Hannesson t Unnusti minn og faöir okkar, LEIFUR UNNAR INGIMARSSON, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni 3. janúar kl. 15.00. Dísa Dóra Hallgrímsdóttir, Halldóra Leifsdóttir, Kristján Hallur Leifsson og Arnhildur Leifsdóttir. Björn Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.