Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 48

Morgunblaðið - 03.01.1984, Page 48
Þ etta lestu í dag m.a.: Geta íslendingar lært öll tungumál nema íslenzku ? Sjá bls. 24 E EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Metframleiðsla hjá ÍSAL 1983 Aldrei meira flutt út á einu ári fyrr Heildarframleiðsla íslenzka álfé- lagsins á síðasta ári var um 87.000 tonn, sem er mesta framleiðsla í Rockall-viðræður: Hans G. Ander- sen fer utan síðar í mánuðinum HANS G. Andersen sendiherra mun halda til London og Dublin í seinni hluta þessa mánaðar til viðræðna við Breta og íra um réttindi íslendinga á Rockall-svæðinu, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Geir Hall- grímssyni, utanríkisráðherra. Sagði Geir að kannski væri of mikið sagt að ganga ætti til við- ræðna við íra, þar sem þeir vildu helst ekkert við okkur tala, en að- eins hlusta á það sem íslendingar hefðu að segja. Sagði Geir að áður en Hans G. Andersen héldi til Bretlandseyja, myndi hann ræða við utanríkismálanefnd varðandi þetta mál. sögu fyrirtækisins, en til samanburð- ar var framleiðslan mest um 85.000 tonn áður, að sögn Kagnars S. Hall- dórssonar, forstjóra ISAL. Ragnar S. Halldórsson sagði að heildarútflutningur fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið um 105.000 tonn, sem væri ennfremur met í sögu fyrirtækisins, en mesti útflutningur áður var tæplega 80.000 tonn. „f sambandi við út- flutninginn verður þó að hafa í huga, að birgðir voru óvenjulega miklar í ársbyrjun, eða um 30.000 tonn, auk þess sem markaðs- ástand batnaði verulega." Mánuðirnir október og nóvem- ber sl. voru metmánuðir í ker- rekstri fyrirtækisins. f október- mánuði voru framleidd um 7.226 tonn, sem er metframleiðsla. Straumnýting var þá um 89,3%, en í nóvember varð hún enn betri, eða 89,9%. Ragnar S. Halldórsson sagði aðspurður, að straumnýting fyrirtækisins hefði yfirleitt verið á bilinu 85—87%. Ljósm. Mbl./Heimir Stígason. Fyrsti íslendingurinn 1984 fœddist i Keflavík ÞESSI mynd var tekin á sjúkra- húsinu í Keflavík í gær af fyrsta íslendingnum sem fæddist á nýja árinu, 15 marka dóttur þeirra Ragnheiðar Ragnarsdóttur og Ól- afs Bjarnasonar. Nýársbarnið ligg- ur á milli tveggja barna sem komu í heiminn á milli jóla og nýárs. Eins og sjá má eru jólabörnin klædd í jólasokka, en Sóley Sigur- jónsdóttir í Keflavík hefur undan- farin tvö ár saumað slíka sokka og gefið á fæðingardeildina. Þannig fara allir nýburar sem fæðast á tímabilinu 20. des til 7. jan. heim í jóiasokkum, enda sannkölluð jóla- börn. Sjá bls. 26. Ilans G. Andersen Líklegast verður skreiðar- innflutningurinn ekki minni — segir Ólafur Björnsson um hugsanleg áhrif byltingarinnar í Nígeríu „MÉR virðist líklegast að það verði ekki síður um skreiðarinnflutning í Nígeríu að ræða eftir þessa byltingu, þó erfitt sé um það að segja vegna takmarkaðra upplýsinga þaðan. Fyrir- hugaður niðurskurður á fjárveitingum til innflutnings, sem var verulegur og kynntur af Shagari 29. desember, kann meðal annars að vera kveikjan að byltingunni. Við erum í sambandi Morgunblaðið: Ágúst Ingi Jónsson ráðinn fréttastjóri ÁGÚST Ingi Jónsson blaðamaður hefur verið ráðinn fréttastjóri við Morgunblaðið frá og með I. janú- ar. Ágúst Ingi er 32 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1972. Hann hóf störf við Morgunblaðið 1. júlí sama ár og hefur starfað við blaðið síðan. Ágúst stundaði nám við Blaða- mannaskólann í Osló 1974—’75. Sem blaðamaður við Morgun- blaðið hefur Ágúst skrifað íþróttafréttir og innlendar frétt- ir, einkum um sjávarútvegs- og verkalýðsmál. Hann hefur gegnt störfum fréttastjóra í afleysing- um undanfarin misseri. Ágúst mun starfa við frétta- stjórn ásamt þeim þremur frétt- astjórum, sem fyrir eru við blað- ið, þeim Freysteini Jóhannssyni, Magnúsi Finnssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni. Ágúst Ingi Jónsson Morgunblaðið býður Ágúst Inga Jónsson velkominn til nýrra og ábyrgðarmikilla starfa. við Nígeríumenn í London og þeir virðast ósköp rólegir yfir þessu,“ sagði Ólafur Björnsson, stjórnarfor- maður í Skreiðarsamlaginu, í samtali við blm. Mbl. Morgunblaðið náði í gær tali af nígerskum skreiðarkaupenda, Kóiki að nafni, sem þá var nýkominn til landsins. Sagði hann nígersku þjóð- ina hafa þráð byltinguna vegna versnandi ástands í landinu og mik- illar spillingar. Taldi hann meðal annars ólíklegt að skreiðarútflytj- endur hér fengju ekki greiddar úti- standandi skuldir í Nígeríu. Hann sagði byltinguna nauðsynlega og myndi hún verða til þess bæta ástandið í landinu í framtíðinni. Ólafur Björnsson sagði ennfrem- ur, að nýja stjórnin myndi kannski reyna að koma meiri reglu á hlutina og gæti dregið úr spillingunni í skreiðarkaupum og sölu þar, en spillingin væri víst víðar en þar. Ekki virtist vera ástæða til að ör- vænta um útistandandi greiðslu frá Nígeríumönnum, þar sem her- stjórnin hefði lýst því yfir að hún stæði við allar fyrri skuldbindingar þjóðarinnar. Það væri ekki vafi á því að hinn mikli niðurskurður á innflutningi, sem Shagari hafði kynnt, hefði haft úrslitaáhrif á þetta, en það hefði verið mál margra, að það hefði nánast þýtt hungursneyð ef af honum hefði orð- ið. Þá sagði Ólafur að nú væri skip með skreið frá Skreiðarsamlaginu á leið til Hamborgar, þar sem ætti að umskipa skreiðinni og senda hana til Nígeríu. Þær upplýsingar hefðu fengizt, að ekki væri ástæða til að óttast neitt í því sambandi. Víða ófært og þungfært MJÓG þungfært hefur verið víða um land yfir áramótin. Töluverður snjór er á vestanverðu landinu, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, fjallvegir voru víða ófærir eftir helgina og þungfært á þjóð- vegum í þessum landshlutum, skv. upplýsingum Vegaeftirlitsins í gær. Færð hefur verið skást á SV-horn- inu og Austfjörðum. Utanríkisráðuneytið fyrir hönd sovéska sendiráðsins: Sækir um leyfi fyrir sjónvarpsskerminum SOVÉSKA sendiráðið hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að það sæki fyrir hönd sendiráðsins um leyfi fyrir skermi þeim sem komið hefur verið fyrir á einni byggingu sendiráðsins. Utanrfkisráðuneytið hefur síðan ritað borgar- stjóra bréf, þar sem sótt er um umrætt leyfi. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við blm. Mbl. að umsókn þessi hefði borist borgar- yfirvöldum á gamlársdag. Næsta skref málsins væri það að umsókn- in yrði send til meðferðar bygg- ingarnefndar Reykjavíkurborgar til umfjöllunar. Skömmu fyrir jól voru mótmæli umhverfismálaráðs Reykjavíkur- borgar vegna uppsetningar sjón- varpsskermsins send til utanríkis- ráðuneytisins, en í mótmælum um- hverfismálaráðs segir að mótmælt sé þeirri breytingu á húsinu nr. 9 við Túngötu, þar sem settur hefði verið upp stór skermur til móttöku á sjónvarpssendingum. Segir að skermurinn raski heildarmynd Hólavallagötu stórlega. Þá er og minnt á það, að tilskilinna leyfa hafi ekki verið aflað áður en hafist var handa við að setja skerminn upp. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði í gær að vegna sam- þykktar umhverfismálaráðs hefði athygli sendiráðsins verið vakin á því að sækja þyrfti um leyfi fyrir skerminum til byggingarnefndar borgarinnar og hefði sendiráðið óskað eftir því að ráðuneytið kæmi slíkri umsókn á framfæri og hefði það verið gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.