Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 14

Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 Núverandi framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Þorgrímsson, Bryndís Þórarins- dóttir, Hilmar Jónsson, Guðbjörg Sigvaldadóttir og sr. Björn Jónsson. Aftari röð: Kristinn Vilhjálmsson, Björn G. Eiríksson, Árni Valur Viggósson, Arnfinnur Arnfinnsson, Olafur Jónsson og Guðlaugur Fr. Sigmundsson. Á myndina vantar Svein Kristjánsson. Góðtemplarareglan á íslandi 100 ára Eiríkur Sigurðsson rithöfundur og skólastjóri á Akureyri í hópi embætt- ismanna í sinni barnastúku. Fulltrúar á Stórstúkuþingi á Akureyri fyrir utan hús Friðbjarnar Steinssonar. — eftir Hilmar Jónsson 10. janúar 1884 var stofnuð fyrsta stúkan á íslandi. Hlaut hún nafnið Isafold nr. 1. Stofnfélagar voru 12 og forgönguna hafði norskur maður, Ole Lied. Hins vegar varð Friðbjörn Steinsson bóksali á Akureyri, forystumaður í stúkunni, og það var í hans húsi sem athöfnin fór fram. Þetta hús Friðbjarnar er nú varðveitt sem sögulegar minjar. Frá Akureyri barst reglan með skjótum hætti um landið. Fyrsta stúkan á Suður- landi var stúkan Verðandi nr. 9, stofnuð 1885 af Birni Pálssyni. Ári síðar var Björn kosinn stórtempl- ar þegar Stórstúkan var stofnuð í Alþingishúsinu í Reykjavík. Þá voru stúkurnar orðnar 14. 10. maí 1886 var fyrsta barnastúkan stofnuð, einnig af Birni Pálssyni. Hlaut hún nafnið Æskan nr. 1 og starfar enn eins og margir vita. Höfuðtilgangur Góðtemplararegl- unnar var og er tvíþættur. Að vinna að bindindi og bræðralagi. Fljótt kom í ljós árangur af stofnun Stórstúkunnar. Árið eftir að hún var stofnuð, eða 1887, legg- ur Jón ólafsson alþingismaður, þáverandi stórtempiar, fram til- lögu um bann við staupasölu í verslunum. En verslanir höfðu lengi verið veitingakrár og staupa- salan þungur baggi á mörgum heimilum en kaupmönnum drjúg tekjulind. Þessi lagasetning segir Ólafur Haukur Árnason, áfengis- varnarráðunautur, að hafi verið upphafið að langri og harðri sókn bindindismanna á löggjafarþing- inu. Hámarki náði sú sókn þegar Alþingi samþykkti lög um að- flutningsbann á áfengi árið 1909, með 26 atkvæðum gegn 11, að und- angenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Raunverulegt bann stóð í tæp þrjú ár, frá 1. janúar 1915 fram í nóvember 1917. Og hver voru áhrifin? Jón Sigtryggsson yf- irfangavörður í Reykjavík, sem manna best þekkti til afbrotamála á þessum tíma, segir: „Vínbrugg þekktist ekki á þeim árum. Árin 1916 og 1917 var enginn íslenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróf afbrot." Haustið 1916, eft- ir að fullkominn bannlög höfðu verið í gildi tæp tvö ár, sagði Jón Magnússon bæjarfógeti í Reykja- vík í ræðu er hann hélt, að sam- kvæmt því er borgarstjórinn hefði nýlega skýrt sér frá „væri ekkert þurfamannaheimili á sveitar- framfæri hér vegna áfengisnautn- ar framfærslumanns, en áður var hundraðstala á þurfamannaheim- ilum vegna áfengisnautnar allhá. Áður var það svo að einatt var erfitt að lögskrá á fiskiskipin vegna þess að svo mikill hluti skipverja var drukkinn. Nú kemur það varla fyrir að ölvaður maður sjáist hér við lögskráning. Þessi tvö dæmi virðist mér sýna ljós- lega, hve feikimikill munurinn er. Það er því ljóst, að ekki getur komið til mála að aftaka eða lina á aðflutningsbanninu. En það þarf að fá hjá þinginu fé til þess að geta haft sérstakar varnir gegn aðflutningi áfengis." í nóvember 1917 komu svokölluð læknabrennivín til sögunnar og 1922 beittu Spánverjar Islendinga viðskiptaþvingunum af grófustu gerð. Þess var krafist að lýðræð- islega sett lög yrðu numin úr gildi af því að þau brutu í bága við hagsmuni spænskra fisksala. Bann við innflutningi sterkra drykkja var numið úr gildi 1934. Áfengissala stórjókst. Einkum og sér í lagi tók hún stökk eftir 1954, þegar starfræksla vínveitingahúsa var leyfð. f stuttri grein er ekki hægt að geta margra, sem starfað hafa undir merkjum reglunnar. Sá maður, sem stofnað hefur flestar stúkur, er Sigurður Eiríksson, sem kallaður var regluboði. Snemma var ákveðið að Stórstúkan stæði að blaðaútgáfu. Má, því sambandi geta blaðanna Templars og Good- templars, sem náðu geysimikilli útbreiðslu. I þessi blöð og önnur, sem bindindismenn studdu, skrif- uðu margir af ritfærustu blaða- mönnum og rithöfundum þjóðar- innar: Björn Jónsson, ráðherra, Jón Áinason, prentari, og skáldin og rithöfundarnir, Guðmundur Guðmundsson, Einar H. Kvaran, Indriði Einarsson og Guðmundur Magnússon, öðru nafni Jón Trausti. Af blöðum bindind- ismanna á síðari áratugum þykir mér rétt að geta Einingarinnar sem Pétur Sigurðsson ritstýrði. Núna gefur Stórstúkan út Regin í samvinnu við siglfirska templara, En langmerkust og lífseigust er útgáfa Stórstúkunnar á barna- blaðinu Æskunni, sem hófst 1897 og hefur staðið að mestu óslitið síðan. Fyrsti ritstjóri Æskunnar var eins og margir vita skáldið Sigurður Júl. Jóhannesson. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn, en auk Sigurðar verður hér ein- ungis tveggja getið: Margrétar Jónsdóttur skáldkonu og Gríms Engilberts núverandi ritstjóra, sem gegnt hefur því starfi af fá- dæma samviskusemi í nærri þrjá áratugi. Áhrif Góðtemplarareglunnar á þjóðlífið hafa verið mikil og marg- vísleg. Á mörgum stöðum stóðu templarar fyrir byggingu sam- komuhúsa, sem sum standa enn eins og Góðtemplarahúsið í Hafn- arfirði. Þeir stofnuðu fyrstu verkalýðsfélögin, bárufélögin og Leikfélag Reykjavíkur var stofnað af þeim. Af starfi síðari ára er vert að benda á sumarstarf templ- ara á Jaðri í áraraðir og bindind- ismótin í Húsafelli, þjálfun ung- menna í fundastjórn, framsögn og dansi. Eins og áður hefur komið fram var Góðtemplarareglan stofnuð á Akureyri og þar hefur ætíð verið hennar sterkasta vígi. Einu sinni var framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar eingöngu skipuð norðlend- ingum. Þetta var í stjórnartíð Brynleífs Tobíassonar mennta- skólakennara og síðar áfeng- isvarnaráðunauts. Félögum í regl- unni fjölgaði þá um 2800. Nú eru starfandi á Akureyri þrjár undir- stúkurog þrjár barnastúkur. Nú- verandi æðstutemplarar i móð- urstúkunni Isafold eru Sveinn Kristjánsson og Guðmundur Magnússon. Að undanförnu hefur Góðtempl- arareglan átt við erfiðleika að stríða. Félögum hefur fækkað og íslenskir valdamenn hafa látið áskorarnir Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar um að draga úr heiidarneyslu áfengra drykkja sem vind um eyrum þjóta, enda hefur drykkjuskapur fullorðinna og unglinga færst í aukana hér á landi. Ekkert væri því kærkomn- ara bindindismönnum en að þetta afmæli yrði til að efla samtökin. I tilefni af afmælinu verður hér haldið stórt mót fyrir fullorðna og unglinga með þátttöku erlendra þjóða. Verður það í Reykjavík og á Varmá í Mosfellssveit í lok júlí- mánaðar. Ég óska Góðtemplarareglunni gæfu og gengis á þessum tímamót- um. Hilmar Jónsson er núrerandi stór- tempiar. Frá síðasta Stórstúkuþinginu sem Ólafur Þ. Kristjánsson stýrði 1976. Barnastúkan l'nnur í Reykjavík var mjög fjölmenn stúka. Hér sjást nokkrir félagar í skrúð- göngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.