Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 • Bournemouth-framherjinn Milton Graham skorar hér fyrra mark liðs síns gegn Manchester United í 3. umferð bikarkeppninnar á laugardag. Markiö kom é 60. mín. eftir hræðileg mistök Gary Bailey, markvarðar Manchester-liðsins. Hann missti boltann yfir sig eftir hornspyrnu og Graham þrumaði honum í netið. Lou Macari (t.v.) sem kom inn á sem varamaöur í stöðu bakvaröar kemur út á móti Graham en fékk ekki vörnum við komið. Morgunblaöiö/ Símamynd AP „Frammistaða okkar nafni Man- chester United til skammar“ — sagði Ron Atkinson, framkvæmdastjóri liðsins, efftir tapið á suðurströndinni Frá Bob Honnmty, fréttamanni Morgunblaðsina í Englandi og AP. „FRAMMISTADA okkar í dag var nafni Manchester United til háborinnar skammar. Eftir þetta — aö vera slegnir út úr báðum bikarkeppnunum af þriðjudeildarliðum — skuldum við áhangendum okkar sigur í fyrstu deildinni," sagði Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester United, á laugardag eftir aö liöiö haföi verið slegiö út úr ensku bikarkeppninní af þriðjudeildarliði Bournemouth á suöurströndinni. Bournemouth sigraöi 2:0 og komu þessi úrslit sennilega mest á óvart á laugardag. Atkinson var æfur af reiöi eftir leikinn; hélt hann leikmönnum sínum inni í búningsklefa liðsins í 45 mínútur eftir að leiknum lauk. Eins og mönnum er í fersku minni, var United slegið út úr mjólkurbikarkeppninni af Oxford — og var það sanngjarn sigur iitla liðsins frá háskólabænum. Á laugardag var sigur Bourne- mouth einnig sanngjarn — liðiö var mun betra aðilinn á vellinum — og yfirspilaði United á köflum. Reiöi Atkinson er því skiljanleg. Framkvæmdastjóri Bourne- mouth var aö vonum öllu ánægöari en Atkinson eftir leikinn. Harry Redknapp — útherji hjá West Ham á gullaldarárum félagsins er Martin Peters og Bobby Moore voru þar — er nú viö stjórnvölinn hjá Böurnemouth. „Þetta er stór- kostlegasti dagur á mínum knatt- spyrnuferli. Þaö sannaöist áþreifanlega í dag aö þaö sem mestu máli skiptir í knattspyrnunni er mikil vinna og baráttuvilji. Ekki fræg nöfn og oröstír," sagöi hann. „Hvers vegna skildi ég vorkenna Ron Atkinson. Hann er í eftirsótt- ustu stööunni í „bransanum". Hann veröur aö taka gagnrýni eins og heiöri," sagöi Harry ennfremur. „Ættu að hugsa sig tvisvar um ... “ Bournemouth hefur gengiö illa í þriöju deildinni í vetur og berst þar fyrir lífi sínu. Því koma þessi úrslit enn frekar á óvart. Leikmenn Unit- ed voru vægast sagt eitthvaö ann- ars hugar í leiknum og voru langt frá sínu besta. Kæruleysiö var mikið í leik þeirra og þaö var ekki fyrr en eftir aö Bournemouth haföi skoraö sitt annað mark aö bikarmeistararnir fóru aö reyna að spila eins og menn. En þá var þaö orðið of seint — leikurinn var tapaöur. Alla bar- áttu vantaöi í leik United og George Best, fyrrum leikmaður Manchester-liösins, sem var meö þulum BBC á leiknum, sagöi: „Sumir leikmanna United-liðsins ættu aö hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka viö launum sínum fyrir þessa viku.“ Best nefndi engin nöfn; en ekki er ósennilegt aö tvo hafi hann haft í huga — þó vissu- lega heföu þaö getað veriö allir þeir tólf sem komu viö sögu. Gary Bailey geröi sig sekan um mikil mistök er fyrra mark Bournemouth var gert og Bryan Robson, fyrir- liöiö United og enska landsliösins, var allt of seinn aö hreinsa frá marki er hann haföi tækifæri til þess skömmu síðar og lan Thompson skoraöi þá seinna markið. Fyrra markið kom á 60. mín. eft- ir hornspyrnu. Milton Graham fékk • Ray Wilkins og félagar voru slakir gegn Bournemouth. þá boltann eftir aö Bailey haföi misst hann og skoraöi örugglega af stuttu færi (sjá stmamynd hér að ofan). Aðeins mín. síöar skoraöi Bournemouth svo aftur. Thomp- son var þar aö verki meö skoti yst úr vítateignum. Thompson þessi lék meö utandeildarliöi þar til í byrjun þessa keppnistímabils. Skalli í þverslá Eins og áöur sagöi var Bourne- mouth betra liðið í leiknum og í fyrri hálfleik, er liöiö sótti af krafti, fékk þaö nokkur ágæt marktæki- færi. Þaö besta kom er Milton Gra- ham skallaöi í þverslá. í leikhléi skipti United um leik- mann, Lou Macari kom inn á í staö Arthur Albiston sem meiddist. Macari fór í stööu hægri bakvaröar í staö Remi Moses sem lék sem vinstri bakvöröur í staö Albiston í seinni hálfleiknum. Þess má geta aö á miöju varnarinnar léku Mike Duxbury og ungur nýliöi, Graham Hawk, sem United keypti frá Ab- erdeen. Hann er 19 ára. Báöir mið- veröir United, Moran og McQueen, voru meiddir eins og áður hefur komiö fram. Áhorfendur á Dean Court Ground, leikvangi Bournemouth, voru 15.000 — þar af nokkur hluti stuöningsmenn United. Þeir voru langt í frá ánægöir meö frammi- stööuna og nokkrum mín. fyrir leikslok brutust út ólæti meöal þeirra — þeir þustu niöur á svæö- iö aftan viö annað markiö en fóru ekki inn á völlinn. Hlé var gert á leiknum í fjórar mínútur meöan lýönum var komiö á sinn staö á ný. — SH Laun erfiðisins: Viku Irí á Spáni Frá Bob Henneasy, fréttamanni Morg- unblaösins í Englandi. Kaupsýslumaöur einn í Bournemouth-borg þarf held- ur betur að punga út einhvern tíma á næstunni. Líklega veró- ur þaö þó ekki fyrr en aö þessu keppnistímabili loknu í ensku knattspyrnunni. Kappinn er mikill aðdáandi knattspyrnuliös borgarinnar og fyrir leikinn viö Manchester United-stórveldiö í bikarkeppn- inni á laugardaginn hét hann leikmönnum Bournemouth viku fríi á sólarströndu Spánar ef þeir sigruðu í leiknum. Kannski bjóst hann ekki viö aö þurfa aö greiöa kostnaöinn sem þessu fylgir — hver veit — en mörg- um á óvart, og honum væntan- lega þar á meöal, sigraöi 3. deildarliöiö bikarmeistarana og sló þá út í bikarkeppninni eins og fram kemur hér á síðunni. En þó minnki í veskinu hjá kaupsýslumanninum er eflaust enginn ánægöari en hann sjálf- ur! — SH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.