Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 12 bestu sundmenn allra tíma • Hverjir skyldu vera 12 bestu sundmenn heims- ins frá upphafi? Þeirri spurningu er án efa erf- itt að svara. En í nýút- komnu þýsku íþrótta- blaöi, Sport lllustrierte, velur Klaus Steinbach, þekktur sérfræðingur í sundíþróttinni, 12 bestu sundmenn allra tíma að sínum dómi. Við höfum áður birt val á 12 bestu frjálsíþróttamönnunum, skákmönnunum, hand- knattleiksmönnunum og knattspyrnumönnun- um. Shane Gould (Fiadd 1956) *ló f gegn á Ólympíu- leikunum i MUnchen og vakti nœr því eina mikla athygli og ajálfur kóngur sundains, Mark Spitz. Hún vann til þriggja gullverðlauna á leikunum i MUnchen og setti heimsmet f hvert skipti og auk þess vann hún til silfur- og bronsverðlauna á leikunum. Keppnisferill hennar var stuttur; að- eins tvö og hálft ár. Tæplega 17 ára dró hún sig í hló frá keppni. A þessum stutta tíma setti hún þó 11 heimsmet og um 8 mánaða skeið átti hún bestu tíma á öllum skriösundsvegalengdum (100, 200, 400, 800, 1500 m). Hún er jafnframt fyrsta konan sem synti 1500 metrana undir 17 mínútum (16:56,9); f dag vinnur hin ástralska Shane Gould við f járbúskap. Wladimir Salnikow (Fæddur 1960) er undramaður lengri vegalengdanna í sundi. f 400, 800 og 1500 metra sundi tókst hinum unga Sovátmanni að rjúfa svokallaöan „draumamúr" — hann var fljótari 3:50, 8:00 og 15:00 mín. Þaö sem Johnny Weissmueller er þekktur fyrir enn þann dag í dag: aö synda 100 m skriö- sund undir einni min. afrekaöi Salnik- ow fimmtán sinnum í röð á samtals 14.58,27. 1500 m sund er einmitt hans besta grein: „Það er stórkostleg til- finning þegar maður á 300 metra eftir að marki, að finna fyrir því að maður er næstum þvf að gefast upp, en nær að yfirvinna þreytuna og sigra.“ Wlad- imir Salnikow syndir 35 kílómetra daglega. Mark Spitz (Fæddur 1950) vann á tveimur Ólympíuleikum til níu gullverðlauna og einna bronsverðlauna. Aðeins landi hans, Ray Ewry, hefur unnið oftar til gullverðlauna, 10 í langstökki án at- rennu á þremur Ólympfuleikum, þeim fyrstu árið 1900. Eftir að hafa sigrað 7 sinnum á Ólympíuleikunum í MUnch- en og sett jafnmörg heimsmet ákvað Spitz að draga sig í hlá frá sundi og sneri sár þess í stað að skemmtiiðnaði og hagnaöist á að leika í fjölda auglýs- inga. (Hann var talinn kyssa eins og Clark Gable.) f dag starfar Mark Spitz f fasteignabransanum og eyðir frí- stundum sínum við siglingar. Roland Matthes (Fæddur 1950) var gjarnan nefndur „Rolls-Royce sundsins" af Bandarfkja- mönnum en Vestur-Þjóðverjar kusu að nefna hann „Mozart sundaina11. Um 7 ára skeiö, nánar tiltekið frá sept- ember 1967 til ágúst 1974 tapaöi þessi geðugi íþróttakennari frá Erfurt ekki keppni í 100 og 200 metra baksundi. Hann bætti heimsmetið í 100 úr 58,4 í 56,3 og í 200 úr 2:07,9 f 2:01,87 mínútur. Matthes var sú sundstjarna sem mest- um vinsældum átti að fagna f Austur- Þýskalandi og hann gat leyft sár ým- islegt sem landar hans myndu aldrei voga sár að gera. Hann safnaði sfðu hári og lát eitt sinn eftir sár hafa: „Ef ág væri fæddur í Bandarikjunum, væri ág ekki kommúnisti.“ Ragnhild Hveger (Fædd 1920) frá Danmörku er sennilega sú sundkona sem bestum árangri hefur náð án þess þó að vinna nokkrum sinnum til gullverðlauna á Ólympiuleikum. Á Ólympíuleikunum 1936 í Berlín, þá aðeins 16 ára gömul, vann hún til silfurverðlauna í 400 metra skriösundi. Hún sannaði að lengi lifir í gömul glæðum þegar hún 16 árum seinna á Ólympíuleikunum 1952 í Helsinki náði 5. sæti í 400 metra skriðsundi. Heimsmet hennar i 400 metra skriðsundi 5:00,1 sett 1940 átti hún f 16 ár. Á árunum 1936 til 1942 setti hún 42 heimsmet í 15 mismun- andi greinum allt frá 100 jördum (59,7 sek.) til einnar mílu (23:11,5). Johnny Weissmueller (Fæddur 1904) er sem kunnugt er þjóðsaga í tvennum skilningi: sem fyrsti maðurinn sem lák Tarzan í sam- nefndri mynd og fyrsti maöurinn sem synti 100 m sund á skemmri tíma en einni mínútu (9. júlí 1922 á 58,6). Weissmueller sem kom frá Chicago, sonur innflytjenda frá Vín vann til 5 gullverölauna á sundferli sínum (1924/28). Hann kunni lítið annað fyrir sár en að synda. Atvinnumaður í sundi náði hann þeim góða árangri, þá 36 ára að aldri, að synda 100 jarda á 48,5 sekúndum. Hann lák síðar í nokkrum kvikmyndum og vann við Cesar Pal- ace-íþróttahöllina í Las Vegas. Murray Rose (Fæddur 1939) er yngsti sundmaöur sem unnið hefur til þriggja gullverð- launa á Ólympíuleikunum öll i sömu vikunni. Þetta gerðist árið 1956 f 400 og 1500 metra skriðsundi og hann var jafnframt í áströlsku sundsveitinni sem vann til gullverðlauna i 4x200 metra sundi. Hann er einnig fyrsti sundmaðurinn sem endurtók sigur sinn á Ólympíuleikum í sömu keppn- isgreininni. Hann vann 400 metra skriðsund á Ólympíuleikum 1956 og 1960. Hann flutti sem barn með skosk- um foreldrum sinum til Ástralíu og foreldrar hans sáu fyrir þvi að hann borðaði eftir ströngum matarkúr; kjöt, fiskur og kjúklingar voru fæðutegund- ir sem hann setti ekki inn fyrir sínar varir í þá daga. Aftur á móti fákk hann nóg af hunangi og söli og fræum. Flestir bandarískir þjálfarar telja hann fremri en Weissmueller. Don Schollander (Fæddur 1946) er fyrsti sundmaður- inn sem vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum innan einnar viku (1960) í 100 metra skriðsundi. „Þó að ág sá enginn spretthlaupari", í 4x100 og 4x200 metra skriðsundi, þar sem hann var 2 sekúndum fljótari en næsti sundmaður í boðsveitinni. Hann var fyrsti sundmaðurinn sem synti 200 metra undir tveimur mínútum (1:58,8 árið 1963). Á næstu fimm árum marg- bætti hann þennan tima en besti árangur hans var 1:54,3. Don Scholl- ander var einu sinni líkt við draum: „Hann er og syndir eins og draumur sem þó er raunveruleiki". f dag starfar Don Schollander sem lögfræðingur. Kornelia Ender (Fædd 1958) hafði ótrúlega hæfi- leika eins og eiginmaður hennar, Rol- and Matthes. Aðeins 14 ára að aldri vann hún sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum. 1976 hætti hún skyndilega allri keppni, þá aðeins 18 ára gömul. Á þeim fjórum árum sem hún tók þátt í keppni setti hún 29 heimsmet, varð átta sinnum heims- meistari, vann til fjögurra gullverð- launa á Ól 1976. Fjölhæfni var hennar sterkasta hlið. Hún setti heimsmet í nær öllum keppnisgreinum sundsins: baksundi, flugsundi og skriðsundi, en átti í smáerfiðleikum með bringu- sundið. Kornelía Ender er dóttir hers- höfðingja frá Halle og leggur i dag stund á læknisfræði og stefnir að því að verða barnalæknir. Dawn Fraser (Fædd 1937) var um 10 ára skeið drottning sundíþróttarinnar. Hún er fyrsta konan sem synti 100 metra skriðsund undir einni minútu og sú eina sem vann til þriggja gullverð- launa þrenna Ólympíuleika í röð (1950/56/60). 1964 setti ástralska sundsambandið Dawn Fraser i keppn- isbann og fákk hún ekki að taka þátt í Óiympíuleikunum 1964. Hún ásamt tveimur fálögum hennar í Ólympíuliði Ástrala brugðu á leik og settu upp jap- anska fánann f ólympíuþorpi Mexi- kana. Ástralska sundsambandið kunni greinilega ekki að meta kímnigáfu og leikaraskap síns keppnisfólks. Sam- tals setti Dawn Fraser 27 heimsmet á keppnisferli sfnum. Arne Borg (Fæddur 1901) var þrátt fyrir Johnny Weissmueller, sem var besti vinur hans og andstæðingur — sundhetja á sínum tíma. Ekki einungis vegna þeas að hann setti 32 heimsmet á sínum keppnisferli 1921 til 1929 (til að mynda stóð met hans i 1500 metra sundi, 19Æ7.2 í heil ellefu ár). Svíinn Arne Borg var heimsmaður hinn mesti og gerði það sem honum datt (' hug hverju sinni og var þekktur fyrir aö hafa góðan smekk fyrir góðum vínum og fallegum konum. 1930 geröist hann opinberlega atvinnumaður og auglýati upp baðfatnaö. Á fimmtugsafmæli sínu vann Arne Borg veðmál við kunn- ingja sfna; 1000 sænskar krónur, þar sem hann synti 100 m skriðsund undir 1:05 eða á þeim ágæta tíma 1:04,8. Ute Geweniger (Fædd 1964) og John Naber (fædd- ur 1956). Tveir frábærir sundmenn hver á sfnu sviði. Bandaríkjamaðurinn Naber var sá fyrsti sem náði aö sigra Roland Matthews f baksundi. John, Naber sem vann til fjögurra gullverö- launa á Ól-leikunum 1976, er afar trú- hneigður maöur. Hann á enn heims- met í 100 metra bringusundi (55,46) og 200 m baksundi, (1:59,19). Ute Gewen- iger, nemi frá Karl Marz-Stadt í Austur-Þýskalandi, fimmtaldur Evr- ópumeistari í sundi frá 1981. Með heimsmeti sinu f 100 metra bringu- sundi kvenna (1.-09,52) náði Gewenig- er því marki sem áður var haldið að aðeins karlmenn gætu náð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.