Morgunblaðið - 10.01.1984, Side 26

Morgunblaðið - 10.01.1984, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 „Hundabaimsmálið“ — eftir Þöri H. óskarsson Hundabannið í Reykjavík hefur nú smátt og smátt tekið á sig þá mynd, að nú er það orðið eitt af mestu misréttismálum á íslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessi mál en tel ég þó ekki að verið sé að bera í bakkafullan lækinn, þegar ég tek mér penna í hönd og bæti nokkuð við þessar umræður. Skiptar skoðanir eru um þessi mál, svo sem og í fieiri tilfellum. Slíkt er eðlilegt og á fullan rétt á sér og virði ég skoðanir margra, sem ekki eru mér sammála í þess- um efnum. Hinsvegar hafa sumir geyst fram af slíku ofstæki, að oft hefur mér ofboðið og oft hefur hundur- inn fengið slíka umsögn, að hann væri eitraðasta kvikindi veraldar, uppfullur af hættulegustu sjúk- dómum og tilbúinn að ráðast á hvern þann, sem nálægt honum kemur svo ekki sé nú talað um það, sem frá honum kemur hafi hann matast eins og öll önnur dýr jarðarinnar. Sumt af þessu hefur verið sett fram af slíkri fávizku, að ég hef fyrst og fremst vorkennt þeim, sem skrifað hafa. Það, sem þó fyllir mælinn nú hjá mér, er það misrétti, sem fólki er ætlað að búa við í okkar annars ágæta landi. Fólk má að sjálfsögðu hafa ýmis dýr að vinum sínum svo sem ketti, hesta o.fl., en hundinn, tryggastan manninum af öllum dýrum fyrr og síðar, nei það er algjör ósvinna. Ég hef aiitaf borið virðinga fyrir réttlætiskennd þorra íslend- inga. Nú aftur á móti hefur sú virðing mín orðið fyrir alvarlegu áfalli. Á sama tima sem ung stúlka situr inni í fangelsi í Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg, fyrir það að eiga kjölturakka, sitja inni á heimilum sínum í ró og næði hinir og þessir háttsettir stjórnmála- og embættismenn með hunda sína af hinum og þess- um gerðum og stærðum. Ég tel það sjálfsagt, að þeir, þessir sömu háu herrar, njóti þess að fá að gæla við hundinn sinn. Jafn sjálfsagt þykir mér, að þeir komi nú allir sem einn fram á sjónarsviðið og sjái til þess, að at- burður sem þessi endurtaki sig aldrei, ég segi aldrei, á íslandi. Þegar þessi grein mín birtist verður væntanlega of seint. að leysa stúlkuna úr haldi, því að hún verður þá búin að sitja inni í 8 daga og ekki er ég viss um að „pressan" taki svo fljótt við sér. Stúlka þessi lauk stúdentsprófi í vor og stendur á tvítugu, býr í for- eldrahúsum og telst eignalaus, þetta veit ég eftir að hafa hringt í móður hennar. Þar kom m.a. fram, að foreldrar hennar voru mjög mótfallin því, að hún færi að sæta fangelsisvist vegna hvutta. Hún aftur á móti stendur og fellur með sínum málstað og á heiður skilinn. Ef hún aftur á móti væri skráð fyrir eign, hefði verið Þórir H. Óskarsson Fólk tná að sjálfsögðu hafa ýmis dýr að vinum sínum svo sem ketti, hesta o.fl., en hundinn, tryggastan mannin- um af öllum dýrum fyrr og síðar, nei þaö er algjör ósvinna. gert lögtak hjá henni, þannig að hún er kannski svo lánsöm eftir allt að geta staðið fyrir máli sínu með því að sitja inni fyrir hundinn sinn kæra. En hvaða lausn er það í rauninni? Nú hefur það nýlega gerst, að nokkrir aðilar eru dæmdir í annað sinn fyrir hundahald og er það að sjálfsögðu eðlilegt, ef fara á að slíkum ólögum, sem hér um ræðir. Ekki fær neinn einu sinni stöðu- mælasekt og er þá laus allra mála eða geta menn tíðkað sama af- brotið svo lengi, að hefð skapist. Nei, því hlýtur stúlkan, sem inni situr að verða sett inn aftur og aftur þar til hún brotnar og þá verður vinurinn hennar „svæfður" og menn halda að þar sé málið leyst. Það, sem málið snýst um fyrst og fremst er þetta: Sett var á bann í höfuðborginni okkar, sem reyndar flestir útlend- ingar geta engan veginn skilið. Þetta gerist í landi, sem hefur státað af því að með lögum skuli land byggja en ólögum eyða. Nú virðist hinsvegar líta svo út sem kjörorðið sé að lifa með boð- um og bönnum. Boðin og bönnin virðast þó bara eiga við suma, aðrir eru frjálsir. Bönnin ganga svo langt, að þekkt- ur lögfræðingur ritar grein í blað allra landsmanna og sá hinn sami er einn af stjórnarmönnum þessa blaðs og hann segir, að þeir sem endilega vilj brjóta þetta hunda- bann geti bara komið sér í burtu. Semsagt, ef einhver vill endilega eiga hund, þá á hann að flýja höf- uðborgina og koma sér fyrir í Garðabæ eða á Seltjarnarnesinu eða þá að gerast bóndi. Þá eru hundar ekki lengur hættulegir, það er bara í Reykja- vík, sem þeir gerast óðir. Ég vil spyrja þennan ágæta mann, hvort hann meini það, að ef einhver brýtur lög, þá sé hann brottrækur úr Reykjavík og hon- um sé sæmst að hypja sig til ná- grannasveitarfélaganna. Ef þetta skyldi vera skoðun lögmannsins leyfi ég mér að efast um að við aðhyllumst sömu stjórnmálaskoðanir, þó svo að við séum taldir til sams flokks. Eitt af kjörorðum þessa flokks er frelsi einstaklingsins. Hefur eitthvað breyst á undan- förnum árum hvað þetta varðar? Einstaklingsfrelsið er ekkert gam- anorð, í það minnsta ekki í mínum huga og ég skora á alla góðviljaða menn, hvar í flokki sem þeir kunna að standa, að beita sér fyrir því að leysa þetta mál á þann veg, að þeim sem þykir vænt um hund- ana sína verði vært í Reykjavík eða hvar sem er á landinu. Að þeir þurfi ekki að ganga um með þá tilfinningu, að þeir séu lögbrjótar. Að hægt verði að setja reglur „ekki bönn“ um hvernig umgang- ast skuli dýr. Hundaeigendur eru reiðubúnir til að hlíta reglum og fara eftir þeim en þeir sætta sig ekki við að ungt fólk taki út refsingu fyrir það eitt að eiga hund að vini. Hundaeigandi greiðir nú kr. 6.500 í hvert sinn en hljómsveit sem vakti á sér athygli fyrir það að slátra hænsnum á sýningu með pappírshníf fær í sekt kr. 2.000. Stúlkan, sem áður var nefnd í grein minni, situr nú inni fyrir hundinn sinn litla og er eflaust reiðubúin til að gera það aftur og aftur, þangað til hún fær réttlæt- inu fullnægt. Ég veit að allir hundavinir standa með henni í baráttunni. Þórír H. Óskarsson er Ijósmyndari í Reykjavík. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 65. og 67. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Silfur- götu 12, ísafirði, þinglesinni eign Hafsteins Björnssonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfjarða á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 12. janúar 1984 kl. 10.00. 9. janúar 1984. Bæjarfógetinn á ísafiröi. Sýslumaðurinn í ísafjaröarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. Týr FUS Kópavogi Viðverutími stjórnarmanna er á sunnudagskvöldum frá kl. 20.30—22.00 í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Þeir sem ætla aö ganga i félagiö eöa vilja fræöast um þaö. eru beönir aö hringja í sima 40708 á þessum tima eöa koma til viötals. Stjórnin. Kópavogur — Kópavogur Spilakvöld Okkar vinsælu spilakvöld hefjast aftur þriöjudaginn 10. janúar í Sjálfstæöisgúsinu, Hamraborg 1, kl. 21 stundvíslega. Ný fjögurra kvölda keppni. Góö kvöld- og heildarverölaun. Kaffiveitingar. Mætum öll. Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs Garðabær — Bessastðahreppur Þar sem blaðið Garðar var ekki borið út í eina götu vegna mistaka framlengist skila- frestur í jólakrossgátu blaðsins til 15. janúar 1984. Fyrir hönd sjálfstæðisfélags Garöabæjar og Bessastaða- hrepps, blaðstjórn. Kópavogur — Kópavogur Eldri bæjarbúar — Skemmtikvöld Sjálfstæöisfélögin i Kópavogi efna til skemmtunar með eldri bæjar- búum fimmtudagskvöldiö 12. janúar kl. 20.00 í Sjálfstæölshúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Skemmtunin hefst meö þvi aö spilaöar veröa nokkrar umferöir í bingó. Síöan veröa þegnar Ijúfar veitingar og loks sprett úr spori í fjörugum dansi viö harmonikuleik fram undir miönætti. Bílar veröa til taks fyrir þá sem vilja. Nú mæta allir og lyfta aér upp í akammdeginu. Stjórnir Sjálfstæölsfélaganna i Kópavogi. Hóto- og Fellahverfi og Árbæjar- og Seláahverfi Árshátíð Sameiginleg árshátíö Sjálfstæöisfélaganna i Hóla- og Fellahverfi og Árbæjar- og Seláshverfi veröur haldin 14. jan. '84 og hefst meö kokteilboði í félagsheimili SjálfstaBöisflokksins í Árbæ, Hraunbæ 102B kl. 18.00. Matur og dans veröur i golfskálanum Grafarholti kl. 20.00. Rútuferö veröur frá félagsheimllinu Hraunbæ 102B. Fjölmenn- iö og takiö meö ykkur gesti. Upplýsingar og miöapantanlr: Selás- og Árbæjarhverfi: Steinar, s. 72688 eftir kl. 20.00, Arngeir, s. 82207 eftir kl. 20.00. Hóla- og Fellahverfi: Helgi, s. 72345 eftlr kl. 20.00, Sigrún, s. 71519 eftir kl. 20.00. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík Aðalfundur Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík veröur hald- inn þriöjudaginn 17. janúar i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um siöastliöiö starfsár. 2. Kjör formanns og 6 annarra fulltrúa í stjórn ráöslns. 3. Kjör fulltrúa í flokksráö Sjálfstæöisflokksins. 4. Önnur mál. Fulltrúar fjölmenniö og mætiö stundvíslega. Stjórnln. tilboö — útboö Austur-Skaftfellingar Aöalfundur Sjálfstæöisfélags A-Skaftfellinga veröur haldinn föstudaginn 13. þ.m. á Hótel Höfn kl. 20.30. Auk venjulegra aöalfundar- starfa mun Sverrir Hermannsson, iönaöar- ráöherra, ræöa um viöhorf i stjórnmálum og svara fyrirspurnum. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin Kópavogur — Kópavogur Eldri bæjarbúar — Skemmtikvöld Sjálfstæöisfélögin í Kópavogi efna til skemmtunar meö eldri bæjar- búum fimmtudagskvöldiö 12. janúar kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Skemmtunin hefst meö þvi aö spilaöar veröa nokkrar umferöir í bingó. Siöan veröa þegnar Ijúfar veitingar og toks Sþrett úr spori í íjörugum dansi viö harmonikuleik fram undir mlönætti. Bílar veröa til taks fyrir þá sem vilja Nú mæta allir og lyfta sér upp í akammdeginu. Stjórnir Sjáifstæóisféiaganna i Kópavogi. (f| ÚTBOÐ Tilboð óskast í 6 dreifistöðvarskýli úr státi og timbri fyrir Rafmagnsveiutu Reykjavikur. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1.500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. febrúar 1984 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN , REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.