Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
37
Nói Matthías-
son — Minning
Fæddur 22. júlí 1919
Dáinn 31. desember 1983
Árið 1983 var að kveðja, mér er
þannig innanbrjósts á gamlárs-
kvöld, að tregi og söknuður sækir
á hugann. Mér finnst ég standa við
dánarbeð vinar, sem hefur kvatt
hinztu kveðju. Að vísu er minning-
in fersk og ljúf, að mörgu leyti.
Hinu er ekki að leyna að 1983
kvöddu margir úr samfylgdinni,
kunningjar og kærir vinir. Þegar
aldurinn hækkar verður maður
þess áþreifanlega var, að fleiri
samtíðarmenn ganga útaf sviðinu.
Á gamlársdagsmorgun kvaddi
einn sá bezti vinur sem ég hefi átt
um dagana, Nói Matthíasson,
fæddur í Reykjavík 22. júlí 1919.
Foreldrar hans voru hjónin
Matthías Eyjólfsson og Guðfríður
Ólafsdóttir. Hann var elztur af 6
börnum þeirra. Þær lifa 5 systurn-
ar, allar búsettar á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, allar giftar konur
og eiga margt afkomenda.
Guðfríður, föðursystir mín, var
fædd á Geitabergi í Svínadal,
Hvalfjarðarstrandarhreppi, þann
28. okt. 1897, dóttir Ólafs Jónsson-
ar bónda þar og konu hans, Guð-
rúnar Rögnvaldsdóttur, er þar
bjuggu rausnarbúi í 18 ár, síðar í
12 ár í Katanesi í sama hreppi.
Matthías var fæddur 9. júní 1887,
sonur Eyjólfs Eyjólfssonar og
Matthildar Matthíasdóttur, hann
var fæddur og uppalinn Breiðfirð-
ingur. Matthías var sjómaður
samfleytt í 50 ár, á skútum og tog-
urum, oftast matsveinn, þekktur
maður á flotanum á þeirri tíð, tog-
arakarlarnir könnuðust við Matta
kokk. Hann var snar í snúningum,
eldsnöggur, ákafur og dugnaðar-
forkur, gat verið bráður og lét
engan eiga hjá sér. Annars hinn
bezti félagi og drengskaparmaður.
Hann var reglumaður, ann sínu
heimili, dáði sína eiginkonu og var
börnum sínum góður faðir. Hann
missti Guðfríði konu sína í marz
1941. Matthías giftist aftur Guð-
rúnu Magnúsdóttur. Þau dóu bæði
á Hrafnistu í Reykjavík.
Guðfríður var fríðleikskona,
nokkuð skaprík en mikill höfðingi
í lund, tryggur vinur vina sinna,
góð móðir og eiginkona, sem bar
þungar byrðar á krepputímum.
Hún mátti sjá, börn og bú, eins og
sjómannskonan ævinlega. Oft var
erfitt á þessum árum og ekki hjá
áföllum komizt. 1 janúar 1930
misstu þau aleiguna í húsbruna.
Þá voru þau nýbyrjuð búskap í
Hrauntúni í Leirársveit. Áður en
þau fluttu þangað bjuggu þau í
litlu húsi, sem þau áttu á Gríms-
staðaholtinu í Reykjavík.
Þau langaði til að prófa sveita-
búskap, þá yrði fjölskyldan meira
saman og hjá sjálfum sér unnið,
svo var Matthías farinn að þreyt-
ast á sjónum. Það var fátæk
barnafjölskylda, sem flutti þá erf-
iðu daga til Reykjavíkur frá
Hrauntúni. Matthías var aldrei á
því að gefast upp, eða þiggja af
sveit, það mátti hann ekki heyra
nefnt. Hann hélt áfram á togurun-
um, lengi á Skúla fógeta, en var þó
rétt kominn í land þegar hann
fórst og stórslys varð. Eftir að í
land kom vann hann langa tíð í
Sjóklæðagerðinni, við góðan orð-
stír. Úr þessum jarðvegi var Nói
frændi vor upprunninn, eini
drengurinn í fjölskyldunni. Það
kom fljótt í ljós hans umhyggja og
áhugi fyrir því sem var að gerast á
hverjum tíma. Eftir að fjárhagur
rétti aftur við réðust þau hjón í að
byggja sér einbýlishús á lóð, sem
þeim var úthlutað að Hörpugötu
11 í Skerjafirði. Þar bjó þessi fjöl-
skylda úr því, þar til börnin mynd-
uðu sín heimili. Nói útbjó sér smá-
íbúð á baklóð síns foreldrahúss.
Hann stofnaði þar snoturt heimili
og aðlaðandi með sinni myndar-
konu, Kristínu Þorvaldsdóttur frá
Útibleiksstöðum i Húnavatns-
sýslu. Þau eignuðust 3 börn, Elínu
Guðfríði, f. 30.4. 1945, hún er tví-
gift og á eina dóttur. Matthías,
f. 5.11. 1947, býr með sinni konu í
Vestmannaeyjum, þau eiga 2
drengi, og Margrét Kristrún, f.
23.10. 1949, gift sænskum manni
og býr í Svíþjóð, þau eiga 2 börn.
Nói og Kristín skildu.
Við Nói vorum lengi nánir vinir.
Þegar faðir minn hóf búskap í
Katanesi vorið 1922, tók hann
Guðfríði systur sína til sín ásamt
tveim 2 börnum hennar, Nóa og
Matthildi. Þá var fært frá nokkr-
um ám og man ég þegar ég var
látinn standa yfir ánum norður á
flóa. í tvö sumur mun hafa verið
fært frá, ef ég man rétt, og var
Fríða þau sumur bæði í Katanesi,
ég man hana í kvíunum við að
mjólka ærnar. Það var mikill kær-
leikur á milli þeirra systkina, Jóns
og Guðfríðar. Það var rúmt á milli
þeirra, .hann var fæddur 1896.
Alltaf var gist hjá Guðfríði og
Matthíasi, oft var hún ein með
börnin, en hann á sjónum. Alltaf
voru sömu hlýju viðtökurnar. Eft-
ir þetta var Nói nokkur sumur í
Katanesi, þá nokkuð stálpaður.
Við vorum samrýndir og sannir
vinir og vorum oft saman í verki.
Eitt verk okkar er mér minnis-
stætt, þegar við vorum að brasa
við bát, sem var það stór og þung-
ur að við höfðum ekki krafta til að
setja hann. Reyndum að sæta
sjávarföllum og fengum oft hjálp.
Okkur var ætlað að róa á bátnum
með mjólkina i veg fyrir mb.
Dagnýju, sem hafði á þessum ár-
um áætlunarferðir frá Reykjavík
inn Hvalfjörð. Það voru samgöng-
ur þess tíma. Oft var skroppið suð-
ur og þá stoppað nokkra daga og
alltaf verið með Nóa og gist hjá
þeim. Ég minnist þess að vera
sendur suður með egg og kjöt,
þessu vöru átti ég að reyna að
selja í hús í Reykjavík. Þá var gott
að eiga Nóa að, reyndar gekk
okkur þetta starf vonum betur.
Ekki minnist ég þess að okkur Nóa
yrði nokkurn tíma sundurorða.
Þetta var svo einstakt ljúfmenni,
glaður og góður, við allt og alla,
prúður drengur og stilltur, hann
átti alla sem honum kynntust að
vinum. Þannig reyndist hann mér.
Haustið 1939 leigðum við saman
herbergi í Reykjavík og vorum á
mótornámskeiði hjá Fiskifélagi
íslands. Og árið 1943 vorum við að
vetrinum tíma á sama bát, eftir
það mátti segja að leiðir skildi,
hann átti alltaf heima í Reykjavík
en ég hér ofan fjarðar. Að vísu var
alltaf samgangur, oft komið og
gist hjá Nóa og Stínu, reyndar
ættartengsl, við systkinasynir og
konur okkar alsystur.
Það má segja að seinni árin hafi
fjarlægðin skilið okkur Nóa að, ég
fylgdist þó með honum af og til.
Vissi að hann stundaði sjóinn, var
um árabil togaramaður við góðan
orðstír. Síðan lengi starfsmaður
Reykjavíkurborgar, allstaðar stóð
Nói vel í stöðu sinni og kom sér
vel. Það var einn ljóður á ráði
þessa góða drengs, sem svipti
hann of miklu af lífshamingjunni.
Það var vinátta hans við Bakkus í
of mörg ár, sú vinátta svíkur alla,
er fólsk og óprúttin, þau kynni
þjaka menn og lama fyrir aldur
fram.
Þrátt fyrir allt var Nói vel lið-
inn og fékk alltaf verk að vinna.
Hann var lagtækur maður, reynd-
ar furðu góður verkmaður við ýms
iðnverk, þó ólærður væri. Hann
var að eðlisfari laghentur maður
við öll verk. Nói var hlédrægur og
þrengdi sér ekki uppá aðra, bar
því oft þunga dagsins í hljóðri
þögn.
Hitt ber að muna og þakka við
þessi leiðarlok. Það er sú mikla,
trygga vinátta sem Matthildur
systir hans og maður hennar,
Guðmundur Eyjólfsson, hafa sýnt
honum alla tíð, til hinzta dags.
Það er frábær mannkærleikur,
eins og hún er farin að heilsu. Það
er næstum ótrúlegt að hún skyldi
geta heimsótt hann dag hvern á
Landspítalann í allt haust og vet-
ur, með aðstoð eiginmannsins,
sem alltaf hefur verið hennar
styrkasta stoð. Guðmundur var
samskipa Nóa á togurum og
máske víðar, hann hagræddi því
svo ævinlega að hann gæti litið til
með honum. Veitti ráð og aðstoð
þegar með þurfti. Fór með honum
í heimsókn til Svíþjóðar, svo hann
mætti sjá börn sín og njóta sam-
vista við þau.
Ég hefi heyrt að Elín dóttir
hans og Ásgeir, maður hennar,
hafi litið til með honum og sýnt
sinn kærleikshug. Allt á þetta fólk
góðar þakkir skildar og máske
fleiri, þó mig skorti kunnugleika
þar um. Sá er vinur sem í raun
reynist.
Kærum frænda flyt ég hlýjar
þakkir frá okkur hjónum fyrir
hans góðu kynni, um leið og við
biðjum honum Guðs blessunar,
minningin er góð um drengskap-
armann.
Valgarður L. Jónsson
Minning:
Hrefna Karls-
dóttir Bachmann
Fædd 8. júlí 1909
Dáin 29. desember 1983
Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur,
svefn og draumar friða hjartans þrá.
Meðan húmið hljótt á jörðu sígur
hvítur engill loki þinni brá.
Þ.H.
f dag kveðjum við góða vinkonu
okkar. Það er ávallt svo, að þegar
stundin rennur upp og leiðir skilj-
ast þá reikar hugurinn til baka og
minningarnar flögra fyrir.
Það er margs að minnast þó að
séu ekki nema tæpir tveir tugir
ára liðnir frá fyrstu kynnum
okkar við Hrefnu Karlsdóttur
Bachmann. Mörg eru þau minn-
ingabrot sem við geymum og aldr-
ei gleymast. Hrefna hafði sterkan
og jákvæðan persónuleika svo að
þeir sem henni kynntust báru
ávallt mikla virðingu fyrir henni.
Ekki skorti heldur hjartahlýju og
hjálpsemi, sem bæði við og aðrir
urðu aðnjótandi.
Það fylgdil henni alltaf frísk-
leiki og reisn til síðustu stundar
þótt hún í langan tíma ætti við
veikindi að stríða. Aldrei heyrðum
við annað, en að hlutirnir væri í
besta lagi, það var þá helst að hún
hafði áhyggjur af öðrum. Þó var
það svo að hún fékk að kynnast
hinum ýmsu hliðum lífsins, sem
við efumst ekki um að hafi reynst
henni þungbærar, en aldrei lét
hún aðra verða þess vara.
Það er mannbætandi að hafa
kynnst slíkri konu sem Hrefna
var. Við erum þess fullviss að það
verði tekið vel á móti henni hand-
an móðunnar miklu. Blessuð sé
minning hennar.
Erla og Þorsteinn
Enn á ný hefur dauðinn höggvið
stórt skarð í systkinahóp okkar
hjóna, því í dag verður mágkona
mín, Hrefna Karlsdóttir, til mold-
ar borin.
Hrefna fæddist í Reykjavík
þann 8. júlí 1909, ein níu barna
hjónanna Karls Lárussonar kaup-
manns og Maríu Thjell. Nú eru að-
eins þrjú þeirra á lífi. Móðir
þeirra lézt 1923 aðeins 36 ára að
aldri, frá sínum stóra barnahópi.
Sigríður var þeirra elzt, 17 ára
gömul, Hrefna 14 ára, en það
yngsta, Garðar, tæpra þriggja ára.
Nærri má geta hvílíkt áfall þetta
hefur verið fyrir föður og börn,
þar sem ekki var unnt að halda
fjölskyldunni saman, systkinin
tvístruðust hvert í sína áttina, en
sem betur fer til ættingja, sem
reyndust þeim vel.
Hrefna dvaldi um eins árs skeið
hjá ættingjum sínum í Kaup-
mannahöfn og reyndist sú dvöl
henni góður skóli. Ekki veit ég
hvort hún lærði þar matargerð
eða hlaut þá hæfni í arf frá móður
sinni, en betri matmóður hefi ég
ekki þekkt.
Hrefna var sannkölluð Reykja-
víkurmær, enda unni hún borginni
sinni. Hún hafði eitt ár um tvítugt
þegar hún hitti sinn draumaprins
og var þá ekki eftir neinu að bíða
með að ganga í það heilaga. Þetta
var árið 1930 og eiginmaðurinn
var Gunnar Bachmann símritari,
stórbrotin persóna og glæsimenni,
sem enginn gleymir sem kynntist.
Mér er í fersku minni þegar Garð-
ar fór með mig heim til þeirra
hjóna á Miklubraut til að sýna
þeim konuefni sitt. Ég hafði heyrt
svo mikið talað um þetta mynd-
arheimili, þar sem frúin færi á
fætur fyrir allar aldir og væri bú-
in að baka og taka til í húsinu,
áður en aðrir risu úr rekkju. Ég
var hálfóstyrk, en móttökur þeirra
hjóna voru á þá lund, að mér hvarf
öll feimni, það var eins og þau
hefðu lengi þekkt mig. Rausnar-
skapur og gestrisni þessara góðu
hjóna voru með eindæmum, enda
var gestagangur mikill á heimili
þeirra. Kom dugnaður Hrefnu og
höfðingsskapur að góðu haldi og
hvort tveggja entist henni til
dauðadags.
Gunnar og Hrefna eignuðust 4
börn, 3 syni og eina dóttur, en þau
eru: Guðjón verðbréfasali, búsett-
ur í Florida í Bandaríkjunum;
Guðrún, sem lézt 1971, Hrafn
kaupmaður, kvæntur Steinunni
Þórðardóttur, og Benedikt kaup-
maður, kvæntur Margréti Þor-
steinsdóttur. Barnabörnin eru 11
og langömmubörnin fjögur. Gunn-
ar Bachmann lézt 1957. Tvö elztu
börnin voru þá gift en yngri
drengirnir á viðkvæmum aldri.
Hrefna unni börnum sínum mjög,
heimilið og börnin og síðan barna-
börnin var það sem skipti mestu
máli í lífi hennar, dásamlegustu
stundir hennar voru, þegar hún
hafði þau öll hjá sér, því utan
heimilis hafði hún aldrei unnið.
Árið 1960 giftist Hrefna aftur,
miklum ágætismanni, Dagbjarti
Gíslasyni loftskeytamanni.
Bjuggu þau fyrst á Grenimel en
síðan í eigin íbúð á Grandavegi 4,
það sem bæði áttu eftir ólifað.
Dagbjartur lést 1971 og var mág-
kona mín þá orðin ein.
Hrefna var að eðlisfari ákaflega
glaölynd og sú gleði smitaði út frá
sér. Én samt var hún dul á eigin
hagi og bar ekki sorgir sínar og
áhyggjur á torg. Á átta ára tíma-
bili sá hún á bak manni sinum,
einkadóttur og fjórum bræðrum,
einnig tveimur mágkonum. Fyrir
um hálfu öðru ári fannst mér á
Hrefnu sem henni væri brugðið,
það var þegar Karítas mágkona
hennar lezt, en þá var Hrefna orð-
in mjög veik af sama sjúkdómi og
orðið hafði henni að aldurtila.
Þótt hún minntist aldrei á veik-
indi sín var henni örugglega ljóst,
lengur en síðustu vikuna, að enda-
lokin væru ekki langt undan. Þeg-
ar stund varð milli stríða, það er
læknisaðgerða, og henni leið
eitthvað betur, var það fyrsta verk
hennar að heimsækja Sigríði syst-
ur sína, sem hefur verið bundin
við sjúkrarúm um árabil, og lét þá
á engu bera þó helsjúk væri. Þær
systur voru mjög samrýndar og er
því sorg Sigríðar mikil.
Börnin hennar Hrefnu reyndu
svo sem unnt var að létta henni
þrautirnar. En Hrefna reyndi í
lengstu lög að dylja fyrir þeim
sem öðrum hversu sjúk hún var og
að komast af án hjálpar meðan
þess var nokkur kostur. Hún bar
veikindi sín með því æðruleysi og
jafnaðargeði, að mig brestur
skilning á þeim krafti sem hún bjó
yfir. Líf Hrefnu einkenndist af
dugnaði, þrautseigju og lífslöng-
un. Viðmót hennar til okkar Garð-
ars kom fram í elskusemi, gjaf-
mildi og trygglyndi. Ég er þess
fullviss að hún mundi vilja koma á
framfæri þökkum sínum til lækn-
anna Sigurðar Björnssonar og
Ólafs Gunnlaugssonar fyrir hjálp-
semi þeirra, sem og annars starfs-
fólks á Landakoti.
Ég fór með henni í sjúkrabíln-
um á Landakotsspitala á Þor-
láksmessukvöld og þóttist þá vita
að ferðin lengsta mundi ekki vera
langt undan. En á leiðinni þangað
hafði hún orð á því, að sér þætti
verst að vera ekki búin að skreyta
grenið. Þannig var Hrefna.
Þessar fátæklegu línur eru
hinsta kveðja til Hrefnu. Þótt hún
sé nú horfin okkur, lifir minningin
um góða konu.
Sonum hennar og venzlafólki
votta ég innilega samúð mína.
Hrafnhildur
Eigum fyrirliggjandi
Hydrovane — loftpressur
C. ÞORSTEINSSQN 8 JOHNSON H.F.
Ármúla 1 Sími 85533