Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1984, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 + Frænka okkar, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR frá Kírkjubóli í Önundarfírði, lést í Hafnarbúðum 8. janúar. Vandamenn. t Móðir mín, JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR, Hraunteig 18, andaöist í Elliheimilinu Grund 22. desember. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Guðmundur Guömundsson. + Eiginkona mín, dóttir og systir, GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Heiövangi 42, Hafnarfiröi, er látin. Útför hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Guðmundur Erlendsson, Jónína Jónsdóttir, Sigurður Sigurgeirsson og aörir aöstandendur. + Frænka okkar, STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Teygingalæk, andaöist laugardaginn 7. janúar. Ólöf Siguróardóttir, Ólöf Jónsdóttir. + Dóttir mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURLEIF ÞÓRHALLSDÓTTIR, Bugðulæk 20, andaöist i Landspítalanum laugardaginn 7. janúar. Jónína E. Guömundsdóttir, Þórhallur Aöalsteinsson, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Kristján Aöalsteinsson, Guórún Pétursdóttir, Sigrún Edda Aóalsteinsdóttir Crowe, Alan Crowe og barnabörn. Minning: Ólafur Sveinsson frá Mœlifellsá Ólafur Sveinsson, kaupmaður, frá Mælifellsá, andaðist í Landa- kotsspítala 29. desember sl. eftir langa og erfiða legu. Hann var jarðsettur 9. janúar sl. ólafur var fæddur hinn 10. nóv- ember 1895 á Mælifellsá i Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafirði, tólfta barn af þrettán, sem á legg kom- ust, þeirra merkishjóna Sveins Gunnarssonar og Márgrétar Þór- unnar Árnadóttur. Faðir Ólafs, Sveinn á Mælifellsá eins og hann var jafnan nefndur, varð þjóðkunnur maður af bókum sínum tveim, Ævisögu Karls Magnússonar og Veraldarsögu Sveins á Mælifellsá. Sú síðari kom út 1921 og hefur verið lesin í Ríkisútvarpið. Þegar Sveinn gaf út Veraldar- sögu sína, var hann kaupmaður í Reykjavík. Hann verslaði þá i Söluturninum, hinum eina og sanna, sem lengst af stóð á suðvesturhorni Arnarhólstúns en hefur nú verið fluttur sem því næst þangað sem hann stóð í fyrstu og er nú eitt helsta skraut Austurstrætis og Lækjartorgs. Móðir Ólafs, Margrét Þórunn, var dóttir Árna Sigurðssonar sem oftast var kenndur við Stokk- hólma og þriðju konu hans, af fjórum, Steinunnar Arnórsdóttur, prests á Bergstöðum í Svartárdal, en hann var sonur Árna Þórar- inssonar, biskups á Hólum. Árni í Stokkhólma, móðurafi Ólafs, var langalangafi minn. Margrét lang- amma mín var hálfsystir Mar- grétar Þórunnar og 35 árum eldri. Ólafur ólst upp í stórum systk- inahópi þar sem oft ríkti glaðværð mikil. Á æskuheimili hans var til siðs að slá upp balli öðru hverju. Þóttu „Mælifellsárböllin" hin besta skemmtun, við hljóðfæra- slátt, söng og dans og ræðuhöld. Sveinn bóndi hafði nefnilega þann sið að flytja þarna ræður og erindi um dægur- og framfaramál. Árið 1926 kvæntist ólafur eftir- lifandi konu sinni Stefönu Guð- mundsdóttur, bónda á Lýtings- stöðum, Stefánssonar og konu hans, Þórunnar Baldvinsdóttur, bónda á Efra-Lýtingsstaðakoti. Tengdaforeldrar Ólafs brugðu búi árið 1927 og hóf hann þá bú- skap að Lýtingsstöðum. Ekki varð það þó til langframa því þau Stef- ana fluttust árið 1931 út á Sauð- árkrók. Þar reistu þau sér mynd- arlegt íbúðarhús, sem enn stend- ur, og þau nefndu Blómsturvelli. Það hús seldu þau hjónin svo árið 1934 og fluttust til Reykjavíkur. Þegar hér var komið, hafði ólaf- ur keypt Söluturninn, sem faðir hans verslaði i á árunum 1917—1924. Ólafur var þá nærri fertugur en kona hans 11 árum yngri. Hann hafði kynnst fjöl- breytilegum störfum bæði til sveita og í kaupstað. Hann hafði stundað búskap á aðfaraárum kreppunnar miklu, staðið í hús- byggingum fyrir eigin reikning á verstu árum kreppu og atvinnu- leysis og virðist hafa komist efna- lega óbugaður úr þeim átökum. En nú er svo komið, að hann hefur fundið stað sinna framtíðarátaka. Hann gerist kaupmaður, fetar þar í fótspor föður síns. Þeim Ólafi og Stefönu farnaðist vel í þessu starfi enda voru þau samhent og áreiðanleg með af- brigðum í öllum viðskiptum. Eng- inn vafi er á því að umsvif á sviði verslunar og viðskipta áttu vel við þau hjón bæði. Þrátt fyrir annríki hér syðra, var hugur þeirra löngum heima í Skagafirði. Á stríðsárunum reistu þau sér glæsilegt sumarhús við Varmahlíð austan undir Reykja- hólum, þaöan sem sér yfir allan fjörð frá Drangey í norðri og allt fram til fjalla í suðri. Hús sitt nefndu þau Fagrahvol og var það + Útför unnusta míns, sonar okkar og bróöur, KRISTINS SVEINSSONAR, Vallarbraut 21, Seltjarnarnesi, fer fram frá Neskirkju í dag, þriöjudaginn 10. janúar, kl. 10.30. Jarðsett veröur aö Úlfljótsvatni. Guölaug Sigmarsdóttir, Sveinn Kristinsson, Elín Snorradóttir og systkini hins lótna. + Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar og bróöir, ÓLAFURJÓNSSON, ritstjóri, Hagamel 27, + veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 11. janúar kl. Eiginmaöur minn og faöir okkar. 15.00. GUNNLAUGUR P. HOLM, Álfhólsvegi 61, Sigrún Steingrímsdóttir, Jón Ólafsson, verður jarösettur frá Fossvogskirkju 11. janúar kl. 13.30. Halldór Ólafsson, Valgeröur Ólafsdóttír, Jóhanna Jónsdóttir, Herdís Holm, Sólveig Jónsdóttir. I Ásgeir Holm, Reynir Holm, Hreiöar Holm, Guöbjörg Edmondson. 1 + Ástkær sonur okkar og bróöir, + BJARKI JÓHANNESSON, Móöir mín, tengdamóöir og amma. Melgerói 28, Kópavogi. SIGURRÓS JÓHANNESDÓTTIR, Þórshamri, Skagaströnd, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 11. janúar kl. 10.30. veröur jarðsungin frá Lágafellskirkju miövikudaglnn 11. janúar kl. 14.00. Jóhannes Guömundsson, Nanna Jónsdóttir, Jón Árni Jóhannesson, Sasvar Jóhannesson. Guórún Jónsdóttir, Birgir Ögmundsson og barnabörn. sannnefni. Ólafur og Stefana undu þar langtímum flest sumur i meira en tvo áratugi. Þangað var gott að koma og eiga stund með þeim hjónum, stund gleði og vin- áttu, stund með þeim, sem náttúr- unni unnu og firðinum sínum framar öllu. Upp í hugann komu ljóð Steph- ans G. eins og þessi perla: Komstu, skáld í Skagafjörð? Þegar lyng er leyst úr klaka — laut og yfir túnum vaka börnin glöð við gróður — vörð — lömbin hoppa um holta — börð Heiða-lóur úti kvaka. Eða hið ódauðlega kvæði um vináttu manns og náttúrunnar, sem svona hefst: Hver er allt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka? ósjálfrátt hefur mér alltaf fundist að Stephan G. hafi í hug- anum setið í hlíðum Reykjarhóls, þaðan sem móðurætt hans var, þegar hann orti þessar ljóðaperl- ur. Setið þar sem Ólafur reisti Fagrahvol! Og hver veit nema svo hafi verið. Stephan G. Stephans- son fæddist sem kunnugt er í Víði- mýrarseli haustið 1853 og ólst upp hérlendis til 17 ára aldurs. Ég hef lengi saknað þessara ljúfu sumardaga og nátta, sem ég og fjölskylda mín áttum í Fagra- hvoli með ólafi og Stefönu, Doddu og frænd- og vinafólki víða að. Stundirnar okkar í Fagrahvoli voru einhver besti og fegursti tími, sem við höfum lifað. Það er ein mesta gæfa hvers manns að eignast góða vini. Þetta fékk fjölskylda mín sannreynt, þegar hún eignaðist Ólaf og Stef- önu að vinum. Þau hafa frá fyrstu tíð sýnt okkur einstaka rausn, tryggð og vináttu, sem við fáum ekki fullþakkað. Höfðingsskapur Ólafs og Stef- önu er rómaður í hinum stóra vinahópi þeirra. Þau voru líka um langan aldur mjög virk í Skagfirð- ingafélaginu í Reykjavík, sem kaus þau heiðursfélaga fyrir mikil störf í þágu félagsins. Þegar ég nú kveð vin minn og frænda, er margs að minnast og margs að sakna. Ólafur kemur ekki þetta árið til mín með skatta- framtalið sitt eins og svo mörg undanfarin ár. Þar er frá mér tek- ið árlegt stefnumót, sem ég naut og finn best núna að ég hlakkaði ávallt til. En fráfall Ólafs átti sér það langan aðdraganda að ekki fór leynt að hverju stefndi. Stefana sat langtímum við sjúkrabeð hans og vakti yfir honum öllum stund- um. Það er falleg saga um tryggð og ást til hinstu stundar. Og nú er þessu lífi lokið. Lífi, sem lifað var í elskulegri hógværð, lífi, sem gaf okkur svo mikið, öll- um sem ðlafi kynntumst og nut- um vináttu hans. Ég hefði kosið að eiga Ólaf leng- ur hérna megin grafar. En því bæli ég eigingirni mína og söknuð, að mér er ljóst, að ólafur yrði nú hvíldinni feginn eftir löng og erfið veikindi og langa æfi. Ég er þess líka fullviss, að hvert sem leiðir kunna að liggja héðan verður vel við honum tekið. Okkar kæru vinkonu Stefönu, Þórunni, dóttur þeirra ólafs, ásamt öllu hennar fólki, sendum við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. Þeirra missir er mikill en það er huggun harmi gegn, að frá okkur verður aldrei tekin minn- ingin um góðan mann. Jón Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.