Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 37

Morgunblaðið - 10.01.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Nú eru um tíu ár liðin síðan íslendingar sögðust mundu reisa flugstöðvarhús á sinn kostnað. Bandaríki Norður-Ameríku skyldu greiða kostnað og hagnað verktaka af hinum umfangsmeiri framkvæmdum við akbrautir, stæði flugvéla, eldsneytiskerfi o.fl. Enda þótt Bandaríkjaþing væri strax í viðbragðsstöðu með fjárveitingu til þess að verða við óskum íslands, er hörmulegt að vita af öllu makkinu af hálfu íslendinga til þess að losna við að borga sinn hlut. Þar á meðal var talað um sölu gamals húss, sem menn höfðu víst einu sinni fengið ókeypis frá Bandaríkjamönnum samkvæmt samningi um varnir íslands." Hættum að hlaupa undir væng bandaríska arnarins í öðru hverju smámáli sem upp kemur Sv. G. skrifar: „Kæri Velvakandi. Þú býður okkur að skrifa þér, minnist þess, að lesendur séu vel- komnir á málþing þitt. Mörg bréfin hefi ég ritað um ár- in, í hita og þunga dagsins; síðan rifið þau, áður en send yrðu. Þetta bréf læt ég þó flakka, enda er ég ekkert æstur núna. Sjávarútvegsráðherra fréttir víst manna fyrst og best að þröngt er í búi þessa daga. Landhelgis- gæslan þarf að fá tvær þyrlur til þess að annast löggæslu, eftirlit og aðstoð við sjómenn í sjávar- háska. Ríkissjóður hefur varla fé til þess að kaupa svo mikið sem eina slíka. Hinn slyngi stjórn- málamaður drepur málinu á dreif. Hann snýr vörn í sókn og segir: Við skulum yfirtaka þyrlu- og björgunarsveit Varnarliðsins. Þar eð við eigum ekki fyrir einni skul- um við hefja útgerð með fimm þyrlum, flugskýli og búnað til viðhalds. Undanfarið hafa víst verið um þrjár þyrlur hjá Varnarliðinu og segjum tvær minni hjá íslending- um sjálfum. Ef eigi skal draga úr öryggisgæslu, þarf því u.þ.b. fimm þyrlur og önnur flugför, m.a. til eldsneytisflutninga á flugi. Auð- vitað er ráðherrann bara að segja, að við Islendingar höfum verið að kaupa togara undanfarið og því sé eðlilegt, að Bandaríkjamenn borgi að hluta til kostnað vegna fisk- í ráði er að gefa út hljómplötu með íslenskum þýðingum á ljóðum eftir sænska skáldið C.M. Bell- man, en þær eru m.a. til eftir Kristján Fjallaskáld, Hannes Hafstein, Jón Helgason og Sigurð Þórarinsson. Ein þessara þýðinga er hin alkunna gleðivísa „Fyrst ég annars hjarta hræri“ undir lag- inu, sem enn fleiri munu þó kunna við „Söguna af Gutta“ eftir Stefán Jónsson. Hinsvegar hefur enn ekki tekist að hafa upp á höfundi Bellmansþýðingarinnar þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan. Ef veiða, eins undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar. Þetta líst forsætis- ráðherra svo vel á, að hann veður beint í sendiherra Bandaríkja Norður-Ameríku á íslandi vegna málsins. Reyndar hélt ég, að það væri dónaskapur að fara á þennan hátt inn á svið utanríkisráðherra, sem er að auki úr samstarfsflokki hinna tveggja fyrrnefndu í ríkis- stjórn. En mikið liggur við og þeim framsóknarmönnunum þykir það eðlilegt og sjálfsagt að vera aumir. Utanríkisráðherra hefur þó ávallt viljað halda uppi virð- ingu og stolti íslendinga sem og forveri hans í sama starfi, sjálf- stæðismaðurinn Bjarni Benedikts- son. Ekki hafa þessir menn viljað heyra, að öryggis- og sjálfstæð- ismál landsins væru gerð beinlínis að féþúfu. Ég særist í hvert sinn, sem stjórnmálamenn þjóðarinnar leggjast lágt fyrir vinaþjóð okkar í vestri. Það má hæglega halda uppi málstað íslendinga gagnvart Bandaríkjamönnum með fullri virðingu og stolti, jafnvel láta þá borga. Um það verði þó gerðir samningar, ekki hlaupið til og masað á ofangreindan hátt. Hreinlegra væri að leita sam- komulags um að Bandaríkin borg- uðu tolla, söluskatt og önnur gjöld vegna starfsemi Varnarliðsins á íslandi, og þeirra forréttinda, sem þau veita liði sínu og fjölskyldum einhver lesandi kynni að vita eða hafa grun um höfundinn, er hann beðinn að hafa samband við und- irritaðan í síma 14654 eða 18050. Árni Björnsson.“ þess. Slíkt yrði reyndar lítill en þó ekki óverulegur geiri þjóðarkök- unnar. Þetta væru viðskipti, sem ætla mætti, að Bandaríkjamenn gætu sætt sig við og metið sann- gjörn. fslendingar verða þá líka að standa við sitt. Ekki líst mér á, að við tökum á okkur skuldbindingar vegna eftirlits- og björgunarflugs. Minnugir megum við vera þess, að ekki stóðum við okkur vel í áhlaupinu vegna flugstöðvarbygg- ingarinnar. Nú eru um tíu ár liðin síðan fslendingar sögðust mundu reisa flugstöðvarhús á sinn kostn- að. Bandaríki Norður-Ameríku skyldu greiða kostnað og hagnað verktaka af hinum umfangsmeiri framkvæmdum við akbrautir, stæði flugvéla, eldsneytiskerfi o.fl. Enda þótt Bandaríkjaþing væri strax í viðbragðsstöðu með fjár- veitingu til þess að verða við óskum íslands, er hörmulegt að vita af öllu makkinu af hálfu ís- lendinga til þess að losna við að borga sinn hlut. Þar á meðal var talað um sölu gamals húss, sem menn höfðu víst einu sinni fengið ókeypis frá Bandaríkjamönnum samkvæmt samningi um varnir íslands. Loksins núna eru fram- kvæmdir að hefjast. Vonandi þegja okkar menn í þyrluflugsmálinu þangað til þeir hafa kynnt sér það, þar á meðal fjárveitingahliðina. Kæri Velvakandi. Ég er ekki blaðamaður og nokkrir dagar liðnir, síðan ég stakk niður penna við upphaf bréfs þessa. Nú í dag, 4. janúar, rétt þegar ég er að koma þessu frá, sé ég ritstjórnargrein í Morgun- blaðinu og les á milli línanna, að við erum á svipuðu máli, held ég. Gott er það. Hættum, fslendingar, að hlaupa undir væng bandaríska arnarins í öðru hverju smámáli, sem upp kemur, og tengja má, með ríku hugmyndaflugi, starfsemi Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann kom hér fyrir nokkrum árum síðan. Betra þykir: Hann kom hér fyrir nokkrum árum. Eða: Það eru nokkur ár síðan hann kom. („Síðan“ á eftir „fyrir“ þykir óþarflega dönskulegt). Fyrst ég annars hjarta hræri Ein af mörgum gerðum sem við eigum fyrirliggjandi Portúgölsku barna-kulda- skórnir frá PILAR Teg: 5096 Stærð: Frá 23 til 33 Verð: Fró kr. 699,- til 788,- Litur: Brúnt, vín- rautt, blátt. Lýsing: Eru úr feitu, mjúku skinni, með spennu og riffluðum stömum og sterkum sóla. Póstsendum samdægurs. ^w^®^SK0RINN VELTUSUNDI 1 21212 Domus Medica, Sími 18519. URyALS SNJODEKK FYRIR VANDLÁTA STÆRDIR VERD FRÁ: 155-13 ...... 1.890 kr. 165-13 ...... 2.174 kr. 185/70-13 ... 2.553 kr. 175-14 ...... 2.574 kr. 185-14 ...... 3.514 kr. HRINGIÐ í HILMAR í SÍMA 28411 OG FÁID NÁNARI UPPLÝSINGAR. /u\ Aisturtoakki hf. _—I BORGARTUNI20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.