Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.01.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984 47 Árni Óli Friðriksson ók Escort-inum sínum fagmannlega í ískrossum helgarinnar. Morgunblaðið/ Cunnlaugur íslandsmeistarakeppni í íscrossi: Árni Óli náði góðum árangri ÁRNI ÓLI Friöriksson ók Escort 2000 afburðavel í tveim ískrossum, sem fram fóru á laugardag og sunnudag. Náði hann öðru sæti í fyrri keppninni og vann síöan þá seinni eftir spennandi keppni. Árni hefur því forystu í íslandsmeist- arakeppninni í ískrossi, en Þórður Valdimarsson kemur honum næst- ur að stigum, en hann sigraði fyrri keppnina á VW. I keppninni á laugardag átti Þórður ekki í vandræðum með að sigra á VW sínum, sem hentar sérlega vel fyrir akstur á ís. Árni náði að hanga í skottinu á hon- um og varð á undan Ríkharði Kristinssyni á Lada og Þórhalli Kristjánssyni á Fiat, sem byrj- aður er að keppa að nýju en hann náði góðum árangri í rall- akstri fyrir fáum árum. Á sunnudaginn virtist stefna í öruggan sigur Þórðar, en áður en að úrslitum kom bilaði VW hans. Hann hafði hinsvegar unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum og náði því sjálfkrafa fjórða sæti, en hinir þrír bílarnir öttu kappi um sigurinn. Árni náði strax forystu í startinu og tókst Birgi Vagnssyni á Cortina ekki að krækja í hann þrátt fyrir góð til- þrif, en aðeins rúm sekúnda skildi þá að eftir að þeir höfðu ekið hringina fimm um brautina. Logi Einarsson náði þriðja sæti eftir að hafa sýnt skemmtilegan akstursmáta, en hann heimsótti skafla í kringum brautina full oft. I samtali við Morgunblaðið kvaðst Árni Óli Friðriksson mjög ánægður með árangurinn, en hann hafði nýverið fest kaup á keppnisbíl sínum er hann ók ásamt Óskari Ólafssyni í rall- akstri fyrir ári með góðum árangri. Staðan í íslandsmeistara- keppninni er sú að Árni hefur 35 stig, Þórður Valdimarssor. 30, Birgir Vagnsson 23, Ríkharður Kristjánsson 20, Þórhallur Kristjánsson 16 og Logi Einars- son 12 stig. G.R. Jóhanna Sigríður Einarsdóttir á Hveravöllum: Hryssingslegt veð- ur síðan um jólin „SVONA veðrátta kcmur minna við okkur, sem búum í svona ein- angrun. Hér eru engir strætisvagn- ar, né Breiðholt. sem maður þarf að koraast í. Við forum út til að lesa af mælunum á þriggja tíma fresti og flýtum okkur svo bara inn í hlýtt húsið og höldum okkur inn- andyra, þegar illa viðrar,“ sagði Jóhanna Sigríður Einarsdóttir í spjalli við Mbl. í gær. Jóhanna býr ásamt eiginmanni sínum og hundi á Hveravöllum, en þau hjónin vinna á veðurathugunarstöðinni þar. „Hér er vestanátt eins og er og fimm stiga frost. Það hefur lægt mikið frá því í gær og veður- hraðinn er svona 7—8 vindstig. í gær var hann hinsvegar 12 vind- stig. Hér er mikill skafrenningur og búið að vera hryssingslegt frá jólum. Þetta er þriðja árið sem við erum á Hveravöllum og veðr- ið er svosem ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er mjög um- hleypingasamt, eins og við er að búast hér uppi á fjöllum." Björn Sverrisson vélstjóri á Hrauneyjafossi: Snarvitlaust veður „VEÐRIÐ er nú þrælfúlt hérna, eins og er, alveg snarvitlaust," sagði Björn Sverrisson, vélstjóri á Hrauneyjafossi, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær. „Ég vann á Sigöldu frá upp- hafi, en kom hingað að Hraun- eyjafossi haustið 1981. Ég bý í Búrfelli, sem er í um 40 kíló- metra fjarlægð héðan og hef alltaf keyrt á milli. I gærkvöldi var hinsvegar ófært og ég þurfti að vera hér í nótt. Reyndar er ófært ennþá, en ég býst þó við að komast heim, því við höfum góð- an tækjakost, snjóbíl, veghefil og sleða." Björn sagði að í fyrra hefði veðrið á þessum árstíma einnig verið slæmt, en nú væri mikill skafrenningur og starfsmenn á Hrauneyjafossi, sem nú eru tólf talsins, hefðu ekki komist í mat, en mötuneytið væri í um 500 metra fjarlægð frá vinnusvæð- inu. Sýning um Frans Kafka á þýska bókasafninu Á ÞÝSKA bókasafninu opnaði sl. mánudag sýning um Frans Kafka. Hér er um að ræða yfirlitssýningu um ævi og störf þessa austurríska rithöfundar, sem átti aldarafmæli 1983, en 1984 eru sextíu ár liðin frá því að hann dó. Sýningin kemur hingað fyrir til- stilli austurríska sendiherrans í Kaupmannahöfn, Dr. Georg Rud- ofsky, en að henni standa hér- lendis austurríska aðalræðis- skrifstofan og Goethe-Institut. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 14—18 í þýska bóka- safninu, Tryggvagötu 26. Fyrr á þessu ári kynnti bankinn tölvuþjónustu fyrir húsfélög, sem hefur mælst mjög vel fyrir. Nú bjóðum við, enn með fulltingi tölvunnar okkar, nýja GIRO inn- heimtuþjónustu. Hún er sérstaklega sniðin fyrir þá sem þurfa að innheimta húsaleigu, félags- gjöld, áskriftargjöld og önnur afnotagjöld með reglulegu millibili. H^ðgé^ tölvan fyrir Þi9? 1. Hún skrifar út A-GIRO seðil sem sendur er til greiðenda. Giro- seðilinn má síðan greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Einn hluti seðilsins er kvittun til greiðanda og ber með sér skýringu á greiðslu. 2. Hún getur breytt upphæðum í samræmi við vísitölur og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. 3. Eigandi innheimtu getur fengið stöðulista skrifaðan úr tölvunni. Hann upplýsir m.a. hverjir eru búnir að greiða og hvenær síðast var greitt. GIRO innheimtuþjónustan er enn ein þjónustunýjungin frá Verzlunar- bankanum, kynntu þér hana. Upplýsingar eru fúslega veittar á öllum afgreiðslustöðum bankans. VÉRZlUNflRBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umteröarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 13, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miöbænum AUK hf. Auglysmgastofa Kristinar 43.52

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.