Morgunblaðið - 15.01.1984, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.01.1984, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 3 Krefjast læknis til Grundarfjarðar (•nindarfirði. 13. janúar, frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Mbl. ÞINGMÖNNUM Vesturlandskjör- dæmís, sem hér eru á atvinnumála- fundi, voru í dag afhentir listar með undirskriftum 388 Grundfirðinga. Þar er skorað á þingmennina að stuðla að því, að læknir verði ráðinn til Grundarfjarðar hið fyrsta. Undirskriftunum var safnað á tveimur klukkustundum í dag í til- efni af komu þingmannanna hingað á atvinnumálafundinn. íbúar hér eru tæplega 800. Heim- ild er í lögum til að ráða einn lækni til Grundarfjarðar en fjár- veiting hefur ekki fengist til ráðn- ingarinnar þrátt fyrir eindregnar óskir heimamanna. íslensk hárgreiðslu- sýning vekur athygli í Florida ÍSLANDSDEILD alþjoðlegu hár- greiðslusamtakanna, ICD, var boðið með sérstaka sýningu á alþjóðlegt mót í Orlando í Florida. Mbl. hefur borist eftirfarandi skeyti frá David Weiss, sýningarstjóra í Redgen Lab- oratories: „Sýning íslendinganna á stíl í hárgreiðslu og fatnaði, sem opnaði alþjóðamót ICD í Orlando í Flor- ida, var bæði dramatísk og spenn- andi. Mótið var haldið dagana 8. til 11. janúar undir heitinu „Ferð um lönd ímyndunaraflsins" og ís- lenski þátttökuhópurinn markaði stórkostlega upphaf þeirrar ferð- ar.“ íslendingunum var sérstaklega boðið að koma með sömu sýningu sem þeir voru upphaflega með í Argentínu og síðar í Sviss, þar sem sýningarstúlkur eru í búning- um úr gærum. En einnig var nú útbúinn nýr þáttur, þar sem notaður var sérhannaður leður- fatnaður, eins og á sýningu hér í Broadway fyrr í vetur. Þelamerkurskóli: Telur sig settan kennara og krefst árslauna MÁL Ormars Snæbjörnssonar, fyrrum kennara við Þelamerkur- skóla, sem Kennarasamband ís- lands hefur höfðað á hendur menntamálaráðherra, var þing- fest í vikunni. Þess er krafist að Ormari verði greidd árslaun kenn- ara, það er laun frá 1. september 1983 til 1. september 1984 og að viðurkennt verði að ólöglega hafi verið staðið að málum. Ormar heldur því fram að hann hafi verið endurráðinn sem kenn- ari við Þelamerkurskóla af fyrr- verandi menntamálaráðherra og því beri honum laun fyrir tímabil- ið. Annar var settur í kennara- starfið af hálfu núverandi menntamálaráðherra. Þorlákshöfn: Ráðstefna um fiskveiðimál ALMENN ráðstefna um stöðu og stefnu í fiskveiðimálum verður haldin í grunnskóla Þorlákshafn- ar í dag, sunnudaginn 15. janúar, klukkan 15.30. Þar flytja 10 menn framsöguerindi, útgerðarmenn, sjómenn, fiskifræðingar, verka- lýðsleiðtogar og alþingismenn. Stofnfundur FRÍ-klúbbslns veröur á áramótafagnaði Útsýnar föstudaginn 20. janúar ^ Kl. 20.00. Húsiö opnar meö pompi og pragt. Ungfrú og herra Útsýn ásamt skrautklæddu þjónustuliði Útsýnar og Broadway taka á móti gestum meö kurt og pí. Viö komuna kynntur í fyrsta sinn hér á landi nýr lystauki. Afhending happdrættismiöa og sala binógspjalda. Kl. 20.30. Áramótaveizla: Glæsilegur kvöldveröur á gjafaveröi. Rjómasúpa a la Bussola. Fylltur grísahryggur Lupa meö tilheyrandi góögæti. I. Ljúffengur ostaréttur. Verö aöeins kr. 450.- ifek Heiðar Jónsson snyrtir sýnir kvikmynd: Vetrar- tízkusýninquna RÍVGQGUChö frá Dixie-band ' plJJIp ^E^INÍI^URÍENÍT Svansins kemur öllum í gott skap Beauté meö sveiflu! Æ*. og kynnir sumartízkulitina 1984 í snyrtinqu frá isdiHÍH franska tizkukonginum. LBREYTT SKEMMTIDAGSKRA Kvikmyndasýning: Heimsreisa 4 og 5 — Ingólfur sýnlr og kynnir. Broadway- ballettinn: Jazznótan — hressileg danssýn- ing undir stjórn Sóleyjar. Brandarar ársins: Hinn sífjörugi og vinsæli Ómar Ragnarsson. Feguröar- samkeppni: Ungfrú og herra Útsýn. Glæsileg módel valin úr hópi gesta. Bingó: Spilaö um 3 glæsilegar Útsýnar- feröir '84. Happdrætti: Allir matargestir taka þátt í ókeypis happdrætti. Vinningur: Útsýnarferö. Glæsileg tízkusýning: Módelsamtökin sýna módelkjóla frá Maríunum, Klapparstig og loöfeldi frá Eggert feldskera, Laugavegi 66. Kynnir kvöldsins veröur hinn bráðfríski og fjörugi Hermann Gunnarsson. Þátttakendur í þessum glæsilega fagnaöi veröa stofn- félagar FRÍ-klúbbs- ins — (og hvaö er nú þaö?). Þetta er nýi ferðaklúbburinn, sem tryggir þér betri feröir á lægra veröi og margvísleg hlunnindi og skemmtun í ferö þinni, en kostar þig ekki neitt. Allir góöir viðskiptavinir og feröafélagar geta gerzt þátttakendur frá 18 ára aldri, án nokkurra skuld- bindinga. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og Gísli Sveinn í diskótekinu halda uppi fjörinu og stemmningunni til kl. 03.00. Þetta er jafnan ein fjörugasta og glæsilegasta skemmtun órsins, sem setst upp í hvelli. Tryggðu þér mióa í tíma. Boröapantanir og mióasala í Broadway kl. 10—17 daglega. Heimsborgin Nú er rétti tíminn til aö gera beztu inn- kaup ársins á janúar- útsölunum í öllum helztu stórverzlunum Lundúnaborgar. London er háborg tónlistar- og leikhúslífs. Þar má heyra og sjá frægustu og beztu listamenn heimsins koma fram. Næturlífið í London er fjölbreytt- ara en víöast annarsstaöar, meö úrval matsölu- og skemmtistaöa. ÚTSÝN Lykillinn að vei- heppnaðri ferðl — miðstöð viðskipta Cumberiand Hotel í KAUPBÆTI: og listalífs Evrópu n Eyrún Farþegar ÚTSÝNAR feróast á lægstu fargjöldum og búa á völdum hótelum fyrir stór- lækkað veró. Ferðaskrifstofan LÚTSÝNi Tekiö á móti þér um leið og þú kemur úr flugvélinni á Lundún- arflugvelli. Flutningur frá og til flugvallar, innritun á hótel, dag- leg aöstoö þaulkunnugs fararstjóra meöan á dvölinni stendur. Allt svo auðvelt og öruggt með Eyrúnu fararstjóra. LUNDÚNAFERÐIN SEM BORGAR SIG SKEMMTILEGT — ÓDÝRT — ÖRUGGT Reykjavík Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri Hafnarstræti 98, sími 22911. Umboðsmenn um ailt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.