Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 25

Morgunblaðið - 15.01.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 25 Um síðir tókst vegna strjálla sýninga, veðurofsa og ofgnóttar áhugaverðra menningaratburða í vorri borg að sjá Lokaæfingu Svövu Jakobsdóttur í Þjóðleik- húsinu. Leikurinn fjallar um hugsanlega kjarnorkuvá, svo sem mjög er á oddinum um þess- ar mundir. í Bandaríkjunum hafa þeir — sem eflaust er skynsamlegt eftir formúlunni allur er varinn góður — kvik- myndað fyrirfram næstu heims- styrjöld og sent út í sjónvarpi með tilheyrandi hryllingi og blóðbaði. Fyrir jólin kom á ís- lensku út bók eftir sænska lækn- inn og rithöfundinn Jersild „Eft- ir flóðið", sem er af nokkuð öðr- um toga, eins og leikrit Svövu. Hann reynir að búa til mynd af því hvernig heimurinn yrði 30 árum eftir stóru kjarnorkustyrj- öldina og setur fram sem frá- sögn af ungum manni, þeim eina sem fæddur er eftir að bomban fellur. Ekki ýtir sú mynd undir það að mann langi til að vera í hópi þeirra sem lifa slikar hörm- ungar og verða að frummanni í allri sinni nauðsynlegu grimmd til að lifa af eftir að flóðið í kjölfar sprengjunnar hefur lagt allt í auðn. Kannski tekur maður sér frekar í munn orð Einars Benediktssonar: Ég tel engan dauða mér samboðinn nema heimsendi! Er Jersild, sem er virtur læknir og höfundur, kom hér í vetur, var hann m.a. spurð- ur af hverju hann væri svona bölsýnn. Kvaðst hann ekki geta að því marki sem unnt væri byggt á öðru en sinni vísindalegu þekkingu. En langtíma afleið- ingar kjarnorkustyrjaldar mundu ráða úrslitum um afdrif mannkyns. Því hefði hann ein- mitt valið að setja sögusvið sitt 30 árum eftir atburðinn. Svava Jakobsdóttir setur sitt svið í leikritinu aftur á móti áð- ur en nokkuð gerist. Þar fjallar hún um hjón, sem búa sig undir að bjargast ef illa fer og kjarn- orkan eyðir. Þau ætla að verða í hópi þeirra sem eftir lifa. Búa því um sig í pottþéttu byrgi, þar sem „lokaæfingin" fer fram. Fjallar leikurinn engu síður um samskipti þessara ólíku hjóna, lokuð ein saman inni svo lengi. En sýningin setti samt hugrenn- ingatengsl af öðrum toga af stað. Kannski í ljósi þess sem er að gerast allt í kring um okkur. Leikurinn er dæmisaga um það sem gerist eða getur a.m.k. gerst, þegar fólk lætur hræðslu við eitthvað óþekkt ná móður- sýkistökum á sér. Hjónin lifa sig svo inn í hlutverk sitt í byrginu að þau eiga ekki afturkvæmt úr því ömurlega lífi og upp á yfir- borðið til daglegs hversdagslífs. Vel tímasett aðvörun hjá höf- undi. Maður spyr sig hvers kon- ar tillegg hrollvekjur á borð við sjónvarpslitmyndina blóði drifnu sé til friðarumræðu. Hvort vænlegast sé að hræða fólk til massamóðursýki og e.t.v. uppgjafar við að byggja upp í veröldinni mannsæmandi líf í frelsi, mannréttindum og með reisn mannsins. Að menn segi í örvæntingu: „Til hvers, ef allt á að farast?" eða „Látum allt yfir okkur ganga, pyndingar, manndráp, mannréttindabrot, ef það mætti hugsanlega verða til að forða frá þessu!" Mannkynið fari að lifa eins og lús á kambi með nöglina yfir sér. Það leiðir svo hugann í fram- haldi að því hvernig skoðanir og aðgerðir, sem nú eru notaðar í friðarbaráttu verða til. Á einu jólakortinu mínu frá Norður- löndum segja foreldrar frá því að tengdadóttirin hafi verið suð- ur í Júgóslavíu til að „læra að mótmæla" eldflaugum. Er ekki einmitt í slíkum hópi grundvöll- urinn fyrir ógrundaða massa- móðursýki? Myndast ekki hópur sem hægt er að leiða hvert sem Ef við færum okkur svo nær. Hvernig ætli skoðanir myndist hjá okkur, sem erum að reyna að finna einhvern flöt á þessu stærsta máli heimsbyggðarinn- ar? Fyrir jólin dúkkaði allt í einu upp í nokkra daga áköf um- ræða um eina af 40—50 tillögum um kjarnorku og friðarmál, sem átti að fara að greiða atkvæði um hjá Sameinuðu þjóðunum, tillögu Svíþjóðar, Mexíkó o.fl. Sumar þessara tillagna ganga lengra en aðrar skemmra, og fs- lendingar hafa ýmist greitt at- kvæði með þeim eða setið hjá. Þessi eina tillaga — sem hingað fréttist um af einhverjum dul- arfullum ástæðum — fjallar um frystingu kjarnorkuvopna, eins og tvær aðrar með mismunandi áherslum. Hún segir að frysta skuii kjarnorkuvopn hér og nú og um leið er lýst yfir að einmitt á þessari stundu sé jafnvægi milli stórveldanna. Áður en ég færi nú að ráðleggja ríkisstjórn- inni hvernig hún ætti að greiða atkvæði, vildi ég fá að skoða fleiri valkosti og bera saman, en enginn vildi líta á tillögurnar með mér. Hefði víst raunar ekk- ert komist nær því hvað ég var að gera, því fastafulltrúi íslands hjá SÞ segir að orðalagið á þess- um textum sé orðið svo hárfínt að þurfi reynda sérfræðinga til að greina meiningar og blæ- brigði í texta. Oft séu atkvæði greidd án þess að nokkur raunhæf eða viðurkennd túlkun liggi fyrir. Þetta rýrir að sjálf- sögðu gildi tillagna og áhrif þeirra á málefnið. Eðlilegast væri að samræma mismunandi texta um það sama, og marka þannig einhverja stefou. AlvLska telst það á sinn hátt, ef vid skynjum hvað vid er átt eins og Piet Hein orðar það (þýð. Auðunn Bragi). Hvað ég öfunda fólk sem er svona fljótt að átta sig! En vanhæfni á því sviði gerði Gáruhöfund óhæfan ráð- gjafa ríkisstjórnar í nefndu máli, enda hélt hann sér saman á jólaföstu, þótt alþingis- mönnum lægi á góðum ráðum sjálfboðaliða. Fáir sjálfboðaliðanna veltust í vafa um að lýsa bæri yfir ^ð „nú“ væri jafnvægi milli stór- veldanna um kjarnorkuvopn. Getur svosem vel verið að svo hafi verið í desember sl. Hvað veit ég, alls ófróð konan um afl eldflauga, með mörgum eða ein- um kjarnaoddi. En hafi svo ver- ið, þá er jafnvægið líklega riðlað núna eftir áramótin og yfirlýs- ingin orðin marklaus, eða bvað? Bæði Bandaríkjamenn og Rússar eru búnir að setja upp fleiri eldflaugar á landi. Rússarnir þurftu engan aðlögunar- eða þrastíma, gátu barc sett sínar upp eins og Andropov hótaði í desember. I sömu ræðu hótaði hann að setja upp og auka kjarn- orkuvopn i kafbátunum, ef Nató- ríkin létu sér ekki segjast. Ætli það hafi þá ekki líka verið gert. Einhvern veginn finnst mér ég skilja þá hótun miklu skár — það gerir sérhyggjan. Þær eld- flaugar, sem hljóta þá að verá í kafbátunum í hafinu í kring um okkur og kannski inni á fjörðum, eins og kafbáturinn í sænska skerjagarðinum, verða ennþá nær með hugsanlegum geislun- arleka á þorskaslóðum. Og er varla bætandi á raunir aumingja þorsksins. Sjálfsagt er þetta taugaveiklun þótt ekki sé það massamóðursýki, því allt það skjótráða, gáfaða fólk sem myndar sér umsvifalaust skoð- un, hefur engar áhyggjur af þeirri hótun Andropovs, a.m.k. hefur enginn rætt um það eða „harmað". Og vort heimslíf er víst tafl fyrir glöggeygu gestina en ekki þessa sem seinir eru að átta sig og tvínóna. tvo áratugi. Þessi aukning kemur 20—25 árum eftir að vindlinga- reykingar höfðu stóraukist, en þær hundraðfölduðust á árabilinu 1910—1949. Vafalítið er þarna um orsakasamband að ræða. Yfir- gnæfandi meirihluti sjúklinga með lungnakrabbamein er stór- reykingafólk." Dr. Jón óttar Ragnarsson segir m.a. í grein í Mbl. sl. miðvikudag: „Þriðji hver reykingamaður lætur lífið fyrir nautn sína. Jafngildir það því að leika rússneska rúllettu með eigið líf með tveim skothylkj- um í sex hólfum." Heilbrigðisráðherra komst m.a. svo að orði, er hann mælti fyrir þessu stefnumótandi frumvarpi um framkvæmd tóbaksvarna: „Á þingi Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar vorið 1980 var samþykkt ályktun þar sem þess er farið á leit við allar ríkis- stjórnir þátttökulanda að þær, með löggjöf um tóbaksvarnir, beiti sér af heilum hug og alefli gegn tóbaksvágestinum, sem stofnunin telur þann einstakan þáttinn sem heilsu manna stendur hvað mest hætta af í dag og það svo að líkja megi við farsóttir fyrri alda.“ Guðrún Agnarsdóttir, sem er eini læknislærði þingmaður okkar, sagði orðrétt: „Það er löngu sann- að að notkun tóbaks er snar með- virkur orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum, bæði hjarta- og æða- sjúkdómum og ýmsum öndunar- færasjúkdómum, og það hefur líka t.d. verið sýnt að börn þeirra for- eldra sem reykja mikið, sérstak- lega ef móðirin reykir, hafa mun hærri tíðni öndunarfærasjúk- dóma. Þetta er því heilsuspillir líka fyrir þá sem reykja ekki. Það er enginn vafi á því.“ „Forvörn langvinnra sjúkdóma“ Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, vann hluta úr vetri 1982—1983 sem ráðgjafi hjá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, þar sem m.a. var þingað um hugs- anlegar varnaraðgerðir gegn lang- vinnum sjúkdómum. „Hér á landi hafa þessir sjúkdómar, þ.e. hjarta- og æðasjúkdómar, krabba- mein, lungnasjúkdómar, slys og gigtsjúkdómar komið í stað smitsjúkdómanna, sem áður hrjáðu okkur og voru aðaldánar- mein,“ segir Páll í bréfi til þing- manna, er hann kynnir þeim þetta mál og fer fram á aðstöðu til þátttöku af landsins hálfu. Ráðuneytisstjórinn skrifar grein um þetta efni í Læknablaðið, sem ber yfirskriftina „Forvörn og greining langvinnra sjúkdóma og eftirlit með þeim“ og undirfyrir- sögn: „Samvinnuverkefni Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og nokkurra aðildarþjóða". Þar segir hann m.a.: „Um árabil hafa menn hugað að varnaraðgerðum gegn hverjum sjúkdómi fyrir sig og heilbrigð- ismálastofnun Sameinuðu þjóð- anna (WHO) hefur haft forgöngu um slík verkefni, t.d. um hjarta- sjúkdóma og krabbamein. Hjá okkur þekkj.um við þetta fyrir- komulag: Krabbameinsfélögin hafa einbeitt sér að illkynja sjúk- dómum, greiningu, leit og skrán- ingu; Hjartavernd að hóprann- sóknum með tilliti til hjartasjúk- dóma; gigtarfélögin að meðferð gigtarsjúklinga og svo mætti lengi telja. Innan vébanda Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur þeirri skoðun vaxið fylgi á allra síðustu árum, að eigi að nást árangur að ráði við að af- stýra þessum sjúkdómum, verði að ráðast að rótum þeirra og taka meira tillit til þess en hingað til, hvað þeir eiga af sameiginlegum orsökum. Orsakir þeirra eru að vísu mjög margþættar og oft alls ekki þekktar. Hins vegar hafa menn smám saman orðið sammála um, að ákveðnir áhættuþættir séu þeim sameiginlegir og sérstakir áhættuþættir séu til fyrir nokkra sjúkdóma. Um 1950 var því fyrst hreyft innan WHO að skynsamlegt væri að setja upp verkefni, þar sem reynt yrði að ráðast gegn mörgum sjúkdómum samtímis... Hjá stofnuninni er málið nú á því stigi, að ákveðið hefur verið að bjóða átta þjóðum að taka þátt í verk- efni af þessu tagi og ísland er eitt þeirra landa, sem fengið hafa slíkt boð.“ Verkefnið segir ráðuneytisstjór- inn í höndum svæðisskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn. Hann rekur siðan í grein sinni umfang og efnisþætti þessa verkefnis: hjartasjúkdóma, krabbamein, slysavarnir, geðsjúkdóma, tann- sjúkdóma o.s.frv. Markmiðið er að gera þjóðum innan WHO kleift að koma á sam- virkri starfsemi til þess að afstýra sjúkdómum, greina þá snemma og minnka jafnframt áhættuþætti og draga þannig úr fötlun, sjúkleika og dauðsföllum. Tilgangurinn er í stuttu máli að bæta heilsufar með forvörn gegn langvinnum sjúk- dómum. Heilsan er dýrmætasta eign hvers einstaklings Hér verður ekki nánar farið út í efnisatriði né stöðu þessa verkefn- is. Þess er hér getið í tvennum til- gangi: 1) að gera þeim stóra hluta landsmanna, sem Morgunblaðið nær til, kunnugt um málavexti, þó í grófum dráttum sé og viðfangs- efninu hvergi nærri gerð tæmandi skil, 2) að árétta enn einu sinni þýðingu og mikilvægi fyrirbyggj- andi starfs á vettvangi heilbrigð- ismála. íslendingar eiga við mikinn efnahagsvanda að stríða; standa undir þungum skuldaböggum f efnahagslægð lækkandi þjóðar- tekna. Þeir hafa auk þess í mörg horn að líta þegar deila á niður takmörkuðu fjármagni, sem til ráðstöfunar er hverju sinni. Ekki er hægt að þyngja skattbyrði þeg- ar svo er þrengt að fólki og fyrir- tækjum sem nú er gert. Þvert á móti væri eðlilegt að ríkisbúskap- urinn þrengdi enn ólar til að létta skattbyrðar fólks, sem þegar hef- ur nóg á sinni könnu. Eðlilegt er einnig að þau við- fangsefni, sem skila kostnaði sín- um fljótt aftur til nýrrar ráðstöf- unar, hafi forgang við slíkar kringumstæður — og máske einn- ig þegar betur árar. Mikilsvert er að auka umsvif í þjóðarbúskapn- um og nettó-þjóðartekjur, sem bera verða uppi lífskjör og fram- vindu til betri tíðar. Hitt má þó aldrei gleymast að það er manneskjan, heill hennar og velferð, sem er meginmálið. Þar vegur heilbrigðisþátturinn hvað þyngst. Heilsan er dýrmæt- asta eign hvers einstaklings og um leið hverrar þjóðar. Forvarnar- starf, sem fleytir okkur fram hjá skerjum heilsubrests hvers konar, er máske mikilvægasti þáttur heilsugæzlunnar, þó sjúkraþjón- ustan vegi og þungt. Forvarnarstörf eru ekki aðeins bezta heilsuverndin og sem slík hluti af daglegri vellíðan fólks, heldur auka þau einnig vinnu- framlag og lækka sjúkrakostnað. Þau skila sér sum sé í efnislegum verðmætum og fjárhagslegum sparnaði. Það er máske hluti af þeirri efnahagslegu læknisaðgerð sem fjölmargar þjóðir, þ.á m. ís- lendingar, standa nú í, til að gera hreint fyrir sínum dyrum, eftir áralangt veizluhald erlendrar skuldasöfnunar. Fjölþjóðlegt átak til að afstýra sjúkdómum eða greina snemma, svo batalíkur aukist, sem og að minnka helztu áhættuþætti, eins og það hefur verið orðað, er dæmi um það jákvæða í samskiptum þjóða. Þeim megin í lóð íslands, þó lítið sé, að leggjast. Þegar er meiri en nóg vigt á hinni vogarskálinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.