Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 29

Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 29 Hussein Jórdaníukonungi vegna þess að hann taldi að Hussein hefði bak við tjöldin lagt blessun sína yfir aðgerð Sadats. Milli Sýr- lendinga og fraka er fullur fjand- skapur og eins og kunnugt er styðja Sýrlendingar frani í stríð- inu við fraka, þrátt fyrir að meiri- hluti frana sé hvorki af arabiskum stofni, eða tali mál skylt arabisku. Það hefur vakið undrun margra þennan tíma sem stríðið hefur staðið yfir, að Assad, sem vill færa þjóð sína fram á við og til nútím- ans, skuli styðja við bakið á öfga- mönnum í Teheran sem virðast hafa það eitt að markmiði að leiða írönsku þjóðina aftur inn í myrkar miðaldir í öllum skilningi. En Assad forseti hefur alltaf þótt sérstæður maður og flókinn persónuleiki. Sú uppátekt hans að fara að vingast við Gaddafi Libýu- forseta, hefur mælzt misjafnlega fyrir og þykir mörgum forsetinn hafa hlaupið á sig þar. Háleit markmið hans um Stórsýrland — þ.e. ásamt Líbanon, Jórdaníu og helzt ísrael — virðast ekki innan seilingar. Styrjöldin við ísraela 1974 var mikill hnekkir fyrir Sýr- lendinga, þótt ísraelar ættu undir högg að sækja í upphafi eins og alkunna er. Svo að stefnumál hans hafa mörg farið fyrir lítið. Innan- landsólga hefur magnazt í Sýr- landi og útlendingar, sem starfa þar fullyrða að Assad njóti hreint ekki þess stuðnings, sem látið er liggja að í lofgreinum fjölmiðla þar. Hins vegar þykir stjórnmála- skýrendum það ekki fýsilegur kostur, að Assad væri bylt úr sessi vegna þess að hætta væri á algerri upplausn og ringulreið í Iandinu. Veikindi forsetans síðustu vikur, sem hann er nú sagður hafa jafn- að sig sæmilega af, hafa einnig vakið ugg með mönnum af sömu ástæðu. Og þótt slíkt verði auðvit- að ekki sagt opinberlega í ísrael í bráð, myndu ísraelskir ráðamenn telja það hið alvarlegasta mál ef Assad færi frá eða félli skyndilega frá. Ef ísraelar dragast á að ræða í náinni framtíð við Sýrlendinga væntanlega gegnum milliliði þó, munu þeir áreiðanlega kjósa að „hinn verðugi andstæðingur" Assad forseti verði viðmælandi þeirra. Hinn almenni borgari í Sýrlandi unir um margt sínum hag undir stjórn Assads, vegna þeirra áþreifanlegu umbóta sem hafa verið gerðar í stjórnartíð hans. Menntamenn, blaðamenn og rit- höfundar sæta ofsóknum og Am- nesty Int. hefur margsinnis kveðið upp úr með að mannréttindabrot viðgangist í Sýrlandi. Meðan Sýr- land er jafnlokað land í fréttalegu tilliti og nú er og vestrænar fréttastofur fá ekki að starfa þar og ferðir blaðamanna takmarkað- ar til landsins, hefur Assad einnig möguleika á því að hafa stjórn á því að nokkru leyti, hversu mikið berst út af því sem gerist í land- inu. Assad hefur orðið raunsærri með árunum og gerir sér grein fyrir því að Ísraelsríki mun blíva, hann hefur í hálfkveðnum vísum viðurkennt að hann verði að sætta sig við þá staðreynd. Honum hefur ekki tekizt að efla samstöðu Ar- aba. Samt sem áður nýtur hann virðingar víða um heim og hefur styrkt sig í sessi þrátt fyrir allt. Hann er sagður maður gáfaður, eðlisgrimmur en samkvæmur sjálfum sér í orðum og gerðum. Prúður í framkomu og góður fé- lagi fjögurra sona sinna og kurteis og nærgætinn eiginmaður. Það er ekki sjálfsagt mál í múhameðstrú- arríki. Kæmist til valda forsætisráð- herra í ísrael, sem léti raunsæi á nútíð og framtíð ráða gerðum, og ef Bandaríkin kysu forseta sem hefði víðsýni og þor að leiðarljósi er ekki fjarri lagi að hægt yrði að hefja viðræður við Assad. Það leysti ekki alla hnúta og byndi ekki enda á öll þau flóknu vanda- mál sem við er að etja í Miðaust- urlöndum. En það væri byrjun á langri leið, en er ekki í sjónmáli í bilL (Heimildir: The Middie East and North Africa 1983—84, Times, Jerusal- em Post). 302.Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.