Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 40

Morgunblaðið - 15.01.1984, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1984 Formenn lóju og Sóknar með nýja tillögu til að bæta hag hinna lægst launuðu Neitum að horfa á fólk í blóma niðurbrotið í örvæntingu MorgunblaAið/Friðþjófur Helgason. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Bjarni Jakobsson: Hvað verður um fólk, sem á ekki að borða? Við verðum að hugsa um hvað við erum að gera þessu fólki og hvað verður um það ... lífeins „SÁRAST af öllu er áhugaleysið innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar að flýta samningum og lyfta þeim, sem lakast eru settir," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í vikunni. Þar settu þau Aðalheiður og Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks — en Iðja og Sókn eru þau tvö verkalýðsfélög, sem hafa flest láglaunafólk innan sinna vébanda — fram hugmynd um hvernig mætti bæta margum- talaðan hag hinna lægst launuðu. „Okkar hugmynd er sú, að þetta mál verði leyst í gegnum tryggingakerfið með milligöngu verkalýðsfélaganna," sögðu þau Aðalheiður og Bjarni. „Hug- myndin er sú, að teknar verði upp nýjar bætur, sem við viljum kalla afkomutryggingu. Sú trygging greiði mismun milli lágra launa — tekjutryggingar, atvinnuleysisbóta eða hvað það heitir — þannig að lágmarks- laun í landinu verði í raun 15 þúsund krónur. Við leggjum til, að útbúin verði sérstök eyðublöð, sem liggi frammi á skrifstofum verkalýðsfélaganna — fólk sæki um þessar bætur, svo ekki komi aftur til suðu sömu naglasúp- unnar og láglaunabæturnar urðu á sínum tíma. Við höfum alveg misst trú á að þessu fólki verði hjálpað í gegn- um kjarasamninga — og raunar óttumst við, að yrðu lágmarks- laun hækkuð upp í 15 þúsund krónur í samningum, þá fengju hinir betur launuðu samsvar- andi prósentuhækkanir upp eftir öllum launastiganum. Á meðan efnahagsvandi þjóðarinnar allr- ar er leystur, má ekki láta lág- launafólkið fá prósentuhækkun og alla hina margfaldar launa- hækkanir ofan á sín laun.“ — Hvar teljið þið að sé að leita peninga fyrir þessari afkomutryggingu ? „Þeir peningar gætu vel verið til í tryggingakerfinu," sagði Að- alheiður. „Ég sé til dæmis ekkert vit í því, að allir fái barnabætur út úr tryggingakerfinu án tillits til launa. Nú fær auðmaðurinn jafn mikið og öreiginn." „Hugmynd okkar er einnig sú,“ sagði Bjarni Jakobsson, „að ákveðinn hluti söluskatts verði notaður til að fjármagna þessa afkomutryggingu. Við höfum margsinnis kastað hugmyndinni fram innan verkalýðshreyf- ingarinnar en ekki fengið hljómgrunn. Og ástæðan fyrir því að við viljum láta verkalýðs- félögin hafa milligöngu um þess- ar bætur, þessa leiðréttingu á stöðu hinna lægstlaunuðu, er sú, að það er auðveldara fyrir fólk að koma til okkar, til síns verka- lýðsfélags, en að leita til opin- berra stofnana. Það er allt og sumt, sem vakir fyrir okkur. Það er hverjum manni ljóst, að tekj- ur undir 15 þúsund krónum á mánuði duga ekki til lífsviður- væris, ef það er þá nóg.“ Láglaunafólkiö 10-20% þjóðarinnar? Þau sögðust með engu móti geta séð nokkuð benda til að þjóðfélagið væri svo illa sett, að átta tíma vinna ætti ekki að duga fyrir mat fólks: „Það er orðin hrein neyð hjá fjölda fólks, það kreppir orðið mjög alvarlega að mörgum heimilum, sem minnst hafa fyrir sína vinnu." — Hvað erum við að tala um stóran hóp fólks, sem hefur ekki nema lágmarkstekjur? „Ja, um það eru menn ekki al- veg sammála. Giskað hefur verið á 10—20% þeirra, sem eru á al- mennum vinnumarkaði. 1 okkar félögum, Iðju og Sókn, eru til dæmis um 6.000 félagsmenn, og þeir eru nær allir á launum, sem eru undir 15 þúsund krónum á mánuði. Flestir Iðju-félagar taka laun skv. 9. flokki taxtanna, og þar verða laun hæst 11.053 krónur eftir sex ára starf. Flest- ar Sóknarkonurnar eru í fjórða og sjötta flokki samninganna, þar sem laun verða hæst 11.768 krónur og 12.776 krónur eftir fimm ára starf. Að auki er atvinnuleysi orðið meira en við áttum von á, sér- staklega í sjávarútvegi. Það er ekkert réttlæti, að láglaunafólk- ið beri þyngstu byrðarnar, enda er verið að leysa vandann fyrir þjóðarheildina. Efnahagsaðgerð- ir stjórnarinnar voru of harðar fyrir okkar fólk. Vissulega voru allir sammála um, að eitthvað varð að gera — en aðgerðirnar hafa bitnað harðast á þeim, sem síst skyldi. Okkar fólk hefur ekk- ert dansað á rósum í velferðar- þjóðfélaginu fram að þessu." Niðurbrotið af örvæntingu Formennirnir sögðust báðir hafa trúað því, að er samningar voru lausir og Alþingi hafði skil- að samningsréttinum til laun- þega, væri hægt að snúa sér að því að laga kjörin. „En engum virðist liggja á!“ sögðu þau. „Verkalýðshreyfingunni virðist ekkert liggja á. Fjármálaráð- herranum virðist ekkert liggja á. Þetta er ekki nógu gott fyrir okkar fólk. Það verður að bæta hag þess strax! Við horfum dag- lega framan í fólk, sem er í al- gjörum vandræðum. Það er að vísu ekki stór hópur — en það kemur bjargarlaust fólk til fé- laganna og leitar ásjár. Og þá er vandinn orðinn mikill. Auðvitað vitum við ekki um alla, sem þannig er ástatt fyrir; margt fólk er orðið svo niðurbrotið, að það kemur ekki til okkar eftir hjálp. Við neitum einfaldlega að horfa upp á ungt fólk í blóma lifsins niðurbrotið af örvænt- ingu.“ Bjarni Jakobsson nefndi dæmi um unga konu, tveggja barna móður, sem hafði komið á hans Rætt við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Bjarna Jakobsson um hugmynd þeirra um afkomutrygg- ingu, áhugaleysi verkalýðshreyf- ingarinnar á kjara- bótum hinna lægst launuðu og „fátækt á íslandi“ fund. „í meðlag og mæðralaun fær hún 3.420 krónur á mánuði. Hún getur ekki unnið nema hálf- an daginn vegna barnanna og fyrir það fær hún sex þúsund krónur. Mánaðarlaun hennar eru 9.424 krónur. En það dugar ekki til að borga fyrir börnin á dagheimili eða í dagvistun, hvað þá að hún eigi eitthvað afgangs til að lifa fyrir. Þetta er aðeins eitt dæmi,“ sagði Bjarni, „en ég þykist vita að þetta er víðar svona. Þetta fólk leitar ekki eftir hjálp samfélagsins fyrr en neyð- in er algjör." Aðalheiður: „Þetta fólk flæk- ist um á leigumarkaði og leiga er mjög misjafnlega há, eins og við vitum. Það kom kona til mín, sem hefur 11 þúsund króna mán- aðarlaun. Hún borgar átta þús- und krónur á mánuði í leigu og þurfti að borga þrjá mánuði fyrirfram. Maðurinn hennar er atvinnulaus." Bjarni: „Þessi kona, sem ég talaði um, átti reyndar litla íbúð. En þegar hún talaði við mig í desember sagöist hún ekki vita hvernig hún ætlaði að komast í gegnum jólamánuðinn, hvað þá janúar, þegar hún þyrfti að fara að borga fasteignagjöld og ýmsa fasta reikninga, eins og t.d. síma, útvarp, rafmagn og hita. Þetta fólk er margt komið niður fyrir núll-punktinn.“ Sami söngurinn Aðalheiður: „Við ræddum við forsætisráðherra í desember- mánuði. Hann virtist mjög já- kvæður og skilningsríkur þannig að þegar við fórum frá honum vorum við vongóð um að ef til vill yrði eitthvað gert fyrir þetta fólk okkar fyrir jól. En það situr allt við það sama enn í dag. Og hluti vandans er einmitt sá, að áhugi margra í verkalýðshreyf- ingunni er í algjöru lágmarki, enda er það svo stór hópur, sem hefur þokkalegar tekjur, sem betur fer. Frá því fólki er alltaf sami söngurinn. Ég er til að mynda í samn- inganefnd ASÍ og verð að segja eins og er, að ég veit eiginlega ekki um hvað á að tala þar. Það eru engar ákveðnar línur þar, formannafundurinn skildi þann- ig við þetta. Við erum bara að eyða tímanum, þetta eru engar eiginlegar samningaviðræður." — Finnið þið þá hvergi hljóm- grunn? „Jú, mikil ósköp," sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir. „Við höfum stuðning út um allan bæ — ég get nefnt Bandalag kvenna sem dæmi. En það er þörf á að almenningur láti meira frá sér heyra. Mér dettur til dæmis í hug Þjóðkirkjan, sem hefur ver- ið virk í friðarmálum, hjálpar- starfsemi út um víða veröld og svo framvegis. Gæti hún ekki hjálpað því fólki á íslandi, sem varla hefur til hnífs og skeiðar? Ég trúi ekki öðru en að prestar landsins hafi orðið varir við það sama og við hjá verkalýðsfélög- unum. Og ég sting upp á því hér og nú, að þeir helgi einn sunnu- dag predikunarefninu: Fátækt á íslandi." Sjúkrasjóöirnir og VSÍ — Þið nefnduð áðan, að þið hefðuð ekki trú á að samningar næðust á næstunni þannig að hinir lægst launuðu fengju ein- hverja bót sinna mála. Hefur ekkert gengið eða rekið í samn- ingum við atvinnurekendur? „Þú hefur líklega orðið var við „tilboð“ Vinnuveitendasam- bandsins," sagði Bjarni Jakobs- son. „Þeir hafa lagt til, að launa- tengdu gjöldin verði færð yfir í launaumslögin, að peningarnir verði færðir á milli vasa laun- þega, og það vilja þeir kalla kjarabætur! Inní þessum gjöld- um eru til dæmis sjúkra- og orlofssjóðirnir. Margir sjúkra- sjóðanna standa þannig, að þeir geta illa eða ekki staðið við skuldbindingar sínar. Vinnuveit- endasambandið hefur komið í veg fyrir að við fengjum álagn- ingu frá skattstofunum en sam- kvæmt lögunum eiga atvinnu- rekendur að borga 1% af launum í sjúkrasjóðina. Við fengum síð- ast þessar greiðslur fyrir árið 1981 — atvinnurekendur hafa sem sagt ekkert borgað í sjúkra- sjóðina í tvö ár. Þetta á t.d. við viðsemjendur Iðju, Framsóknar, Einingar, Dagsbrúnar, Tré- smiðafélags Reykjavíkur og fleiri — ríkið hefur hins vegar staðið sig vel. Viðsemjendur Sóknar hafa einnig borgað með sóma það sem þeim ber. Það er líka rétt að taka fram, að ein- staka stórfyrirtæki greiða þetta sem samtímagreiðslu. Krafan hlýtur að vera sú, að framlög i sjúkrasjóðina séu greidd sam- hliða félagsgjöldum og lífeyris- sjóðsgreiðslum en ekki ári síðar eins og nú er, því augljóslega rýrnar þetta fé, sem er hluti af launum fólks, mjög í verðbólg- unni og er að auki vaxtalaust." Aðalheiður: „Það má vel koma fram í þessu sambandi, að lengsti veikindaréttur hjá félög- um í Sókn er þrír mánuðir eftir fimm ára starf. Lengri veikindi verðum við að borga úr sjóðun- um, sem sýnir hve nauðsynlegir þeir eru. Það er annars misjafnt eftir félögum hve lengi fólk held- ur sinni kauptryggingu í veik- indum — en almennt er verka- fólk að sækja réttindi, sem aðrir hafa fengið fyrir löngu.“ Persónunjósnir — Mig langar að lokum að koma að láglaunakönnun Kjara- rannsóknanefndar. Það hefur komið fram, að svörun í könnun- inni hefur verið takmörkuð — og það hefur jafnvel heyrst talað um „persónunjósnir" í þessu sambandi. Hvað veldur því að ykkar mati, að svörun hefur ekki verið betri? „Það er ekki gott að svara því,“ sagði Aðalheiður, „en ég get mér þess til, að þegar niðurstöð- urnar liggja fyrir muni koma í ljós, að það eru einkum þeir, sem betur eru borgaðir, sem ekki hafa svarað. Það verður að segj- ast eins og er, að við bjuggumst við miklu betri árangri — enn hafa ekki borist svör frá nema um helmingi þeirra, sem fengu spurningalistana. En vegna þess að þú minntist á „persónunjósn- irnar“ þá vil ég undirstrika rækilega, að það er fjarri lagi. Fjarri lagi. Skýrslurnar eru all- ar nafnlausar og númerin liggja sem trúnaðarmál hjá Kjara- rannsóknanefnd. Sú stofnun hef- ur verið að gera sambærilegar rannsóknir i landinu um langt árabil og það er enginn munur á þessari könnun hvað það varðar. Og mér er spurn: Hvernig á að sýna fram á lágu launin ef ekki er hægt að afla upplýsinganna frá fyrstu hendi?“ „En kjarni málsins er sá,“ sögðu þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Bjarni Jakobsson í lok samtalsins, „að við höfum orðið áþreifanlega vör við að botnlaus örvænting hefur gripið um sig á siðustu vikum. Við vilj- um ekki trúa því, að þjóðfélagið sé svo illa sett að við getum ekki leyst vanda þessa fólks." — Hvað verður um fjölskyld- ur, sem ekki eiga að borða? „Við verðum að hugsa um, hvað við erum að gera þessu fólki, og hvar það lendir." - ÓV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.