Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 13 Tveir nýir bókaklúbbar: „Hjálparkokkurinn“ og „Sælkeraklúbburinn“ STOFNAÐIR hafa verið tveir bókaklúbbar í Reykjavík, sem báðir munu sérhæfa sig í útgáfu bóka um mat og matreiðslu. Þetta eru bókaklúbburinn „Hjálparkokkurinn" sem Almenna bókafélagið og Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins standa að, og „Sælkeraklúbbur Veraldar" sem Bókaklúbburinn Veröld hefur hleypt af stokkunum. Blaðamaður Morgunblaðsins leitaði í gærkvöldi til þeirra Antons Arnar Kærnested, framkvæmdastjóra Bókaklúbbs AB, og Jóns Karlssonar, framkvæmdastjóra Veraldar, og spurði þá hvort tilviljun ein réði því, að tveir hliðstæðir klúbbar hæfu starfserai sína á sama tíma. endurtek, sem betur fer hafði hann ekki séð mynd eftir mig. Þá hefði hann aldrei þegið hlutverk- ið. Ég sagði honum að aðalmót- leikkonan væri karlmaður. Hvað með það? svaraði Tab. Hann las handritið og sagði já. Okkur kom vel saman og horfðum á gömlu myndirnar mínar oft og mörgum sinnum. Þessi gamli sundbolur hafði svo gaman af, að nú gerir hann eigin myndir í mínum stíl. Annars hafði Tab engu að tapa. Hann var stjarna á sjötta ára- tugnum, en stjarna hans hafði heldur lækkað. Hann hafði bara gott af því að leika í Polyester.“ Áfram með Polyester. Ég fann lykt af þeirri mynd. John Waters skellihlær og fær sér sígarettu. „Já, lyktin var fá- ránlegur brandari. Menn höfðu sagt mér að myndir mínar væru óþverri, svo ég ákvað að láta þá fá það sem þeim fannst. Þeir, sem sáu myndina, muna sjálfsagt eft- ir lyktarspjaldinu, en það var tvennt sem okkur tókst ekki að hafa með á því. Það var kaffi og marjúana. Einræðisherra í nokkrar vikur Hugmyndir, eðlilegar eða óeðli- legar. Hvaðan koma þær? „Hugmyndir? Ég geng alltaf með minnisbók á mér og punkta niður allt sem ég heyri. Eg les, fer út á meðal fólksins, hlusta á sam- töl þeirra, staðurinn skiptir engu máli, og ég heyri alveg ótrúleg- ustu samtöl. Ég fer í bíó, sé allar myndir, jafnvel ET. Sem sagt líf- ið gefur mér hugmyndir." Jafnvel ET sagðir þú. Ert þú ekki hrifinn af Hollywood? „Ég elska Hollywood, lika ET. Ég hef reynt fyrir mér hjá stóru fyrirtækjunum þar syðra og ég vildi gjarnan vinna þar. Heldurðu að það væri ekki munur að vinna aðeins 8 tíma á dag í stað 12—15 eins og ég geri nú og hef alltaf gert?“ Gætirðu hugsað þér að gera ET 2 fyrir Spielberg? „Auðvitað. En þá yrði ég að semja handritið sjálfur. Ég sé það fyrir mér: ET og Divine. Fjandi yrði það góð mynd.“ Hvernig er að vera leikstjóri? „Spennandi. Einu sinni rak ég bókabúð, nei annars, sleppum því. En ég varð að velja milli þess að verða fjöldamorðingi eða kvik- myndagerðarmaður. Að vera leikstjóri krefst þess að vera and- skotanum ákveðnari. Ég er ekki yfirgangssamur, hef til dæmis aldrei á ævinni lent í slagsmál- um, en maður verður að vera fas- isti til að stjórna þeim litla heimi sem kvikmyndaliðið er. Með fas- ista á ég við ákveðni, engin stjórnmál. Sem sagt, ég er ein- ræðisherra í nokkrar vikur. Ég neyðist til þess, því við höfum stuttan tíma til að kvikmynda og dinglumdangl leyfist ekki. Tím- inn líður ótrúlega hratt.“ Sérðu eftir að hafa tekið myndavélina fram yfir byssuna? „Ég sé ekki eftir neinu, þótt byssur séu ágætar. Að gera kvikmyndir tekur bara svo á taugarnar. Eilífar áhyggjur út af fjárhagsáætluninni. Ég nýt þess að semja handritið og að undir- búa tökuna sjálfa. En leitin að peningunum og kvikmyndatakan sjálf er ömurleg. Vinir mínir segja að ég missi meira hár með hverri mynd, sérðu ekki hvað það er þunnt? En langskemmtilegast er að ferðast um heiminn og kynna myndirnar." Svo þér leyfist ekki að „skrifa með myndavélinni" eins og Chaplin og Kubrick? „Nei, allt er þrælskipulagt fyrirfram og við myndatökuna heyri ég „dollar-dollar" klingja í eyrunum á mér. Myndir mínar kosta litla peninga og ég forðast öll stéttarfélög. Myndin sem ég vinn nú að heitir „Flamingos For- ever“, það verður satíra á fram- haldsmyndir, og er auðvitað framhald af „Bleiku flamingó- fuglunum". Hún kostar 600.000 dollara og er dýrasta myndin mín.“ Kvikmyndahátíðir hafa aukið hróður þinn, ekki satt? „Þær eru eins og hver annar „business", þótt þar séu sýndar ólíkari myndir en á opna markað- inum, það er líka megintilgangur- inn. En það þarf ákveðna menn til að stjórna slíkum hátíðum, fasista í ákveðni, annars er lítið í hátíðirnar varið. Ég var dálítið hræddur um að myndir mínar yrðu bannaðar hér á landi, en sem betur fer hefur ekki komið til slíks. Að bjóða mér hingað sýnir að íslendingar hafa góðan húm- or.“ John segir, að helsta dægra- stytting sín sé að hlýða á réttar- höld yfir morðingjum, enda sé það besta leikhúsið. Hann segir að skemmtun snúist aðeins um slæman smekk, en bendir á að til er góður slæmur smekkur og vondur slæmur smekkur — „og til að skilja slæman smekk verð- ur maður að hafa mjög góðan smekk.“ Að lokum John, hvers konar mynd vildir þú gera hér á ís- landi? „Án efa myndi ég gera kvik- mynd um Divine og bitbein ykkar íslendinga, hundahald og bjór- drykkju." HJÓ „Við höfum verið að undirbúa þennan klúbb í á þriðja ár,“ sagði Anton Örn. „Með þessa hugmynd hefur verið farið nánast eins og „mannsmorð“ og við höfum reynt að láta sem fæsta vita af því að hann væri í undirbúningi. Er við vorum komnir það vel áleiðis í und- irbúningi að við gætum farið að kynna hann, vegna áskrifenda- söfnunar, var ákveðið að senda fé- lögum Bókaklúbbs AB litprentaðan bækling til kynningar. Ætlun okkar var að vinna þetta síðan upp í rólegheitum eins og gert var með fyrri klúbbinn. En er við sáum auglýsingu frá Veröld um svipaðan klúbb, þá var ákveðið að einskorða sig ekki vð hina 16 til 17 þúsund félaga í Bókaklúbbi AB heldur senda bæklinginn á hvert heimili á landinu. Við höfum þegar fengið mjög góðar undirtektir og þótt bæklingurinn hafi ekki farið út fyrr en í fyrradag, hafa þegar um 2.500 manns gerst félagar, fólk á öllum aldri, karlar og konur. Þess- ar móttökur eru mun betri en við gerðum okkur vonir um. En spurningunni um það, hvort tilviljun ráði því að klúbbarnir hefja göngu sína nær samtímis, get ég ekki svarað. Ég get þó sagt að mér fannst á fyrstu auglýsingum Veraldar að þar væri verið að aug- lýsa eitthvað, sem ekki var tilbúið. Mér finnst það fyrst og fremst sorglegt, að tveir klúbbar skuli berjast um þennan markað, því nóg er af efni til að taka fyrir í bóka- klúbb, hver ætlar til dæmis að gefa út bækur um tómstundaáhugamál fólks?“ spurði Anton Örn að lokum. „Við erum að fá úr vinnslu fyrstu bækur klúbbsins, sem sýnir að hér er ekki verið að gera neitt í skynd- ingu, enda er ár síðan undirbúning- ur hófst, þetta var í rauninn ákveðið þegar um það leyti, sem Veröld var hleypt af stokkunum,“ sagði Jón Karlsson, er málið var borið undir hann. „Það er út í hött að við höfum hlaupið til eftir að AB fór af stað, og ég get nefnt sem dæmi að farið var að vinna auglýs- ingar fyrir mörgum mánuðum. Svona verður ekki gert á einni nóttu, hér er mikill undirbúningur að baki. Fyrstu bækurnar munu berast klúbbfélögum í næstu viku og fyrsta fréttabréfið er væntan- legt eftir um það bil mánuð. Undir- tektir hafa þegar verið mjög góðar, ekki síst eftir birtingu heilsíðuaug- lýsingarinnar í Morgunblaðinu, en ég hef enn sem komið er ekki fjölda félaga. Það er þó ljóst, að það bókaupplag, sem við höfðum í huga, dugar ekki, og því er nú þeg- ar búið að gera ráðstafanir til að bæta úr því,“ sagði Jón. „Það er tilviljun að þetta gerist á sama tíma, og vissulega verður úr þessu einskonar stríð, því auðvitað gerir hver sem betur getur, það er ekki nema eðlilegt," sagði Jón að lokum. ZL-T^ MIKLABRAUT i>r l?rl\ IANDSBANKINN OPNAR I DAG AFGREIÐSHJ AÐ HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK Öll bankaþjónusta verður veitt, innlend sem erlend. Það er von bankans, að þessi afgreiðsla geti verið til mikils hagræðis fyrir fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga á Ártúnshöfða og nágrenni. Veriö velkomin í viðskipti LAND SRANKINN Banki allra /andsmatma Höfðabakka 9,110 Reykjavík Sími 687822.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.