Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Sveyk í yfirheyrslu í aðalstöAvura Gestapó. \túi m í WWH&C fl. mjmum Mk 8 Góði dátinn í Þjóðleikhúsinu - eftir Hafliða Arngrímsson Eftir tveggja mánaða æfingar á ieikritinu „Sveyk í síðari heims- styrjöldinni" er komið að frumsýn- ingu. Hún verður föstudaginn 10. febrúar. Ýmsar lausnir hafa verið reyndar allt fram á síðustu daga. Hver hreyfing þaulhugsuð; engu ofaukið. Lokaæfing var í gær og leikarar fengu fyrstu viðbrögð áhorfenda. Nokkrir leikhúsgagn- rýnendur voru þar á ferli. Á frum- sýningu í kvöld verða þeir vonandi einnig á sveimi, jákvteðir innanum prúðbúna frumsýningargesti í ilm- andi andrúmslofti. Allir bíða spenntir. Klukkan er 10 að morgni þeg- ar við staulumst upp tröppur leikhússins í fljúgandi hálku. Komumst klakklaust inn sæmi- lega heil en ögn aum í marblett- um gærdagsins. Við komum í annan heim. Mætum glæsilegum og skrautlegum nasistum í full- um skrúða og menn grínast með nasistakveðjuna, svo óhugnanleg sem hún nú er. Við lítum undan. Æfing hefst eftir fáar mínútur. Tónlistin Hljómsveitin hitar sig upp. Hjálmar H. Ragnarsson stendur yfir þeim. Þótt hann hafi áður starfað í leikhúsi hefur hann aldrei fyrr haft heila hljómsveit- argryfju til umráða. Við sjáum hann brosa breitt. í þetta sinn stjórnar hann ekki eigin tónlist. Hún er eftir Hans Eisler. Eisler er afar hátt metinn f heimalandi sfnu, Austur-Þýskalandi, en er lítt þekktur annars staðar nema fyrir samtarfið með Bertolt Brecht. Hann fæddist í Leipzig 1898 og var einn uppáhaldsnem- enda Arnold Schönbergs. Eisler kynntist Brecht 1925 og vann heil ósköp með honum. Á stríðs- árunum dvaldi hann í Banda- ríkjunum og kenndi þar við ýmsa háskóla, en hann var tek- inn fastur 1947 og sakaður um óameríska hegðun. Eftir alþjóð- leg mótmæli listamanna (m.a. Brecht, Chaplin, Picasso, Strav- insky) fékk Eisler leyfi til að yf- irgefa Bandaríkin og flutti til Vínarborgar og síðan til Berlín- ar, þar sem hann lést 1962. Aðvörun Brechts Þórhildur leikstjóri er sest við Ieikstjórapúltið og við sjáum okkur færi á að spyrja hana um boðskap verksins. Við setjum upp gáfulegan svip um leið og við spyrjum. „Sveyk er eins kon- ar andlegur terroristi, sem tekst að stöðva algerlega taugaveikl- aða maskínu nasistanna. Hvað getur „einfaldur lftill maður" í samféiagi, sem byggist upp á heimsku og óréttvísi? Á tímum þegar menn halda að „hinn litli maður" geti engu breytt er af- skaplega mikilvægt að menn átti sig á því að hann getur jú sitt af hverju. Þetta gildir fyrir hvern og einn — okkur öll í dag. Brecht varar við fasisma f allri sinni mynd og vill sýna okkur að „lítill maður" getur veitt andspyrnu og náð árangri." Leiksýning Við horfum á frá upphafi til enda. öll atriðin í réttri röð og sjáum heilsteypta leiksýningu; sjáum hvernig allt kemur heim og saman. Hlustum á tónlist Eislers. Hún er sérkennilega fal- leg og við finnum jafnvel gleðina og fjörið en um leið sorgina. Og svo sannarlega skemmtum við okkur og skemmtunin er einmitt það, sem Brecht krafðist af leikhúsinu. Við þökkum fyrir að fá að fylgjast með mikilli vinnu und- anfarnar vikur og hverfum heim. Söngur Kópetsku veit- ingakonu fylgir okkur út í Reykjavíkurhálkuna og við óskum Sveyk góðs gengis á fjöl- um Þjóðleikhússins; En tímarnir breytast og ráðin og rökin sem risarnir beita þau enda sitt skeið, í blóðugum hanaslag treysta þeir tökin, en tímamir breytast og völdin um leið. Frú Kopetska veitingakona syngur —• Þóra Friðriksdóttir. ....Samkvæmt úrskurði opinberrar nefndar er ég löggiltur „ .. • Það getur ekki hvaða auli sem er komið í staðinn fyrir fáviti ..." Hitler kallinn ..." Brettsnæder Gestapómaður — Baldvin Halldórsson, Sveyk — Bessi Bjarnason. „... Nú líður talnaröðin okkur aldrei fraraar úr minni ... Þetta er hlægilega einfalt ... “ Sveyk — Bessi Bjarnason, þýzkur hermaður — Randver Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.