Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 27 IÐNAÐARRAÐHERRA hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur á raforku til upphitunar íbúðarhús- næðis frá og með 1. febrúar sl., og segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu að samkvæmt þessu aukist niður- greiðslur hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins og Orkubúi Vestfjarða á taxta C1 úr 0,48 kr./kWh í 0,53 kr./kWh, eða um rúmlega 10%. Þannig lækkar t.d. niðurgreitt orkugjald hjá Raf- magnsveitum ríkisins úr 0,71 kr./kWh í 0,66 kr./kWh. Aðrir niðurgreiddir gjaldskrár- liðir hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða sem og Rafveitu Reyðarfjarðar lækka til- svarandi. í fréttinni segir einnig að frá og með 1. apríl nk. muni Rafmagns- veitur ríkisins taka upp nýjan taxta, svokallaðan sumartaxta, sem ætlaður er fyrir meiriháttar véla- og iðnaðarnotkun á tímabil- inu 1. apríl til 31. október, sam- kvæmt sérsamningi. Taxti þessi sé verulega hagstæður þeim sem nýtt geta sér sumarorku. „í október 1983 skipaði iðnaðar- ráðherra nefnd til að gera tillögur um verkefni, sem miði að orku- sparnaði við upphitun húsnæðis. Nú er á lokastigi undirbúningur undir framkvæmdir á sviði ein- angrunar íbúðarhúsa og verður í fyrsta áfanga lögð áhersla á að ná til þeirra húsa sem liggja á svæð- Karlsefni seldi fyrir 6,7 milljónir KARLSEFNI RE seldi í gær 260,3 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildarverð var 6.756.200 krónur, meðalverð 25,96. INNLENT Kólnar í dag hlýnar í nótt í DAG er búizt við allhvassri suð- reiknað með þvi að hitastig fari vestanátt með skúrum eða slyddu- niður fyrir frostmark. I nótt mun éljum og kólnandi veðri. Þó er ekki svo hlýna aftur með sunnanátt. Borgarstarfsmenn unnu kappsamlega að því í gær að hreinsa stífluð niðurfbll. Morgunblaðið/RAX. 10% lækkun á raf- magni til íbúða- upphitunar — RARÍK fær að taka upp sumartaxta IÖnnemasamband íslands: Stuðningur við verkfalls- aðgerðir í Álverinu í fréttatjlkynningu sem Iðnnema- samband íslands hefur sent frá sér er lýst yfir eindregnum stuðningi viö verkfallsaðgerðir og kjarabaráttu starfsmanna Álversins í Straumsvík. Enfremur lýsir Iðnnemasam- bandið yfir furðu sinni á ummæl- um iðnaðarráðherra varðandi þessi mál svo og skrifum í ýmsum dagblöðum um málið. Þá bendir Iðnnemasambandið öllu launa- fólki á þörfina á samstöðu, „þar sem stjórnvöld hafa skert lífskjör- in meira en dæmi eru um, og finnst varla hliðstæða á öðrum eins kjaraskerðingum í hinum vestræna heirni," segir í fréttatil- kynningunni. Könnun Kjararannsóknanefndar: Meðalvinnulaun á bilinu Bíóhöllin: Rúmar 100.000 lestir af loðnu komnar á land um með hátt orkuverð og hafa óeðlilega mikla orkunotkun. Gef- inn verður kostur á tæknilegri að- stoð við að meta þörf og hag- kvæmni mismunandi endurbóta og til framkvæmda verða síðan veitt hagstæð lán, sem nema allt að 80% af kostnaði við hagkvæm- ar endurbætur," segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Laugarásbíó: Frumsýnir mynd- ina „Looker“ LAUOARÁSBÍÓ í Reykjavfk frumsýnir um þessar mundir kvikmyndina „Looker**. í frétt frá kvikmyndahúsinu um myndina segir svo meðal annars: „Larry Roberts er einn færasti skapnaðar- eða lýtalæknir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hann fær meðal annars það verkefni að „lag- færa“ andlit nokkurra fagurra stúlkna, sem eru mjög eftirsóttar í sjónvarpsauglýsingar. Þær kom til hans með „lista" yfir það, sem við- skiptafyrirtæki þeirra telja ábóta- vant. En svo einkennilega bregður við, að þrjár stúlknanna bíða bana á skömmum tíma. Ein þeirra klessuk- eyrir bíl sinn á hraðbraut, en hinar tvær kasta sér fram af svölum á íbúðum sínum og þarf þá ekki um sár að binda." Á miðvikudag tilkynntu eftir- talin 22 skip um afla til Loðnu- nefndar, samtals 13.740 lestir: Is- leifur VE, 650, Huginn VE, 580, Súlan EA, 750, Albert GK, 530, Sighvatur Bjarnason VE, 670, Jón Kjartansson SU, 900, Óskar Hall- dórsson RE, 400, Bjarni ólafsson AK, 1.000, Jöfur KE, 450, Fífill röst ÁR, 600, Grindvíkingur GK, 1.000, Þórshamar GK, 550, Dag- fari ÞH, 520, Skírnir AK, 430, Örn KE, 500, Erling KE, 420, Víkingur AK, 1.100, Jón Finnsson RE, 600 og Helga II RE, 530 lestir. Til klukkan 17 í gær höfðu eftir- talin fimm skip tilkynnt Loðnu- nefnd um afla, samtals 4.150 lest- ir: Hákon ÞH, 600, Eldborg HF, 1.220, Gísli Árni RE, 540, Sigurður RE, 1.200 og Gullberg VE, 590 lestir. — löndun hafin á Vestfjörðum ENN SIGLA skipin hvert af öðru með fullfermi af miðunum og er þróarrými nú orðið af mjög skornum skammti. Nokkuð þróarrými er þó á Austfjarð- ahöfnum og tvö skip hafa gripið til þess ráðs að halda til Patreksfjarðar með afla sinn. Fjögur skip hafa fyllt kvóta sinn, Hrafn GK, Albert GK, Hákon ÞH og Gísli Árni RE, en nokkur skip munu vera í síðasta túr. Nú er liðin rétt rúm vika síðan loðnuveiðar hófust eftir áramótin og eru komnar rúmlega 100.000 lestir á land, sem er líklega meira en nokkru sinni síðan veiðar hófust í upphafi. Til viðbótar þeim skipum, sem sagt var frá í blaðinu í fyrradag, bættust eftirfarandi við á þriðju- dag: Hilmir II SU, 530, Bergur VE, 500, Heymaey VE, 500, Rauðsey AK, 580 og Skarðsvík SH, 590 lest- ir. GK, 630, Keflvíkingur KE, 450 og Þórður Jónasson EA, 480, Húna- 15.088 til 37.622 krónur Frumsýnir myndina Cujo Meðalvinnulaun í þeim 14 félög- um sem könnun kjararannsókna- nefndar, sem birt var á þriðjudag, náði til, það er dagvinnulaun að meðtaldri yfirvinnu, eru á bilinu 15.088 upp í 37.622 krónur. Launin eru lægst hjá Sóknarkonum og hæst hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Er það í samræmi við meðaltalstekj- ur fyrir dagvinnu sem einnig voru hæstar og lægstar hjá meðlimum þessara félaga, 12.448 hjá Sóknar- konum og 21.694 hjá verkalýðsfélagi Vestmannaeyja. Þess ber að geta að síldarvertíð stóð yfir í Eyjum þegar könnunin fór fram. Meðaltekjur annarra félaga í rannsókninni eru (dagvinnulaun innan sviga): Framsókn Rvík 15.671 (14.016), Dagsbrún Rvík 22.228 (15.953), Iðja Rvík 17.649 (15.144), Starfsfólk í veitingahús- um 20.870 (13.699), VR 23.735 (21.063), Baldur ísafirði 21.167 (16.222), Eining Akureyri 17.652 (14.320), Iðja Akureyri 18.208 (14.392), Verslunarfélag Akureyr- ar 21.243 (16.941), Verkalýðsfélag Norðfjarðar 23.928 (15.411), Rang- æingur Hellu 20.976 (13.683), Snót Vestm. 23.651 (16.483). Ef meðaltal er tekið af öllu úr- takinu er niðurstaðan sú að með- altekjur í þessum félögum eru 21.123, en meðaldagvinnutekjur 16.854. KVIKMYNDAHÚSIÐ Bíóhöllin í Reykjavík frumsýnir þessa dagana kvikmyndina „Cujo“. Cujo er gerð eftir samnefndri bók sem hinn vel þekkti og frægi höfundur Stephen King samdi, en Cujo er einmitt best selda bók höf- undarins til þessa. Aðalhlutverk eru í höndum Dee Wallace (vel þekkt úr myndinni E.T.), Daniel Hugh-Kelly og Christopher Stone. Leikstjóri er Lewis Teague. Flestallar bækur Stephens King hafa verið kvikmyndaðar, m.a. The Shining, og fyrir utan Cujo eru næstu myndir í sjónmáli Christine, The Dead Zone og Fire- starter. Hið fræga skemmtirit Variety segir: Cujo er spennumynd í sér- flokki. Mynd fyrir þá sem unna góðum og vel gerðum spennu- myndum, segir í frétt, sem Morg- unblaðinu hefur borist. GÓÐUR - ÓDÝR - LIPUR - SÆLL AFBRAGÐ Opnum kl. 11.30 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Flæskesteg Rifjasteik að dönskum hætti ARNARHÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin O > É 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.