Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 18
ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Svipmyndir ár borginni Eftir Ólaf Ormsson „Elskan mfn, sendu mér bíl að stóru snjóhúsi í neðra Breiðholti" Kuldalegt er um þetta leyti árs við tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Miðvikudagseft- irmiödag i upphafi mánaðarins var öll tjörnin næstum frosin, en endurnar hímdu í vökinni ekki fjarri Iðnó og höfðu sýnilega ekki annað fyrir stafni en að fylgjast með miðasölunni hjá leikfélaginu. Nokkrir brauðmol- ar voru á floti í vökinni og endurnar litu ekki við þeim, þær voru greinilega saddar og vel á sig komnar og undu hag sínum vel miðað við mannfólkið sem var á leið um Vonarstræti, úlpu- klætt eða í margs konar kulda- flíkum og horfði þungbúið til jarðar, enda var kominn skaf- renningur í borginni og ofanbyl- ur. Alþingi hafði komið saman til fundar klukkan tvö og tveir alþingismenn, hávaxnir og vel í holdum, brugðu á leik á bíla- stæði alþingis, hnoðuðu snjób- olta og köstuðu hvor í annan um stund uns þeir gengu brosandi inn Templarasund fram hjá lík- fylgd sem kom frá Dómkirkj- unni. Þegar líkfylgdin var horfin úr Templarasundi, skaust kunn- ur fasteignasali út um dyr á húsi við Kirkjustræti, nýkominn úr snyrtingu hjá hárskera, klæddur í dökkblá, teinótt spariföt, í hvítri skyru og með svarta slaufu og í lakkskóm eins og vera ber í fljúgandi hálkunni og heils- aði fólki á gangstéttum með til- þrifum. Hann var með þunga svarta stresstösku í hendi og gekk rakleitt að bifreið við Templarasund, með þykkan, stóran vindil í munni, púaði ákaft og var að mestu hulinn vindlareyk. Áður en hann settist undir stýri kom hann auga á kunningja sem var á gangi ekki langt frá Alþingishúsinu og fast- eignasalinn kallaði til hans í skafrenningi sem fór vaxandi: — Nú þykir mér snjóa vinur minn og nú er ráð að skoða eign- ir og gera tilboð. Aldrei betra en í svona góðu veðri. Það eru allir heima vinur minn og mikil hreyfing á fólki og bara þokka- leg sala, maður, bara þokkaleg sala. Fasteignasalinn kastaði stresstöskunni í aftursæti bif- reiðarinnar, fleygði vindil- stubbnum yfir í garð Alþingis- hússins, teygði sig eftir þunnum ljósum regnfrakka í framsæti bifreiðarinnar og var rétt dott- inn í hálkunni á lakkskónum þegar hann gekk aftur fyrir bíl- inn og strauk honum hátt og lágt. Ég sá á eftir bifreið fasteignasaians yfir að Iðnað- arbankanum í Lækjargötu þar sem ég tel víst að hann hafi lagt inn á reikning töluverða upp- hæð. Það er bjartsýni ríkjandi í fasteignasölu og þessi kúgaða stétt sem lengi hefur lapið dauð- ann úr skel hefur loksins látið verða af því að stofna félag til að gæta hagsmuna sinna. í porti Miðbæjarbarnaskólans voru töluverð ærsl og læti þenn- an miðvikudagseftirmiðdag í upphafi mánaðarins. Nokkrir ungir drengir grýttu snjóboltum í allar áttir, aðallega þó að skól- anum og sennilega eru þeir haldnir námsleiða, enda ólíkt skemmtilegra að leika sér í snjónum en að rýna í námsbæk- ur inni í skólastofu hjá kennur- um sem eru misjafnlega skemmtilegir. Innarlega við Hverfisgötu var allt með ró og spekt. Einstaka maður leit í sýn- ingarglugga Regnbogans og svo- lítil ös var í fornbókaverslun við götuna. Þar voru konur og karlar að handfjatla gamlar bækur og nýjar og spá í verð og innihald. Fornbókasalinn sem er með skemmtilegri mönnum í borg- inni og hefur sérstakt lag á að fá viðskiptavini til að koma auga á húmorinn í tilverunni, sagði brandara við góðar undirtektir tveggja miðaldra skálda, sem þáðu neftóbakskorn hjá honum og hnerruðu síðan þessi ósköp. Ánægjulegustu dagana kvað fornbókasalinn vera laugardags- eftirmiðdaga, þá færi hann í sín bestu föt, ljósgráan smóking, hvíta skyrtu og setti upp dökk- rauða slaufu og síðan bankaði hann uppá hjá rosknu kvenfólki sem vildi stundum selja heilu bókasöfnin. Eru það einkum ekkjur og fráskildar konur og er þá boðið upp á sérríglas í stofu og huggulegheit — eins og vera ber. Það kyngir niður snjó í borg- inni svo til daglega nú í febrú- armánuði. Snjóruðningstæki hafa ekki iengur undan að hreinsa götur og gangstíga. Fjölda einkabíla hefur verið lagt og eigendur breiða yfir suma stórar ábreiður, líkt og yfir heysátur og reikna ekki með að geta vitjað þeirra næstu vikur. í ófærð eins og þeirri sem verið hefur í borginni undanfarið er mikill fjörkippur í leigubifreiða- akstri og um daginn var hringt á eina stöðina og hás rödd í síman- um stundi upp erindinu: — Elskan mín! Sendu mér bíl að stóru snjóhúsi í Neðra Breið- holti. Við erum hér sex manna fjölskylda í einbýlishúsi og að- eins skorsteinninn stendur upp- úr. Bíllinn minn er einhvers staðar hér á lóðinni hulinn snjó og ég kem bara alls ekki auga á hann. Er það stjórnarandstaðan sem stendur fyrir þessum and- skota eða hvað? Ég bara spyr. Ég trúi öllu upp á það lið eins og það getur nú látið. Kostnaður við snjómokstur í borginni síðan um áramót er nú kominn yfir tíu milljónir og er líklega meiri en dæmi eru til fyrr og síðar. Haldi áfram að snjóa og geri t.d. mikinn skaf- renning, þá er til á borði gatna- málastjóra eins konar neyðar- áætlun þar sem gert er ráð fyrir að aðeins verði reynt að halda opnum strætisvagnaleiðum í borginni. Vonandi kemur ekki til þess að allt snjói meira eða minna í kaf, ástandið er líka nógu slæmt nú þegar. Til eru þeir sem hafa bara gaman af öllu, t.d. krakkarnir í borginni, sem hlaða volduga snjókarla og snjóhús og láta sig jafnvel dreyma um enn meiri snjó. ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - AD BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AD BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA • Hvarf bandarísku gervihnattanna: Trygginga- félög borga brúsann London, 8. feb. AP. TRYGGINGAAÐILAR í London munu bera mcstan kostnað af því aö tveir bandarískir gervihnettir töpuð- ust í ferð geimferjunnar Challenger. Samtals munu þeir þurfa að greiða 70 milljónir dollara, eða rúma 2 milljarða ísl. króna. Talsmaður Lloyd’s sagði að áður en gervihnettir yrðu tryggðir á ný yrðu iðgjöld hækkuð verulega. Hann neitaði að nefna tölur í því sambandi, og sagði að upphæðin réðist af því hvaða ráðstafanir yrðu gerðar til að hindra að sams konar atburður endurtæki sig. West Star Vl-gervihnötturinn, sem tapaðist á föstudag, var tryggður fyrir 105 milljónir doll- ara, og Palapa B2, sem tapaðist á mánudag, var tryggður fyrir 75 milljónir dollara. Lloyd’s borgar mest, en hefur síðan endurtryggt gervihnettina hjá nokkrum trygg- ingafélögum í Bandaríkjunum og Evrópu, svo skaðinn dreifist víða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.