Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 9 ddd^D Umsjónarmaður Gísli Jónsson í gömlu trúarriti, sem sr. Þorvaldur Bjarnarson (1840— 1906) lét prenta í Kaupmanna- höfn 1878 undir heitinu Leifar fornra kristinna fræða íslenskra, segir m.a.: „Heilagir guð- spjallamenn og allt heilagt hýski guðs biði (=biðji) og bæni fyrir mér.“ Orðið hýski, sem þarna kem- ur fyrir í allt annað en vondri merkingu, breyttist síðar í hyski (stytting á undan tveim- ur samhljóðum) og merking þess er einnig svo niðrandi að það er varla lengur nothæft í merkingunni skyldulið. Ég verð þó að játa að mig klæjar oft í fingurna að nota það í stað orðsins fjölskylda, sem mér þykir fremur leiðinlegt, einkum þegar ég skrifa utan á jólakort eða þvílíkt. Þetta rifjast upp, þegar ég fæ svo snöfurlegt upphaf bréfs frá margnefndum Ágústi Karlssyni í Vestmannaeyjum, sem hér segir: „Árs og friðar óska ég þér og þínu hyski, en þú nefndir það við okkur einhverju sinni í gamla daga, að ef við ættum einhvern tíma eftir að senda þér og fjölskyldu þinni t.d. jólakveðju, þá kynnir þú því vel, ef utanáskriftin yrði Gísli Jónsson og hyski, o.s.frv." Að orðinu hyski skal nú hyggja nánar. f Lexicon Poet- icum er það gefið með löngu hljóði eins og í fyrri tilvitnun, hýski, og þýtt á dönsku: hus- stand, familie (forældre + börn). Dæmi eru tekin, þar sem orðið kemur fyrir í kenn- ingum hjá Valgarði á Velli og í Harðarsögu. Mannlegt samfé- lag er t.d. kallað hýski hjör- runna. Mér skilst að hjörrunn- ur sér á parti sé maður. Á uppruna orðsins Ieikur enginn vafi. Það er náskylt orðum eins og hjón, hjú og fyrra hluta orðsins hýbýli (hí- býli), enda felur það ekki að- eins í sér hjón og börn, heldur stundum heimilisfólkið allt. Mér skilst líka að orðið sé fjar- skylt heimili og híð(i) = vistar- vera bjarndýrs. , Orðið kemur fyrir í mörgum skyldum málum, fornum og nýjum, t.d. hyske í norskum mállýskum og bæði hljóðverpt og óhljóðverpt í færeysku: hýski, húski; í gamalli ensku hiwisc. Frumgermanska mynd- in er talin hafa verið hiwiskja. Hyski fær ekki niðrandi merkingu fyrr en tiltölulega seint, ég veit hvorki hvenær né hvers vegna. f Blöndalsorða- bók er sú merking aukamerk- ing („illþýði"), þýtt á dönsku með Pak og Slæng. Aðalmerk- ing orðsins samkvæmt Blöndal er fjölskylda, heimilisfólk. Þá er þess getið að stundum sé það einnig haft um húsdýr, t.d. geitur og vitnað í Ármann á al- þingi: „Það fer og best að hafa hiski (svo skrifað) þetta í kulda.“ Duttlungar málsins eru vandskýrðir, en mikið skelfing væri nú gaman, ef hægt væri að þvo niðrunarmerkinguna af hyskinu svo ekki þyrfti að þrástagast og þrautklifa á orð- inu fjölskylda. En þar held ég að þrautin verði þyngri. Tryggvi Magnússon orti til þess að svala rímleikni sinni og gáska: Sódómbikur sat við disk, saup á wisky fínu. At þi biskup úldinn fisk einn með hyski sínu. En nú kemur miklu meira vandamál. Ágúst Karlsson heldur svo áfram í bréfi sínu: „í upphafi árs líta menn gjarnan til baka yfir liðið ár, og vega og meta gengna tíð og viðburði. Eg ætla því að koma mér beint að efninu, en það er: hvenær á að segja „í fyrra"? Mig minnir að þú hafir ein- hvern tíma fjallað um þetta efni í þínum ágæta þætti, var það kannski í fyrra? Erlingur Sigurðarson, sam- kennari þinn við M.A. og fyrr- verandi bekkjarbróðir minn minntist á þetta nokkrum orð- um 1 þætti sínum „Daglegu máli“ í útvarpinu 2. janúar sl. Ég er ósammála honum að því leyti, að það þurfi að vera langt liðið fram á næsta ár, áður en hann færi að segja „í fyrra" um atburði fyrra árs. Eg vil, og held því fram að rökrétt sé, að farið sé að tala um „í fyrra" um leið og árið er liðið. Því tala ég um jólin 1983 sem Jólin í fyrra“, en jólin 1982 sem Jólin í hittifyrra (hitteðfyrra)". Þar sem við hjónin erum á öndverðum meiði um þetta 230. þáttur mál, sagði kona mín: „Skrifaðu honum Gísla vini þínum og fáðu hans álit.“ Hefi ég hér með orðið við þeirri áskorun og vænti góðs og skilmerkilegs svars frá þér.“ Nú versnar í því. Ég man hreinlega ekki hvort ég hef fjallað um þetta vandamál „í fyrra“, en oft hef ég leitt hug- ann að því. Ég er hræddur um að Ágúst fái ekki frá mér gott og skilmerkilegt svar, hvað þá úrskurð eða útskurð eins og konan heimtaði af lækninum á sínum tíma. Ég hef reyndar engin haldbær rök, en ég hef sömu máltilfinningu og Jens- ína Guðjónsdóttir og Erlingur. Mér þykir sem jólin 1983 séu, í janúar 1984, ekki komin í svo mikla fjarlægð að ég segi jólin „í fyrra" um þau. Ég segi held ég bara „um jólin" eða „á jól- unum“, og ef þarf að taka af öll tvímæli, „á síðustu" eða „síð- astliðnum jólum“. Ég las nokkrar góðar bækur á jólun- um, og ef ég bætti við í fyrra, þá væri ég farinn að eiga við jólin 1982. En hvar mörkin liggja nákvæmlega, því get ég ekki komið skammlaust til skila. Að lokum spyr Ágúst Karlsson: „Hvort er réttara Vestmanneyingur eða Vest- mannaeyingur?" Óbeint hef ég svarað þessari spurningu með því að skrifa sjálfur Vest- mannaeyingur. A-hljóðið þarna hverfur þó í framburði. Málfræðilega skiptir ekki öllu hvort við samsetjum af stofni eða eignarfalli. Það er oft smekksatriði. Sögulega mun rétt að hafa a-ið þarna með, en framburðarins vegna finnst mér fullkomlega afsakanlegt að fella það niður til þess að forðast hljóðgap milli tveggja sérhljóða (hyatus). Það er ein- hvern veginn mýkra eða renni- legra að segja og skrifa Vest- manneyingur. Ég er vís til þess að hætta að skrifa Vestmanna- eyingur. Hins vegar væri ég mjög tregur að sleppa a-inu úr Vestmannaeyjar. Svona getur maður verið skrýtinn. Að lokum gleðifrétt: í há- degisútvarpi 31. janúar voru hvað eftir annað í fréttum not- uð orðin krítarkort og krítar- kortaviðskipti. Þökk sé Einari Erni Stefánssyni. «S«S«S«2«5+5*5»5>5)5»5»5»5*5»5*5»5»5>5»5»5»5)5»5»5»5»5»5»5»5>5»5»5»5>5»5»5>5»5»5»5>5»5*5»5»5»5*5*5>5)5)5)5)5»5)5»5»5)íiH ! OCQQQ íbúö er OCQQQ I | öryggi ^0900 | Opiö frá 13—15 í dag VANTAR VANTAR VANTAR Vegna ótrúlegrar sölu undanfarið vant'ar allar gerðir eigna á söluskrá. Við höfum ákveðna kaupendur að eftirtöldum fasteignum: 1. Stóru einbýlishúsi i Reykjavík. 2. Raöhúsi við Hvassaleiti eöa nágrenni. 3. Tveimur íbúðum í sama húsi í Kópa- vogi. 4. Sérhæöum í Austurbæ, Heimum, Vogum og Háaleiti. 5. 6. 4ra herb. Vesturbær, Lækir. 3ja herb. á Seltjarnarnesi og í Breið- holti. 2ja herb. alls staöar í borginni. Söluturni á góöum staö. 26933 Eigna markaðurinn Hafnarstræti 20. simi 26933 (Nyia husinu viö Lækjartorg) *£*£»3 fjón Magnusson hdl. FASTEIGIM AIVIIÐ LUIM Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarinnar 6. hæð. SWum. Quöm. 0*M Agú.t.a 7(214. Lðgm. Hat.tMnn Mdvmuon hrl. 2ja herb. ÁSBRAUT. Ca. 50 fm á 2. hæð. Útb. Ca. 750 þús. MÁVAHLÍÐ. Ca. 70 fm jaröh. Nýstands. Sérinng. 3ja herb. ORRAHÓLAR. 96 fm á 2. hæö. Góö íbúö. HRAUNBÆR. 90 fm á 2. hæö. Góö íbúó. HVERFISGATA RIS. Ca 80 fm. Útb. ca. 550 þús. 4ra herb. LYNGMÓAR. Ca. 100 fm á 2. hæö. Innb. bílskúr. Ákv. sala. ÁLFTAHÓLAR. 120 fm á 5 hæð. Lyfta. Bílskúr. SELJABRAUT. Falleg íb. á 1V4 hæö. Bílskýli. Ákv. sala. HRINGBRAUT HF. 90 fm rúmgóð risíb. Mikiö útsýni. RAÐHÚS - VÖLVUFELL. 147 fm á einni hæö. Bilskúr. Faliegt hús. Ákv. sala. STORITEIGUR MOSF. 140 fm á einni hæö ásamt 70 fm kjallara. Bílskúr 35 fm. Ákv. sala. Höfum kaupendur að eftirtöldum eignum: Einbýlishúsi á Seltjarnarnesi á einni hæö meö stór- um bílskúr í skiptum fyrir nýlega sérhæð í vesturbæ. Raðhúsi, í Lækjum / Teigum í skiptum fyrir sérhæö í vesturbæ. Einbýlishúsi á Stórageröissvæðinu fyrir fjársterkan kaupanda. Raðhúsi á byggingarstigi í Garðabæ. Raöhúsi í nýja miðbænum, t.d. Neöstaleiti, fyrir fjár- sterkan kaupanda. opið 1-5 séreign, Baldursgötu 12, sími 29077 - 29736. SIMAR 21150-21370 SOIUSTJ LARUS Þ VALDIMARS 10GM JOH ÞOROARSON HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: 3ja herb. íbúðir við: Barmahlíö, rishæö um 70 fm. Sérhiti. Rúmgóö. 4 kvistir. Hraunbæ, 3. hæö um 85 fm. Rúmgóö herb. Útsýni. Sörlaskjól, um 80 fm í kj. Eldhús endurbætt. Mjög góö samþykkt. Hraunbæ. 2. hæö um 85 fm. Parket, teppi. Góö sameign. 2ja herb. íbúðir viö: Kríuhóla, 4. hæö um 65 fm í háhýsi. Ljós haröviöur. Rúmgóö. Kleppsveg, 1. hæö um 65 fm. Suöursvalir. Danfoss-kerfi. Góö sameign. Drápuhlíö, í kj. um 75 fm. Samþykkt stór og góð. Sérhiti. Sérinng. Grundarstíg, rishæö um 40 fm. Nokkuö endurnýjuö. Verö aöeins kr. 900 þús. 4ra herb. íbúðir við: Vesturberg, 3. hæö um 100 fm. Mjög góö í enda. Haröviöur, teppi. Drápuhlíö, 1. hæö um 110 fm. Ný eldhúsinnr. Allt sér. Barónsstíg, 2. hæö um 110 fm. Sérhiti. Nýleg eldhúsinnr. Skuldlaus. Álfhólsveg Kóp., jaörhæö um 100 fm. Sérinng. Sérhiti. Sérþvottahús. Nýlegt steinhús í Kópavogi hæö um 130 fm. Kjallari um 30 fm. Á lóöinni er sérhús meö 2ja—3ja herb. íbúö. Ræktuó lóö. Húsió er á útsýnisstaö viö Reynihvamm. Nýtt og glæsilegt timburhús um 100x3 fm viö Jórusel. Ekki fullgert en íbúöarhæft. Ýmiskonar eigna- skipti. Lítið einbýli í Mosfellssveit nýtt og gott steinhús á úrvalsstaó með 3ja herb. ibúö. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Þurfum að útvega m.a.: Húseign meö 2 ibúóum í borginni. 3ja—4ra herb. íbúöir í Árbæjarhverfi. 2ja—3ja herb. íbúö á 1. hæö í vesturborginni. Einbýlishús í Garöabæ. Húseign á úrvalsstaö í borginni. Útb. kr. 3—5 millj. fyrir rétta eign. Margskonar eignaakipti. Opið í dag laugardag kl. 1—5. Lokaö á morgun sunnudag. AIMENNA FASTEIGNASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.