Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Naumur sigur ÍS ÍS vann Grindavík 75:74 í 1. deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Dómara- námskeið DÓMARANÁMSKEIÐ veröur haldið í nýja-fimleikastiga drengja fyrir dómara og þjólf- ara í íþróttahúsi Ármanns í dag laugardaginn 11. febrúar kl.13.00. Nánari upplýsingar gefur Þórir Kjartansson, form. tækninefndar karla. Bikarmót BIKARMÓT SKI fer fram é Siglu- firði í dag og á morgun. Keppt verður við iþróttamiðstöðina að Hóli. Dagskrá: Laugardagur 11. febr. Ganga kl. 13.00. 16— 18 ára stúlkur, 3,5 km. Konur 19 ára og eldri, 5 km. 17— 19 ára piltar, 10 km. Karlar 20 ára og eldri, 15 km. 13—14 ára drengir, 5 km. 15—16 ára drengir, 7,5 km. 13—15 ára stúlkur, 2,5 km. Sunnudagur 12. febr. Stökk kl. 11.00 13—14 ára, 15—16 ára, 17—19 ára og 20 ára og eldri. Innanhúss- mót í Vest- mannaeyjum INNANHÚSSMÓT í knatt- spyrnu verður haldiö í íþrótta- húsinu í Vestmannaeyjum í dag og hefst kl. 13.20. Fimm liö taka þátt í mótinu: Bæöi heimaliöin, Þór og Týr, svo og ÍA, KR og lið netamanna í Eyj- um, sigurvegari í firmakeppni sem nýlega fór fram. Hermannsmótió í alpagreinum HERMANNSMÓTID á skíöum verður haldiö í Hlíöarfjallí viö Akureyri í dag og á morgun. Stórsvig er á dagskrá í dag: Keppni hefst kl. 11 í kvenna- flokki og kl. 11.30 í karlaflokki. Á morgun hefst keppni í svigi karla kl. 11 og kl. 11.30 hefst svig kvenna. Hermannsmótiö er bikarmót. Verölaunaaf- hending og mótsslit eru áætl- uö kl. 15 á morgun viö Skíöa- staði. Handbolti TVEIR leikir veröa í 1. deild karla í handbolta í dag. KR og Víkingur mætast í íþróttahúsi Seljaskóla kl. 12.45 og Haukar og KA leika í Hafnarfiröi kl. 13. Leik Víkings og KR var flýtt — hann átti aö vera á morgun, og leik Hauka og KA var flýtt um klukkustund. Hann átti aö vera kl. 14 skv. mótabók. Einn leikur í 1. deild karla á morgun. Valur og FH leika í Laugardalshöll kl. 20.15. í 2. deild karla veröur einn leikur i dag; UBK og Fram mætast í Digranesi i Kópavogi og á morgun er einn leikur í 2. deild á dagskrá; HK og Fylkir leika í Digranesi kl. 21.15. Einn leikur veröur í 1. deild kvenna á morgun; Valur og FH leika í Laugardalshöll kl. 19.00. Tveir leikir í úrvalsdeild SEXTÁNDA umferðin af tutt- ugu í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik veröur leikin um helgina. Valsmenn mæta Haukum í Seljaskóla á morg- un, sunnudag, kl. 20.00. ÍR og KR mætast svo á sama staö á mánudagskvöldiö kl. 20.00. Reynismenn af botni 2. deildar REYNIR Sandgeröi sigraöi IR 28:24 í 2. deildinni í handbolta í gærkvöldi í Sandgeröi. Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Reynis- menn, og höföu þeir forystu allan tímann. IR jafnaöi aö vísu tvisvar — en tókst ekki aö ógna sigrinum verulega. Arinbjörn Þórhallsson skoraöi fimm mörk fyrir Reyni, svo og Snorri Jóhannesson. Páll Ketils- son, Jón Kr. Magnússon, Daníel Einarsson og Kristinn Árnason geróu fjögur hver. Jöfn skipting hjá Suöurnesjamönnum. Atli Þorvaldsson var marka- hæstur ÍR-inga meö níu mörk, Ein- ir Valdimarsson geröi fimm, Einar Ólafsson fjögur, Haraldur Brynj- ólfsson og Ólafur Gylfason tvö hvor. Eftir þennan sigur eru Reyn- ismenn komnir upp af botninum — komnir upp aö hliö Fylkismanna. Leik Gróttu og Þórs, Vest- mannaeyjum, var frestaö í gær- kvöldi þar sem ekki var hægt aö fljúga frá Eyjum vegna veöurs. Frestaó í Kópavogi Leik Stjörnunnar og KA í 1. deild var einnig frestaö en hann átti aö fara fram ( Digranesi í Kópavogi. Ekki var flogiö til Akur- eyrar vegna veöurs. Komi KA- menn í bæinn í dag leika þeir viö Hauka kl. 13 í Hafnarfiröi eins og greint er frá annars staöar á síö- unni, og á morgun kl. 14 mæta þeir svo Stjörnunni í Digranesi. _______ SH. Eva er frá Hveragerði í BLAÐINU í gær slæddist sú villa inn hjá okkur í frásögn af bad- mintonmóti hjá TBR aö Eva Björnsdóttir væri frá Selfossi. Þaö er ekki rótt, Eva er frá Hvera- geröi. Hvergeröingar voru sigur- sælir á mótinu, fengu sex verö- launahafa. Mikil gróska er í bad- minton íþróttinni í Hverageröi og stunda nú um 130 manns æfingar í íþróttinni. Knattspyrnuferli Langans lokið? Fré Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaösins f Englandi. DAVID Langan, írski landsliös- bakvöróurinn hjá Birmingham, mun gangast undir uppskurö á hné í dag. Hann hefur ekki spark- að í bolta í átta mánuði vegna meiösla — og hann hefur veriö mjög óheppinn á keppnisferli sínum hvaö meiósli varðar. samtali viö fréttamann Morgun- blaðsins í Englandi í gær. Langan kom til Englands á sama tíma og Frank Stapleton til Arsenal fyrir nokkrum árum. Þeir eru góöir vinir og léku saman hjá drengjaliöinu Rangers í Dublin. Riölakeppni í ís- hokkí í fullum gangi RIÐLAKEPPNI í íshokkí stendur nú yfir á Ólympíu- leikunum í Sarajevo. Rússar eru meö mjög sterkt lið um þessar mundir sem svo oft áöur og eru þeir taldir sigur- stranglegastir í íshokkíinu. Bandaríkjamenn sigruðu í greininni á Ólympíuleikun- um í Lake Placid 1980 — náöu þá Ólympíumeistara- titlinum af Sovétmönnum. Finnar eru með gott ís- hokkíliö og eru líklegir til að vinna verölaun í Sarajevo. Ef allir íshokkíleikmenn Finna væru eins vel útbúnir og hann Jukka Porvari er á þessari mynd þá væru mikl- ar líkur á aö þeir myndu ná enn lengra í íþróttinni en raun ber vitni. Finnar hafa aldrei oröiö framar en í fjóröa sæti á heimsmeist- aramótum í íshokkí en ef allir leikmenn væru fjórfætt- ir og meó tvær hokkíkylfur þá er aldrei að vita hversu ofarlega þeir hefóu komist. Þessi mynd var tekin í deild- arleik í Finnlandi en þar leikur Jukka með liöi Turku en um andstæöing hans sem þarna sækir aö honum er ekkert vitaö. Skemmtileg mynd sem tekin er á ná- kvæmlega réttu augnabliki. „Mér verður sagt eftir upp- skuröinn hvort ég geti haldið áfram aö leika knattspyrnu. Ég veit aö ég verö aö líta raunsætt á máliö og veit aö möguleikarnir eru tals- veröir á því aö ég veröi aö leggja skóna á hilluna," sagöi Langan i • David Langan íslandsmótið í blakí: Framstúlkurnar standa vel að vígi í 1. deild Framstúlkurnar standa nú vel aö vígi í 1. deildarkeppninni í handbolta eftir 29:21 sigur á ÍR í fyrrakvöld, en þessi tvö liö koma helst til greina meö sigur í ís- landsmótinu. Þaö var fyrst og fremst stórleik- ur Guöríöar Guöjónsdóttur í liöi Fram sem lagði grunninn aö sigrin- um. Hún skoraöi 13 mörk og réöu ÍR-ingar lítiö viö hana. Mörkin skiptust annars þannig: Fram: Guöríöur 13/5, Margrét 6, Oddný 4, Sigrún Blomsterberg 4, Hanna Leifsdóttir 2 og Arna Stein- sen 1. ÍR: Ingunn Bernódusdóttir 10/4, Erla Rafnsdóttir 7, Þorgeröur Gunnarsdóttir 2, Ásta B. Sveins- dóttir 1 og Ásta Óskarsdóttir 1. I fyrrakvöld léku einnig Víkingur og KR og sigruöu Víkingsstúlkurn- ar 16:14. Staöan í hálfleik var 7:6. Eftir þessa leiki er staöan deild kvenna þannig: Fram ÍR FH Víkingur KR Valur Fylkir Akranes 10 9 10 7 9 6 10 2 10 8 8 9 1 221—156 1 224—165 3 203—156 6 172—192 6 157—184 5 124—161 5 134—167 6 128—182 1. 18 16 13 6 6 5 5 5 • Guðríður Guðjónsdóttir skorar hér í landsleik. Hún átti mjög góöan leik gegn ÍR. íþrottir eru á fjórum síóum í dag, 44—45—46—47 leikum með Víkinga HK-MENN lentu í miklum erfiö- leikum meö Víkinga þegar liðin mættust í 1. deild í blaki á fimmtudaginn. Leikurinn fór fram í Kópavogi og varö aö leika fimm hrinur til aö ná fram úrslitum. Víkingar unnu fyrstu hrinuna auöveldlega, 15—5, og voru lengi vel yfir í þeirri næstu en HK tókst aö ná forustu um miöja hrinuna og þegar allt virtist vera aö smella saman hjá þeim varö Samúel Örn aö yfirgefa völlinn vegna meiösla og var hann fluttur á slysavaröstof- una þar sem í Ijós kom aö um slæma tognun á olnboga var aö ræöa og veröur hann frá keppni í nokkurn tíma og óvíst hvort hann nær aö leika meira meö í vetur. Viö þetta riölaöist leikur HK aftur og þeir töpuöu hrinunni 15—11 og nú var staöan oröin slæm hjá þeim. Páll Ólafsson þjálfari kom inná í næstu hrinu og gjörbreyttist leikur HK viö þaö og þeir sigruöu í næstu þremur hrinum 15—9, 15—8 og 15—7. Leikurinn stóö alls í 111 mínútur og er þetta besti leikur sem Víkingar hafa leikiö í vetur og veröa Þróttarar aö leika vel í dag gegn þeim ef það er rétt sem heyrst hefur aö þrjá fastamenn vanti í liö þeirra. í dag kl. 14 leika ÍS og Fram í fyrstu deild karla, síöan Víkingur Þróttur og loks Víkingur og ÍS í kvennaflokki. Á Akureyri er einn kvennaleikur, KA leikur viö UBK og aö Ýdölum leika Völsungar viö Þrótt. — sus. HK í miklum erfið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.