Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 31 Frædsluþættir frá Gedhjálp: Hvernig á að bregðast við geðrænum vandamálum? Eðlilegir erfiðleikar og meirihátt- ar vandamál Tilfinningalegar truflanir, líkt og líkamsstarfstruflanir, eru mjög algengar. Bæði eru ein- kenni sem benda til viðbragðs við tímabundinni streitu, eða pirringur, sem truflar eðlilega starfsemi. Þú færð af og til kvef, höfuð- verk eða magaslæmsku, þá líður þér illa og þú verður pirraður. En þú veist samt að líkamlegir smákvillar af þessu tagi eru mjög eðlilegir, að allir verða fyrir þeim, þeir koma og fara hundrað sinnum á lífsleiðinni. Á sama hátt eru einfaldar minni- háttar tilfinningalegar truflanir hluti af daglegu lífi. Allir verða fyrir þeim. Það er t.d. mjög eðli- legt fyrir einstakling að stökkva uppá nef sér vegna smáatriðis eða verða hræðilega áhyggju- fullur án nokkurrar sérstakrar ástæðu, jafnvel án sýnilegrar ástæðu. Ef til vill streittur og pirraður „út af engu." Viðbrögð af þessu tagi koma, vara um tíma, og hverfa síðan. En truflanir, sem hverfa ekki fljótlega, þær vara klukkustund- ir, jafnvel daga eða vikur. Þær grafa um sig og hafa áhrif á alla hegðun, tilfinningar og hugsan- ir. Þegar líðanin er komin á þetta stig, er ekki lengur um að ræða bara vanlíðan eða eðlilega erfiðleika, heldur raunverulegan geðrænan eða tilfinningalegan vanda. Við vitum að hann hefur ákveðnar ástæður sem ruglar okkur þannig að við erum öðru- vísi en við eigum að okkur að vera. Þörf er á umhyggju og hjálp og þegar því er náð, má vænta framfara og bata. Geðræn og tilfinningaleg vandamál eru nokkuð algeng. Samkvæmt rannsóknum hefur komið í ljós að Vs íbúa vest- rænna landa þarf á aðstoð að halda einhvern tíma á lífsleið- inni (225.000 - V!> =20% = 45.000), það þýðir að ca. 45.000 íslend- ingar þjást af völdum tilfinn- ingalegra vandamála, svo mikl- um að þau krefjast sérfræði- aðstoðar. Þessi grein snýst um einstakl- inga í erfiðleikum, sem þú um- gengst daglega. Þeir þarfnast at- hygli okkar vegna þess að hegð- un þeirra hefur áhrif á alla sem eru í skóla með þeim, vinna eða búa með þeim. Þeir þarfnast at- hygli okkar ekki síður vegna þess að þeir þarfnast skilnings. Skilningur hjálpar Skilningur er meira en hugar- far. Hann hefur lækningamátt. Sérfræðingar í geðheilbrigðism- álum eru sammála um að skiln- ingur getur komið í veg fyrir að smávandamál stækki (vaxi) og hjálpar fólki í erfiðleikum til að ná jafnvægi (á ný?) Þegar einhver er líkamlega sjúkur, þá veistu að hann ræður ekki við sjúkdóminn, og þarfnast samúðar og skilnings. Þegar ein- staklingur á í tilfinningalegum erfiðleikum, þá ræður hann heldur ekki við viðbrögð sín. Hann þarf jafnmikið, ef ekki meira, á samhygð og skilningi að halda þrátt fyrir að hegðun hans trufli þig (valdi óþægindum). Auk samhygðar þarfnast hann skynsamlegs skilnings, — skil- nings á hvað liggur að baki erf- iðleikanum — einkennum vandamálsins, og af hverju hann hagar sér svona. Þessi skilning- ur hjálpar þér til innsæis (inn- sýni) og hjálpar þér til að bregð- ast rétt við einstaklingi í erfið- leikum til þess að hjálpa honum fremur en berjast við hann. „Erfitt“ fólk er fólk sem á bágt Fyrsta skrefið í skilningi á einstaklingi í erfiðleikum er að gera sér grein fyrir að vandi hans eða erfiðleikar í framkomu geta verið sárari fyrir hann en nokkurn annan. Hér eru nokkur dæmi um truflandi hegðun sem segir okkur að einstaklingur eigi við tilfinningalegt vandamál að glíma: Ofriðsemi — gengur um og hefur allt á hornum sér, — alltaf tilbúinn að deila eða rífast um smáatriði, eða án nokkurrar ástæðu. Óvenjulegt önuglyndi — „Það er allt ómögulegt" — „Þung- lyndi" — „Engin ástæða til neins" — „Ekkert skiptir máli“ — Allt einskis virði". Yfirgengilegar áhyggjur — sí- felldur kvíði, í röngu hlutfalli við áhyggjuefnið. Tortryggni og vantraust — Stöðug tilfinning um að veröldin sé full af óheiðarlegu fólki sem ætlar þér illt. Eigingirni og græðgi — Skortur á tillitssemi gagnvart þörfum annarra. „Hvað fæ ég“-viðhorf til allra hluta. Hjálparleysi og úrræðaleysi og ósjálfstæði. Tilhneiging til að láta aðra bera byrðarnar, erfið- leikar við að taka ákvarðanir. Léleg sjálfsstjórn — öfgafull tilfinningaleg „gos“ í ósamræmi við ástæður og á skökkum stað og tíma. Dagdraumar. Eyða miklum tíma í að ímynda sér hvernig hlutirnir gætu verið í stað þess að fást við þá eins og þeir eru. „Hypochondria'* — Stöðugar áhyggjur af smávægilegum lík- amlegum sársauka, og hafa — bera — ganga með ímynduð ein- kenni sjúkdóma. Tilfinningalegir erfiðleikar eru ekki meðfæddir. Erfiðleikar einstaklinga þróast i regluleg vandamál sökum fyrri reynslu, sem breyta til hins verra eðli- legum tilfinningalegum við- brögðum. Ýmis reynsla veldur þessum óviðeigandi og gagns- lausu aðferðum til að bregðast við vandamálum lífsins. Hvernig getur þetta gerst? Við erum öll fædd með hæfi- leikann til að vera blíð, hlýleg, elskuleg, tillitssöm og góð. Við höfum einnig hæfileika til að vera hrædd, tortryggin, haturs- full, reið, eyðileggjandi og grimm. Neikvæðu tilfinningarn- ar gegna því hlutverki að vernda sjálfan sig. Þær eru ráð okkar til að vernda okkur frá líkamlegri hættu (t.d. að vera bitin af óðum hundi) jafnt og sálrænni hættu (móðgun eða skömm eða óöryggi á vinnustað). Andspænis allri ógnun verðum við hrædd og flýj- um, eða við snúumst að/gegn uppsprettu hættunnar/óttans og reynum að eyða því eða ráða við það. Ef eitthvað gerist í lífi okkar sem setur okkur í sífellda sjálfsvörn eða gerir okkur hrokafull verða þessi viðbrögð meira eða minna daglegur hluti af hegðun okkar, jafnvel þó eng- in ógnun sé til staðar. Þessi við- brögð (þ.e. t.d. sjálfsvörn, hroki) þróast sem afleiðing ýmiss kon- ar reynslu, sérstaklega á bernskuárunum. Til dæmis/ Meðal annars: 1. Löng og stöðug vandræði, sjúk- dómar, erfiðleikar eða óheppni. Þetta getur mótað einstakling til að vera alltaf viðbúinn erf- iðleikum. Fljótur til að flýja af hólmi eða slá til baka. 2. Andrúmsloft heimilis stöðugt lævi blandið. Ef hann er frá æsku alinn upp við nöldur og kvartanir vex hann úr grasi með þá hugmynd að veröldin sé ekkert nema erfiðleikar, og allir séu að reyna að nota hann. Hann býst við hindrun- um jafnvel þar sem engar eru. Þessi viðhorf, mótuð í bernsku, fylgja honum til fullorðinsára. 3. Vanræksla og höfnun í bernsku. Barn, sem ekki er gefinn gaumur að, getur feng- ið þá hugmynd að allt sé því að kenna, að það sé ekki nógu elskulegt og þægt og viður- kenningarvert. Barn sem lít- ilsvirðir sjálft sig verður á fullorðinsaldri óöruggt, hrætt og án sjálfsálits, og býst við særindum, sinnuleysi og gagnrýni. 4. Endalausar skammir og ávítur. Þetta gefur barni mjög skerta sektartilfinningu og tilfinn- ingu af vanmætti og því að það sé af náttúrunnar hendi slæmt. Það lærir að allir reyni að finna að því og refsa því á einhvern hátt. Auðvitað þola sum börn tilfinningalegt álag betur en önnur, og bera hugsanleg áföll í bernsku síð- ur með sér til fullorðinsald- urs. Hvernig á að gefa gagnlegan skilning: Fólk í vanda statt snertir okkur öll. Það er ef til vill í vinn- unni, í skólanum eða í fjölskyldu okkar. Það getur komið til þinna kasta að hjálpa einhverjum í erfiðleikum hans fljótlega, ef ekki strax í dag. Það eru nokkrir möguleikar sem ráðlegt er að nota og aðra ber að forðast. 1. Sýndu einstaklingnum áhuga og umhyggju. Sá sem „berst gegn heiminum" slakar á við að vita að einhver er á sama máli. Vingjarnleg viðhorf þín geta hjálpað viðkomandi til að leggja niður varnirnar og taka lífinu með meiri ró. 2. Að vera góður hlustandi. Fólk undir tilfinningalegu álagi þarfnast einhvers til að tala við, einhvers til að deila vandamálum sínum með. Þeg- ar hann byrjar að tala um vandamál sín, hlustaðu þol- inmóður, og gríptu helst ekki fram í. Þú ert þarna til að létta honum byrðarnar, en hann ekki þér. 3. Hjálpaðu til við að leysa raunveruleg vandamál. Stund- um eiga tilfinningalegir erfið- leikar rót sína að rekja til hversdagslegra raunhæfra vandamála, t.d. fjárhagserfið- leika, námserfiðleika, erfið- leika í vinnunni eða húsnæð- isvandamála. Ef þú gerir eitthvað til lausnar vandans, léttir þú á tilfinningalegu ál- agi, og hann (einstaklingur- inn) verður því hæfari að leysa eigin vandamál. 4. Reyndu að lesa allt sem þú get- ur. Mikið hefur verið skrifað um tilfinningaleg vandamál og úrlausnir á þeim. Þessi lestur getur aukið skilning þinn og gert þig hæfari til að hjálpa. 5. Ef „tilfinningalegt vandamál" varir lengi og stefnir í alvar- legt ástand, verður óbærilegt þeim sem ber það eða fjöl- skyldu hans, er ef til vill þörf á sérfræðiaðstoð. í þessu til- felli verður hlutverk þitt að upplýsa einstaklinginn um hvar hjálp sé að fá, t.d. með að hringja í ráðgjafaþjónustu Geðverndar, göngudeild Landspítalans, heimilislækni, Félagsmálastofnun, prest eða hvern þann sem veitt getur aðstoð. Þau atriði sem mikilvægt er að forðast: 1. Settu þig ekki í dómarasæti. Fólk sem á í tilfinningalegum erfiðleikum hefur ekki per- sónuleikaveilur, það er órétt- látt (og jafnvel skaðlegt) að ásaka einstaklinginn sem kaldhæðinn eða eigingjarnan eða latan. Þetta hjálpar að- eins til þess að einstaklingn- um finnist að allir séu á móti sér. 2. Segðu ekki „hættu að láta svona.“ í flestum tilfellum getur einstaklingur í vanda ekki breytt hegðan sinni né hætt að haga sér „öðruvísi" sé honum sagt það, ekki frekar en berklasjúklingur getur hætt að hósta eftir skipan. Vandinn er oftast svo rótgró- inn að það þarf miklu meira en mjög sterkan einlægan vilja til að lagfæra hegðun- artruflanir. Að skipa fólki að breyta sér gerir ekki annað en reita til reiði, espa upp reiði og auka enn á hjálparleysis- tilfinningu hans. 3. Ekki að rökræða við einstakl- inginn eða segja honum/henni til. Það er tilgangslaust að reyna að sannfæra þann sem á í erfiðleikum um að hann sé að gera rangt. Hann hefur gripið dauðahaldi í þessa teg- und hegðunar til að vernda sig. Þegar þú reynir að segja honum að breyta hegðan sinni er það líkast því að ræna hann einu vörninni sem hann á. Hann reiðist og berst enn harðar. 4. Forðastu að leika geðlækni. Fólk freistast til í bestu mein- ingu að „haga sér eins og sér- fræðingur". Það geta verið ýmis hættumerki sem sá sem ekki hefur þjálfun í meðferð tekur ekki eftir. Þú getur yfir- leitt misskilið smáatriðin og talið þau aðalatriði, sem þau i rauninni eru ekki, þá getur skapast hræðsluástand. Ef vandamálið er stærra en svo að því verði breytt með þeim ráðum sem hér eru talin, vertu ekki hræddur við að leita aðstoðar. Þú þroskast líka. Hjálp sem þú veitir þroskar þig líka. Þegar þú hjálpar til við að létta vanda þeirra sem þú vinnur með eða býrð með, skapar þú friðsælla og rólegra andrúmsloft fyrir þ>g- Með auknum skilningi á vanda fólks færð þú: 1. Betri skilning á sjálfum þér og eigin vandamálum. 2. Fordómar þínir minnka. 3. Aukið umburðarlyndi gagn- vart sjálfum þér. Grundvöllur þessarar greinar er kenningin um trú — trú á sjálfan sig — aðra, trúin á möguleika manneskjunnar til að vaxa og þroskast, trúin á vilja og möguleika manna til að leysa vandamál sín i sameiningu, trú á mikilvægi hins góða í mannin- um. Það er undirstaða góðrar geðheilsu. k 1 Opiö* í dag kL 10—14 Opiö í dag kL ÍO—ló Vdrumarkaöurinn ht. Vörumarkaöurinnhf. Eiðistorgi 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.