Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 3,4% mannaflans at- vinnulaus í janúar ATVINNULEYSISDAGAR í janúarmánuöi voru samtals 84.173 og þarf aö fara allt aftur til ársins 1969 til að finna dæmi um jafnmikið atvinnuleysi á íslandi. Jafngildir þetta því að 3,4% mannafla á vinnumarkaði hafi verið án atvinnu í janúar eða 3.900 manns, 2.100 konur og 1.800 karlar. í frétt frá Félagsmálaráðuneyt- inu segir að skráð atvinnuleysi í janúar sé að jafnaði tvöfalt meira en atvinnuleysi að meðaltali á ári. Segir að stöðvun útgerðar og fisk- vinnslu eigi drýgstan þátt í þessu atvinnuleysi, en það skýri þó ekki atvinnuleysið á höfuðborgarsvæð- inu og Norðurlandi eystra sem skeri sig úr hvað þetta varðar. Cftrf •Jí*) 8 '•) !li % i iji) [i! [i; 111J 'i]1; ’i iL i&ms,í 't, CHATEU D’AGNAC FRAKKLANDI Hraönámskeið í frönsku fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiö: 3ja, 4ra, 8, 12 eóa fleiri vikur. Virkt félagslíf skoöunarferöir, kvikmyndaklúbbur, dansleikir o.fl. o.fl. íþróttir: Leikfimikennsla dag- lega, rythmískur dans og aero- bic. Húsnæöí: Gisting og gæöi í Chateu d’Agnac. Upplýsingar og skráning hjá: Institut Méditerranéen d’lnitation a la Culture Francaise, 34690 Fabrégues-Montpellier- France. Svedberg baðsképar henta öllum Stór eða lítill Baöskápar í öllum stæröum frá Svedberg. Yfir 100 mismunandi eininga. Hægt er aö velja þær einingar sem henta best og raöa saman eftir þörfum hvers og eins. Hvítlakkaöar, náttúru- fura eöa bæsaö. Dyr sléttar, rimla eöa meö reyr. Spegla- skápar eöa aöeins spegill. Handlaugar úr marmara blönd- uöum/polyester. Háskápar, veggskápar, hornskápar og lyfjaskápar. Baöherbergisljós meö eöa án rakvélatengils. Loftljós og baöherbergisáhöld úr furu eöa postulíni. Verölaunað _ fyrir gæöi og hönnun svedbergs <%> Nýborgí Ármúla 23. Sími 86755. Útsölustaöir: Byko, Kópavogi. Fell, Egilsstööum. Gler og málning, Akranesi. J.L. byggingavörur, Reykjavík. Kjartan Ingvarsson, Egilsstööum. Miöstööin, Vestmannaeyjum. Raftækni, Akureyri. Smiösbúö, Garöabæ. Trésmiðjan Borg, Húsavík. Ennfremur segir að gera megi ráð fyrir að atvinnuleysið við sjávar- síðuna leiti jafnvægis á ný, enda berist nú óðum fréttir um það að fiskvinnsla sé að færast í fyrra horf. Segir að þrátt fyrir slæman janúarmánuð bendi ýmislegt til að atvinnuástandið á fyrsta ársfjórð- ungi verði svipað því sem ráð var fyrir gert að því tilskyldu að út- gerð og fiskvinnsla verði með eðli- legum hætti. Ef janúarmánuður 1984 er bor- inn saman við janúarmánuði und- anfarinna ára kemur í ljós að 797 voru atvinnulausir í janúar 1983, 720 1982 og 210 1981. Atvinnuleysið skiptist þannig á milli landshluta, desemþer-tölur innan sviga: Höfuðborgarsvæði 1.274 (716), Vesturland 311 (188), Vestfirðir 41 (14), Norðurland vestra 323 (180), Norðurland eystra 857 (471), Austurland 322 (199), Suðurland 259 (203), Vest- mannaeyjar 71 (24) og Reykjanes 344 (229). Auglýst eft- ir vitnum ÞANN 28. janúar síðastliðinn varð harður árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Þar skullu saman tvær fólksbifreið- ir, Subaru og Toyota-leigubifreið. Áreksturinn varð um klukkan sex að morgni. Ökumaður á Ijósgrænum Mælt mál ... ORÐIÐ mér misritaðist neðst í 3ja dálki í grein dr. Matthíasar Jón- assonar, „Mælt mál og málvönd- un“ í blaðinu í gær. Þar átti að standa: „... sem skáldmæltur kennari orti og fluttar voru á há- tíðarfundi kennarasamtaka mér og öðrum viðstöddum til skemmt- unar.“ — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. leigubíl kom á staðinn. Lögreglan í Reykjavík biður hann vinsamlega að gefa sig fram. KL. 14.00 þann 6. febrúar stóð bif- reiðin R—66368, sem er Chervolet Nova appelsínugul að lit, á stæði við hliðina á Alþingishúsinu. ók strætisvagn SVR, Grandi-Vogar, á bifreiðina og skemmdi hægri hlið hennar. Vitað er að vitni voru að þessum atburði, m.a. einhver sem að skildi eftir miða á rúðu Chevro- letsins með lýsingu á atburðinum. Eru það vinsamleg tilmæli til þess að skrifaði þessa lýsingu eða ann- arra sem urðu vitni að þessum at- burði að hafa samband við slysa- og tjónadeild lögreglunnar eða hringja í síma 75326. t Jr * wm * »* tSm M WW&W m m m m m «F m III ■ III i ———~ m 11 li|i | mm III MorgunblaðiA/ Ól.K.M. Vegna fráfalls Yuri Andropovs, forseta Sovétríkjanna, vottaði Stein- grímur Hermannsson, forsætisráðherra, Nikolai A. Tikhonov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hluttekningu íslenzku ríkisstjórnarinnar í gær. Vegna fráfalls Andropovs var flaggað í hálfa stöng við sovézka sendi- ráðið í gær. Kvikmyndahátíð framlengd um 2 daga Atburðurinn á Tálknafirði: Konan fer fram á skilnað EIGINKONA mannsins, sem réðst til inngöngu í verbúðina á Tálknafirði síðastliðinn sunnudag, hefur farið fram á skilnað og samkvæmt heimildum Mbl. hyggst hún fara af landi brott ásamt annarri ástralskri stúlku, sem var í verbúðinni þegar mennirnir réðust til inngöngu vopnaðir haglabyssum. Þrjár ástralskar stúlkur hafa flutt sig yfir á Patreksfjörð og hafa hafið vinnu þar og munu nú 10 ástralskar stúlkur vera starfandi á Patreksfirði og sex á Tálknafirði. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja Kvikmyndahátíð 1984 um tvo daga, og verða sýningar áfram í öll- um sölum Regnbogans nk. mánudag og þriðjudag. Sýndar verða þær myndir sem hafa hlotið hvað bestar undirtekt- ir áhorfenda og sömuleiðis ný kvikmynd „Eldskírn", bandarísk mynd gerð af Lizzy Borden. (Fréttatilkynning) Allar líkur benda til að bróðir eiginmannsins hafi skotið úr haglabyssu á mann þann, sem hringdi á lögregluna á Patreks- firði til þess að tilkynna um inn- göngu mannanna. Hann skaut á 21 árs gamlan mann úr glugga á efri hæð verbúðarinnar og er talið að færið hafi verið 10 til 15 metrar. Manninum tókst að komast í skjól við jeppa, sem lagt hafði verið skammt frá húsinu og lentu höglin skammt frá honum. Rannsókn máls þessa er lokið hjá sýslu- manninum á Patreksfirði og hefur skotmönnunum verið sleppt úr haldi. Fylkingin gengur í Alþýðubandalagið — Samtökin klofin, fjórir miðstjórnarmenn segja sig úr þeim FJÓRIR LEIÐANDI félagar í Fylkingunni hafa sagt skilið við samtökin vegna djúpstæðs ágreinings innan miðstjórnarinnar. Fjórmenningarnir eru Ragnar Stefánsson, Birna Þórðardóttir, Rúnar Sveinbjörnsson og Guðmundur Hallvarðsson. Þau hafa öll lengi verið meðal virkustu félaga í Fylkingunni. Þetta gerðist í upphafi síðasta miðstjórnarfundar hjá Fylk- ingunni, þar sem m.a. var ákveðið að hér eftir myndu Fylkingarfélagar starfa innan Alþýðubandalagsins að baráttumálum samtakanna. Fylk- ingarfélagar eru um eða innan við þrjátíu, skv. upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá miðstjórnarmanni þar í gær. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði að starf Fylkingarinnar hefði frá upp- hafi, 1967, beinst að samfylk- ingarstarfi gegn NATO, hernum og heimsvaldastefnu og stuðn- ingi við alþýðu í Vietnam og Mið-Ameríku, auk baráttu fyrir eflingu verkalýðsstéttarinnar hér á landi. Á undanförnum ár- um hefði dregið úr vilja innan samtakanna til að efla þetta starf og um þverbak hefði keyrt í janúar sl., þegar ákveðið hefði verið að Fylkingin skyldi að mestu leggja niður starf í Sam- tökum herstöðvaandstæðinga og E1 Salvador-nefndinni á íslandi en vinna að þessum málaflokk- um út frá Fylkingunni sjálfri. Hann nefndi einnig, að óánægja þessara fjögurra mið- stjórnarmanna beindist að þeirri ákvörðun að málgagninu, Neista, skyldi breytt í tímarit, sem fjalla ætti almennt um stefnuna í stað þess að „taka stöðugt á málefnum líðandi stundar". Ragnar sagði að þau fjögur teldu að núverandi forysta Fylkingar- innar túlkaði verkaslýðsstarfið of þröngum skilningi, hún vildi nánast einskorða það við Dagsbrún en vanrækja starfið, sem byggt hefði verið upp ann- ars staðar í verkalýðshreyfing- unni. „Við höfum verið í minni- hluta í Fylkingunni og lengi ver- ið óánægð með starfshætti þar,“ sagði Ragnar. Um hvað tæki við í pólitísku starfi fjórmenninganna sagði Ragnar: „Það eru margir fleiri félagar farnir úr Fylkingunni. Við verðum áfram pólitískt starfandi á þeim sviðum, sem við höfum starfað undanfarið. Ástæðan fyrir því að við förum þarna út er ekki sú að við ætlum að draga úr pólitísku starfi okkar, þvert á móti var það vegna þess, að eins og komið var skapaði það okkur aukna mögu- leika til að reka árangursríkt starf, hvort sem um er að ræða baráttu gegn ránsherferðum rík- isstjórnarinnar á hendur verka- fólki eða stuðningi við frelsis- baráttu alþýðunnar í Mið- Ameríku. Hvernig við skipu- leggjum okkur höfum við ekki rætt ennþá okkar í milli." Mbl. spurði Ragnar hvort klofningurinn ætti rætur að rekja til ágreinings um þátttöku í starfi Alþýðubandalagsins. „Deilur um hvort við ættum að vera þar eða ekki hefðu aldrei getað valdið þessum klofningi í Fylkingunni," sagði Ragnar. „Starf í Alþýðubandalaginu get- ur aldrei orðið meginþátturinn í okkar pólitíska starfi." Már Guðmundsson, hagfræð- ingur og miðstjórnarmaður í Fylkingunni, sagðist líta svo á, að fjórmenningarnir hefðu skil- að miklu og góðu starfi fyrir hina róttæku hreyfingu. Þeir hafi hins vegar mótast pólitískt á öðrum tíma og hefðu því nokk- uð aðra sýn en aðrir félagar Fylkingarinnar. Hann sagði að á siðasta mið- stjórnarfundi hefði verið tekin ákvörðun um að auka virkni fé- laganna í verkalýðsfélögunum, t.d. í Dagsbrún. En til að svo mætti verða hefði þurft að gera breytingar á öðrum verkefnum samtakanna, áherslum þyrfti að breyta. Miðstjórnarmenn hefðu ýmsir lengi verið þeirrar skoð- unar að á undanförnum árum hafi Fylkingin „þanið sig yfir of vítt svið og ekki sinnt hverjum málaflokki nægilega vel“. Því hefði verið ákveðið að breyta Neista, sem framvegis skyldi útskýra stefnu samtak- anna í heild og að leggja höfuð- áherslu á tvö mál: Baráttuna gegn mjög fjandsamlegri ríkis- stjórn og kreppuráðstöfunum hennar og stuðning við barátt- una í Mið-Ameríku. Már sagði að þátttakan í Al- þýðubandalaginu væri í sam- ræmi við það, sem væri að gerast í stjórnmálum; flokkurinn væri í stjórnarandstöðu við ríkis- stjórnina, og ákvörðun um aðild að bandalaginu væri möguleg vegna nýrra viðhorfa innan Al- þýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.