Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 33 Ólöf Sigurðardóttir Roper - Minning Fædd 15. júní 1918 Dáin 6. febrúar 1984 Mánudaginn 6. febrúar sl. lést í sjúkrahúsi í Keflavík ólöf Sigurð- ardóttir á sextugasta og sjötta aldursári. Hún var dóttir hjónanna Sig- urðar Erlendssonar og konu hans, Ágústu Guðjónsdóttur, sem bjuggu í Keflavík um langan aldur þar sem Sigurður stundaði útgerð og sjómennsku. ólöf ólst upp í föðurhúsum ásamt sjö systkinum sínum, fjór- um bræðrum og þremur systrum. Öll voru þau systkin mesta mynd- arfólk og vel gerð, tveir bræður hennar fórust á sjó, ungir menn og efnilegir, og þriðji bróðirinn and- aðist fyrir nokkrum árum. ólöf giftist tvisvar. Fyrri maður hennar var John Gray, ættaður frá Texas í Bandaríkjunum. Þau slitu samvistir eftir nokkurra ára hjúskap. Seinni maður hennar var Reuben Roper. Hann andaðist fyrir þremur árum eftir langvar- andi veikindi. Heimili þeirra Ólafar og Minning: í dag, 11. febrúar, kveðjum við tengdaföður minn, Þórarinn Stef- ánsson, sem varð bráðkvaddur að heimili sínu aðfaranótt 6. febrúar sl. Þegar dauðinn ber á dyr kemur það eins og reiðarslag. Þó Þórar- inn hafi nýlega átt við veikindi að stríða trúði ég því ekki að þau væru svo alvarleg, þar sem hann var orðinn rólfær, en átti að taka það rólega fyrst um sinn. Ég mun alltaf minnast hans með hlýhug og gleymi aldrei faðmlögum hans í hvert sinn er við sáumst. í dag er nákvæmlega 1 ár frá því hann hélt upp á 70 ára afmæli sitt. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, það munu aðrir trúlega gera, sem betur þekktu til, en hann var ekki alltaf dans'á rósum. Fyrri kona Þórarins var Elin María Guðjónsdóttir, og áttu þau 13 börn þegar hún féll frá. Síðari kona hans, Anna Björnsdóttir, reyndist honum síðan stoð og stytta, og bið ég góðan guð að styrkja hana á þessari erfiðu stund. Reubens var lengst af í Centralia í Illinois í Bandaríkjunum. Ólöf var mikilhæf kona, kjarkur og viljaþrek voru óbilandi þættir í persónu hennar. Hún dvaldi um langt árabil fjarri föðurlandi sínu og þurfti að berjast við vanheilsu mörg síðustu árin. Hún hjúkraði manni sínum í veikindum hans þar til yfir lauk og var þó sjálf þungt haldin af þeim sjúkdómi sem að lokum varð öllum hennar viljastyrk ofurefli. Það er einkennandi fyrir það þrek sem hún bjó yfir að eftir þunga legu á sjúkrahúsi erlendis drífur hún sig út af sjúkrahúsinu og heim til íslands, setur hér sam- an heimili með systur sinni og barðist þar hetjulegri baráttu þar til hún fór á sjúkrahús Keflavíkur þar sem hún andaðist eftir stutta legu. Síðasti dagur hennar var táknrænn og sýndi lífsviðhorf hennar í hnotskurn, um hádegis- bilið fór hún fram úr rúmi sínu þó orkan væri engin og lét aka sér um ganga sjúkrahússins í síðasta sinn, lagðist síðan í hvílu sína og eftir stutta stund hafði hún kvatt „í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa í náðum.“ Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn, því ég veit að hann hafði Hann að leiðarljósi. Guð blessi minningu hans. S.G. þennan heim. Það er lærdómsríkt að kynnast fólki eins og ólöfu. Hún sýndi með lífi sínu og breytni að aldrei skal kvarta þó á móti blási á stundum, frekar þakka það sem gott er og taka mótlæti og erfiðleikum með jafnaðargeði og reisn. Ég votta ættingjum og vinum ólafar heitinnar samúð og veit að þeir geyma minningu um konu sem auðgaði líf allra þeirra sem kynntust henni. Blessuð sé minning hennar. A.S. Okkur langar til að minnast ólu frænku okkar, sem lést í Sjúkra- húsi Keflavíkur 6. febrúar síðast- liðinn. Hún kenndi okkur með sín- um óbilandi kjarki og æðruleysi að meta lífið á annan veg en áður, þrátt fyrir löng og ströng veikindi. Tvær af okkur systrum áttum þess kost að heinmsækja Ólu og Reub- en, mann hennar, á heimili þeirra í Centralia, í Bandaríkjunum. Þetta var mjög ánægjulegur tími og þau þreyttust aldrei á að sýna okkur merka og fallega staði, og oft rifjuðum við þetta upp eftir að óla fluttist aftur til íslands, fyrir þremur árum, eftir að hafa misst mann sinn. Við þökkum sérstaklega fyrir samveruna um síðustu jól. Hún vissi að stundin var að nálgast, en lét engan bilbug á sér finna og kom af sjúkrahúsinu til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar, í síð- asta sinn. Hún gladdi okkur ómet- anlega með nærveru sinni og hin sanna jólagleði ríkti í hugum okkar allra. Við viljum svo að lokum þakka læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir þá frábæru um- önnun, sem henni var veitt til síð- ustu stundar. Ennfremur viljum við þakka Hreggviði Hermanns- syni lækni fyrir hjálpsemi hans í hennar garð. Guð veri með ólu frænku okkar og hafi hún kæra þökk fyrir allt. Sigga, Petrea og Magga. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér. Þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér.“ Okkur langar að minnast í ör- fáum orðum föðursystur okkar, Ólafar Sigurðardóttur Roper, sem Þórarinn Stefáns- son Reyðarfirði dóttur og Benedikts Péturssonar, útvegsbónda þar. Hefði hann því orðið áttræður í maí næstkomandi, sem engir hefðu trúað er sáu hann og heyrðu, svo vel bar hann aldurinn. Var stór, myndarlegur og teinrétt- ur. Hugurinn alltaf jafnskýr. Jón var mér góður frændi og sá eini sem ég þekkti af mínu föður- fólki, eftir að faðir hans lézt, föð- urbróðir minn. Ég man eftir fólkinu í Suðurkoti alla tíð frá því faðir minn drukkn- aði, var ég þá aðeins fjögurra ára. Mamma mín stóð þá ein uppi með okkur þrjú systkinin og það fjórða ófætt. Á þeim tír.ium voru hvorki barna- né ekknabætur. Fáir aflögufærir, áttu nóg með sig og sína. Einn var það þá sem ekki brást, Benedikt í Suðurkoti. Man ég það vel, er hann kom færandi hendi með ýmislegt til heimilisins. Þau hjón Benedikt og Sigríður voru kunnug mömmu fyrir mína tíð og hét Jón sonur þeirra eftir fyrsta manni hennar, Jón Gestur. Bjuggu þau að Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd. Sfðar giftist mamma albróður Benedikts, Ingvari föður mínum. Það var ekki lítil tilhlökkun og til- breyting að fá þau Sigríði og Benedikt í heimsókn til okkar í Hafnarfjörð, þar sem mamma var annars oftast ein með okkur krakkana. Sigga í Suðurkoti eins og ég kallaði hana gisti oftast hjá okkur, svaf í mínu rúmi, sagði mér sögur og var mér svo góð. Jón hef ég þekkt allt frá þessum árum. Um tíma var hann í Flens- borg og bjó þá hjá okkur. Góður var hann við alla á heimilinu og með sinni fáguðu framkomu bar hann foreldrum sínum fagurt vitni um gott uppeldi. Árin liðu, ég flutti út á land og bjó þar í áratugi. Sáumst við þá sjaldan frændsystkinin. Þó kom það fyrir, t.d. á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Jón var alla tíð sannur sjálfstæðismaður, fylgdi þeim flokki af alhug og trúmennsku. Það var margt og mikið sem Jón tók sér fyrir hendur og starfaði við. Sat hann 1 fjölda nefnda og sótti þing ýmissa félaga og fyrir- tækja. Um það allt má lesa í „Æviskrám samtíðarmanna", eft- ir Torfa Jónsson. Jón var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún ölafsdóttir frá Knarrar- nesi. Eru börn þei-ra tvö, Sigríður og Ólafur Þór. Seinni kona hans er Helga Þorvaldsdóttir frá Skúmsstöðum, V-Landeyjum. Eiga þau eina dóttur, er Særún heitir. Býr hún í Vogunum ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Er hún sú eina sem ég þekki af börn- um Jóns. Veit ég hvað hún hefur verið ómetanleg foreldrum sinum i einu og öllu. Sama má segja um mann hennar. Helga er líka einstök kona sem reynzt hefur manni sínum eins og bezt verður á kosið. Heimsótti hún hann daglega á Landakotsspital- ann sunnan úr Vogum. Um jólin dvaldi Jón heima i þrjár vikur. Lá svo leiðin aftur inn á spitalann. Var Helga hjá honum þar til yfir lauk. Með hlýjum huga kveð ég minn góða frænda, þakka honum vin- áttu og tryggð, allt frá bernskuár- unum. Eiginkonu, börnum, barnabörn- um og systur bið ég guðs blessun- ar. Sendi þeim og öðru venzlafólki innilegustu samúðarkveðjur. J.B.I. nú er látin eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. En hún lést i Sjúkrahúsinu í Keflavík 6. febrú- ar, eftir tæplega þriggja mánaðar veru. Hún fæddist í Keflavik 15. júní 1918. Dóttir hjónanna Ágústu Guðjónsdóttur f. 1884, d. 1959 og Sigurðar Erlendssonar f. 1879, d. 1945. Systkini hennar voru: Magn- ús f. 1904, Guðjón f. 1905, en þeir drukknuðu báðir á besta aldri árin 1930 og 1932, Erlendur f. 1907, d. 1970, Sigríður f. 1910, Sólveig f. 1913, Guðrún f. 1921 og Ásgeir f. 1923. Með þeim systkinum öllum var afar kært, og eru þau öll bú- sett í Keflavík. Óla eins og hún var alltaf kölluð vann fyrir sér við ým- is störf, aðallega þjónustustörf. Lífsferill hennar mótaðist af at- orkusemi og dugnaði. Hún var forkur til allra verka og ósérhlífin, hafði fastmótaðar skoðanir, og var ekki á því að gefast upp, það sást best í veikindum hennar, og aldrei var kvartað. Dugnaður, elja og kjarkur var henni í blóð borin. óla og Sigga systir hennar bjuggu saman í Suðurgötu 23, þar til hún giftist og flutti til Amer- íku. Maður hennar var Banda- ríkjamaður að nafni Reuben Rop- er f. 24. október 1913, frá Centr- alia í Ulinois. Þau giftu sig í Keflavík í mars 1962 en bjuggu mestallan sinn búskap i Banda- ríkjunum, í hamingjusömu hjóna- bandi, þar til hann lést eftir lang- varandi veikindi 25. mars 1981. Þau voru barnlaus, en hann átti þrjár dætur af fyrra hjónabandi, þær Ritu, Normu og Eileen. Rita reyndist henni eins oe besta dóttir í erfiðum veikindum þeirra beggja, en bæði misstu þau heilsuna á sama tíma. óla kom al- komin heim sumarið 1981 og tóku þær systur þá upp þráðinn að nýju og bjuggu saman á Sólvallagötu 38. Við viljum fyrir hönd systkin- anna þakka læknum og öllu starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir sérstaka umönnun og góðvild í hennar garð. Hún var ákaflega þakklát þessu góða fólki fyrir hjálpina og minntist þess ávallt með hlýhug. Við biðjum henni Guðs blessunar í hinum nýju heimkynnum. Okkar dýpstu sam- úðarkveðjur sendum við þér, elsku Sigga frænka, og systkinum og frændfólki öllu. „Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður K. Pétursson) GÁ og SÁ Minning: Halldór Gunnarsr son skipstjóri Nokkur kveðjuorð um afa á Austurvegi, Halldór Gunnarsson skipstjóra, sem lést þann 5. febrú- ar eftir nokkra sjúkralegu. Ann- ars minnumst við afa fyrir annað en mikil veikindi þær stundir sem við áttum saman. Það var mikil yfirvegun yfir öll- um þeim samskiptum sem við átt- um við hann. Þar fór maður sem var fastur fyrir, og ekki tekið til mála annað en hlýða þvi sem hann mælti fyrir, og var alltaf mælt með ró. Afi var vestfirðingur og bjó lengst af á Ísafirði, en fjölskylda okkar bjó lengi á Flateyri. Þaðan var oft farið í heimsóknir til Isa- fjarðar um lengri eða skemmri tima. Að fara til ísafjarðar var mikið ævintýri fyrir okkur krakk- ana og var þá dvalið hjá afa og ömmu á Austurvegi. Þar var nú kátt á hjalla og gekk oft á ýmsu, þá var festa afa gott stjórntæki á mestu ólátabelgina. Ekki minnumst við þess að afi hafi blótað í okkar eyru, þó stund- um gengi á ýmsu. Seint gleymist okkur sú nærgætni og væntum- þykja sem hann sýndi öllu sínu fólki af heilum hug. Afi var alveg laus við allar kreddur um verkskiptingu kynj- anna og gekk að eldhúsverkum sem sjálfsögðum hlut. Við minn- umst sérstaklega morgnanna í eldhúsinu með afa, því þar var alltaf sérstök stemmning. Afi var alltaf búinn að hita kakó og smyrja brauð þegar okkur krökk- unum þóknaðist að strjúka stír- urnar úr augum. Allar okkar minningar um afa beinast svo að upphafinu, sem eru þau afi og amma. Þar voru mjög samrýnd hjón sem unnust af heil- um hug. Fráfall Guðbjargar ömmu var afa mikill missir, hann saknaði hennar mjög djúpt, þó ekki léti hann það hátt fara. Afi var ekki bölsýnn og kvartanir lét hann ekki í ljós. Við systkinin vottum öllum okkar aðstandendum dýpstu sam- úð um leið og við kveðjum góðan og hjartahlýjan afa. Dagur líður, fagur, fríður flýgur tíðin í aldaskaut Daggeislar hníga, stjörnunar stíga, stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður nú er búin öll dagsins þraut. (Vald. Briem) Halldór, Guðbjörg, Hjörleifur, Sigrún Edda, Hinrik, Sigrúnar- og Hringsbörn. ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.