Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Norðmenn eru felmtri slegnir eftirJohn C. Ausland í Osló Um þessar mundir eru þrjár vikur liðnar síðan Arne Tre- holt, starfsmaður í norsku utanríkisþjónustunni, var handtekinn fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. í þessari grein lýsir John C. Ausland helstu þáttum málsins eins og þeir líta út þegar gangur þess í heild er skoðaður. Norðmenn eru enn felmtri slegnir eftir að Arne Treholt var handtekinn. Það er ofar skilningi þeirra, hvernig nokkur Norðmað- ur, sem var svo efnilegur og virt- ur, gat svikið fjölskyldu sína, vini og þjóð. Kaldan laugardag þyrmdi yfir þjóðina, er fréttin barst um að lögreglan hefði handtekið Arne Treholt. Um kvöldið safnaðist norska þjóðin kringum útvarps- og sjónvarpstæki sín og hlustaði agndofa á fráttina um, að Arne Treholt, virkur stjórnmálamaður norskur, hefði verið handtekinn á flugvellinum í Ósló. Hann var á leið til Vínarborgar til stefnumóts við foringja KGB, stjómendur sína. í skjalatösku hans fundust leyniskjöl. Næstu daga á eftir var í fjöl- miðlum ekki talað um annað meira en mesta stjórnmála- hneyksli Noregs. Þótt lögreglan hafi fram til þessa veitt litlar upp- lýsingar, sem byggjandi er á, hafa fjölmiðlar spunnið upp sögur um fortíð Treholts, leyndarmál, er hann kann að hafa skýrt frá og þau áhrif, sem handtaka hans kann að hafa á norsk stjórnmál og utanríkisstefnu. Island hefur spunnist inn í mál- ið. Blöðin flytja frásagnir frá Reykjavík þess efnis, að árið 1971 hafi Treholt lagt til við íslenska sendinefndarmenn hjá Sameinuðu þjóðunum, að efnt skyldi til her- ferðar á Norðurlöndum gegn herstöð Bandarikjamanna í Kefla- vík. Hvað hefur Treholt sagt KGB? Þær upplýsingar um samvinnu Treholts við KGB, sem lögreglan hefur látið i té, hafa til þessa verið fremur óljósar. Enn er ekki víst, hvenær Treholt gerðist njósnari, en það kann að hafa verið í byrjun áttunda áratugarins. Lögregluna fór að gruna hann áður en hann fór til New York sem einn af full- trúum Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1979. En vissu sína fékk hún ekki fyrr en 1983, er hann hitti KGB-mann í Helsinki og var síðan myndaður með tveim- ur KGB-mönnum í Vínarborg. Lögreglan hefur enn sem komið er engar upplýsingar veitt um, hvað Treholt hafi gengið til eða hvaða upplýsingar hann kann að hafa látið KGB í té. Willoch for- sætisráðherra gaf til kynna á blaðamannafundi, að upplýs- ingarnar gætu orðið mjög skaðleg- ar öryggi Noregs. Vangaveltur fjölmiðla hafa byggst á hinum mörgu störfum sem Treholt hefur gegnt, t.d. rit- arastarfi hans hjá Jens Evensen, verslunarmálaráðherra í olíu- kreppunni 1973—74, en þá hefur hann haft aðgang að áformum Norðmanna, ef til olíukreppu kæmi og ef til vill einnig vitneskju um staðsetningu olíubirgðastöðva hersins. Hann gat einnig hafa afl- að upplýsinga um áform Atlants- hafsbandalagsins um nýtingu norskra skipa, ef til ófriðar kæmi. Treholt varð síðar ráðherrarit- ari Evensens er hann var hafrétt- arráðherra. Því hefur sú spurning vaknað, hvort Treholt hafi gefið KGB upplýsingar meðan samn- ingsumleitanir um „gráa svæðið" stóðu jrfir, en einmitt þá gerði Ev- ensen umdeildan samning við Rússa um fiskveiðar á umdeildu svæði f Barentshafi. KGB-útsendari í Varnar- málaháskólanum Mörgum hefur orðið bilt við þá frétt, að Treholt hafi verið sýndur algjör trúnaður til að sækja norska varnarmálaháskólann, jafnvel þótt ljóst væri þá, að hann væri njósnari. Andres C. Sjaastad varnarmálaráðherra hefur stað- fest, að stjórnin vildi ekki vekja neinar grunsemdir um að fylgst væri með Treholt. Samkvæmt blaðafréttum hefur borið á vanþóknun í sumum þeirra landa, sem nemendur skólans heimsóttu. { því sambandi hafa blöðin skýrt frá því, að bandarísk yfirvöld í Keflavík hafi ekki fagn- að þeirri frétt, að þau hefðu tekið á móti útsendara KGB. Var mönnum það mikið áhyggjuefni, að Treholt átti stefnumót við KGB í Helsinki skömmu eftir að hann lauk námskeiði Varnamálaháskól- ans. KGB-rödd meðal norskra stjórnmálamanna Þegar leið frá handtökunni beindu fjölmiðlar athygli sinni að hlutverki því, sem Treholt kann að hafa gegnt sem „útsendari í áhrifastöðu". Er þetta viðkvæmt mál, þar eð þá vaknar sú spurning, hvaða þátt Treholt hafi átt í að marka stefnu Verkamannaflokks- ins. Og enn viðkvæmara verður málið, þar sem síðustu ár hefur hart verið deilt innan Verka- mannaflokksins um öryggisstefnu hans. Þótt aldrei sé auðvelt að dæma um þau áhrif, sem einstaklingur hefur á framvindu pólitískra mála, þá er ljóst, að Treholt lét Höfum opnað nýja húsgagnaverslun að Garðastræti 17, Reykjavík. Einnig skiptum við um nafn á Happyhúsinu Hafnarfirði sem heitir Sess húsgagnaverslun héðan ífrá. Með opnun þessarar nýju verslunar fást nú í fyrsta sinn í Reykjavík Happy unglingahúsgögn og Kropp hvíldarstólar. Ítilefniafþessumtímamótumverðaopnunartilboöáeinstaka ^„„1 im vprrS vörumverslanannaogtöluverðurafslátturáöðrum. L,ærni UITI vero HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI64 S. 54499 GARÐASIRCTI17 S.15044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.