Morgunblaðið - 22.02.1984, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
HVAÐ SEGJA ÞAU UM KJARASAMNINGANA?
Jón Sigurðsson forstj.
Þjóðhagsstofnunar:
Kauplag verður
6V2 til 7% hærra
á árinu 1984 en
það var í árslok
1983
„ÞAÐ hefur auðvitað ekki gefist
tími til þess enn að meta vandlega
niðurstöður þessa kjarasamnings
eða áhrif hans í heild. En nokkur
atriði má nefna eftir skjóta skoðun
og er þá jafnan reiknað með því að
alraennar launabreytingar verði
innan þeirra marka sem ákveðin
eru með samningum næstu 15
mánuðina,“ sagði Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í sam-
tali við Mbl. er leitað var álits hans
á áhrifum samkomulags ASÍ og
VSÍ.
„Fyrsta atriðið sem ég vil
nefna,“ sagði Jón, „er að samn-
ingurinn felur í sér að kauplag
verði að meðaltali um 6V4 til 7%
hærra á árinu 1984 en það var í
árslok 1983. Þetta er svipað
kauplag og reiknað var með í
þjóðhagsáætlun fyrir árið 1984
og fjárlagafrumvarpi á síðast-
liðnu hausti, en 2% til 3% hærra
en fólst í fjárlögum. Frá upphafi
til loka árs 1984 munu launa-
taxtar hækka samkvæmt samn-
ingnum um nálægt 10'/i til 11%.
Annað atriðið varðar lágtekju-
hópinn en samningarnir fela í
sér sérstaka hækkun á lág-
markstekjutryggingu fyrir dag-
vinnu sem hækkar um 10% sér-
staklega. Þá tengjast þessari
samningagerð, eins og kunnugt
er, áform af hálfu ríkisins um
úrbætur fyrir þá sem búa við
lökust kjör, meðal annars veru-
leg hækkun barnabóta til lág-
tekjufólks, hækkun mæðralauna
og meðlaga og hækkun tekju-
tryggingar almannatrygginga.
Þessi þáttur málsins er ekki full-
mótaður og þess vegna ekki unnt
að meta hann til hlítar að svo
stöddu. En hér er um verulega
lagfæringu á kjörum hinna
tekjulægstu að ræða. Þriðja at-
riðið varðar verðbólgu. Að gerð-
um þessum samningum og mið-
að við horfur á þróun innflutn-
ingsverðs og verðlags almennt
að undanförnu má ætla að verð-
hækkun frá byrjun til loka árs
1984 geti orðið 10% til 11%.
Margt er þó óvissu háð í þessari
spá. Fjórða atriðið varðar kaup-
mátt. Segja má að samningarnir
feli það í sér að kaupmáttur
launa verði svipaður á árinu
1984 og hann var á síðasta fjórð-
ungi ársins 1983, en það er um
1 % % hærra kaupmáttarstig en
reiknað er með í fjárlögum.
Fimmta og síðasta atriðið varð-
ar heildareftirspurn og við-
skiptajöfnuð. Af þessum samn-
ingum leiðir að eftirspurn í land-
inu verður heldur meiri en í síð-
ustu þjóðhagsspá en það veldur
því að innflutningur verður
eitthvað meiri en einnig umsvif
innanlands. í heild kynni þetta
að auka nokkuð viðskiptahalla
en á móti vegur að vonir eru nú
bundnar við aukna loðnuveiði
þannig að viðskiptahalli gæti
haldist innan við 1—1%% af
þjóðarframleiðslu. Hér skiptir
auðvitað miklu máli hver verður
þróun viðskiptakjara á árinu,“
sagði Jón Sigurðsson.
Þorsteinn Pálsson:
Spenntir til
hins ýtrasta og
teflt á tæpasta
vað
„ÉG FAGNA því aö samningar
hafa náðst sem eiga að geta tryggt
vinnufrið að minnsta kosti fram á
næsta ár. Það er Ijóst að samning-
arnir eru spenntir til hins ýtrasta
og teflt er á tæpasta vað, en við
treystum því að aðilar gangi að
samningunum með fullri ábyrgð,"
sagði Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, er hann var
spurður álits á samningum ASÍ og
VSf sem undirritaðir voru í gær.
Varðandi loforð stjórnvalda
um kjarabætur til þeirra lægst
launuöu sagði Þorsteinn: „Þarna
verður um tilfærslur á fjárlög-
um að ræða til þeirra verst
settu. Ríkisstjórnin var tilbúin
til viðræðna um slíkar tilfærsl-
ur, ef samningsaðilar kæmu sér
saman um þær ráðstafanir. Það
var síðan staðfest í morgun, þeg-
ar fulltrúar þeirra komu til
fundar við formenn stjórnar-
flokkanna með tillögur þar að
lútandi." Þorsteinn sagði að fjár-
muna þessara, sem nema munu
um 330 millj. kr., yrði aflað með
tilfærslum á fjárlögum eftir við-
ræður og með samkomulagi við
þá aðila sem að samningum
stæðu. „Þetta er þáttur ríkis-
valdsins í lausn heildarkjara-
samninganna," sagði Þorsteinn
„og því hvílir mikil ábyrgð á ein-
stökum félögum innan Alþýðu-
sambandsins og Vinnuveitenda-
sambandsins að standa að þessu
í heild sinni, þannig að það tefji
ekki framgang ráðstafana í þágu
lágtekjufólksins."
— Nú er þarna um að ræða
hærri prósentuhækkanir en
rammi fjárlaganna gerði ráð
fyrir, en þar var reiknað með
4%. Er þessi umræddi rammi þá
sprunginn?
„Það er reiknað með að þessar
launabreytingar þýði að meðal-
tali frá í desember sl. 6—7%
hækkun launa á árinu. Auðvitað
gengur þetta lengra en fjárlögin
gerðu ráð fyrir og gengið er fram
á ystu nöf. Það er þó ekkert sem
bendir til að ríkisstjórnin geti
ekki, þrátt fyrir þetta, staðið við
yfirlýst markmið sín varðandi
verðbólguna. Þetta gæti kannski
þýtt 1—2% í því tilefni. Aðalat-
riðið er að tryggja vinnufrið og
við vonumst til að það hafi tekist
með þessum ráðstöfunum," sagði
Þorsteinn að lokum.
Steingrímur
Hermannsson
Strekkja bönd-
in til hins
ýtrasta
„ÉG TEL þetta mjög jákvætt og
fagna því að samningar virðast
ætla að nást, og vonandi verða það
heildarsamningar. Ég tel það einn-
ig mikilvægt að þarna er stefnt að
samningum til 15 mánaða og með
þessu tel ég að fáist nauðsynlegur
vinnufriður, bæði fyrir ríkisstjórn
og aðila vinnumarkaðarins," sagði
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra aðspurður um nýgert
samkomulag um kjarasamninga.
Forsætisráðherra sagði enn-
fremur: „Ég tel að með þessu
megi ná tökum á því sem unnist
hefur og undirbúa framtíðina.
Um samningana sem slíka er
enginn vafi á því að þeir
strekkja böndin til hins ýtrasta,
en hins vegar eru átök á vinnu-
markaðinum einnig kostnaðar-
söm fyrir þjóðarheildina."
— Nú hefur margsinnis verið
yfirlýst að rammi fjárlaganna
þoli aðeins 4% meðalhækkun
launa á árinu og einn ráðherr-
anna jafnvel hótað að segja af
sér ef út fyrir þann ramma verði
farið. Hvað viltu segja um það?
„Já, það er alveg rétt með
þennan ramma. Ég vann ekki
síst að þessu með Þorsteini
Pálssyni og við og ríkisstjórnin,
þ.e. þeir sem til staðar eru, vor-
um allir sammála um, að það
væri óhjákvæmilegt annað en að
stuðla að því að þessir samning-
ar gætu náðst fram. Það sem að
okkur snýr er fyrst og fremst
varðandi fjárlögin. Þetta eru
frjálsir samningar að öðru leyti,
á það vil ég leggja áherslu. Við
erum tilbúnir til þessara til-
færslna, hins vegar eru það allt
lagaatriði og þarf að skoða betur
útfærslu, hvernig fjármagns
verður aflað og annað í því sam-
bandi. Það er þegar komið í
gang.“
— Hvar munuð þið helst
draga saman í fjárlögunum til
að fjármagna umrædda til-
færslu?
„Það hefur verið nefnt að það
komi til greina að færa af niður-
greiðslum til landbúnaðar. Ég
útiloka það ekki en það þarf að
skoða fleiri möguleika."
Vilborg Harðardóttir:
Verkalýðsfor-
ystan hefur
ekki látið á það
reyna hvort
fólk er tilbúið í
harðar aðgerðir
„ÉG HEF EKKI haft tök á að
kynna mér þetta samkomulag ná-
kvæmlega, en það scm ég veit um
þetta veldur mér miklum vonbrigð-
um og er ég algerlega á móti
þessu,“ sagði Vilborg Harðardótt-
ir, varaformaður Alþýðubandalags-
ins, í samtali við Mbl. í gærkvöldi,
er leitað var álits hennar á sam-
komulagi ASÍ og VSÍ.
Ég er bæði óánægð með þá
litlu kauphækkun sem samið var
um og hvað samið er til langs
tíma. í mesta lagi hefði verið
hægt að semja til þriggja mán-
aða miðað við svona smánarlega
lága prósentuhækkun. Mér
finnst verkalýðsforystan alls
ekki hafa látið reyna á það hvort
fólk væri tilbúið í harðari að-
gerðir til að knýja fram hærra
kaup. Ég get ekki séð að fólk í
lægst launuðu stéttunum, þar
sem konur eru í meirihluta,
muni neitt um hvorum megin
þessi 500 kall sem samið hefur
verið um liggur. Þá er það
hneykslanlegt að fólki skuli vera
mismunað eftir aldri,“ sagði
Vilborg Harðardóttir.
Jóhann Hjartarson
einn í efsta sæti
JÓHANN Hjartarson tók forustu á
Reykjavíkurskákmótinu í gærkvöldi
þegar hann sigraði Bandaríkjamann-
inn DeFirmian í 7. umferð. Skák Jó-
hanns var sérlega glæsileg og vakti
óskipta athygli fjölmargra áhorf-
enda. Jóhann var hinn rólegasti eftir
sigur sinn. „Byrjunin tók mikinn
tíma og ég fékk lakari stöðu. Lenti í
stöðu, sem DcFirmian þekkti mjög
vel, en ég ekki jafnvel. Miðtaflið tók
mjög á eh einnig mikinn tíma. Mér
var farið að líða ansi illa í lokin
þegar tímahrakið var í algleymingi.
Atti eitthvað rúmar 10 mínútur á síð-
ustu 15 leikina, en í lokin var þetta í
lagi. Hann náði engum hótunum
fram og sigurinn var í höfn,“ sagði
Jóhann lljartarson eftir sigur sinn
yfir DeFirmian í gærkvöldi.
Úrslit skáka í 7. umfcM urðu:
Jóhann Hjartarson — DeFirmian 1—0
Helgi Ólafsson — Wedberg V4 —V4
Reshevsky — Ree 'A —'A
Margeir Pétursson — Ornstein V4 — V4
King — Jón L. Árnason bið
Zaltsman — Schneider 'A — V4
Christiansen — Ostermeyer bið
Knezevic — Balashov bið
Byrne — Shamkovich 'A — 'A
Lobron — Schussler bið
Alburt — Karl Þorsteins V4 — Vt
Höi — Chandler 0—1
Pia Cramling — Guðm. Sigurjónsson V4 — V4
Elvar Guðmundsson — Gutman 0—1
Friðrik ólafsson — Geller 0—1
Dan Hansson — McCambridge 0—1
Halldór G. Einarsson — Hector 0—1
Thielemann — Bragi Kristjánsson 'A — 'A
Hilmar Karlsson — G. Taylor 'A —V4
Burger — Róbert Harðarson bið
Magnús Sólmundarson — Meyer bið
Pálmi Pétursson — Nykopp bið
Þröstur Bergmann — Haukur Angantýs. 0—1
Sævar Bjarnason — Guðm. Halldórsson 0—1
Benedikt Jónasson — Ágúst Karlsson V4—V4
Lárus Jóhannesson — Leifur Jósteinsson 1 —0
Björgvin Jónsson — Ásgeir Þ. Árnason 0—1
Gylfi Þórhalls. — Benóný Benedikts. 0—1
Arnór Björnsson — Bragi Halldórsson 0—1
Andri Áss Grétarsson — Har. Haraldsson bið
Karl Þorsteins tefldi í sjötta
sinn við stórmeistara og enn hélt
hann hlut sínum fyllilega. „Ég er
ákaflega ánægður með að fá svona
sterka andstæðinga — það herðir
mann,“ sagði Karl Þorsteins.
Staða efstu manna er nú:
1. Jóhann Hjartarson 6
2. DeFirmian5%
3.-8. Wedberg 5
Ree
Margeir Pétursson
Reshevsky
Helgi ólafsson
Ornstein
Frá blaðamannafundi í gærkveldi þar sem samningur ASÍ og VSÍ var kynntur. Talin frá vinstri: Ragna Bergmann,
formaður verkakvennafélagsins Framsóknar, Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, forseti ASI,
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Hjalti Einarsson, varaformaður VSÍ, Davíð Sch. Thorsteinsson og
Kristján Ragnarsson, sem sæti eiga í framkvæmdastjórn VSI, og Júlfus Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Morgunblaðið/ÓI.K.M.