Morgunblaðið - 22.02.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
3
Norræna húsið í Reykjavík:
66 umsækjend-
ur um starf
forstöðumanns
UMSÓKNARFRESTUR um störtu
forstööumanns við Norræna húsið í
Reykjavík rann út 15. febrúar síð-
astliðinn. Samkvæmt upplýsingum
er Mbl. fékk hjá Norrænu menning-
armálaskrifstofunni í Kaupmanna-
höfn sóttu 66 um stöðuna og óskuðu
fjórir þcirra nafnleyndar. Ekki
reyndist unnt að fá uppgefið þjóð-
erni þeirra er nafnleyndar óskuðu.
Fimm Islendingar voru meðal
umsækjenda, þeir eru Guðmundur
Sæmundsson, Akureyri, Atli Guð-
mundsson, Reykjavík, Njörður. P.
Njarðvík, Seltjarnarnesi, Jóhanna
K. Eyjólfsdóttir, Reykjavík, og
Pétur Pétursson, Lundi, Svíþjóð.
Tuttugu umsækjendur eru frá
Danmörku, sextán frá Svíþjóð, tíu
frá Noregi, fimm frá Grænlandi,
Langfaraóhappið:
Flugritinn
og samtölin
til Bretlands
RANNSÓKN á tildrögum þess
að Flugleiðaþotan Langfari fór út
af flugbrautinni á Keflavíkur-
flugvelli fyrra sunnudag heldur
áfram hjá Loftferðaeftirlitinu.
Skúli Jón Sigurðarson, for-
stöðumaður Loftferðaeftirlits-
ins, fer á næstu dögum til
Bretlands með flugrita vélar-
innar og hljóðritun af samtöl-
um flugstjóra og flugumferð-
arstjóra á jörðu niðri. Hérlend-
is er ekki til tækjabúnaður til
að hlusta á hljóðritanir eða
lesa af flugritanum og hefur
það því ekki verið gert enn að
sögn Péturs Einarssonar, flug-
málastjóra.
Flugritinn geymir upplýs-
ingar um öll atriði flugs vélar-
innar, t.d. hæð, hraða og fleira.
Skipting loðnu-
veiðikvótans:
Viðræður við
EBE og Norð-
menn að hefjast
ÁRDEGIS hefjast í Reykjavík viðræð-
ur íslendinga, Norðmanna og fulltrúa
Efnahagsbandalags Evrópu um skipt-
ingu loðnukvótans á fiskimiðunum við
fsland, Jan Mayen og Grænland. Síð-
ast áttu þessir aðilar viðræður í Briissel
í maímánuði í fyrra.
Af hálfu íslands taka þátt i við-
ræðunum fulltrúar utanríkis- og
sjávarútvegsráðuneyta, fiskfræð-
ingar og aðilar frá hagsmunaaðilum
í sjávarútvegi. Reiknað er með að
viðræðurnar standi yfir í dag og á
morgun.
tveir frá Finnlandi og tveir frá
Færeyjum.
Meðal umsækjenda eru Knut
ódegárd, Noregi, Per Fosser, Nor-
egi, Ake Sundin, Svíþjóð, Sverker
Hellén, Svíþjóð, Flemming Behr-
endt, Danmörku, Ole Dich, Dan-
mörku, Bardur Jakopson, Færeyj-
um og Mari Helena Forsberg, Sví-
þjóð.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson-
ar, ríkissáttasemjara, sem er
formaður stjórnar Norræna húss-
ins, verður ekki tekin endanleg
ákvörðun um hver verður næsti
forstöðumaður hússins fyrr en í
maí næstkomandi.
Staða forstöðumanns við
Norræna húsið í Færeyjum:
Umsóknarfrest-
ur framlengdur
UMSÓKNARFRE5?TUR um stöðu
forstöðumanns við Norræna húsið í
Færeyjum hefur verið framlengdur
til 15. mars næstkomandi. Stjórn
hússins taldi frestinn hafa verið of
stuttan og tók því ákvörðun um
framlengingu í síðastliðinni viku.
Þegar hafa u.þ.b. tuttugu um-
sóknir borist um starfið og eru
umsóknir frá öllum Norðurlönd-
unum þar á meðal.
Með fé ATVR í banka
TVEIR lögregluþjónar í Volvo-lög-
reglubifreið óku upp að verzlun
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkis-
ins við Lindargötu laust eftir
klukkan sex í gær og tæpri klukku
stund síðar óku þeir tveimur
starfsmönnum ÁTVR að útibúi
Landsbanka íslands við Laugaveg
77 með innkomu ÁTVR þann dag-
inn.
Ferðin gekk að óskum og eng-
inn ræningi sat fyrir þeim við
útibúið. Annar starfsmannanna,
sem fór með peningana í bank-
ann í gærkvöldi, var Pálmi Ein-
arsson, en hann var rændur
ásamt Konráði Konráðssyni síð-
astliðinn f östudag. Pálmi sté úr
bifreiðinni og setti féð í banka-
hólfið á meðan lögregluþjónarn-
ir og félagi hans, Einar Arnalds,
fylgdust með úr bifreiðinni.
MorfOinblaAió/JvlíiM.
Húsbruni á Bfldudal:
Kviknaði í út
frá matseld
SLÖKKVILIÐIÐ á Bíldudal var kallað
út kl. 21.50 í fyrrakvöld að íbúðarhús-
inu við Lönguhlíð 27 á staðnum. Var
þar laus eldur sem kviknað hafði í
eldhúsi út frá fitu á pönnu. Engin slys
urðu á mönnum.
Að sögn Arnar Gíslasonar
slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarfið
vel og var búið að slökkva eldinn
eftir u.þ.b. klukkustund. Sagði hann
nokkrar skemmdir hafa orðið vegna
reyks og sóts og einnig hefði þurft að
rifa hluta af þaki hússins.
Fljótandi EUBOS
í baö og sturtu, ef þú hef ur
viökvæma
húö!
Þeir sem eru með viðkvæma húð geta
notað Eubos í stað venjulegrar sápu.
Eubos taflan er i laginu eins og sápa,
er notuð eins og sápa, en er samt ekki
„sápa'.
Við notkun Eubos starfar sýruvörn
húðarinnar og svitaholurnar eðlilega. há
prútnar húðin ekki og hvorki smit né áreiti
trufla starfsemi hennar, og hún helst
mjúk og pægileg.
Eubos fæst einnig í fljótandi formi,
sem kemur í stað sjampós.
EUBOS
Umboð á íslandi:
G. ólafsson, Grensásvegi 8, Revk