Morgunblaðið - 22.02.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 22.02.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Brúðuheimilið leikið á íslensku og færeysku Rætt vid Svein Einarsson, fyrrum Þjóöleikhússtjóra, um uppsetn- ingu hans á Brúðuheimilinu í Færeyjum og nýtt leikrit hans í Iðnó „Þetta er mjög spennandi verk- efni og að því ég best veit í fyrsta sinn sem leikið er á íslensku og færeysku í sama leikritinu," sagði Sveinn Einarsson, fyrrum Þjóð- leikhússtjóri í samtali við blm. Mbl.. Sveinn heldur í lok vikunnar til Færeyja þar sem hann leikstýrir Brúðuheimiii Ibsens í Norður- landahúsinu. Með honum fara þeir Pétur Einarsson og Borgar Garð- arsson, og leika þeir báðir í upp- setningu Sveins. Aðrir leikarar eru færeyskir, og meðal þeirra Elin Mouritsen, sem fer með hlutverk Noru í leiknum. „Það má kalla þessa leiksýn- ingu númer tvö af hálfu Norður- landahússins," sagði Sveinn. „Þegar húsið var opnað á sínum tíma kom Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn og sýndi „Úr lífi ánamaðkanna". Siðastliðið haust frumsýndi Þjóðleikhúsið síðan „Lokaæfingu" í Norður- landahúsinu. Húsið stóð síðan sjálft fyrir sýningu á tveimur írskum einþáttungum eftir John M. Synge, og nú á Brúðuheimili Ibsens. Leikritið verður sýnt í færeyskri þýðingu Jens Pauli Heinesen rithöfundar, og ís- lenski textinn er úr þýðingu sem ég gerði fyrir Þjóðleikhúsið á sínum tíma. Leikmyndina gerir síðan einn kunnasti myndlistar- maður Færeyinga, Trond Pat- ursson." — Hvernig hentar Norður- landahúsið sem leikhús? „Vel. Með tilkomu Norður- landahússins hafa opnast miklir möguleikar fyrir Færeyinga hvað varðar nýja leikhústækni. Til að mynda verður Brúðuheim- ilið leikið á miðju gólfi með áhorfendur* á báða vegu. Það hefur ekki verið gert áður í Fær- eyjum, enda aðstaða ekki verið fyrir hendi, þeir hafa einungis haft „gömlu" tegundina af leik- húsi.“ — Hvenær verður Brúðu- heimilið frumsýnt? „Frumsýningin verður í byrj- un apríl, væntanlega þann sjöunda." í apríllok verður síðan nýtt leikrit Sveins frumsýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Hann var spurður um það. „Jú það er rétt, leikritið verður sett á fjalirnar í Iðnó í lok apríl," sagði Sveinn, „og samlestur hefst á því nú í vikunni. Endan- lega hefur ekki verið ákveðið heiti á því, en annað hvort verð- ur það „Fjöreggið" eða „Sagan af krókódílnum". Ég hef verið að skrifa þetta verk undanfarin tvö ár, en eiginlega ekki haft tíma til að sinna því almennilega fyrr en ég hætti störfum hjá Þjóðleik- húsinu. Ég lauk við það nú í sumar." — Um hvað fjallar „Fjöregg- ið“ eða „Sagan af krókódílnum"? „Þetta er algerlega hefðbundið leikrit. Segja má að það sé lýsing á þremur kynslóðum hér í Reykjavík og ólíkum viðhorfum þeirra til lífsins. Kannski er réttara að hafa kynslóðirnar Sveinn Einarsson fjórar, því að sá yngsti er þriggja-fjögurra ára og sá elsti nálega áttræður. Ég reyni að bregða upp raunsærri mynd af fólki, eins og það gengur og ger- ist hér í borg.“ — Hver leikstýrir verkinu? „Haukur J. Gunnarsson leik- stýrir því og Steindór Sigurðs- son gerir leikmyndina. Þau Guð- rún Ásmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson verða með stærstu hlutverkin, auk Pálma Gestsson- ar, en alls eru 15 hlutverk í leiknum," sagði Sveinn Einars- son að lokum. Einn seldi ytra FISKISKIPIÐ Ólafur Jónsson seldi afla sinn í Bremerhaven í gær, sam- tals 166,6 tonn. Fyrir aflann fékk hann 3.539,9 þúsund krónur, en meöalverö samkvæmt því er 21,25 krónur, en aflinn var einkum karfi. Þá er búist við því að fiskiskipin Arinbjörn og Erlingur selji ytra á miðvikudag og einnig er búist við að Ýmir selji ytra á fimmtudag- inn. Vitni vantar EKIÐ var á bifreiðina G-6016, sem er Mazda 626, árgerð 1980, brún að lit, þar sem bifreiðin stóð á bif- reiðastæðinu bak við verzlunina Geysi í Reykjavík frá klukkan 8:30 til 17 í gær. Vitni vinsamlegast gefi sig fram við lögregluna í Reykjavík. Hryssa týnd AÐFARANÖTT 8. febrúar síðast- liðinn hvarf veturgömul hryssa úr girðingu frá Mosfelli 2 í Mos- fellssveit. Hryssan er fremur stór, tinnusvört, mörkuð gagnbitað bæði. Þeir sem upplýsingar geta gefið um hryssuna eftir þennan tíma vinsamlega snúi sér til Aðal- steins Þorgeirssonar, vörslu- manns í Mosfellssveit, í síma 66460. Amma þó — Barnaleikrit Olgu Guðrúnar frumsýnt Frá æfingu á Ommu þó. Frá vinstri: Herdís Þorvaldsdóttir, Árni Tryggva- son, Gísli Guðmundsson og Edda Björgvinsdóttir. ÞjóÖleikhúsið: „AMMA ÞÓ er ekki alvarlegt leik- rit heldur brjálaður farsi,“ sagöi Olga Guörún Árnadóttir, rithöf- undur, um barnaleikritiö Amma þó, sem Þjóöleikhúsið frumsýnir í kvöld. Er þaö fyrsta leiksviðsverk Olgu Guörúnar, en hún hefur áöur samiö barnabækur. „Leikritið fjallar um svoiítiö óvenjulega fjöl- skyldu sem er í miklum fjár- hagskröggum og fínnur því upp á nokkuð frumlegum fjáröfiunarleiö- um sem gefast misjafnlega,“ sagöi Olga Guörún. „Inn í sögu fjöl- skyldunnar spinnst síðan önnur saga sem leysist í lokin. Saga um dálítið duiarfullan karl, sem er mikill örlagavaldur í lífí fjölskyld- unnar.“ Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson, en Olga Guðrún samdi tónlistina, sem er flutt í útsetn- ingu Hróðmars Sigurbjörnsson- ar. Messíana Tómasdóttir gerði leikmynd og búninga og lýsingu annaðist Ásmundur Karlsson. I hlutverkum fjölskyldunnar eru þau Jón S. Gunnarsson, sem leikur pabbann, Herdís Þor- valdsdóttir í hlutverki ömmunn- ar, stelpuna Fíu leikur Edda Björgvinsdóttir, og Gísli Guð- mundsson strákinn Fjódor. Aðr- ir leikendur eru Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Sigurður Skúla- son, Erlingur Gíslason, Helga E. Jónasdóttir og Árni Tryggvason. Árni Tryggvason 36 mál hafa verið lögð fyrir Búnaðarþing 36 mál voru lögð fyrir Búnaðar- þing á fyrsta degi þess, frá búnaðar- þingsfulltrúum, stjórn Búnaöarfé- íags íslands, búnaðarsamböndunum landbúnaðarráðuneytinu og Alþingi. Fyrstu tvö málin eru að venju reikn- ingur Búnaðarfélags íslands fyrir síðastliðið ár og fjárhagsáætlun fyrir yfírstandandi ár. Önnur mál sem lögð hafa verið fyrir eru þessi: Mál nr. 3: Erindi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga um niðurfellingu stofnlánadeildar- gjalds á afurðir loðdýra. Mál nr. 4: Erindi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga um breytingu á starfsemi Bjargráða- sjóðs gagnvart loðdýrabúum. Mál nr. 5: Erindi Össurar Guð- bjartssonar um snjómokstur á þjóðvegum. Mál nr. 6: Erindi Birkis Frið- bertssonar og Össurar Guðbjarts- sonar um eflingu Tilrauna- stöðvarinnar á Reykhólum. Mál nr. 7: Erindi Birkis Frið- bertssonar og Össurar Guðbjarts- sonar um lán til endurbóta á úti- húsum. Mál nr. 8: Erindi Birkis Frið- bertssonar og Össurar Guðbjarts- sonar um breytingu á reglum um forfallaþjónustu. Mál nr. 9: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um votheys- verkun. Mál nr. 10: Drög að frumvarpi til laga um atvinnuréttindi í land- búnaði. Lagt fyrir af stjórn Bún- aðarfélags Islands. Mál nr. 11: Erindi Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu um upplýsingastarfsemi bændasam- takanna í landbúnaði. Mál nr. 12: Erindi Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu um viðhald girðinga meðfram vegum landsins. Mál nr. 13: Erindi Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu um varnir gegn gæsum og álftum á ræktuðu landi. Mál nr. 14: Erindi Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu um raforkuverð. Mál nr. 15: Frumvarp til laga um land í þjóðareign, 61. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 16: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., 67. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 17: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, verkskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl. 71. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 18: Tillaga til þings- ályktunar um nýtingu og rekstr- argrundvöll sláturhúsa. 89. mál 106. löggjafarþings. Frá atvinnu- málanefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 19: Tillaga til þings- ályktunar um fiskeldi og rann- sóknir á klaki og eldi sjávar- og vatnadýra. 91. mál 106. löggjafar- þings. Frá atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 20: Tillaga til þings- ályktunar um landnýtingaráætl- un. 106. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 21: Tillaga til þings- ályktunar um könnun og nýtingu bújarða (ríkisjarða) í þágu aldr- aðra. 112. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 22: Frumvarp til laga um lífeyrissjóð bænda. 115. mál 106. löggjafarþings.. Lagt fyrir af stjórn BúnaðarfélagSJsiands, — Mál nr. 23: Tillaga til þings- ályktunar um áætlun um búrekst- Leiðrétting ÞAU mistök urðu í frétt í Mbl. síðastliðinn föstudag, að rangt var farið með nafn eiginkonu Einars Stefánssonar, rafvirkja í Kópa- vogi, sem hefur verið í meðferð vegna hvítblæðis. Hún heitir Hrönn Antonsdóttir. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. ur með tilliti til landkosta, markaðsaðstæðna og nýrra bú- greina. 120. mál 106. löggjafar- þings. Lagt fyrir af stjórn Búnað- arfélags fslands. Mál nr. 24: Erindi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar um greiðslu framlags vegna jarðarbóta. Mál nr. 25. Erindi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar um hag- kvæmni mismunandi heyverkun- araðferða. Mál nr. 26: Erindi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar um laxveiðar í sjó. Mál nr. 27: Erindi Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar um viðhald girðinga sem Vegagerð ríkisins lætur setja upp. Mál nr. 28: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um merkingu kjarnfóðurs, sem selt er á almenn- um markaði. Mál nr. 29: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um úrbætur á gæðum íslenzku ullarinnar. Mál nr. 30: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um bætta verzl- unarhætti við sölu á lambakjöti. Mál nr. 31: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um að styrkir til skjólbeltaræktar verði teknir í jarðræktarlögin við endurskoðun þeirra. Mál nr. 32: Erindi Egils Bjarna- sonar um áburðarkalk. Mál nr. 33: Frumvarp til laga um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, 196. mál 106. löggjafarþings. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 34: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skóg- rækt nr. 3. 6. marz 1955. Frá land- búnaðarráðuneytinu. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags fslands. Mál nr. 35: Frumvarp til laga um breytingu á ábúðarlögum nr. 64 31. maí 1976. Frá landbúnað- arráðuneytinu. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags fslands. Mál nr. 36: Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum nr. 65 31. maí 1976 með síðari breyting- um. Frá landbúnaðarráðuneytinu. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.