Morgunblaðið - 22.02.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
23
ferð sigraði hann Lobron í sérlega
sannfærandi skák og í fyrrakvöld
fékk Jón svipaða meðferð. Jóhann
einfaldaði taflið snemma í báðum
skákunum og dró þar með víg-
tennurnar úr mótspili andstæð-
inganna.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Jón L. Árnason
Benoni-byrjun
I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6.
Rc3 — g6, 7. Bf4 — a6
Guðmundur Sigurjónsson lék 7.
— Bg7 gegn Jóhanni á Búnaðar-
bankamótinu, sem svarað var með
8. Da4+ — Bd7, 9. Db3.
8. a4 — Bg7, 9. e4 — Bg4,10. Be2 —
Rh5!?
10. — 0-0 er að sjálfsögðu mun
algengari og eðlilegri leikur.
II. Bg5! — Bf6, 12. Bh6 — Rd7, 13.
Rd2 — Bxe2, 14. Dxe2 — Bg5, 15.
Bxg5 — Dxg5, 16. g3 — 0-0, 17. f4
— De7, 18. 04) — f5?
Hindrar 19. e5 — dxe5, 20. f5,
sem er þekkt peðsfórn í slíkum
stöðum. 18. — f6 var betra, en of
hægfara fyrir Jón.
19. Hael — Hae8, 20. Rc4
Svartur á nú í miklum erfiðleik-
um vegna hótunarinnar 21. e5 —
b5, 21. axb5 — axb5, 22. Rxb5 —
Dxe4
23. Dd2!! - Dxc4, 24. Rxd6
Svartur tapar nú a.m.k. skipta-
mun.
24. — Hxel, 25. Rxc4 — He4, 26.
Rd6 — Hd4, 27. De2 — Rhf6, 28.
De6+ — Kg7, 29. Hal — Hb8, 30.
De7+ — Kg8, 31. Df7+ — Kh8, 32.
Rb5 — He4, 33. Rc7 — Hf8, 34. Ha8
— Hxa8, 35. Rxa8 — Hel+, 36. Kf2
— Hbl, 37. Rc7 — Hxb2+, 38. Kel
— Hb8, 39, Re6 — Hg8, 40. d6 —
h6, 41. Kdl — g5, 42. De7 — gxf4,
43. Rxf4 — Hg7, 44. De6 — Hg8, 45.
Rh5, 46. Dxh6 mát.
Þjónustuíbúðir Sjó-
mannadags í Garðabæ:
Hamarinn hf.
átti lægsta
tilboðið
ÞANN 14. febrúar sl. voru opnuð til-
boð í að gera 28 verndaðar þjónustu-
íbúðir aldraðra, sem Sjómannadagur-
inn byggir í Garðabæ, fokheldar. Með
opnun þessara tilboða má segja að 75%
heildarkostnaðar sé þekktur.
Að þessu sinni bárust 11 tilboð.
Helztu niðurstöður:
kr.
1. Hamarinn hf. 18.712.600 75,9%
2. Bergverk hf. 19.604.606 79,4%
3. Sköfur 19.952.657 80,8%
4. Fjarðarmót 19.998.350 81,0%
Hæsta tilboð 23.242.677 94,1%
Kostn.áætl. 24.692.974 100,0%
(Frétt frá Sjómannadagsráði.)
Alþýðuleik-
húsið í MH
í KVÖLD, miðvikudag, sýnir Alþýðu-
leikhúsið einþáttunginn Kynórar á
Lagningardögum Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Kynórar eru annar einþáttungur-
inn af tveim sem Alþýðuleikhúsið
hefur undanfarið sýnt á Hótel Loft-
leiðum undir samheitinu Andar-
dráttur, og hafa undirtektir verið
mjög góðar.
Meðan á Reykjavíkurskákmótinu
stendur hefur Alþýðuleikhúsið orðið
að gera hlé á sýningum en byrjar af
fullum krafti þegar skákmótinu lýk-
ur.
Stjórnarfrumvarp:
Nýr vísitölugnindvöllur
Matvorur
M )ol. gr)óf», bakaðar vórur
Kjðt. kjötvörur
Fiskur. ftskvörur
Mjólk. rjómi. ostar, cgg
Fcitmeti, olíur
Grrnmeti. ávextir.ber o n
Kartoflur. vörur úr þeim
Sykur
Kaffi. le. kakaó. súkkulaoi
Aðrar matvorur
Drvkk)arvorur. tóbak
Gosdrykkirogól
Áfengi
Tóbak
Fót. skófatnaður
e">. W*vi»«eri)ito H
Skófatnaður
Húsnacði. rafmagn. hiti
Húsiueðiskostnaður
Rafmagns- og hitunarkostnaður
Húsgögn. heimilisbúnaður
Húsgógn. gólfteppi o. fl. • •
Vefnaðarmunir til heimilishalds
Kæbskápar. ónnur rafmagnsbusáhold
Borðbúruðu.. •«***““ ”. !'
Vmsa. vðni. og þjónusta til heim.tishaUl.
Bamaham..liiKöld.hú.h|álpo fl
Hetlsuvernd
Flulh.ng.lrti. Ia.ð.1. P*«“' °*
Eigm flutmngstæki
Notkun almennra flutmngst*k)a
Póstur og sími
Tómstundaiðkun og menntun
T*k)abúnaður
Opinbcrar sýmngar. þjónusta o fl
B*kur.blóð.timarito fl
Skólaganga
Aðrar vörur og þjónusta
Snyrtivörur. snyrting •
Ferðavörur, úr, skartgnpir o n
Veitingahúsa og hótelþ)6nusta. orlol
Tryggingaro 0
pjónustaót a
Félagsgjöld
Útgjaldaupph*ðir. kr
Nýt N“8,,d
grunnur grunmu_
Hlutfallslcg skipting
Nýr Núgild
grunnur grunnur
125 634
15 931
26 952
5 486
24 547
6 605
16 225
2 221
1 159
3 811
22 697
26 481
7 294
6 756
12 431
113 399
13 756
28 268
11 212
24 662
7 157
15 198
3 232
2 059
4 035
3 820
17 969
3 012
5 821
9 136
50 265
35 732
4 723
9 810
97 112
65 000
32 112
51 917
18 363
9 672
5 171
4 407
8 243
6 061
9 963
110 870
94 515
9 553
6802
59 604
20 337
20 654
15 914
2699
40 936
28 749
3 445
8 742
45 137
26 350
18 787
53 189
39 135
9 101
4 953
27 610
5 709
8 935
11 210
l 756
19 963
6 858
4 165
8 601
339
0.9
0,8
1.7
10.1
3.5
3.5
2,7
2 937
588 789 351 719
100.0
3.2
0.8
.ooTo
Eins og frá var sagt í frétt á bak-
síðu Mbl. í gær hefur Matthías A.
Mathiesen, sem er ráðherra Hag-
stofu íslands, lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um vísitölu fram-
færslukostnaðar og skipan kauplags-
nefndar. Samkvæmt frumvarpinu
skal kauplagsnefnd reikna vísitölu
framfærslukostnaðar eftir nýjum
vísitölugrundvelli, byggðum á niður-
stöðum neyzlukönnunar árin 1978
og 1979, sem kauplagsnefnd og Hag-
stofan hafa gert. Grunntala þessarar
vísitölu skal miðuð við 100 í febrú-
arbyrjun 1984, og skal reikna hana
fjórum sinnum á ári, í febrúar, maí,
ágúst og nóvember, eftir grund-
vallarreglum, sem kauplagsnefnd
setur.
Hér fer á eftir niðurlag greinar-
gerðar, sem frumvarpinu fylgir,
sem og tafla yfir skiptingu út-
gjalda í væntanlegum nýjum vísi-
tölugrundvelli og samanburður
við núgildandi grundvöll.
„Útgjaldaskipting samkvæmt
neyslukönnun 1978/79 og sam-
kvæmt gildandi vísitölugrundvelli
borin saman. Hér með fylgir yfirlit
um skiptingu útgjalda i væntan-
legum nýjum vísitölugrundvelli,
miðað við verðlag í febrúarbyrjun
1984. Til samanburðar eru í yfir-
litinu útgjaldafjárhæðir gildandi
vísitölu á sama tíma. Hér hafa all-
margir liðir í henni verið færðir
milli flokka til þess að gera þá
sambærilega við neyslukönnun
1978/79 að því er varðar greiningu
vöru og þjónustu á flokka. Þetta
yfirlit segir margt um áorðnar
breytingar á neysluvenjum laun-
þega á tímabilinu frá 1964/65 til
1978/79, er neyslukönnun var gerð
á ný. En þess er að gæta, að sam-
anburður á vægi útgjalda sam-
kvæmt yfirlitinu leiðir oft til vill-
andi niðurstöðu vegna mismikilla
verðhækkana á umræddu tímabili.
Hér á eftir er því, að því er varðar
sum útgjöld, annars vegar gerður
samanburður á vægi þeirra í
1968-grundvelli á grunntíma hans,
og hins vegar á vægi þeirra í
Væntanlegum nýjum grundvelli
miðað við verðlag í febrúarbyrjun
1984.
Ef litið er á matvöruflokkinn í
heild er vægi hans samkvæmt
niðurstöðum 1978/79-könnunar
21,4%, en hlutdeild matvöru i nú-
gildandi vísitölu á grunntíma
hennar 1968 var 27,9%. Sú tiltölu-
lega mikla hlutdeild er 1. febrúar
1984 komin upp í 32,2%, vegna
verulega meiri verðhækkunar
matvöru en orðið hefur á öðrum
vísitöluliðum.
Vægi útgjalda til búvörukaupa í
1968-vísitölu var á grunntíma
hennar 13,7%, og 15,5% í febrú-
arbyrjun 1984, en í væntanlegum
nýjum grunni er vægi þeirra um
8% miðað við verðlag í febrúar-
byrjun 1984. Mjög veruleg minnk-
un hefur orðið á neyslumagni eft-
irtalinna matvörutegunda frá því,
sem er í gildandi vísitölugrunni:
Nýmjólk úr 940 lítrum í 598 lítra,
kartöflur úr 250 kg í 98 kg, strá-
sykur úr 79 kg í 49 kg. Hér verður
að hafa í huga, að nýja „vísitölu-
fjölskyldan" er minni, eða 3,66
einstaklingar á móti 3,98 í gild-
andi vísitölu. Ennfremur verður
að taka tillit til þess, að hér er um
að ræða bein heimilisútgjöld til
kaupa á þessum vörutegundum —
neysla á þessum vörum í mötu-
neytum og á veitingahúsum, sem
hefur aukist stórlega, er utan við
þessar neyslumagnstölur og hún
liggur ekki fyrir sundurgreind.
Þrátt fyrir þetta er um að ræða
verulega raunverulega minnkun á
neyslu þessara vörutegunda. Geta
má þess, að neyslumagn gos-
drykkja og sælgætis hefur sam-
kvæmt neyslukönnun 1978/79
stóraukist frá því, sem það var
1964/65. Mjög veruleg aukning
hefur og orðið á neyslu nauta-
kjöts, svínakjöts og fuglakjöts.
Útgjöld vegna eigin bifreiðar
námu 11,1% af heildarútgjöldum
á grunntíma 1968-vísitölu, en í
væntanlegum nýjum grundvelli
nemaþau 16,1%. 55% af fjölskyld-
um núgildandi vísitölu eru með
eigin bifreið, en í nýja grundvell-
inum eru allar fjölskyldurnar með
eigin bifreið.
Veruleg aukning hefur orðið á
vægi útgjalda til tómstundaiðkun-
ar og þess háttar. Má þar nefna
útgjöld til kaupa á sjónvarpstækj-
um, hljómtækjum, myndavélum
og alls kyns íþróttabúnaði, svo og
útgjöld vegna tækja, sem hafa
komið til á seinni árum (video-
tæki, kassettur, vasatölvur). Þá
má nefna stóraukið vægi útgjalda
vegna hestamennsku, viðleguút-
búnaðar, skrúðgarðsræktunar,
sundiðkunar, lax- og silungsveiða,
dansnámskeiða, nudds og gufu-
baða, sólarlampa, o.m.fl.
Liðurinn orlofsferðir til út-
landa, sem er með útgjöldum til
veitingahúsa- og hótelþjónustu
neðarlega í yfirlitinu, er ekki til í
gildandi vísitölu, en vægi hans í
væntanlegum nýjum grundvelli er
3,3%.
Þá má að lokum nefna stóraukið
vægi útgjalda til barnagæslu, á
dagvistarheimilum, í leikskólum
og hjá svonefndum dagmömm-
um.“
Afleiðingar bankaránanna:
Skriða af beiðnum um verð-
mætaflutninga til okkar
— segir Jóhann Guómundsson, framkvæmdastjóri Securitas
„ÞVÍ ER ekki að neita að þetta
hefur hleypt af stað skriðu af
beiðnum um verðmætaflutninga
hjá okkur,“ sagði Jóhann Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
öryggisgæslufyrirtækisins Secur-
itas, í samtali við blm. Mbl., en
hann var spurður hvort aukning
hefði orðið á beiðnum um að
fyrirtækið sjái um verðmæta-
(lutninga, í kjölfar bankarán-
anna tveggja á dögunum. Jóhann
sagði aðspurður að hér væri bæði
um að ræða banka og fyrirtæki.
„Vegna þess að við tökum
fulla ábyrgð á flutningunum,
þá erum við ábyrgir fyrir öllum
leiðakerfunum, sem eru sí-
breytileg, og er þessu öllu fjar-
stýrt með aðstoð tölvu Securit-
as á kvótum sem ekki er mögu-
legt að hafa upp á. Jafnvel þó
að við tækjum að okkur verð-
mætaflutninga fyrir einhvern
banka, þá fær bankinn ekki að
vita hvaða prógramm er í
gangi hverju sinni, enda er
þetta á ábyrgð okkar, og gefum
við ekki neinum slíkar upplýs-
ingar. Við erum með verð-
mætaflutningadeild hjá okkur
og höfum þjálfað menn til að
grípa inn í svona aðstæður,"
sagði Jóhann.
Jóhann var spurður hvort
Securitas flytti nú fé fyrir
banka. Hann svaraði: „Af ör-
yggisástæðum og með tilliti til
þess sem gerst hefur síðustu
daga, þá tel ég ekki tímabært
að gefa það upp.“
SigurÖur Hafstein, framkvæmdastjóri Sambands sparisjóda:
Meiri kröfur um
peningaflutninga
Jóhann Óli sagði að hver
banki fyrir sig leitaði eftir ör-
yggisþjónustu, en ekki allir
saman, enda væri óvarlegt að
fara út í samstarf um þessi at-
riði, því gæsla af þessu tagi
hlyti að vera leyndarmál hvers
aðila fyrir sig. Enda tæki fyrir-
tækið fulla ábyrgð á öllum
verðmætum sem það flytti og
slíka ábyrgð tækju engir á sig
nema atvinnumenn. „Verð-
mætaflutningar í dag eru ekki
lengur fyrir áhugamenn, held-
ur krefst þetta faglegrar skipu-
lagningar og framkvæmdar,"
sagði Jóhann.
GERÐAR verða meiri kröfur um
peningaflutninga í kjölfar rán-
anna tveggja fyrir nokkru, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Sigurði Hafstein, fram-
kvæmdastjóra Sambands spari-
sjóða í gær, en ekki vildi Sigurð-
ur tjá sig um með hvaða hætti
það yrði.
„Það þjónar ekki hagsmun-
um neinna að fara út í það sér-
staklega," sagði Sigurður, þeg-
ar hann var spurður á hvern
hátt kröfurnar yrðu auknar, en
sagði að málin yrðu tekin
fastari tökum en áður og það
hefði raunar verið gert.
„Þetta er eitt af þessum mál-
um sem ekki er hægt að ræða
við fjölmiðla," sagði Björgvin
Vilmundarson, bankastjóri
Landsbankans, í samtali við
Mbl. Sagði hann að bankinn
gæti ekki gefið upp hvað gert
yrði eða hvort breyting yrði á
peningaflutningum á vegum
bankans í kjölfar ránanna
tveggja að undanförnu.