Morgunblaðið - 22.02.1984, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
Hvaða áhrif hafa refs-
ingar á afbrotamennina?
Spjallað við Ullu Bondesen, prófessor í Kaupmanna-
höfn og Lundi, formann Norræna sakfræðiráðsins
ULLA Bondcsen heitir sænsk
kona, prófessor í afbrotafræði við
háskólann í Kaupmannahöfn og í
réttarfélagsfræði við háskólann í
Lundi. Hún er formaður Norræna
sakfræðiráðsins í ár. Arsfundur
ráðsins var haldinn á íslandi í
byrjun þessa mánaðar og að hon-
um loknum hitti blm. Morgun-
blaðsins frú Bondesen aö máli
stutta stund.
Norræna sakfræðiráðið —
Nordiska samarbetsrádet for
kriminologi — er tuttugu ára
gamall félagsskapur eða stofn-
un, því það eru dómsmálaráðu-
neyti Norðurlandanna, sem til-
nefna í það þrjá fulltrúa hverrar
þjóðar. íslendingar eiga þó að-
eins einn fulltrúa í ráðinu, það er
Jónatan Þórmundsson prófessor.
„Tveir fulltrúanna eru að jafnaði
vísindamenn, einn er embættis-
maður," sagði Ulla Bondesen.
„Hlutverk ráðsins er að efla
sakfræðilegar rannsóknir og
veita styrki til einstakra rann-
sóknarverkefna. Auk þess sjáum
við um að koma á framfæri upp-
lýsingum um sakfræði, bæði til
almennings, sérfræðinga og í
blöð og tímarit, sem fjalla um
þessi efni. Tengiliður ráðsins hér
á íslandi er Þorsteinn A. Jóns-
son, deildarstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu.
Þá gengst ráðið árlega fyrir
vísindaráðstefnu, sem í taka
50—60 manns frá Norðurlöndun-
um og annað hvert ár höldum
við fund, þar sem starfandi vís-
indamönnum gefst tækifæri til
að hitta stjórnmálamenn og
aðra þá, sem áhrif geta haft á
þróun sakfræðinnar."
— Hvernig stendur á því að
Svíi, eins og þú ert, er fulltrúi
Danmerkur í Norræna sakfræði-
ráðinu?
„Það er norræni andinn! Nei,
að öllu gríni slepptu, þá stafar
það af því, að ég er prófessor í
sakfræði við Kaupmannahafn-
arháskóla og að auki gegni ég
prófessorsembætti í réttarfé-
lagsfræði við háskólann í Lundi.
Þetta er ekki óvanalegt enda af-
ar stutt þarna á milli."
— Hvaða nýjungar eru helst
ræddar meðal sakfræðinga í dag
— er að verða einhver breyting á
fræðunum eða þeim aðferðum,
sem menn nota til að komast að
niðurstöðu?
„Á hverri stundu er vitanlega
verið að ræða fjölmörg efni og
afbrigði. Áður fyrr beindust
sakfræðirannsóknir einkum að
því að kanna hvað olli afbrota-
hneigð í fólki. Á undanförnum
áratug eða svo hafa rannsóknir
meira beinst að aðgerðum
stjórnvalda gagnvart brotlegum.
Við reynum að komast að því
hvaða áhrif refsikerfi landanna
hafa eða geta haft á brotamenn.
Sjálf hef ég t.d. einmitt unnið
talsvert að rannsóknum á því
sviði, þ.e. að kanna áhrif frels-
issviptingar — og eins refsinga,
sem ekki hafa í för með sér frels-
issviptingu.
Þá höfum við einnig beint
sjónum okkar að nýrri tegund
afbrota, umhverfisafbrotum, og
á fundinum hér var einmitt
ákveðið að fjalla sérstaklega um
þetta efni á næstu ráðstefnu
okkar í Finnlandi."
— Hvað eru umhverfisafbrot?
„Það liggur í orðunum — um-
hverfisafbrot eru mestmegnis
framin af iðnaðarfyrirtækjum
og stóriðjuverum, sem hleypa
óæskilegum eða eitruðum efnum
út i umhverfið, náttúruna eða
andrúmsloftið. Við veltum því
fyrir okkur hvort í öllum tilfell-
um sé verið að brjóta lög eða
hvort eigi að breyta lögum, sem
brot af þessu tagi varða við. Ég
veit ekki hvernig ástandið er í
þessum efnum hér á íslandi en
Morgunblaðið/KEE
Ulla Bondesen: Beinum sjónum nú
að nýrri tegund afbrota, umhverfis-
afbrotum ...
ég veit að þetta er orðið mikið
vandamál t.d. í Danmörku."
— Er hægt að bera ísland
saman við hin Norðurlöndin þeg-
ar rætt er um afbrot — nýtur
fsland einhverrar sérstöðu á því
sviði?
„Satt best að segja vitum við
ekki mjög mikið um ísland í
þessu tilliti. Við héldum hér
ráðstefnu um varnaðarstarf
fyrir tæpum þremur árum. Þar
setti norskur fulltrúi fram þá
tilgátu, að hér hlyti að vera
lægri afbrotatíðni vegna smæðar
landsins, vegna þess að iðnvæð-
ingin væri skemmra á veg komin
en á hinum Norðurlöndunum og
vegna þess að formlegt félags-
legt eftirlit væri minna en hið
óformlega. Mér fannst þó á sam-
tölum við íslenska starfsbræður
mína, að afbrotatíðni væri ekki
eins lág hér og við höfðum gert
okkur í hugarlund. En hér eru
ekki til tölur um þessa hluti,
þannig að við höfum ekki grund-
völlinn til að byggja hugsanlegar
niðurstöður á.
Það má gjarnan koma fram
hér, að við ákváðum á fundi
okkar nú að veita styrk til rann-
sóknar á fíkniefnaneyslu íslend-
inga, sem mér skilst að fari vax-
andi. Þessi rannsókn verður
byggð á því, að fólk verður látið
svara spurningalistum, sem sýn-
ir enn, að ekki er hægt að byggja
á fyrirliggjandi tölum."
— Hefur sakfræðin hagnýtt
gildi?
„Það skulum við að minnsta
kosti vona! Já, ég held að við get-
um og höfum haft hagnýtt gildi
af sakfræðilegum rannsóknum.
Þeim mun meira sem maður veit
um sjálfa þjóðfélagsgerðina og
uppbyggingu ríkisins, þeim mun
betur er hægt að skipuleggja
refsinguna eða meðferðina og
gera hana skynsamlegri. Viður-
lögum er ekki aðeins ætlað að
refsa, þau eiga einnig að koma í
veg fyrir frekari afbrot. En til að
svo megi verða þarf maður að
vita eitthvað um uppbyggingu
þjóðfélagsins. Áreiðanlegustu
niðurstöðurnar fær maður í
gegnum ítarlegar vísindarann-
sóknir. Ég er til dæmis sannfærð
um að rannsóknir á áhrifum við-
urlaga, þar með talinna refsinga,
hafi tvímælalaust haft hagnýtt
Kildi.“
Námskeið í hraðlestri:
Tífaldur lestrarhraði ekki óalgengur
— segir Ólafur H. Johnson
Það getur verið fróðlegt að vita að algengur lestrarhraði fullorðins
fólks er á bilinu 180—200 orð á mínútu. Það eru svo sem 35 línur í
venjulegum dálki í Morgunblaðinu. Samkvæmt því lætur nærri að
það taki flesta um það bil tíu mínútur að lesa ríflega þrjá dálka af
lesmáli með algengu letri í blaðinu. Það væri ekki amalegt að vera
ekki nema eina mínútur að lesa texta af þessari lengd, m.ö.o. að
geta tífaldað lestrarhraðann, sízt ef textinn er jafnframt vandlegar
lesinn en ella.
Það segir Ólafur H. Johnson
hjá Hraðlestrarskólanum
að sé hægt og árangur eins
og að framan er lýst kveður hann
alls ekki óalgengan. ólafur er
viðskiptafræðingur og starfar hjá
Skeljungi hf., en undanfarin miss-
eri hefur hann haldið námskeið í
hraðlestri í Reykjavík. íþróttina
tileinkaði hann sér í skóla í New
York en stofnandi fyrirtækisins,
Evelyn Wood, kenndi ráðgjöfum
John F. Kennedy Bandaríkjafor-
seta hraðlestur á sínum tíma. Þeg-
ar Kennedy tók við embætti og var
að ráða sér starfslið setti hann
það skilyrði að viðkomandi lærði
hraðlestur.
„Þessi aðferð og aðrar áþekkar
eru tíðkaðar víða um heim og það
mun vera leitun að bandarískum
þingmönnum, sem ekki hafa til-
einkað sér hraðlestur. Mörg störf
fela í sér upplýsingasöfnun og gíf-
ur'egan yfirlestur svo það er ekki
furða þótt leitað sé leiða til að
komast yfir sem mest lesefni á
sem skemmstum tíma,“ sagði
ólafur er hann var spurður um
hraðlesturinn. „Tíföldun lestr-
arhraða með þeirri aðferð sem ég
kenni er ekki óalgeng hjá þeim
sem á annað borð ljúka námskeið-
inu og leggja í þetta þá vinnu sem
krafizt er. Það er langt í frá eins-
dæmi að fólk nái að lesa 2—3000
orð á mínútu, en hraðinn er fyrst
og fremst þjálfunaratriði. Veru-
legum árangri er ekki hægt að ná
nema með mikilli þjálfun og það
kostar mikla vinnu að ná valdi á
þessari aðferð. Sjálf kennslan fer
fram eitt kvöld í viku og nám-
skeiðið tekur sex vikur. Svo tilætl-
aður árangur náist verður nem-
andinn að þjálfa sig í eina klukku-
stund á degi hverjum."
Ef við miðum við tífaldan lestr-
arhraða og þaðan af meira —
hvernig tekur maður við texta sem
hann innbyrðir svo hratt? Er þá
ekki óhjákvæmilega farið yfir les-
efnið á hundavaði þannig að það
fer fyrir ofan garð og neðan?
„Öðru nær. Aðferðin er fyrst og
fremst fólgin í einbeitingu. Ég
fullyrði hiklaust að maður tileink-
ar sér lesefnið betur þegar þessi
aðferð er notuð en með gamla lag-
inu. Þetta er líka aðferð til að
skilja að aðalatriði og aukaatriði í
textanum og leggja svo á minnið
það sem máli skiptir."
Það er ekki erfitt að sjá í hendi
sér hagræðið að því að lesa á
svipstundu langar og misjafnlega
skemmtilegar skýrslur og annað
upplýsingaefni, en hvað um bók-
menntir? Ætli mörgum þyki eftir-
sóknarvert að bruna i gegnum
hverja skáldsöguna á fætur ann-
arri?
„Ýmislegt lesefni, svo sem fag-
urbókmenntir, vilja menn sjálf-
sagt treina sér, en ég held að við
hraðlestur þurfi listrænt gildi
ekki að fara forgörðum. Hitt er
annað, að þessi aðferð gerir ráð
fyrir sveigjanlegum lestrarhraða
eftir eðli þess efnis sem lesið er
hverju sinni. Og eitt er það sem
maður les ekki hratt og það eru
tölur.“
Hverjir eru það sem hafa sótt
námskeiðin hjá þér?
„Einkum eru það þrír hópar sem
mér hafa fundizt mest áberandi. í
fyrstu voru það mikið til aðilar úr
viðskiptalífinu, sem kalla má, sem
fjölmenntu á þessi námskeið.
Þeim fór síðan fækkandi og við
tók fólk héðan og þaðan úr þjóð-
félaginu, sem virtist nota tóm-
stundir sínar til að bæta við sig
þekkingu, aðallega af persónu-
legum ástæðum en ekki af því að
hraðlesturinn kæmi því fyrst og
fremst að notum í sambandi við
atvinnu. Að undanförnu hafa
námsmenn verið fjölmennasti
hópurinn á námskeiðunum. Þá er
yfirleitt um að ræða fólk í
menntaskóla og í upphafi háskóla-
náms.“
Hvað er það sem máli skiptir
varðandi árangur einstakra þátt-
takenda?
„Úthaldið. Aldur virðist skipta
litlu máli og ég hef ekki merkt að
greind skipti verulegu máli. Þess
má geta að börn tileinka sér þessa
aðferð ekki auðveldlega og ég tek
helzt ekki yngri nemendur en 14
ára. En hvað viðvfkur þjálfunar-
tíma þá kann að vera að ýmsum
vaxi það í augum að æfa sig að
minnsta kosti klukkustund á dag.
Sá tími nýtist þó jafnfram til þess
að lesa það sem viðkomandi þarf
að lesa hvort sem er, þ.e.a.s.
Ólafur H. Johnson viðskiptafræðingur
námsbækur, skýrslur, dagblöðin
eða skemmtiefni, þannig að það er
ástæðulaust að láta það vaxa sér í
augum að þetta nám kostar tíma
og erfiði."
Hefur þér fundizt úthaldi og
iðjusemi nemendanna ábótavant?
„Já, því er ekki að neita. Það er
eftirtektarvert að af þeim sem
láta innrita sig og byrja síðan á
námskeiðinu er aðeins rúmlega
helmingur sem lýkur því. Ástæðan
er sennilega sú að þetta er erfitt
nám, sem gerir miklar kröfur til
nemandans. Það er lýjandi að ein-
beita sér og þar af leiðandi átak að
tileinka sér nýja aðferð við lestur,
sem fyrst og fremst er fólgin í ein-
beitingu, en áreiðanlega leggjandi
á sig ef ávinningur verður eins og
að er stefnt."
Á hverju er byrjað?
„Ég byrja á því að kenna fólki
að halda á bókinni. Því næst kem-
ur atriði, sem eitt sér getur hjálp-
að fólki til að auka lestrarhraða
sinn um 20—40%, og það er að
fylgja línunni með fingrinum,
penna eða einhverju því um líku.
Atriði af þessu tagi eru liður í
hraðlestri en til viðbótar kemur
svo að sjálfsögðu fjölmargt ann-
að.“
— ÁR.
Afbragðs gott
Hljóm
plotur
a
Finnbogi Marinósson
The Style Council
Introducing
Fálkinn
Þegar upp er staðið og árið
1983 er skoðað kemur í ljós, að
ákaflega lítið hefur verið um af-
gerandi óvænta nýliða í poppinu.
Helstir af þeim eru Big Country
sem gagnrýnendur hafa keppst
við að lofa. Aðrir og ekki síðri
eru söngvarinn Paul Young sem
flestir ættu að kannast við og
hljómsveitin The Style Council.
En hver er The Style Council?
Jú, hana stofnaði Paul Weller,
áður söngvari, gítarleikari og
lagasmiður The Jam, þegar Jam
bætti í árslok 1982. Til að byrja
með fann hann aðeins einn fé-
laga sér til aðstoðar (Mick Tal-
bot hljómborð og lék einhvern
tíma í Dexy’s Midnight Runn-
ers). En hann lét það ekkert á sig
fá og í byrjun árs 1983 sendi
hljómsveitin frá sér sína fyrstu
smáskífu. Síðan hafa komið út
þrjár til viðbótar. Seint á árinu
var síðan gefin út nokkurs konar
safnplata þar sem sjö af fyrri
lögum var safnað saman. Sú
plata heitir „Introducing" og er
afar merkileg fyrir margra hluta
sakir.
Á fyrri hliðinni eru þrjú lög.
Það fyrsta heitir „Long hot
summer" og er án efa með betri
lögum sem drengirnir hafa sent
frá sér. Það er frekar rólegt og
er í anda „soul“ og „funk“.
„Headstart for happiness"
prýddi b-hlið síðustu smáskíf-
unnar og’er þokkalegt. Þriðja og
síðasta lagið heitir „Speak like a
child“ og var fyrsta lag The
Style Council. Afbragðs gott og
næstum tært „funk“.
Seinni hliðin hefst með krá-
ar-útsetningu (club mix) af lag-
inu „Long hot summer" sem því
miður mistekst hrapallega. Hins
vegar er næsta lag besta lag
hljómsveitarinnar, „The Paris
Match“. Það hefst á rólegum pí-
anóleik og söng. Síðan renna
trommur inn í lagið og hljóm-
borðið fylgir á eftir. Yfirbragðið
er rólegt og rómantískt og
hljómborðsleikur Mick kórónar
gæðin. Hann spilar á gamalt
Hammond-hljóðfæri og er hrein
unun að hlusta á hversu vel það
heppnast. Næsta lag heitir
„Mick’s up“ og er tekið upp á
hljómleikum. Síðasta lagið heitir
„Money go round" og var á ann-
arri smáskífunni, þar er lagið
gott en hræðilega leiðinlegt. Hér
hefur það verið endurhljóð-
blandað og þvílíkur munur. Lag-
ið er mjög skemmtilegt og von-
andi koma plötusnúðar landsins
auga á það, því hér hljómar hið
mesta stuðlag.
Verði áframhald tónsmíða
The Style Council jafngott og
það sem finna má á „Introduc-
ing“ spái ég því að hljómsveitin
verði ein af þeim stóru í framtíð-
inni. AM/FM