Morgunblaðið - 22.02.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
27
Minning:
Bjarni Jónasson
fyrrv. hreppstjóri
Bjarni Jónasson, fyrrverandi
hreppstjóri í Bólstaðarhlíðar-
hreppi og bóndi í Blöndudalshól-
um, var fæddur 24. febrúar 1891
og lést á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi 26. janúar sl. Um ætt Bjarna
og almenn störf ætla ég ekki að
ræða. Þeim sem hafa áhuga á slík-
um fræðum vísa ég til ritsins Is-
lenskir samtíðarmenn, útg. í
Reykjavík 1965.
Bjarni var kennari að menntun
og hóf kennslustörf 1911. Jafn-
framt var hann bóndi lengst af í
Blöndudalshólum. Auk þess
gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa
fyrir sveit sína og samvinnufélög-
in. Þessi þáttur er vel rakinn í til-
vitnaðri bók.
Bjarni brá búi 1961 og við tók
Jónas sonur hans. I stað þess að
flytja burt innréttuðu þeir feðgar
íbúð í rishæð hússins og þar bjó
Bjarni með Önnu konu sinni, þar
til þau í ársbyrjun 1980 fluttu í
Hnitbjörg, íbúðir fyrir aldraða,
sem reistar hafa verið í tengslum
við Héraðshælið á Blönduósi.
En Bjarni var ekki bara kennari
og bóndi, hann var fyrst og fremst
fræðimaður. Eftir hann liggur
geysimikið um ættfræði og byggð-
arsögu héraðsins, prentað og
óprentað. Þessi fræði áttu hug
hans allan. Þegar dró að endalok-
um og skynjunin varð þokukennd
var hugurinn við þessi fræðistörf.
Bjarni var mikill stuðningsmaður
Sögufélagsins Húnvetnings og
Héraðsskjalasafns Austur-
Húnvetninga, sem segja má að sé
arftaki Sögufélagsins. Skjalasafn-
inu gaf hann allt ættfræðibóka-
safn sitt, um 200 bindi, og allt
handritasafn, mikið að vöxtum, en
misjafnlega á vegi statt. Sumt til-
búið til prentunar, en annað til
Norræna húsið:
Atta norrænir rit-
höfundar lesa úr
verkum sínum
í DAG, miðvikudaginn 22. febrúar, kl.
20:30 verður norrænt upplestrarkvöld í
Norræna húsinu. Koma þar fram 8
norrænir rithöfundar, sem staddir eru
hérlendis í sambandi við Norrænt
bókmenntaár.
Þessir höfundar eru: Bente Clod
frá Danmörku, Inoraq Olsen frá
Grænlandi, Bo Carpelan og Antti
Tuuri frá Finnlandi, Jens Pauli
Heinesen frá Færeyjum, Paal-Helge
Haugen frá Noregi, John Gustavsen
frá „Samalandi" og frá Svíþjóð kem-
ur Theodor Kallifatides. — Lesa all-
ir þessir höfundar úr verkum sínum,
en þetta er í fyrsta sinn, sem rithöf-
undar frá svo mörgum menningar-
svæðum Norðurlanda koma samtím-
is saman hérlendis til að kynna verk
sín.
úrvinnslu. Verkefni sem bíður
áhugasamra fræðimanna.
Menn eiga ekki að dæma um
ágæti verka samtíðarmanna
sinna, en ég held þó, að ég taki
ekki of djúpt í árinni, þegar ég
segi að hróður Bjarna eigi eftir að
vaxa eftir því sem tímar líða og
menn sjá hversu mikið hann hefir
varðveitt frá gleymsku úr menn-
ingarsögu héraðsins. Ég færi fram
þakkir héraðsskjalasafnsstjórnar
fyrir starfið og gjafirnar.
Bjarni var skrifari á sýslufund-
um hjá mér í nokkur ár. Það verk
vann hann af sömu nákvæmninni
og samviskuseminni og allt annað.
Hann gerði alltaf uppkast að
fundargerðum og hreinritaði svo
heima. Kæmi það fyrir, sem ekki
var oft, að breyta þyrfti um orða-
lag, þá mátti -ekki strika orðin út
og skrifa fyrir ofan. Hann skóf út
það sem ekki átti að vera og bætti
hinu inn. Það var það vel gert að
vart mátti greina að breytt hefði
verið.
Bjarna í Blöndudalshólum verð-
ur ekki minnst, svo ekki sé getið
skógarlundarins sem þar er. Hann
er að vísu að mestu verk Önnu
konu hans, en hann hefði ekki orð-
ið til, nema af því að Bjarni hafði
áhuga. Eða hversu margar bænda-
konur hafa ekki þráð að eignast
garð hjá heimili sínu en ekki feng-
ið vegna skilningssljórra eigin-
manna? Bjarni sýndi þarna áhuga
hins sanna ræktunarmanns og trú
á landið.
Ég gekk einu sinni um lundinn
með Bjarna. Það var virkilega
gaman að heyra hann tala um
skóginn. Maður gæti sagt án þess
að ýkja mjög mikið, að hann hefði
kunnað sögu hvers einstaks trés.
Þau hjón trúðu á frjósemi jarðar
og möguleika íslenskrar skóg-
ræktar og árangurinn hefir ekki
látið á sér standa.
Eins og áður er fram tekið var
Bjarni afkastamikill fræðimaður.
Síðustu árin brást sjónin. Þótt
reyndar væru allskonar aðgerðir
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og
jaröarför systur okkar,
JÓHÖNNU J. MAGNÚSDÓTTUR,
Freyjugötu 39.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Ó. Magnússon,
Baldvin Magnússon.
t
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför fööur okkar, tengdafööur og afa,
HJÖRLEIFS JÓNSSONAR,
fyrrverandi bifreiöaeftirlitsmanns.
Sjöfn Hjörleifsdóttir, Guömundur Björnsson,
Viihjálmur Hjörleifsson, Birna Björnsdóttir,
Hjördís Hjörleifsdóttir, Kristinn Antonsson,
Hörður Hjörleifsson,
og barnabörn.
dugði það ekki til. Hann varð að
hætta að skrifa og lesa, en gat að
öðru leyti að mestu bjargað sér.
Hann var heilsugóður og fór allra
sinna ferða alveg fram undir það
síðasta. Örlögin höguðu því svo til
að ég hitti Bjarna mjög oft síðustu
tvö árin. Oft svona 2—4 sinnum í
viku hverri. Alltaf var hugurinn
við fræðistörfin. Þótt hugsunin
dapraðist og þoka ellinnar legðist
yfir, þá minntist hann oftast á
skjalasafnið. Nú þyrfti að fara að
gefa út og einnig að kanna heim-
ildir.
Með Bjarna er genginn merkur
maður. Það er í sjálfu sér ekki
sorgarefni þegar gamall lúinn
maður fær hvíld, en góðs manns er
ætíð saknað.
Ég og kona mín vottum Önnu og
niðjum samúð okkar. Hæfileika-
maður er genginn. Það er skarð
fyrir skildi.
Jón fsberg
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
■ék-^L
SöyoMy®(ui(r
^)ini@®(S)(fö <&
Vesturgötu 16, sími 13280
HITAMÆLAR
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Bladburðarfólk
óskast!
$
.'.CVV^
Austurbær
3^
Hvassaleiti
Húsnæði fyrir fóðurstöð
Loðdýrabændur á Suðurlandi óska eftir upplýs-
ingum um hugsanlegt leiguhúsnæði fyrir fóðurstöð
til framleiðslu á loðdýrafóðri.
Staðsetning: Stór-Reykjavíkursvæði, Hveragerði,
Selfoss, Þorlákshöfn, Stokkseyri eöa Eyrarbakki.
Stærö: 100—300 fm (e.t.v. með stækkunarmögu-
leikum).
Leigutími: minnst 5 ár, e.t.v. kaupleigusamningur.
Frekari upplýsingar veita:
Halldór E. Guðnason, sími 99-6690 og
Grétar Skarphéðinsson, sími 72115.
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
KOMA ÁrvMORGUN
Vikuskammtur afskellihlátri
Hans heilaglaiki
Maharishi Mahesh Yogi
slofnandi Maharishi
tnkniþekkingar
einingarsviósins,
stofnandi Maharishi
alþjóóaháskólans.
HEIÐURSVERÐLAUNAHÁTÍÐ
FRAMÚRSKARANDI EINSTAKLINGAR Á ÍSLANDI HEIÐR-
ADIR í VEITINGAHÚSINU í KVOSINNI, MIÐVIKUDAGINN
22. FEBRÚAR, KL. 20.30.
Dagskrá:
1. Stutt erindi flutt: Siðmenning byggð á einingarsviðinu.
2. Heiöursverölaunaafhending: Einstaklingum veröa veitt Maharishi verðlaunin
fyrir framurskarandi störf í þágu lands og þjóðar og sem með sköpunarhæfni
sinni hafa vakiö aödáun og þakkir allra landsmanna. Verölaunin veröa veitt í
nafni 10 ráðuneyta Heimsstjórnar tímaskeiös uppijómunar.
3. Ljós tendruö og terta skorin á táknrænan hátt fvrir þær athafnir er leiða til
uppljómunar einstaklings og samfélagsins.
Allir velkomnir meóan húsrými leyfir. Aógangseyrir kr. 220.-.
Keffi og kökur innifaldar í aógangaeyri. Tónlistarflutningur.