Morgunblaðið - 22.02.1984, Side 28

Morgunblaðið - 22.02.1984, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Kristján Schram skipstjóri — Minning Reykjavík fyrir og um síðustu aldamót er veröld, sem var og að eilífu horfin. Þeim fækkar nú líka óðum, hinum öldruðu Reykvíking- um, sem muna enn gamla bæinn sinn frá þessum löngu liðnu árum. Byggðin var þá mestmegnis mið- bæjarlægðin, sem Strandgata (nú Hafnarstræti), Lækjargata, Kirkjustræti og Aðalstræti af- mörkuðu, með Löngustétt (nú Austurstræti) í miðju, en var þó farin að teygja sig upp brekkurnar beggja vegna, til austurs og vest- urs, einkum með sjó fram. Aðal- götur austurbæjarins voru þá Hverfisgata og Laugavegur, er komu saman við gömlu vatns- þróna, þar sem Hlemmtorg er nú, en í vesturbænum Hlíðarhúsastíg- ur (nú Vesturgata), Bræðraborg- arstígur og Framnesvegur með nokkrum stuttum götuslóðum út frá þeim. f þessum litla bæ var, sem nærri má geta, æðimargt frumstætt og ófullkomið miðað við síðari tíma. Þættu það kröpp kjör nú, sem all- ur almenningur varð við að búa, og sums staðar mátti heita alger örbirgð. En þrátt fyrir þetta dafn- aði í þessu bæjarkríli merkilegt mannlíf að ýmsu leyti og furðu- mikið menningarstarf. Var þar þungt á metunum, að þetta var bær í hröðum vexti með batnandi hag íbúa, sem uxu að dirfsku og manndómi með bæ sínum. Tími seglskipanna var að renna sitt lokaskeið og ný öld að rísa, öld hinna stórvirku veiðiskipa, togar- anna. f þessari Reykjavík aldamótaár- anna óx Kristján Schram upp og í þeim bæjarhluta, þar sem sjó- mannastéttin var einna fjölmenn- ust, gamla vesturbænum. Þar fæddist hann í húsinu númer 21 við Vesturgötu 11. október 1895, fyrsta barn hjónanna Magdalenu Arnadóttur og Ellerts K. Schram, skipstjóra. Eru nú á lífi aðeins tvö af fimm börnum þeirra, Margrét, ekkjufrú í Reykjavík, og Björgvin stórkaupmaður, en látnir auk Kristjáns bræðurnir Gunnar, fyrrum símastjóri á Akureyri (d. 1980), og Carl kaupmaður, sem féll í valinn árið 1963, langt um aldur fram. Kristján hlaut í skírninni nafn afa síns í föðurætt, Kristjáns Schram, bónda í Öndverðarnesi í Grímsnesi, en hann var kominn í beinan karllegg af Christian Gynther Schram, kaupmanni á Skagaströnd, sem kom hingað til lands frá Danmörku um miðja 18. öld, gekk að eiga íslenzka konu og staðfestist hér. Kemur hann því við verzlunarsögu fslendinga og af röggsemi við sögu Jörgens Jörg- ensens (Jörundar hundadaga- kóngs) sumarið 1809, þótt aldrað- ur væri þá orðinn. Kornungur fluttist Kristján með fjölskyldu sinni í nýreist hús hennar á Bræðraborgarstíg 4 og loks um fermingaraldur á Stýri- mannastíg 8. Þar tók hann út þroska sinn í skjóli góðra foreldra, en þeirra heiðurshjóna, Ellerts og Magdalenu, munu margir enn minnast. Þeim auðnaðist að lifa saman til hárrar elli og önduðust með tveggja ára bili, Ellert árið 1961, á 97. aldursári. Sé ég þau enn ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. fyrir mér, svipmikil og virðuleg, svo að sópaði að þeim, er þau komu gangandi niður Stýri- mannastíginn. Ungur fékk Kristján að fara með föður sínum á sjóinn á kútter Björgvin, fyrstu ferðina þegar á 11. ári. Varð þetta upphafið að áratugalangri sjómennsku, sem aðeins var rofin þá tvo vetur, er hann stundaði nám í Stýrimanna- skólanum. Verður sú langa saga ekki rakin hér að neinu gagni, þótt merkileg sé, og munu aðrir vænt- anlega verða til þess að gera henni nokkru nánari skil. Þess skal þó getið, að Kristján var við skip- stjórn bæði á íslenzkum togurum og um skeið erlendum. En mörg síðustu árin á sjónum var hann stýrimaður hjá hinum mikla afla- kóngi, Guðmundi Jónssyni, mági sínum, fyrst á Skallagrími, en síð- an á Reykjaborg, sem var þá lang- stærsti togari Islendinga og Guð- mundur aðaleigandi að. Var þar hin ágætasta samvinna með tengdum og traustasta vinátta. Þá var Kristján nokkur sumur fyrir síðari heimsstyrjöld leiðsögumað- ur á danska hafrannsóknarskipinu Dönu. Voru þar á skipi færustu vísindamenn Dana í haf- og fiski- fræði. Var Kristján þar glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar, og var oft til þess tekið, hve vel hefði farið á með honum og hinum dönsku vís- indamönnum og áhöfn skipsins. Má og mikið vera, ef þeir mágar, Guðmundur skipstjóri og Krist- ján, ásamt Ellert, föður hans, eru ekki einhverjir fyrstu íslenzku fiskimennirnir, sem gera sér ljóst gildi vísindalegra rannsókna í þessum greinum. Og engin tilvilj- un mun það vera, að fyrsti íslenzki fiskifræðingurinn, Bjarni Sæ- mundsson, stundaði árum saman rannsóknir sínar á Skallagrími í góðri samvinnu við skipshöfnina. í allri sjómennsku Kristjáns naut sín vel frábær nákvæmni hans og vandvirkni í vinnubrögð- um. Var á orði haft, að einu gilti um skyggni eða hve langt suður í hafi skip Kristjáns væri statt, aldrei brygðist, að miðun hans stæðist fullkomlega, hvort sem stefnt skyldi á Dyrhólaey eða Reykjanes. Kristján var maður fríður sýn- um og höfðinglegur. Myndugleiki hans og ákveðin framkoma, án alls hroka eða stærilætis, ollu því, að öllum féll vel stjórn hans og treystu honum. Það er alkunna, að atburðir, jafnvel þótt hversdags- legir séu, geta greypzt í vitund manna og fyrnast aldrei. Tveir slíkir eru mér minnisstæðir, er ég varð vitni að því fyrir fjöldamörg- um árum, hve skemmtilega og vinsamlega hásetar við undirbún- ing brottfarar úr höfn tóku yfir- manni sínum, er hann sté inn yfir borðstokkinn. Með græskulaus spaugsyrði á vörum ræddi hann við menn sína, svo að birti yfir allra svip, enda var hann hinn orð- heppnasti maður. Hafði hann þann góða kost úr báðum ættum, frá föður sínum og Árna móður- föður, sem á sinni tíð var sagður fyndnasti maður í Reykjavíkurbæ. Kristján fann vissulega „lífsins krydd“ og lagði það aldrei í kistur inn. Laghentur var Kristján svo vel, að segja mátti, að flest léki honum í höndum. Þessu fylgdi hreinlæti og snyrtimennska. Kom þetta sér oft vel á hafi úti, ef menn urðu fyrir minni háttar meiðslum, sem oft kann verða. Mátti þá segja, að hann hefði læknishendur. Get ég um þetta borið af eigin reynslu, þótt aldrei hafi sjó stundað. Smá- vegis meiðsli á unglingsárum höfðust illa við, og fór svo, að illt hljóp í með bólgu mikilli og grefti. Gerði þá Kristján að sárinu æfð- um höndum, og þurfti síðan eng- inn læknir um að bæta. En þessu ytra hreinlæti fylgdi annað, sem kalla mætti hið innra. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt Kristján láta sér um munn fara hnjóðsyrði um nokkurn mann né bera sér blótsyrði í munn. Hafði þetta þau áhrif, sem flest- um munu þykja næsta ótrúleg, að um skipverja þeirra máganna, Guðmundar og Kristjáns, var sagt, að þeir blótuðu aldrei. Vera má, að hér sé það einnig skýring- in, að þá var á togurunum valinn maður í hverju rúmi; öðrum var vísað í land. Eftir að Kristján hætti á sjón- um vann hann að ýmsu um skeið, brá sér meðal annars til Kaup- mannahafnar einn vetrartíma og lærði þar viðgerð og stillingu átta- vita. Síðustu 20 ár starfsævinnar vann hann sem skoðunarmaður við sjótjón hjá tryggingafélaginu Almennum tryggingum, allt til 82 ára aldurs. Má þá segja, að lyki að mestu nær 70 ára samfelldri og farsælli starfsævi. Árið 1921 sté Kristján það skref, sem hann taldi jafnan mesta gæfuspor sitt. Þá gekk hann að eiga heitkonu sína, Láru Jóns- dóttur, sem var yngsta barn hjón- anna Vigdísar Magnúsdóttur frá Miðseli í Reykjavík og Jóns Þórð- arsonar frá Engey. Bjó sú fjöl- skylda allan búskap sinn í litlu steinhúsi, númer 36 við Vestur- götu, Vigdís lengst af sem ekkja með börnum sínum. Þurfti Krist- ján því ekki langt að leita sér konuefnis, hann við Stýrimanna- stíginn, en hún við Vesturgötu, beint fyrir norðurenda Stýri- mannastígs. Á búðkaupsdaginn sendi þeim gamall vinur þeirra, Kristleifur Þorsteinsson, bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Borgarfirði, þessar árnaðaróskir í ljóðabréfi frá sér og sínum: Góða Lára, hljóttu hér hafskipsfarm af láni. Dragi það úr víðum ver valmennið hann Stjáni. Knúsi hann aldrei knorr við sker, kvikan þó að gráni. Lendingin í lagi fer, lýsi sól og máni. Allra heilla óskum vér, alltaf heimur skáni. Haldi guð í hönd á þér, — hina geymi Stjáni. Verður naumast annað sagt en þessi góðu orð hafi að fullu rætzt. Þeim Láru og Kristjáni hlotnaðist sú hamingja að fá að lifa saman í ást og eindrægni nær 63 ár, í hjúskap, sem var á allan hátt til fyrirmyndar. Þótti mér alltaf með ólíkindum, að þeim hefði nokkru sinni orðið sundurorða. Mun fleir- um hafa fundizt þetta, því að eitt sinn heyrði ég einn gest þeirra hafa orð á, að þau hlytu ævinlega að hafa verið sammála. Bæði neit- uðu þau þessu þegar í stað, en voru jafnframt sammála um, að hvorugt hefði nokkru sinni gefið það hinu að sök. Fyrstu fjögur árin bjuggu ungu hjónin hjá Vigdísi, móður Láru, en haustið 1925 fluttust þau í nýreist hús sitt á vesturhluta lóðar gamla hússins við Vesturgötu 36, merkt 36B. Áttu þau þar heimili samfellt 58 ár, allt þar til þau gerðust vistmenn á elliheimilinu Grund síðastliðið haust. Sagði Kristján stundum í gamni um búferlaflutn- inga þeirra hjóna, að samtímis því, sem svo margir hefðu flutzt búferlum landshorna milli, hefði hann farið aðeins þrisvar milli húsa í vesturbænum, um 100 metra í hvert sinn. Lára ætti þó „metið", því að hún hefði aðeins flutt sig til um einn metra! En svo mjótt var milli gamla og nýja hússins, þar sem þrengst var. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Jónínu Vigdísi og Magdalenu. Jón- ína er gift Ragnari T. Árnasyni, fyrrum útvarpsþul, og eiga þau fimm börn. Magdalena átti Ára Gíslason bókbindara, og eignuðust þau fjögur börn, en misstu eitt nýfætt. Magdalena lézt eftir nokkra vanheilsu í ársbyrjun 1972, aðeins 45 ára. Hún var yndisleg kona og öllum mjög harmdauði, er hana þekktu, jafnt skyldum sem óskyldum. Var þá ekki sízt að- dáanlegt, með hve mikilli stillingu og æðruleysi aldraðir foreldrar hennar báru hinn mikla missi, mestu sorg ævi sinnar. Valmenni nefndi hinn glögg- skyggni vinur Kristján. Mun hon- um vart betur lýst í einu orði. Hann var í miklum mæli gæddur þeim mannkostum, sem hvern drengskaparmann mega prýða, en um sumt var hann, að mínu viti eftir ævilanga nána viðkynningu, svo fágætur maður að eðli, svo heilsteyptur að allri gerð að hann varð ósjálfrátt fyrirmynd. Reglu- semi hans var einstök og hófsemi í hvívetna, og hvorki freistaði hans tóbak né áfengi. En samfara þessu var hann manna hjálpsamastur og örlátastur, þegar með þurfti. Ekki var hann fyrr kominn úr veiðiferð en glænýr fiskurinn var, svo að lítið bar á, sendur til heimila, þar sem hann vissi þröngt í búi. Þá varð heimkoma hans úr söluferð- um til Englands fleirum fagnaðar- efni en hans nánustu, er ýmislegt sælgæti kom innúr dyrunum, einkum ávextir, sem voru þá á flestum heimilum fágæt munað- arvara. Og þá má ekki gleyma jól- unum. Alveg sjálfsagður þáttur í jólaundirbúningnum þóttu gjafa- sendingar til ýmissa, er ástæða var til að gleðja. Á hverju að- fangadagskvöldi var það um ára- bil föst venja, að þau Lára buðu eftir kvöldsöng til sín fjölda ætt- ingja, tengdafólks og gamalla vina. Var þá glaðzt með glöðum langt fram á kvöld og öllum veitt af rausn, en þó án alls bruðls, gjafir gefnar, gengið í kringum jólatré og sungnir jólasálmar og önnur jólalög. Urðu þetta okkur börnunum ógleymanlegar stundir og munu þessi æskujól mín ævin- lega standa mér fyrir hugskots- sjónum sem jól eins og þau eiga að vera og geta bezt orðið. Af öllu þessu leiddi eins og af sjálfu sér, að þetta ágæta heimili varð allsherjar-miðstöð ættingja og vandamanna beggja hjónanna og fjölmargra vina. Bróðir Láru, Jón Otti skipstjóri, hafði um svip- að leyti og þau Kristján reist sér hús á austurhluta lóðar gamla hússins, .merkt 36A, en Guðrún, elzta systir þeirra, bjó með sinni fjölskyldu í gamla húsinu. Voru þessar fjölskyldur allar afar ná- tengdar og mikill samgangur á milli. Guðmundur, mágur Krist- jáns, og Ásta, mágkona hans, kona Bjarna Ásgeirssonar alþing- ismanns, áttu þá heimili á Reykj- um í Mosfellssveit með fjölskyld- um sínum. Allt þetta fólk var nær daglegir gestir á Vesturgötu 36B. Oft risu öldurnar hátt í stjórnmál- unum á þessum árum, og má nærri geta, að ekki fóru alltaf saman skoðanir húsráðenda, sem voru eindregnir sjálfstæðismenn, og framsóknarþingmannsins Bjarna Ásgeirssonar. En aldrei varð ég þess var, að ólíkar skoðan- ir þeirra yllu nokkru missætti og því síður kala þeirra í milli. Miklu fremur glæddi það vináttu þeirra og virðingu hvers fyrir öðru, hve skynsamlega og rólega ræða mátti ýmis þau mál, sem þá voru hvað viðkvæmust. Ekki var síður gleðilegt að fylgj- ast með því, hve unga fólkið hændist að þeim hjónum, Láru og Kristjáni. Á heimili þeirra þekkt- ist ekki það fyrirbrigði, sem nú tíðkast að kalla kynslóðabil. Barnabörnin, átta að tölu, og síðar makar þeirra, sem gift eru, hafa nánast átt þar alla tíð annað heimili sitt. Og nú síðari árin hafa barnabarnabörnin bætzt í þennan samstæða hóp. Áttu þau öll í afa sínum og langafa trausta stoð og styttu og af lifandi áhuga fylgdist hann með hverjum áfanga þeirra á menntabrautinni og gladdist með þeim. Með Kristjáni og syst- kinum hans og þeirra fólki var og æviniega hin kærasta vinátta. Vissulega má um það deila, hve mikið sannmæli sé fólgið í hinum ævaforna orðskvið, að hver sé sinnar gæfu smiður. Slíkar alhæf- ingar orka jafnan nokkurs tví- mælis. En segja verður það eins og er, að fáir — jafnvel enginn mér kunnugur — hefur sannað hann betur en Kristján Schram. Þannig birtist hann mér í öllu dagfari sínu. Slíkra manna er hollt að minnast og ber að minnast sem lengst, ekki umfram allt þeirra sjálfra vegna, heldur miklu frem- ur okkar, sem eftir lifum, að við megum göfgast af minningunni um þá. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga einlægt þakklæti fyrir að hafa notið ævilangrar órofa vin- áttu mikils drengskaparmanns. Aldraðri móðursystur minni og öðrum ástvinum Kristjáns votta ég samúð okkar systkina og vandamanna okkar. En sjálfan hann þykir mér vel hæfa að kveðja með hinum fleygu orðum Horati- usar hins rómverska í þýðingu Gríms Thomsens: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvaenum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Jón S. Guðmundsson Föðurbróðir minn, Kristján Schram, er fallinn í valinn. Með honum er genginn góður maður, gamalgróinn Vesturbæingur og stólpi ættar sinnar og samtíðar. Hann kvaddi í hárri elli, eftir langt og farsælt ævistarf. Hans er nú saknað af stórum frændgarði og fjölmennum vinahópi. Kristján var fæddur á Vestur- götunni, 11. okt. 1895 og átti alla tíð heima í Vesturbænum. Hann var sonur Ellert Kr. Schram og Magdalenu konu hans og var elst- ur 5 systkina og eru nú 2 þeirra eftirlifandi, Margrét og faðir minn Björgvin. Tíu ára gamall fór hann fyrst á sjó með föður sínum, sem þá var skipstjóri á skútunni Björgvin og átti sjórinn ávallt allan hug hans síðan. Ungur varð Kristján háseti á togara, sem hét Njörður, en það skip var skotið niður í fyrri heims- styrjöldinni, en síðar var keyptur annar togari, einnig nefndur Njörður og réðst Kristján aftur sem háseti á það skip. Á báðum þessum skipum var Guðm. Guðna- son skipstjóri, og hafði Kristján miklar mætur á þeim manni. Síð- an lá leið hans í Stýrimannaskól- ann og þaðan útskrifaðist Krist- ján 1918, 22ja ára gamall. Auk þess lauk hann prófi í gufuvélfræði. Eftir útskriftarpróf fór hann með seglskipinu Hugin til Ítalíu með saltfiskfarm, en 1. desember 1918 var skipið statt í Gíbraltar, og var þá dreginn niður danski fáninn, en sá íslenski dreginn að hún. Trúlega hafa ekki mörg ís- lensk skip verið í erlendri höfn þennan sögufræga dag, en það voru stoltir íslenskir sjómenn, sem heiðruðu íslenska fánann og fullveldið í Gíbraltar 1. des. 1918. Kristján hafði ávallt gaman af að segja frá þessu atviki, og seinna í ferðinni, í Genúa, lét hann ítalsk- an listmálara mála seglskipið með íslenska fánanum. Ættjarðarástin hefur brunnið í brjósti hins unga sjómanns, þótt fjarri heimaslóð- um hafi verið. Kristján var um tíma á erlend- um togurum og 1924 keyptu Fær- eyingar togara af íslendingum og fór Kristján með togarann til Færeyja og kenndi Færeyingum að fiska í botnvörpu. Var hann skipstjóri í Færeyjum í eitt ár, en tók þá við skipstjórn á íslenskum togurum um árabil. Síðustu árin var hann stýrimaður hjá mági sín- um, Guðmundi Jónssyni, þeim landskunna og fengsæla afla- manni, bæði á Skallagrími og sfð- ar á stærsta togara íslendinga, Reykjaborginni. Guðmundur var mágur Kristjáns og einnig hans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.