Morgunblaðið - 22.02.1984, Side 32
EUROCARD
V___________/
TIL DAGLEGRA NOTA
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSI og Dagsbrúnar um samkomulag ASI og VSI:
„Mun mæla gegn
þessum samningiu
Á fundi formanna að-
ildarfélaga Alþýðu-
sambands íslands í
gær, þar sem samþykkt
var að skora á félögin
að ganga að samkomu-
lagi ASÍ við Vinnuveit-
endasambandið.
Morgunblaöið/KÖE.
„ÉG MUN mæla gegn þessum samningi á félagsfundi í Dagsbrún á
fimmtudaginn,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambands ís-
lands, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að loknum for-
mannafundi Alþýðusambands íslands í gærkvöld. I»ar var kynntur
samningur sá milli ASÍ og Vinnuveitendasambands íslands, sem
tókst í fyrradag og var undirritaður í gær með venjulegum fyrirvara.
Grunnur nýrrar vísitölu:
Hlutfall húsnæðis-
kostnaðar hækkar
Hlutfall matvöru lækkar
Guðmundur var einn fimm
fundarmanna, sem greiddu at-
kvæði gegn samningunum fyrir
hönd stjórna félaga sinna. Hinir
voru fulltrúar Rafiðnaðarsam-
bandsins, Félags íslenskra raf-
virkja, Félags íslenskra skrift-
vélavirkja og Sveinafélags raf-
eindavirkja.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði aö höfuðkostur samnings-
ins væri að dagvinnutekjutrygg-
ing hinna lægst launuðu hækkaði
hlutfallslega mest og einnig yrðu
hækkanir á trygginga- og lífeyr-
isgreiðslum. „En það er mikil
bjartsýni, að launahækkanirnar í
samkomulaginu tryggi óskert
kaup á þessu ári. Það er mikil
bjartsýni að ætla, að ekki verði
nema 10% hækkun á verðlagi á
árinu. Ég efast mjög um að þessi
spá standist og óttast að kaup-
máttur ráðstöfunartekna haldi
áfram að rýrna," sagði Guðmund-
ur.
Hann sagði að yfirvinna yrði
ekki miðuð við dagvinnutekju-
trygginguna. heldur launataxta,
sem væru margir mun lægri en
tekjutryggingin. Það myndi
lækka yfirvinnuálag á ákveðnum
Dagsbrúnartaxta úr 40% í 17%
og næturvinnuálag myndi lækka
úr 80% í 50%. Hann sagði einnig,
að sér þætti súrt í broti að ekki
hefði tekist að fá leiðréttingu á
töxtum Dagsbrúnar til samræmis
við taxta ýmissa annarra félaga,
þar sem menn væru oft á tíðum
við sömu vinnu á sama stað en á
mismunandi launum. „Við vildum
fá verulegar flokkatilfærslur og
lægstu taxtana vildum við klippa
alveg af,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði í samtali um afstöðu
Guðmundar, að hann teldi samn-
ingana „skynsamlega með tilliti
til þeirrar stöðu, sem við erum i í
dag. Við teljum að þeir séu skyn-
samlegri kostur en að stefna í
átök. Það er á valdi hvers félags
að taka þá afstöðu, sem það kýs.
Alþýðusambandið hefur ekkert
samningsforræði fyrir einstök
aðildarfélög, þau verða hvert
fyrir sig að meta hvernig þau
taka á þessum málum."
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins, lýsti í gærkvöld
furðu sinni á afstöðu Guðmundar
J. Guðmundssonar. „Þegar ASÍ
og VSÍ hafa gert samning, sem
felur í sér raunhæfari kjarabæt-
ur fyrir hina lægst launuðu en
flestir samningar, sem gerðir
hafa verið á undanförnum árum,
lýsir hann sig í andstöðu við
niðurstöðurnar," sagði Magnús.
„Ég trúi því ekki fyrr en á
reynir, að hann komi til með að
stofna þessum heildarsamningi í
hættu og komi þannig í veg fyrir
að þær kjarabætur, sem hann
hefur í för með sér fyrir lágtekju-
fólk, nái fram að ganga með þvi
að fella samninginn," sagði fram-
kvæmdastjóri VSÍ.
Sjá nánar á miðsídu
Hlutdeild matvöru í heildarút-
gjöldum vísitölufjölskyldunnar hef-
ur lækkað nokkuð, samkvæmt
neyzlukönnun sem framkvæmd var
1978/1979, og vísitölugrundvöllur
nýs stjórnarfrumvarps um vísitölu
framfærslukostnaðar er byggður á.
Samkvæmt hinum nýja grunni fer
21,4% heildarútgjalda í matvæli í
stað 32,2%, sem eldri grunnur reikn-
ar með. Hinsvegar hækkar hlutfall
húsnæðiskostnaðar, heimilisbúnað-
ar, og rekstrar bifreiðar, tómstunda
og ýmissar þjónustu. Útgjöld vegna
eigin bifreiðar hækka úr 11,1% í
16,1%. Orlofsferðir til útlanda, sem
ekki eru til í gildandi grunni, eru
talin 3,3% í frumvarpsgrunninum.
Sjá nánar töflu á þingsíðu Mbl. í
dag.
Neyzlukönnunin, sem hinn nýi
vísitölugrunnur er reistur á, náði
til höfuðborgarsvæðisins alls og
fimm staða utan þess. Meðalstærð
fjölskyldu er talin 3,66 einstakl-
ingar, sem kemur heim við fjöl-
skyldustærð samkvæmt þjóðskrá,
og starfsstéttaskipting þátttak-
enda á höfuðborgarsvæði í neyzlu-
könnun 1978/1979 kemur heim við
skiptingu í atvinnugreinar þar
tekjuárið 1978. Opinberum starfs-
mönnum og fólki við þjónustustörf
og vörudreifingu hefur fjölgað
verulega frá fyrri könnun,
1964—1965, en hlutdeild verka-
manna og iðnaðarmanna minnk-
að. Könnunin 1978/1979 var byggð
á allnákvæmum upplýsingum um
heimilishagi og búreikningum sem
viðkomendur færðu um fjögurra
vikna skeið.
Steingrímur
hittir
Motzfeldt
Þingsályktunartillaga um sam-
eiginleg hagsmunamál Grænlend-
inga og fslendinga var til umræðu
á Alþingi í gær og kom fram við
umræðurnar að menn hörmuðu
samning Grænlendinga við EBE
um veiðiheimildir í lögsögu Græn-
lands.
Tillagan var ekki borin undir
atkvæði í gær, en það verður
gert í dag, miðvikudag.
Við umræðurnar kom það m.a.
fram hjá Steingrími Her-
mannssyni, forsætisráðherra, að
hann hefði rætt við Jonathan
Motzfeldt, formann grænlensku
landsstjórnarinnar, í gær,
þriðjudag, vegna samningsins,
og hefðu þeir ákveðið að hittast
á Norðurlandaráðsþingi í næstu
viku og ræða máiið. f framhaldi
þess fundar yrðu væntanlega
teknar upp formlegar viðræður
um þessi mál.
Sjá þingsíðu bls. 19.
Til fyrirmyndar
að semja beint
— segir ríkissáttasemjari
„ENGINN V/ERI FEGNARI en ég ef í Ijós kæmi, að embætti ríkissátta-
semjara væri óþarft. Ég tel það vera til mikillar fyrirmyndar, að samning-
ar skuli hafa tekist beint á milli aðila,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari, í samtali við blaðamann Mbl. er Ijóst var að samkomu-
lag hafði tekist milli ASÍ og VSÍ um heildarkjarasamning.
„Heildarsamkomulag hefur
ekki tekist án atbeina ríkissátta-
semjaraembættisins síðan samið
var um 3,25% kauphækkun og
óbreytta samninga að öðru leyti
1979,“ sagði Guðlaugur. „Það
mætti að skaðlausu vera meira
af þessu. Ég hef lengi verið
þeirrar skoðunar, að þetta hjá
okkur hér eigi ekki að vera bein
samningastofnun — aðilar
vinnumarkaðarins eiga ekki að
leita hingað nema ekki gangi
saman með þeim eftir ítarlegar
viðræður," sagði Guðlaugur Þor-
valdsson.
Þótt samningar hafi tekist
milli ASÍ og VSÍ eiga fjölmörg
félög og sambönd eftir að ganga
frá sínum samningum. Má þar
nefna BSRB, starfsmannafélög
ÍSAL, bókagerðarmenn, sjó-
menn, farmenn, starfsfólk ríkis-
verksmiðjanna, allt starfslið
flugfélaganna, blaðamenn og
fleiri. Gert er ráð fyrir, að samn-
ingar BSRB takist á næstu
dögum, jafnvel á morgun, og að
samningar annarra félaga fylgi
fljótlega í kjölfarið á sömu nót-
um og samkomulag tókst milli
ASÍ og VSÍ.
Samningafundur í deilu ÍSAL
og starfsmanna álversins stóð
enn klukkan eitt í nótt þegar
Mbl. fór í prentvinnslu.