Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 22. febrúar
KANNABIS
og maríhúana
Morgunblaðið hefur fengið heimild höfundar þessarar
greinar og menntamálaráðuneytisins til birtingar hennar.
Höfundurinn er dr. Þorkell Jóhannesson prófessor og er
greinin hluti bókar, sem hann er að rita fyrir ráðuneytið.
Grein þessi hefur áður birzt í Heilbrigðismálum, tímariti
Krabþameinsfélags íslands, og skal fram tekið að milli-
fyrirsagnir eru samdar af ritstjóra þess.
Eftir dr. Þorkel Jó-
hannesson, prófessor
Tetrahýdrókannabínól (oft
skammstafað THC) finnst í
kannabisplöntunni Cannabis sativa
(fleiri en eitt afbrigði eru þekkt).
Óx hún upphaflega í Mið-Asíu að
því talið er. Er hún einnig stund-
um nefnd hampjurt (úr basttrefj-
um í stofni plöntunnar má vinna
hamp). Kannabisplantan vex víða
um heim og er nú einkum ræktuð í
Austurlöndum nær (Líbanon),
Mið-Austurlöndum (íran, Pakist-
an, Afganistan og Nepal), Norð-
ur-Afríku (Marokkó), Mið-Amer-
íku (Mexíkó) og víðar í Ameríku.
Um innihaldsefnin
Tetrahýdrókannabínól er ekki
plöntubasi líkt og morfín og nikó-
tín. í sameind (mólikúli) þess eru
einungis kolefni, súrefni og vetni,
en ekki köfnunarefni. Það var
fyrst unnið hreint úr kannabis-
plöntum og mólgerð þess greind
fyrir um 20 árum. 1 hreinu formi
er tetrahýdrókannabínól seigfljót-
andi eða fast efni. öfugt við nikó-
tín virðist tetrahýdrókannabínól
ekki valda banvænum eitrunum
hjá mönnum.
Tetrahýdrókannabínól er einn
margra svokallaðra kannabínóíöa
(um 60 talsins eru þekktir), er
finnast í Cannabis sativa. í plönt-
unni hafa auk þess verið greind
nokkur hundruð önnur efni (þó
ekki nikótín), sem flest koma
einnig fyrir í tóbaksplöntunni. Af
öðrum kannabínóíðum má nefna
kannabídíól (skammstafað CBD),
kannabínól (CBN) og kannabíkr-
ómen (CBC).
Nokkuð fer eftir uppruna og ytri
skilyrðum, hve mikið er af tetra-
hýdrókannabínóli í kannabis-
plöntum, sem ræktaðar eru á
norðlægum slóðum, er yfirleitt
meira af kannabídíóli en tetra-
hýdrókannabinóli. Athyglisvert
er, að kannabídíól breytist að
meira eða minna leyti í tetra-
hýdrókannabínól. Tetrahýdró-
kannabínól kann og að breytast að
einhverju leyti í kannabinól. Þá er
og athyglisvert, að í kannabis-
plöntunni eru kannabínóíðar eink-
um til staðar sem sýrur. Við reyk-
ingar eða í meltingarfærum (við
inntöku) klofnar sýruleifin frá og
„virkir" kannabínóiðar myndast.
Kannabisplantan er einær, tví-
kynja planta, sem eins og áður
segir vex víða um heim. Kanna-
bínóíðar finnast bæði í karl- og
kvenplöntunni. Plantan getur orð-
ið allt að 4—5 m á hæð. Blöð
plöntunnar eru stór, oft
5—7-fingruð, sagtennt og með
löngum stilk. Blómin eru smá og
grænleit og skipa sér í blaðaxlirn-
ar. Á smáblöðum, er umlykja
blómin, en einnig á blómsprotum,
eru kirtilhár, er seytra (skilja út)
kvoðu (harpix), er hefur kanna-
bínóíða að geyma. Sýndur er á
mynd hluti af kannabisplöntu,
sem ræktuð var inni hér á landi og
kom til rannsóknar í Rannsókna-
stofu í lyfjafræði árið 1972. Blóm-
skipanir voru mjög óverulegar í
þessari plöntu.
Neysluform og nöfn
Hugtakið kannabis er nú yfir-
leitt látið taka til hvers þess hluta
plöntunnar Cannabis sativa (og
afbrigða hennar), er hefur kanna-
bínóíða, þar á meóal tetrahýdró-
kannabínól, aö yeyma eða hverrar
þeirrar afurðar pliintunnar, er
hefur tetrahýdrókannabínól að
geyma. í Rannsóknastofu í lyfja-
fræði er einfarið stuðst við þessa
skilgreiningu og því lítið kapp lagt
á að sundurgreina kannabissýni í
undirflokka.
Helstu undirflokkar kannabis-
sýna eru hassis eða hass, sem er
mulin, sigtuð, pressuð og jafnvel
hreinsuð kvoða eða harpix unnin
úr kannabisplöntum, og marfhú-
ana. Maríhúana samanstendur af
blómsprotum kannabisplantna og
af laufi þeirra að meira eða minna
leyti. Magn kannabínóíða er því að
jafnaði mun minna í maríhúana
en hassis. Sem þriðja undirflokk
má nefna hassolíu. Hassolía er
framleidd með því að láta lífræn
leysiefni draga kannabínóíða úr
hassis eða kannabisplöntum. Með
því móti verður þéttni (mg/g)
tetrahýdrókannabínóls og ann-
arra kannabínóíða meiri en ella er
unnt að ná. Á mynd (bls. 29) eru
sýnd nokkur kannabissýni, sem
eru í vörslu Rannsóknastofu í
lyfjafræði.
Magn THC í maríhúana er oft á
bilinu 1—3 mg/g, 10—70 mg/g í
hassis og 50—120 mg/g í hassolíu.
Maríhúana er venjulega reykt í
formi heimatilbúinna sígaretta.
Hassis er oftast reykt mulið í sér-
stökum pípum (stundum nefndar
„braja"), en er á stundum blandað
í te eða konfekt og þess neytt
þannig. Hassolía er hins vegar
oftast notuð á þann hátt, að
nokkrum dropum er komið í tób-
ak, sem því næst er reykt.
Því er stundum haldið fram, að
mun meira berist af kannabis til
landsins nú en var fyrir einum 10
árum og magn tetrahýdrókanna-
bínóls í smygluðu kannabis fari
vaxandi. Fyrra atriðinu er erfitt
að svara. Áthyglisvert er þó, að
kannabissýni, er borist hafa
Rannsóknastofu í lyfjafræði, hafa
flest orðið á árunum 1972 og 1973.
Hitt atriðið er enn ósannað og á
sér raunar ekki mikla stoð í þeim
tölum, sem birtar eru hér í töflu.
Þess skal getið, að engar heimildir
eru um kannabisneyslu hér á landi
fyrir 1967.
Á slangurmáli er „grass" og
„pot“ látið ná yfir maríhúana eða
kannabis yfirleitt og „joint“ er
nafn á maríhúanasígarettu. Mað-
ur, sem er undir áhrifum kanna-
bis, er „high“ eða „hátt uppi“
(einnig notað um áfengisvímu) eða
„steinsettur" („stoned"). Þá er rás
kannabisvímu stundum nefnd
„trip“, þótt það slanguryrði sé
raunar fremur notað um vímu af
völdum lýsergíðs.
Enda þótt kannabis hafi verið
notað sem róandi lyf, svefnlyf,
Sjá bls. 48—49