Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
45
eins og það væri nú, gjörsamlega
skipulagslaust. „Setja þarf nýjar
reglur," sagði Þorkell, „því nú er
allt í graut og það gengur ekki
lengur."
Þorkell vék einnig að útflutn-
ingi eigin stóðhesta, sem hann
sagði vera minni en Gunnar héldi
fram. Erfitt væri þó að sjá, hvers
vegna hann mætti ekki selja
stóðhesta úr landi eins og aðrir,
meðan það væri leyfilegt, hann
ætti jörð og byggði afkomu að hlu-
ta á þessu. Hann sagði þó, að þeir
hestar sem frá honum hefðu farið
væru ekki ómissandi í ræktuninni,
en sér væri nær að halda að það
ætti við um nokkra þeirra hesta,
sem Gunnar hefði viljað selja úr
landi.
Nauðsyn samstöðu
um málið
Ýmsir fleiri tóku til máls á
fundinum, og komu ýmsar upplýs-
ingar fram og fjölbreytileg sjón-
armið. Gísli B. Björnsson sagði til
dæmis, að óþolandi væri að þeir
menn, sem önnuðust sölu ís-
lenskra hesta fyrir íslendinga er-
lendis, væru jafnframt í ræktun í
samkeppni við íslendinga. Þá
sagði hann að taka yrði á reglum
um útflutning með styrkum hönd-
um, meðal annars til að koma í
veg fyrir greiðslur undir borðið,
sem nú væru tíðkaðar í ríkum
mæli. „Ég hef sjálfur staðið í því
að flytja út hest, þar sem aðeins
um þriðjungur kaupverðs var gef-
inn upp, við þurfum að stöðva
þennan skrípaleik," sagði Gísli.
Jónas Vigfússon lýsti m.a. yfir
þeirri skoðun sinni, að ekki ætti að
selja kynbótahross úr landi. Einn-
ig vék hann að hrossafjölda á
landinu, sem hann sagði of mik-
inn, og dæmi væru þess að aðeins
væri gefið upp um 60% af raun-
verulegri hrossaeign. Jónas, eins
og flestir fundarmanna, sagði, að
einu gilti hver skoðun þeirra á út-
flutningi kynbótahrossa væri.
Málið væri nú komið á það stig, að
setja þyrfti nýjar reglur og ná
samstöðu um málið. Halldór
Pálsson sagði á fundinum að til
vandræða hefði lengi verið, hve
þeim Gunnari og Þorkeli gengi illa
að vinna saman. „Ekki vildi ég
leggja upp í langferð með þá sem
fararskjóta," sagði búnaðarmála-
stjórinn fyrrverandi, „þeir toga
alltaf hvor i sína áttina og engin
mál reyndust mér eins erfið viður-
eignar í starfi mínu og hrossasölu-
og hrossaræktarmálin." Ragnar
Tómasson sagði m.a. í ræðu síðar
um kvöldið, að „menn yrðu að
snúa bökum saman" og í svipaðan
streng tók Sigurbjörn Bárðarson
og fleiri.
Fundargestur einn, sem blaða-
maður Morgunblaðsins ræddi við í
fundarlok, sagði að þótt deila
mætti um hversu málefnalegur
fundurinn hefði verið, þá væri
ótvírætt að menn krefðust þess nú
að deilur um útflutningsmálin
yrðu settar niður og menn settu
nýjar reglur um þessi mál. „Menn
krefjast þess að málin verði rædd
og fundin á þeim lausn," sagði
fundarmaðurinn, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, „og undan
því geta Þorkell og Gunnar ekki
vikist. Sú er meginniðurstaða
þessa fundar."
Útflutningur frjáls,
nema á 1. verð-
launa hestum
Á fundinum var efnt til skoð-
anakönnunar, um hvaða leiðir
menn teldu æskilegastar í hrossa-
útflutningsmálum. Gefnir voru
fjórir valkostir varðandi kynbóta-
hross: 39 vildu hafa útflutning
frjálsan, nema hvað ekki megi
selja úr landi 1. verðlauna hross.
36 vildu hafa útflutning frjálsan
með forkaupsrétti íslendinga. 34
vildu banna allan útflutning kyn-
bótahrossa. 1 fundarmaður vildi
hafa útflutninginn alveg hömlu-
lausan.
Einnig var spurt um afstöðu til
útflutnings annarra hrossa: 62
vildu hafa tvískiptan útflutning,
annars vegar viðurkennda gæð-
inga og hins vegar hross án viður-
kenningar. 28 vildu óbreytt
ástand. 14 vildu aðeins heimila út-
flutning gæðinga. — AH.
Jens í Kaldalóni skrifar frá Djúpi:
„Ekkert sultarvæl þar í bæ um
einan mata“
Bjejum, 10. febrúar.
ÞAÐ ER allt að því eins og jólatré
sigli hér út Djúpið, þá svo að bjart
er að sést útúr dyrum í kvöld-
rökkrinu, er rækjubátarnir sigla
til heimahafnar með fullan
skammt af rækju eftir vel heppn-
aðan veiðidag í tugatali. Hún er
því nokkuð dropsöm mjólkurkýr á
þorranum gullkistan hérna. Djúp-
ið, svo sem góðir menn gáfu henni
það frægðarnafn þá mörg soðn-
ingin var þaðan upp dregin til
saðningar svöngum maga. En nú
er vikuhluturinn rækjumanna allt
uppí tuttugu þúsund, og hinar
bráðrösku ísfirsku húsmæður láta
ekki sinn hlut eftir liggja, að næt-
ur og daga keppast við að verka
þessa lostætu veiði í dýrindis dósir
og margskonar pakkningar, enda
ekkert sultarvæl þar í bæ um
hrísgrjónagraut einan mata.
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að lýsa þeim veðuróskapn-
aði sem viðloðað hefur hér um
slóðir, svo sem víðast á landi hér á
sl. ári, þá fé var sleppt af húsi um
miðjan júní, og kýr úr fjósi leystar
um miðjan júlí. Rigning og aftur
rigning var það hefðbundna hlut-
SeyAisfiörður, 18. febrúar.
NÚ SIÐUSTU sólarhringa hefur
mikilli loðnu verið landað hér á
Seyðisfirði. Er nú svo komið að allt
þróarrými er nánast fullt, að undan-
skildu um 6000 lesta rými sem er
enn til staðar hjá verksmiðju SR,
sfldarverksmiðju ríkisins. Ekki mun
þó vera fyrirhugað að nýta það að
svo stöddu.
Frá áramótum hefur verk-
smiðja SR tekið á móti 18.200 lest-
um af loðnu, en fyrir áramót bár-
ust verksmiðjunni 12.100 lestir,
eða alls 30.300 tonn á yfirstand-
andi loðnuvertíð. Afkastageta
þessarar verksmiðju er um
1000—1100 lestir á sólarhring.
ísbjörninn hf. hefur tekið á
móti liðlega 10.000 lestum af loðnu
frá áramótum, auk þeirra 10.000
lesta sem verksmiðjan fékk fyrir
áramót. Samtals liðlega 20.000
lestir. Afkastageta verksmiðju ís-
bjarnarins er um 500 lestir á sól-
arhring.
Námskeið í
loðdýrarækt
ÞESSA dagana standa yflr námskeið
í loðdýrarækt á vegum Sambands
íslenskra loðdýraræktenda (SÍL) og
Búnaðarfélags íslands. Að sögn
Jóns Ragnars Björnssonar fram-
kvæmdastjóra SÍL eru þetta alhliða
námskeið um loðdýrarækt ætluð
loðdýrabændum, ekki síst þeim sem
eru að hefja loðdýrarækt.
Á námskeiðunum er fjallað um
ræktun, kynbætur, fóðrun og fóð-
urþarfir, byggingar og fjármögn-
um, hirðingu, félagslega uppbygg-
ingu og markaðsmál. Ráðunautar
og bændur sem komnir eru með
reynslu í loðdýraræktinni leið-
beina á námskeiðunum. Fyrsta
námskeiðið er haldið að Flúðum í
Árnessýslu 16.—17. febrúar.
Næstu námskeið verða á Egils-
stöðum og Illugastöðum í
Fnjóskadal 20.—21. febrúar og
síðustu námskeiðin verða haldin í
Borgarnesi og Löngumýri í Skaga-
firði 23.-24. febrúar.
skipti útí að horfa alla daga og
nætur, en aftaka rok og slyddubyl-
ur 11. júní. Það furðulegasta var
þó, að dilkar hér úr Djúpi gáfu
hæstan fallþunga á öllu Islandi að
meðaltali, sem slátrað var hjá
Kaupfél. ísfirðinga í haust er leið.
Má þar nefna að haustið 1982 var
meðalvigt þar 17,91 kg af nær 10
þúsund lömbum, en nú á sl. hausti
16,3 kg af 8.800 lömbum, en mestu
meðalvigt slógust þeir um, Indriði
bóndi á Skjaldfönn í Nauteyrar-
hreppi og Birkir Friðbertsson
bóndi í Botni, Súgandafirði, 17,6
eða 7 kíló, og Birkir þyngsta dilk-
inn 29 kíló. Það virðast því kjarn-
góð stráin hér um slóðir, þá er
skepnum gefur út að bíta þau.
Grasspretta var hér víðast góð
sl. sumar, og sumsstaðar með
ágætum, þó skar sig útúr hér ein
sveitin: Snæfjallahreppur, því þar
á þrem bæjum af fimm, sem í
byggð eru: Bæjum 1 og 2, og Un-
aðsdal, að kal var þar svo mikið í
túnum að aðeins mun hafa orðið
um það bil 40% afrakstur í töðu-
feng, en þetta eru með grasgefn-
ustu jörðum hér um slóðir, þá kal
og árferðisskemmdir ekki spilla
Á ofangreindu má sjá að hingað
til Seyðisfjarðar hafa borist rúm-
lega 50.000 lestir af loðnu á þessri
vertíð, eða um 20% af heildarveið-
um til þessa. Vinna í verksmiðjun-
um hefur gengið mjög vel og búa
þær sig nú undir hrognatöku, um
leið og ástand loðnunnar leyfir
það.
Tíðarfarið hefur verið með ein-
dæmum gott að undanförnu og svo
má segja um „veturinn" allan. Hér
er snjólaust og þurfa menn að líta
til efri hluta fjallanna til að sjá
snjó. Sólin sendi okkur geisla sina
hingað í bæinn nú i vikunni, í
fyrsta skipti frá því að hún kvaddi
okkur á bak við fjöllin háu í lok
október sl.
Vinna hófst að nýju við fryst-
þar gróðursæld. Á þessum þrem
bæjum voru í haust keyptir 10 bíl-
ar af heyi, og ekki einungis bara
bílar heldur einnig að stór drátt-
arvagn var þar að auki dreginn
aftaní bílnum með 5—6 tonnum af
heyi auk þess sem á bílnum var.
Auk þess á sl. vori að keypt voru
hér um 30 tonn af heyi. Það hlýtur
því að vera mest hrísgrjónamatur,
sem þeir bændur hafa mest fyrir
sig að leggja.
En þrátt fyrir rysjutið og kalt
sumar var mikið ferðast um
Strandir í sumar, — en þangað
gengur Djúpbáturinn áætlunar-
ferðir á sumrin með hundruðir
túrista. Og alltaf eru Strandirnar
jafn heillandi hamingjureitur, og
eftirsóttur griðastaður, og fyrir þá
er þar um slóðir renna, bíða þess
með ofvæni að komast þangað aft-
ur, í hina heilögu kyrrð og töfr-
andi landshætti.
Sunnudaginn 17. júlí sl. var í
Grunnavík haldið mikið ættarmót
í tilefni 100 ára afmælis Frið-
bjarnar heitins Helgasonar, sem
lengi bjó á Sútarabúðum í
Grunnavík, ásamt konu sinni Sól-
veigu Pálsdóttur frá Höfða í Jök-
ingu hjá báðum frystihúsunum
hér sl. mánudag, en þá kom togar-
inn Gullberg með 84 tonn af fiski
til Fiskvinnslunnar hf. og Ottó
Wathne landaði 20 lestum hjá
Norðursíld. Var þetta fyrsti afli
sem hingað barst til vinnslu á
þessu ári. Hinn togarinn, Gullver,
kemur heim úr söluferð frá Þýska-
landi á morgun, en skipið hefur
farið í tvær söluferðir frá áramót-
um. Togarinn Gullberg hafði selt
afla sinn úr fyrstu veiðiferð þessa
árs í Englandi. Á meðan var unnið
að endurbótum og breytingum hjá
Fiskvinnslunni hf., en það fyrir-
tæki býr sig undir að taka á móti
loðnuhrognum til frystingar nú á
næstunni og er allt tilbúið til þess.
Ólafur Már.
ulfjörðum, sem enn er á lífi. Voru
þar samankomin 80 afkomendur
þeirra hjóna, en þau áttu saman
10 sonu, og var sá síðasti skírður
Kristján, og auðvitað kallaður
Kristján 10., en það var einmitt sá
Kristján sem eitt snjóflóðanna
leitaði húsa hjá nú í vetur.
í tilefni dagsins var í Staðar-
kirkju í Grunnavík messað þenn-
an dag, yfir meir en fullri kirkju
þvi um 120—130 manns voru sam-
ankomnir á þessum slóðum, en
Staðarkirkja mun taka um 70—80
manns, og þjónaði við messugerð
þessa prestur þeirra Bolvíkinga
séra Jón Ragnarsson, en það hefur
verið fastur siður þeirra Grunn-
víkinga að messað sé í Staðar-
kirkju einu sinni á sumri hverju.
Ekki dró það úr hátíðleik dags-
ins, að alla leið sunnan úr Reykja-
vík var keyrt með nýlega fæddan
sætan svein, sem skírður var
þarna í Staðarkirkju við þessa
ágætu guðsþjónustu. Var sveinn-
inn látinn í höfuð afa síns heita
Ingi Einar, en sá afi var fæddur og
uppalinn á Dynjanda í Jökulfjörð-
um, sonur Jóhannesar Einarsson-
ar er þar lengi bjó, en fluttist síð-
ar að Bæjum á Snæfjallaströnd.
Sannast sem oftar að römm er sú
taug, sem rekka dregur föðurtúna
til, en foreldrar þessa unga sveins
eru hjónin Alda Gísladóttir og Jó-
hannes Bekk, til heimilis í Reykja-
vík. En þá voru liðin 13 ár síðan
síðast að skírt var barn í Staðar-
kirkju.
Óskráð er hún saga þessa nýja
árs sem við nú lifum. En svo hafa
veður válynd verið þá daga sem af
því liðnir eru, að hér við Djúp sést
ekki á dökkan díl. Allt hulið hvít-
um fannahjúp og klaka, svo jafnt
yfir allar lendur stráð, að jafnvel
eyjan Vigur svo þakin hvítri
skikkju að ekki sést þar jarðsnap
fyrir kind, og telja þar eyjabænd-
ur það einsdæmi, að svo hafi um
langan tíma verið. En við vonum
að svo megi okkar ágætu ríkis-
forsjá auðnast að jafna efnum
okkar öllum á betri veg, að svo
megi þegnar hennar vakna á
björtu vori, að eitthvað áskotnist
þeim til útáláts í pottinn, sem þá
Vérða leiðir orðnir á hrísgrjónun-
um einum saman.
Jens í Kaldalóni.
muREX#
Rafsuðu
vélar
BOCIPANSARC DC300 OG 400
Jafnstraumsrafsuðuvélar, 300 og 400 A.
Nota þriggja fasa straum 220/380/420 V
Sjóða rafsuðuvír allt að 6.3 mm
Auðvelt að breyta í hlífðargasrafsuðuvélar með
föstu skauti TIG
Ákaflega auðveld suða, jafnvel fyrir byrjendur
vegna góðs kveikjueiginleika
Vélarnar eru á hjólum og með handföngum
— ótrúlega smávaxnar vélar
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein Ifna: 11711.
Kvöld og helgarslmi: 77988.
Seyðisfjörður:
50.000 iestir af loðnu