Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 35 Varði doktorsritgerð um salt og háþrýsting OTTAR (iuðmundsson varði dokt- orsritgerð sína um salt og háþrýsting við Gautaborgarháskóla þann 27. janúar sl. Var andmælandi hans dr. Hans Ibsen frá Kaupmannahafnar- háskóla. Ritgerðina byggði Óttar á rann- sóknum á áhrifum salts á blóð- þrýsting með tilliti til ættgengi fyrir háþrýsting, sem hann hefur unnið að á undanförnum árum. Rannsóknirnar voru m.a. fólgnar í nákvæmum athugunum á hópum fimmtugra og þrítugra manna, með og án ættarsögu um háþrýst- ing. Hóparnir voru rannsakaðir bæði fyrir og eftir fjögurra vikna reynslutíma, þar sem saltneysla þeirra var aukin um helming. Kom í ljós að yngri menn þoldu aukninguna burtséð frá ættarsögu um háþrýsting. Blóðþrýstingur þeirra jókst ekki eða þyngd. Hinir eldri þoldu aukið saltmagn verr, blóðþrýstingur jókst og þeir þyngdust lítillega. Bentu rann- sóknirnar því til að saltþol manna breytist með aldrinum. Dr. Óttar Guðmundsson er son- ur hjónanna Guðmundar Sigurðs- sonar, bankafulltrúa, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og Fjólu Haraldsdóttur, deildarstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu. Óttar lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1968 og embættisprófi frá Læknadeild HI 1975. Hann er skipaður heilsu- gæslulæknir í Keflavíkurhéraði. Ottar Guðmundsson er kvæntur Ásu Ólafsdóttur, myndvefara. Úr fréttatilkynningu. Dr. Óttar Guðmundsson Ólafsvík: Agætur afli ÁGÆTUR afli hefur verið í Ólafsvík að undanförnu og eru nú komin á land frá áramótum 1.634 tonn af blönduðum afla, sem er svipaður afli og var kom- inn á land í fyrra á sama tíma, en þó heldur meiri. Mest af þessum afla er þorskur. Fiskurinn sem komið hefur á land að undan- förnu hefur verið vænn þorskur. Einkum er þar um línufisk að ræða en einnig hafa dragnóta- bátar verið að veiðum og komið að með góðan afla, þetta um 13 tonn báturinn. FLUGLEIÐIR AUGLÝSA sem Flugleiðir hqfq nokkni sinniboðið Þau allm bestu! Dæmi um verð: Fyrir4 mannafjölskyldu í 2 vikur: Flug, sumarhús og rútuferðir frá og til Lux /níb:48-612" Flugleiðlr kynna nýjan sumarleyfisstað i Þýskalandi: Daun í Eifel-héraði, skammt frá Mósel og Rin. Bflaleigubíllinn bíður þin í Luxemborg, og þaðan ekur þú sem leið liggur til Daun, - þar sem þú og fjölskyldan dveljið i góðu yfirlæti í glæsilegu sumarhúsi Dægradvöl og skemmtanir við allra hæfi. Bílaleigubíll í vlku kostar frá kr. 2.760 - Þú borgar bensínið, en allur annar kostnaður er inni- falinn. Eifel-hérað er rómað fyrir náttúrufegurð, og allt i kring eru skemmtilegir staðir, - smábæir og borgir, s.s. Trier, koblenz, Köln og Frankfurt. Fjölbreytt og skemmtilegt sumarleyfi allrar fjöl- skyldunnar. Á söluskrlfstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og á ferðaskrtfstofum eru myndbönd frá Daun- Eifel, bækllngar, og þar færðu allar frekari upp- lýsingar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.