Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Geoffrey Wood: Mæling krefet greiningar — eftir Hannes H. Gissurarson Milton Friedman og Anna J. Schwartz gáfu nýlega út ritið Monetary Trends in the United Stat- es and the United Kingdom i fram- haldi af ritinu Monetary History of the United States frá 1963. David Hendry og Neil Ericsson hafa rannsakað nokkra þætti í þessu verki og birt niðurstöðu sína á sér- stökum fundi ráðgjafa Englands- banka. Um rannsókn þeirra hefur síðan ýmislegt verið skrifað í The Guardian. Hér ætla ég að segja frá þessu máli eins og það iiggur fyrir í tilefni þessara skrifa. Um tvennt er að ræða. Annað er, hvernig Friedman og Schwartz og Hendry og Ericsson vinna úr hagsögulegum gögnum. Hitt er, hvaða ályktanir megi draga af þessari úrvinnslu um hagstjórn. Heppilegt er að gera greinarmun á þessu tvennu og ræða um það í þessari röð. * Urvinnslan í byrjun má benda á, að Fried- man og Schwartz hófu rannsókn sína fyrir um 20 árum, eins og þau skýra frá í inngangi rits síns. Út- gáfa þess tafðist ekki síst vegna þess, að talið var rétt að láta rann- sóknina einnig ná til Bretlands. Tölfræðileg tækni höfundanna er þannig tuttugu ára gömul, en slíkri tækni hefur síðan mjög fleygt fram. Rannsókn eða endur- úrvinnsla Hendrys og Ericssons er því kærkomin, og þess má geta, að Hendry hefur lagt margt fram til þessarar tækniþróunar. Þrennt skiptir máli í þessu við- fangi. Eitt er, að Friedman og Schwartz nota ekki „hráar" tölur, heldur leiðréttar eða lagfærðar. Þau gera þetta til þess, svo að dæmi sé nefnt, að verðlagshöft skekki ekki mynd þeirra. Þetta er hvorki óvenjulegt né óviðeigandi þrátt fyrir dylgjur The Guardian. Tölfræðileg tækni auðveldar okkur umfram allt að koma auga á, hvert er samband meðaltals- stærða á einhverju tilteknu tíma- bili. En slíkar meðaltalsstærðir geta raskast vegna einhverra að- stæðna. Við því er ekkert að segja, þegar þessar aðstæður eru ekki einstakar eða óeðlilegar. En þegar þær eru það? Við slíkar aðstæður væri verið að draga upp villandi mynd af sambandi meðaltals- stærðanna, væri ekki tekið tillit til þeirra með því að leiðrétta tölur. Friedman og Schwartz voru að taka tillit til verðlagshafta, þegar þau leiðréttu verðlagstölur, svo að dæmi sé nefnt. Deila má um, hversu langt eigi að ganga í slík- um leiðréttingum. En því fer fjarri, að slík leiðrétting talna sé einhver „fölsun" eða brot á ein- hverjum skráðum eða óskráðum reglum. Friedman og Schwartz hafa ekki gert annað en það, sem er viðtekið og venjulegt í öllum hagrannsóknum. Að hvaða niðurstöðu komast þau? Mikill munur virðist við fyrstu sýn vera á niðurstöðu Friedmans og Schwartz annars vegar og Hendrys og Ericssons hins vegar. Hin fyrrnefndu kom- ast að þeirri niðurstöðu, að veltu- hraði peninga sé stöðugur:1* „Ein- faldasta gerð peningamagnskenn- ingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir, að hlutfall nafnvirðis pen- inga og nafnvirðis þjóðartekna (en þetta hlutfall jafngildir veltu- hraðanum) sé fast, þegar reiknað hefur verið með einstökum óná- kvæmnismörkum peningamagns og þjóðartekna ... reynist vera mjög góð fyrsta nálgun.“ En Hendry og Ericsson komast að þeirri niðurstöðu, að þetta sé allt „á reiki", þetta sé „eins og drukk- inn maður á göngu: hann slagar að vísu í rétta átt, en ekki verður sagt Nokkrar umræður, en fremur furðulegar, hafa orðið hérlendis um nýtt rit Miltons Friedmans og Önnu Schwartz, vegna þess að Þjóðviljinn tók nokkrar umsagnir um það upp úr bresku blöðun- um Observer og Guardian og bætti því við í leiðara, að Friedman væri ,,afhjúpaður“, hann væri „ómerkilegur svindlari sem falsar staðreyndir vísvitandi“. Ekkert í þeirri rannsókn, sem um er að ræða, en hana gerðu bresku hagfræðingarnir D. Hendry og N.R. Ericsson á riti Friedmans og Schwartz, gat gefið tilefni til þessa dóms Þjóðviljans, eins og ég benti á í grein hér í blaðinu fyrir skömmu. Enginn hefur falsað neitt nema Þjóðviljinn. Breski hagfræðingurinn Geoffrey Wood, kennari við City University í Lundúnum, hefur skrifað grein um málið, sem hefur birst í nokkrum hlutum í breska blaðinu Daily Telegraph, en hann leyfði góðfúslega, að ég íslenskaði hana. Wood kemst að þeirri niður- stöðu, að rannsóknir Friedmans og Schwartz annars vegar og Hendrys og Ericssons hins vegar rekist alls ekki á. Tölfræöileg tækni Hendrys og Ericsson kunni að vera fullkomnari en Fried- mans og Schwartz, en hagfræðileg greining þeirra ófullkomnari. Mestu máli skipti þó, að Hendry og Ericsson fáist við skamm- tímafyrirbæri, en Friedman og Schwartz við langtímafyrirbæri. Rétt þótti að birta hér grein Woods vegna hinna staðlausu stað- hæfinga Þjóðviljans. Hannes H. Gissurarson. Hvað olli hverju? Hendry og Ericsson komast að því, að aukning peningamagnsins er ekki alltaf óháð því, sem er að gerast í atvinnulífinu á hverju tímabili. Margar skýringar eru til á því, en tvær skipta einkum máli. í fyrsta lagi gat það breytt pen- ingamagninu, á meðan Bretar bjuggu við fast gengi, að peningar flæddu á milli landa — því að Englandsbanki varð alltaf að laga kaup og sölu punda á föstu verði að eftirspurn til þess að halda uppi föstu gengi. í öðru lagi hélt Englandsbanki á tímabili uppi föstum vöxtum. Þetta olli því, að hann varð að laga framboð pen- inga að eftirspurn. Hann gat ekki stjórnað peningamagninu með beinum hætti. En báðar þessar ákvarðanir voru teknar af stjórn- málaástæðum. Og það leiðir síður en svo af þeim, að ekki megi stjórna peningamagni í umferð. Það leiðir ekki heldur af þeim, að Hvað segja þeir um Friedmanss vindlið? I»v<>ng sú 3 girin í bicsk.i hlaðinu Th* GuáiJutn. scm bunsi i t>|öAviljjnum i MÖJSIj hi-lgjíbla.'i um íjlsjnir Nohels vciðlaunahjfjns Milums Fnciimans hclui vakið miklj aihygli The Guaidi jn grcindi hin 2$ dcscmbcr (rá nýúl- komnu rrli eflir David Hendry. cinn pckklasla og virlasla hjglixöing Brela af yngri kynsloðmni. þai scm hann gjgntýntr Friedman (yrii að hafa visvii andi bcill rangfxrslum á mzlanlcgum Birgir Björn Sigurjónsson, hagfrxdingur BHM: „Svakaleg tíð- indi af Nóbels- verðlaunahafa staðrcyndum l hrtk sin _ , Trcnds m ihe IJniird Slalrs and Uniu-d Kingdom' Pella geiði Fnrdman lil þcss að fylla ui I þa (rrðikennmgu sina að srrðbolga uisakaðtsl af penmga- magni i umfcrð. scgir Hendry Þjiiðviljinn Iriiaði lil nokkurra hag fizðinga 1 Islandi og kannaði hug þcirra lil þcssura uðindj ng fara tvór þcirra hcr •*! Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Hendry hefur sitthvað Leidari úr The Observer: SpámaÖur lagöur aÖ velli i t n*H Mn ■* w »« i! vrtTia»>«i» — •••■ir.w* !«• «— f, oi a« .««. i,. — --_ - M m»Íi -» —— , Deilumar fvrir neðan allar hellur‘ jstru-d! II „Hefekki kynnl mér málið“ jMlulian*«- ryiu«H«»Jva,. ||J„, , Vilhjálmur Lgilsson, hag- frædingur Vinnuvcitendasambands- fyrir um það með neinni vissu, hvort hann taki næsta skrefið fram, aftur eða út á hlið.“ Hver er munurinn? Svarið er einfalt. Hendry og Ericsson fást við skammtímastærðir, en Fried- man og Schwartz við stærðir á lengra tímabili en nemur hag- sveiflunni. Niðurstöðurnar rekast alls ekki á.ZÍ Og þær eru reyndar felldar hvor að annarri í 10. kafla rits þeirra Friedmans og Schwartz (þar sem þau sjá að nokkru marki fyrir niðurstöðu Hendrys og Er- icssons). í þeim kafla er rætt um, hvaða áhrif breytingar á pen- ingamagni hafi á vexti. Þar eru umræðurnar um hina hagfræði- iegu hlið málsins og um tiltæk hagsöguleg gögn hvort tveggja, yf- irgripsmiklar og nákvæmar. Þar eru leidd rök að því, svo að dæmi sé nefnt, að peningaþensla valdi vaxtalækkun, þegar til skamms tíma sé litið. Þetta lækkar fórn- arkostnaðinn af því að geyma pen- inga, en af því leiðir, að tilhneig- ing manna til að geyma peninga eykst, og við það dregur úr veltu- hraða peninganna. Peningamagn og veltuhraði breytast þannig hvort í sína áttina, þegar til skamms tíma er litið. Af þessari ástæðu veldur sú mæling án greiningar, sem getur að líta í ritgerð Hendrys og Er- icssons, miklum vonbrigðum. Þeir hefðu komist að því — hefðu þeir ekki látið sér nægja að rannsaka skammtímafyrirbæri, heldur gefið breytingu peningamagnsins á lengra tímabili einhvern gaum — að skammtímabreyting pen- ingamagnsins endurspeglaði veltu- hraðann. Þannig má skýra það, að veltuhraðinn er óstöðugur, og fella þetta að hinu, að hann er stöðug- ur, þegar til lengri tíma er litið. Og þessi óstöðugleiki breytir síðan engu um það, að peningastefna er nauðsynleg. niðurstaða Friedmans og Schwartz sé ógild. Þau benda á það, að peningarnir hafi sín áhrif á atvinnulífið, þegar þeir séu komnir inn í það, hvernig sem það hafi gerst. Enginn vafi er á því, að margt má skýra með því að gera greinarmun á því, þegar Eng- landsbanki hefur getað stjórnað peningamagni með beinum hætti, og hinu. En það er alls ekki rétt, að rannsóknir, þar sem slíkur greinarmunur er ekki gerður, séu þess vegna að engu hafandi. Stefnan í peningamálum Þau ráð, sem hagfræðingar gefa um hagstjórn, geta ekki verið komin undir tölulegum tengslum einum saman. Þau hljóta einnig að vera komin undir greiningu á þessum tengslum og einhverju mati á því, hvað stjórnendum er fært við ýmsar aðstæður. En við þurfum ekki að taka þetta með í reikninginn til þess að geta sagt það, að núverandi ríkis- stjórn getur sótt réttlætingu á stefnu sinni í rannsókn Friedmans og Schwartz (þrátt fyrir það að í riti sínu séu þau aðeins að fást fræðilega við hagsögu, en ekki að gefa neinum ráð um hagstjórn). Veltuhraði peninga er óstöðugur, þegar litið er til skamms tíma, vegna þess að aukning peninga- magnsins er óstöðug, en þessi óstöðugi veltuhraði torveldar mjög alla úrvinnslu gagna um peningamagn. Draga má nokkurn lærdóm af þessu. Við blasir, þegar rit Friedmans og Schwartz er les- ið, hverjar eru langtímaafleið- ingar óhóflegrar aukningar pen- ingamagns, hvaö sem slíkri aukn- ingu hefur valdið. Það getur auð- veldað okkur að velja heppilegasta hagstjórnartímabilið að rannsaka langtímafyrirbæri og gefa gaum muninum á stöðugleikanum þá og óstöðugleikanum, þegar um skemmri tímabil er að ræða. Málið metið Rangt væri að lýsa Friedman og Schwartz annars vegar og Hendry og Ericsson hins vegar eins og prédikurum, sem bjóði fram ólíkar og ósættanlegar kenningar. Fjór- menningarnir hafa allir lagt ým- islegt af mörkum til fræðilegrar þróunar. Þau hafa öll sitthvað fram að færa um stefnuna í pen- ingamálum. Menn geta auðvitað sagt sem svo, að Friedman og Schwartz hefðu, þgar þau voru að skrifa rit sitt á sjöunda áratugn- um, átt að nota tölfræðilega tækni, sem ekki varð tiltæk fyrr en á hinum níunda. En menn geta líka sagt sem svo, að Hendry og Ericsson hefðu mátt vanda betur hagfræðilega greiningu sína og umræður um gögn sín. Satt að segja er meira til í síðari ásökun- inni en hinni fyrri. En mestu máli skiptir, að síðari rannsóknin er ágæt viðbót við hina fyrri, því að í henni er fengist við skemmri tímabil. Ýmis merki- leg rannsóknarefni hafa þannig skotið upp kollinum. Og síðari rannsóknin sýnir það, svo ekki verður um villst, sem Milton Friedman kenndi þegar árið 1946, að föst langtímastefna í pen- ingamálum er miklu líklegri til þess að halda atvinnulífinu í jafn- vægi en skammtímastefna. Lág- kúrulegur áróður eins og sá, sem gat að líta í The Guardian, getur engu breytt um þetta eða valdið einhverjum árekstri fræðilegra rannsókna, sem styrkja í rauninni hvor aðra, sé réttur skilningur lagður í þær. 1) Wood notar veltuhraða peninga, þar sem ég notaði eftirspurn eftir peningum í minni grein. En allir þeir, sem þekkja peninga- magnskenninguna, vita, að þetta eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. — H.H.(>. 2) Wood kemst þannig að sömu niðurstöðu og ég um samband þessara tveggja rannsókna, en ég hafði ekki lesið grein Woods, er ég samdi mína. — H.H.G. Alþýðuflokkurinn: Aðför að öldruðum og öryrkjum Eftirfarandi samþykkt var gerð í dag á sameiginlegum fundi þing- flokks og framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins: „Alþýðuflokkurinn vekur at- hygli á þeirri hneisu að kaupmátt- ur elli- og örorkulífeyris hefur skerzt um 23—27% á seinustu 16 mánuðum. Hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki verið eins lítill og núna í meir en áratug. Framhald núverandi þróunar lýsir óþolandi vanþakk- læti í garð hinna öldruðu, sem lagt hafa grunninn að núverandi þjóð- félagi. Alþýðuflokkurinn mótmælir harðlega því miskunnarleysi stjórnvalda sem felst í þessari að- för að öldruðum og öryrkjum og krefst þess að hagur þessa fólks verði strax réttur." (FrétUtilkynning)

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað - II (22.02.1984)
https://timarit.is/issue/119539

Tengja á þessa síðu: 50
https://timarit.is/page/1588663

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað - II (22.02.1984)

Aðgerðir: