Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
LAUNKGINN
OG LANDIÐ
UMSJÓNARMADUR: HILMAR GUÐLAUGSSON
Aðalftindur Verkalýðsráðs
Sjálfetæðisflokksins
Vorkalýrtsráð Sjálfstæðisflokksins hélt aðalfund sinn laugardaginn 4.
febrúar 1984.
Sigurður Óskarsson, Hellu, var endurkjörinn formaður ráðsins, 1. varafor-
maður Sverrir Garðarsson, Reykjavík og 2. varaformaður Magnús L.
Sveinsson, Reykjavík. Þá voru kjörnir 43 aðrir stjórnarmenn. Stjórn verka-
lýðsráðs kýs síðan 9 manna framkvæmdastjórn.
Á aöalfundinum voru samþykktar ítarlegar ályktanir m.a. um kjara- og
atvinnumál og um tölvu- og tæknimál.
Á fundinum flutti Lárus Jónsson, alþingismaður, ræöu um þróun efnahags-
og atvinnumála og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
flutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið.
Fer hér á eftir ályktun um tölvu- og tæknimál:
Frá aðalfundi Verkalýðsráðsins.
Ályktun um kjaramál
„Aðalfundur Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins haldinn 4.
febrúar 1984 ítrekar þá réttmætu
kröfu að dagvinna einstaklinga
nægi til framfærslu meðalfjöl-
skyldu og leggur áherslu á að
þannig sé búið að atvinnuvegun-
um að þeir fái á hverjum tíma
uppfyllt þá kröfu. Verkalýðsráð
leggur höfuðáherslu á fulla at-
vinnu og telur að forsenda at-
vinnuöryggis sé að fyrirtæki skili
Formaður: Sigurður Óskarsson,
Hellu.
1. varaformaður: Sverrir Garð-
arsson, Reykjavík.
2. varaformaður: Magnús L.
Sveinsson, Reykjavík.
Aðrir stjórnarmenn: Ágúst
Geirsson, Reykjavík, Albert Krist-
insson, Hafnarfirði, Ásgeir
Guðnason, Selfossi, Baldur Jós-
epsson, Njarðvík, Bjarni Jakobs-
son, Garðabæ, Björn Þórhallsson,
Reykjavík, Björgvin Hannesson,
Reykjavík, Dagmar Karlsdóttir,
Reykjavík, Garðar Þorsteinsson,
Reykjavík, Guðbjörn Jensson,
Reykjavík, Guðjón A. Kristjáns-
arði, en það er grundvöllur þess að
hægt sé að bæta kjör launþega,
þegar til lengdar lætur.
Fiskveiðistefna ríkisstjórnar-
innar liggur nú fyrir. Ljóst er að
30% fiskveiðiflotans eru dæmd úr
leik með afleiðingum atvinnu-
missis fjölda sjómanna. Þá er
einnig atvinnuöryggi fiskvinnslu-
fólks í einstökum byggðarlögum í
nokkurri óvissu. Stjórnvöld verða
að vera á varðbergi um atvinnu-
mál þessara starfshópa og taka á
son, Reykjavík, Guðmundur H.
Garðarsson, Reykjavík, Guð-
mundur Hallvarðsson, Reykjavík,
Guðmundur M. Thorarensen,
Kópavogi, Guðný Berndsen,
Reykjavík, Gunnar Arason, Akur-
eyri, Gunnar Backmann, Reykja-
vík, Halldór Blöndal, Seltjarnar-
nesi, Hannes Garðarsson, Reykja-
vík, Haraldur Kristjánsson,
Reykjavík, Hreiðar Örn Stefáns-
son, Reykjavík, Helgi Steinar
Karlsson, Reykjavík, Hilmar Guð-
laugsson, Reykjavík, Hilmar
Jónsson, Hellu, Jón Hjálmarsson,
Garði, Jón Garðar Ögmundsson,
Reykjavík, Jón Þorvaldsson,
þessum málum tímanlega t.d. með
endurmenntun þar sem þurfa þyk-
ir til atvinnuöryggis. Jafnframt
verði lögð áhersla á nýtingu sjáv-
Kópavogi, Kristján Guðbjartsson,
Reykjavík, Kristján Guðmunds-
son, Reykjavík, Kristján Haralds-
son, Kópavogi, Kristján Ottósson,
Reykjavík, Leifur Thorarensen,
Akureyri, María Magnúsdóttir,
Kópavogi, Máihildur Angantýs-
dóttir, Reykjavík, Pétur Hannes-
son, Reykjavík, Pétur A. Maack,
Kópavogi, Pétur Kr. Pétursson,
Reykjavík, Pétur Sigurðsson,
Reykjavík, Sigurður Bergsson,
Hafnarfirði, Sigurður Pálsson,
Hafnarfirði, Sigurlaug Svein-
björnsdóttir, Reykjavík, Sólveig
Hinriksdóttir, Reykjavík, Þor-
valdur Þorvaldsson, Reykjavík.
arafla og uppbyggingu útflutn-
ingsiðnaðarins, enda verði því
fylgt eftir með markaðsleit er-
lendis.
Reynslan sýnir að kjarasamn-
ingar eiga að vera á ábyrgð samn-
ingsaðila. Fordæma ber íhlutun
stjórnvalda í gerð kjarasamninga,
sem átt hefur sér stað á undan-
förnum árum.
Verkalýðsráð fagnar þeim
árangri sem náðst hefur í barátt-
unni við verðbólguna og leggur
áherslu á að ekki megi ganga svo
langt á efnahagsaðgerðum að þeir
sem verst eru settir búi við neyð.
Verkalýðshreyfingin á nú í erf-
iðri kjarabaráttu. Áhersla skal
lögð á að ná samkomulagi um var-
anlegar og raunhæfar kjarabætur,
er dregið geta úr átökum á vinnu-
markaði. Staðreyndin er, að verð-
mæti þjóðarframleiðslunnar er
undirstaða lífskjara. Megin-
áherslu ber að leggja á hækkun
lægstu launa og opinberar aðgerð-
ir til hagsbóta þeim sem minnst
bera úr býtum í þjóðfélaginu, þar
á meðal elli- og örorkulífeyrisþeg-
um. Tekjuskattur verði afnuminn
af almennum launatekjum og
tekjur hjóna skiptist jafnt fyrir
álagningu opinberra gjalda.
47
Verkalýðsráð leggur áherslu á
mikilva^gi verkmenntunar og að
framlög til hennar verði við það
miðuð að hún skipi sama sess og
önnur menntun í landinu. Aukin
áhersla verði lögð á endurmennt-
un og verði launþegum gert kleift
að aðlagast nýjum kröfum, sem
fylgja í kjölfar aukinnar tækni- og
tölvuvæðingar.
Verkalýðsráð minnir á mikil-
vægi starfsvilja og nauðsyn þess
að ríkisvaldið stuðli að frelsi til
framtaks og framfara en tak-
marki ekki framkvæmdavilja
manna með boðum og bönnum.
Verkalýðsráð ítrekar að bætt
umhverfi og aðstaða á vinnustöð-
um séu meðal þeirra krafna sem
launþegar leggja síaukna áherslu
á nú, auk þess sem lífskjaraskerð-
ing undanfarinna ára verði að
fullu bætt.“
Ályktun um tölvu-
og tæknimál
„Verkalýðsráð Sjálfstæðis-
flokksins vekur athygli á þeim gíf-
urlegu tæknibreytingum á sviði
tölvu- og tæknivæðingar sem orð-
ið hafa og fyrirsjáanlegar eru á
næstu árum og hinum miklu
áhrifum þeirra á atvinnumögu-
leika og vinnuumhverfi launþega.
Verkalýðsráðs er hlynnt aukn-
um rannsóknum og tækniþróun,
sem notaðar eru á réttan hátt til
hagsbóta fyrir þjóðarheildina.
Ráðið telur þó að tækninýjungar
eigi ekki að taka upp gagnrýnis-
laust og ef rangt er að staðið þá
getur tækniþróun leitt til þess að
mörg störf verði stöðugt einhæfari
en þau eru í dag er atvinnuleysið
vofir yfir.
Á næstu árum mun hin nýja
tækni ryðja sér til rúms hér á
landi í auknum mæli.
íslensk verkalýðshreyfing verð-
ur að hafa áhrif á hvernig þessari
nýju tækni verður beitt.
Tölvuvæðingin gefur tilefni til
þess að vinnutími styttist. Þess
vegna er brýnt að hafa uppi kröf-
una fyrir mannsæmandi laun
fyrir 40 stunda vinnuviku í öllum
umræðum um tölvumál. Að því
leyti sem ný tæki krefjast nýrrar
verkkunnáttu verður að gefa kost
á endurmenntun, þannig að aldrei
verði hægt að segja fólki upp
störfum í skjóli þess að það kunni
ekki með tæknikunnáttu að fara.
Fræðsla um tölvumál í skólum
verði stóraukin. Brjóta verður
niður þá ímynd sem sums staðar
gætir að tölvan sé sjálfstætt fyrir-
bæri. Fræðsla um tölvur má ekki
vera of tæknilegs eðlis, heldur
þannig að gerð sé grein fyrir kost-
um þeirra og göllum og notkun
þeirra auðvelduð.
Verkalýðsráð leggur ríka
áherslu á að með samningum
og/eða lagasetningu verði tryggt
að sú þróun sem tæknibyltingin
leiði af sér verði notuð til þess að
bæta lífskjörin og skapa betra
mannlíf. Til þess að vel fari er
brýn nauðsyn að allar veigamiklar
tæknibreytingar verði gerðar með
fullu samkomulagi aðila vinnu-
markaðarins.
Verkalýðsráð hvetur verka-
lýðsfélögin til að hefja umræður
um þessi mál og skorar á verka-
fólk að vera vel á verði, þannig að
hlutur þess verði ekki fyrir borð
borinn í þeSsum málum."
Sendiherra
íslands á
Indlandi
Sigurður Bjarnason afhenti
hinn 9. febrúar 1984 herra
Giani Zail Singh, forseta
Indlands, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra Islands á
Indlandi með aðsetur í
Reykjavík.
Fréttatilkynning.
Hefur borðað 20—25 ban-
ana dag hvern í tvö ár
Sérstæður megrunarkúr 44 ára gamals Svía
Stokkhólmi, 20. rebrúar. AP.
HINN 44 ára gamli Roland Berg-
man hefur fundið nýja aðferð til
þess að grennast. Megrunarkúrinn
hjá honum er reyndar í óvenjulegra
lagi svo ekki sé meira sagt, en hon-
um ekkert nýnæmi.
Á hverjum degi sporðrennir
Bergman 20—25 banönum. Þetta
er ekki það einasta sem hann læt-
ur ofan i sig. Þessum skammti
fylgja svo þrjár matskeiðar af
haframjöli og 1,2 lítrar af hreinni
og óblandaðri kúamjólk. Þetta
hefur hann gert dag hvern í tvö ár.
Ekki komst upp um þessa
óvenjulegu iðju Bergmans fyrr en
blaðamaður hjá Arbeterbladet
frétti af þessu og ræddi við hann.
Bergman býr í Gávle og er glugga-
þvottamaður að atvinnu.
I viðtalinu við blaðið segir hann,
að hann hafi farið að borða
grænmeti þrítugur að aldri til
þess að stemma stigu við offitu.
Grænmetið reyndist hins vegar
ekki nógu saðsamt fyrir Bergman
svo hann fór að velta því fyrir sér
hvað hann gæti lagt sér til munns
án þess að eiga á hættu að hlaða
utan á sig aukakílóum.
Með því að fikra sig áfram
komst Bergman að því að bananar
reyndust seðja hungrið einkar vel.
Hann tók því smám saman að
snúa sér alfarið að banönunum, en
lét grænmetið lönd og ieið. Áður
en langt um leið var Bergman far-
inn að nærast nær alfarið á ban-
önum og lét varnaðarorð lækna
um hugsanlegar aukaverkanir sem
vind um eyru þjóta.
„Ég er löngu hættur að fara til
lækna,“ segir Bergman. „Megrun-
arkúrinn minn reynist mér vel og
ég hef ekkert í hyggju að breyta
honum." Læknar, sem Arbeter-
bladet ræddi við, segja að þótt
þessi tegund megrunarkúra virðist
henta Bergman vel þýði það ekki
endilega, að hann sé heppilegur
fyrir einhverja aðra.
Stjórn Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins