Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBROAR 1984
63
Bergiö á Vestfjöröum er 15—8 millj-
ón ára gamalt, en þeir Leó Krist-
jánsson, Kristján Sæmundsson og
Haukur Jóhannesson hafa undan-
farin ár unnið að því að kanna seg-
ulstefnuna á berginu og rekja jarð-
lögin af hafsbotninum gegnum jarð-
lagastaflann á Vestfjörðum. En þær
mælingar má nota til þess að
ákvarða tímatalið um snúning seg-
ulsviðsins. Punktarnir eru þar sem
þeir hafa tekið sýni.
Útdauðar eldstöðvar
í Breiðafirði
— í Borgarfirðinum höfum við
einn af þessum föstu punktum til að
miða við, segir Leó. Út úr þessum
mælingum okkar á landi hafa komið
upplýsingar til að byggja á aldurs-
ákvarðanir á hafsbotninum. Ein-
hvers staðar verður að dagsetja
hvenær segulsviðið hefur snúist við.
Aðstæður til þess eru einmitt í
hraunstaflanum á landi. Þegar það
er fengið, þá er ekki aðeins hægt að
nota þessa mælikvarða við aldurs-
greiningu á botninum í Atlantshafi,
heldur líka í Kyrrahafi. Út frá þess-
um mælingum má ráða að heilmikið
sé að finna af útdauðum eldstöðvum
í Breiðafirði. Þær hafa að vísu rofist
niður í rætur, en eru þarna. Út frá
Snæfellsnesi liggur líklega belti í
áttina að samsvarandi svæði á
Grænlandi. Danir eru að kortleggja
það. En sundið á milli er nær ekkert
athugað. Slík vitneskja um hafs-
botninn er alveg nauðsynleg í haf-
réttarmálum, þar sem stjórnmála-
menn og þá einkum Eyjólfur K.
Jónsson hafa verið ákaflega dug-
legir við að gæta hagsmuna íslands.
En það forvitnilegasta sem fram
kemur í frásögn Leós af því sem
fram hefur komið við þessar seg-
ulstefnumælingar, er önnur land-
grunnsbrún austur af landinu en sú
sem við þekkjum, og er hún mest
áberandi út af suðausturströndinni.
Sá kantur sem segulmælingarnar
sýna sést ekki með dýptarmæling-
um, en hann liggur e.t.v. um 10 km
nær landi en sá sem þar kemur
fram. Þessi bergbrún á landgrunn-
inu er grafin í setlög úr framburði
ánna, sem mynda þykka setlaga-
syllu utan við bergið. Með öflugum
jarðsveiflumælingum væri hægt að
fá það fram, en við venjulegar mæl-
ingar af sjó kemur það ekki fram.
— Ýmislegt fróðlegt hefur því
komið út úr þessum segulmæling-
um, sem fram fóru á árunum
1972—74 og veitt var fé til frá
menntamálaráðuneyti gegnum
Rannsóknaráð ríkisins. Ýmsir aðil-
ar lögðu þar hönd á plóginn, svo sem
Hafrannsóknastofnun, Orkustofn-
un, Veðurstofan, Landhelgisgæslan
og Sjómælingar, en Rannsóknaráð
tók að sér samræmingu og stjórnun.
Þegar Leó var inntur eftir því hvers
vegna þeim hefði verið hætt, sagði
hann:
— Af hálfu okkar vísindamann-
anna var hugmyndin að rannsókn-
unum yrði haldið áfram og þessar
stofnanir efldar til að taka í sam-
vinnu að sér rannsókn á landgrunn-
inu. Á Hafrannsóknastofnun tók
Kjartan Thors jarðfræðingur að
rannsaka botnlög, aðallega set á ár-
inu 1975, og hann hefur haldið
áfram að safna sýnum og fá upplýs-
ingar um sögu setmyndunar kring-
um landið. Hefur hann náð frábær-
lega góðum upplýsingum, bæði hag-
nýtum og vísindalegum, og þyrfti að
efla sem mest aðstöðu til setrann-
sókna þar. Hjá okkur á Raun-
vísindastofnun hefur ekkert bæst
við nema síður sé. Meira að segja
hefi ég misst segulmælingatækið, af
því að annað tæki í segulmælinga-
stöð RH í Leirvogi bilaði og það er í
stöðugri notkun þar. Þegar lítið
hafði gerzt í skipulagningu þessara
mála í ráðuneytinu í 3—4 ár, var
allt i einu ákveðið að fara að leita að
olíu. Átta manna nefnd á vegum
iðnaðarráðuneytisins samdi álit um
setlagarannsóknir, þar sem ekki er
minnst á neina rannsóknastofnun
nema Orkustofnun. Þeir virðast
gefa sér þá forsendu að engir eigi
erindi út á landgrunnið nema undir
stjórn iðnaðarráðuneytis. Ekki
minnst á Náttúrufræðistofnun sem
hafði gert bergfræðirannsóknir,
ekki Hafrannsóknastofnun sem þó
hefur yfir skipum að ráða og ann-
arri aðstöðu, ekki á Sjómælingar Is-
lands eða Raunvísindastofnun, sem
hingað til hafa unnið að slíkum
rannsóknum. Á skrám erum við hér
á Raunvísindastofnun t.d. með
12—15 nýlegar greinar gagngert um
rannsóknir á landgrunninu. Síðan
höfum við án árangurs sótt um fé af
fjárlögum til þess að halda áfram.
— Var ekkert ieitað til þessara
rannsóknaraðila áður en farið var
að bora í Flatey?
— Ákvörðun var tekin um að bora
eftir olíu á Flatey méð miklum til-
kostnaði í hitteðfyrra á vegum sömu
nefndar í iðnaðarráðuneytinu. Sú
borun virðist mjög ótímabær, þar
sem mjög lítið er farið að kanna
svæði á landgrunninu. Þótt við höf-
um fengið einhverja mælingaaðstoð
frá útlendingum, er þekking okkar
sjálfra á landgrunninu í molum. I
fyrsta lagi væri tímabært að leita að
olíu eftir 10—20 ár, ef rannsóknir á
landgrunninu væru unnar af krafti
af þeim stofnunum sem hafa til þess
tæki og mannskap. Þetta er hlið-
stætt því sem gerðist við Kröflu, þar
sem borað var eftir gufunni án þess
að nægileg vitneskja væri um eigin-
leika jarðhitans þar. Það er alltof
dýrt að fara svona að, leita ekki eft-
ir þekkingu með ódýrari hætti á
stórum svæðum fyrst.
Við höfum semsagt í mörg ár ver-
ið að bíða eftir einhverri skyn-
samlegri stefnu á grunni tillagna og
sameiginlegs nefndarálits frá þess-
um stofnunum. En það hefur ekkert
verið farið í það. Til þessa verkefnis
þarf virka samvinnu margra aðila.
Hér á Raunvísindastofnun er t.d.
eini virki steingerfingafræðingur-
inn í landinu. Þeir Kjartan Thors í
Hafrannsóknastofnun og Jón Ei-
ríksson í Raunvísindastofnun eru
helstu sérfræðingar um setlög. í
bergfræðina koma menn frá Nor-
rænu eldfjallastöðinni, Náttúru-
fræðistofnun og Raunvísindastofn-
un. Og fleiri stofnanir þurfa að
koma þarna inn í, svo sem Land-
mælingar, Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins, Landhelgisgæslan,
Veðurstofan o.fl.
Surtarbrandur og
ísöldin
Aldursgreining þeirra Hauks og
Leós og könnun á jarðlögum á Vest-
fjörðum tengist rannsóknum á surt-
arbrandi og jarðhita á svæðinu. Þeir
hafa reynt að fá aukið fé til þeirra
rannsókna, m.a. leitað til byggða-
sjóðs, en það ekki tekist. Á meðan
hafa þó verið samþykktar þings-
ályktunartillögur um að skjótlega
þurfi að vinna að þeim málum.
Meira að segja verið orðað að fá
þurfi frá Bretlandi menn til að
rannsaka surtarbrandinn, einhverja
sem sennilega hafa hvorki séð surt-
arbrand né blágrýti, segir Leó kími-
leitur þegar þetta ber á góma.
— Eg hefi áætlað að geta einnig
gert í sumar rannsóknir f samvinnu
við Jón Eiríksson og Þorleif Ein-
arsson jarðfræðing á Tjörnesi, bæt-
ir hann svo við. Vísindarannsóknir
Þorleifs Einarssonar og Bandarikja-
manna á Tjörneslögunum ollu bylt-
ingu i skilningi á ísöldinni. Þá fóru
menn að átta sig á þvi að ísöldin
hefði byrjað fyrr en áður var talið.
Þeim merkilegu rannsóknum þarf
að halda áfram með sem fjölbreytt-
ustum aðferðum. Við höfðum hugs-
að okkur að fylla upp í eyður í vitn-
eskjunni um jarðlagastaflann þar
með segulmælingum og þar kem ég
inn í verkið. Hvergi í heiminum eru
jafngóðar aðstæður til að kanna
sögu jarðar síðustu ármilljónirnar í
samfelldum jarðmyndunum og hér á
Islandi. Tveir aðrir staðir koma til
greina i heiminum, Hawaii og
Austur-Afríka, þar sem mjög erfitt
er að komast að jarðlögunum.
— Nú hafið þið að undanförnu
gefið út mikið af greinum í alþjóða-
ritum. Nöfn Leós Kristjánssonar og
Kristjáns Sæmundssonar frá ís-
landi eru á höfundaskrá ásamt
nöfnum erlendu vísindamannanna
sem þið vinnið með og ég hefi fyrir
satt að þetta séu mjög mikið um-
ræddar rannsóknir.
— Það hafa ýmsar merkilegar
bergsegulmælingar verið gerðar á
tslandi. Eg tók saman grein um þær
í tímaritið Jökul 1982. Komst þar að
þeirri niðurstöðu að fyrstur til að
gera slíkar mælingar hér hafi verið
P. Meranten, þekktur svissneskur
veðurfræðingur, sem kom með
Charcot á franska rannsóknaskip-
inu Pourquoi-pas árið 1926. Hann
var þekktur fyrir bergsegulmæl-
ingar sínar og gerði merkar athug-
anir. Eg fékk skýrslu leiðangursins
lánaða fyrir nokkrum mánuðum. En
eftir að sú grein birtist komst ég að
því að þeir höfðu líka unnið að
bergsegulmælingum árið 1925, er
þeir komu hingað. Þá var það R.
Chevalier sem segulmældi. Ég á eft-
ir að grufla meira í þessu. En það er
alveg merkilegt hvað rannsóknir í
bergsegulmælingum hér hafa haft
mikið að segja í þróun þeirrar vís-
indagreinar á alþjóðlegum vett-
vangi, t.d. mælingar Þorbjörns Sig-
urgeirssonar og Trausta Einarsson-
ar upp úr 1950.
Grindavík og snúningur
á segulstefnu
— Og það er fleira í þessu sam-
bandi sem tengist Frakklandi, segir
Leó allt í einu. Líkur eru á að seg-
ulsviðið hafi snúist snögglega við
fyrir 40 þúsund árum. Hraunlög í
Suður-Frakklandi, sem hafa verið
aldursgreind, benda til þess. Svo
höfum við fundið hraunlög með
öfugri segulstefnu hér við Grinda-
vík, og erum að rannsaka það nánar.
Hingað hefur komið Frakki frá
Saclay-atómrannsóknastöðinni til
að aldursgreina bergið við Grinda-
vík. Samkvæmt bráðabirgðaniður-
stöðum getur þetta vel verið svo.
þetta er mikilvægt til að geta notað
við ákvörðun á aldri setlaga út um
allan heim, og sum setlög hafa ekki
í sér efni sem þarf til að hægt sé að
finna aldur þeirra á annan hátt en
með svona segulmælingum. Þetta er
þó nauðsynlegt að gera til að tíma-
setja veðurfarssveiflur og sjávar-
stöðubreytingar á ísöldinni.
Viðfangsefnin vantar auðheyri-
lega ekki. Verkefnin á þessu sviði
blasa við í öllum áttum. Úpphaflega
viðtalsefnið var kortið merkilega,
sem búið er að gefa út með jarðlög-
unum á Islandi og hafsbotninum i
Norður-Atlantshafi. Raunvísinda-
menn eiga af þessu korti nokkurt
upplag, sem Leó sagði aðspurður að
þeir gætu látið til þeirra stofnana
og skóla sem áhuga hefðu fyrir lágt
gjald. Undirrituð tryggði sér strax
eitt, ásamt merkri greinargerð sem
því fylgir á ensku um segulmæl-
ingar yfir Islandi og hafsvæðinu í
kringum það. — E.Pá.
Segulsviðsmælir í brúnni i vs. Albert meðan i landgrunnsrannsóknunum
stóð.
Leó Kristjinsson við einn af sýnatökustöðum jarðlagakortsins i Vestfjörðum. Fossinn Dynjandi í baksýn.