Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
„ E'in-5 cjott- fyrir picj cxb ákve&a. \>\g fljótt.
lAbyr-ghln rennur út -effclr 3.5 mlnútur"
ást er...
... að búa til snjókarl
sem líkist honum.
TM R*o U.S. Pjl Off.-aH rights ressrved
®1984 Los Angeles Times Syndicate
Á nu að endurtaka þetta með
kettlingana um daginn, mamma?
HÖGNI HREKKVÍSI
Athugasemd við skrif Baldurs B. Bragasonar:
„Gjörsamlega í mótsögn við kenningu Jesú“
Ágæti Velvakandi.
Vegna skrifa Baldurs B. Braga-
sónar um „spámanninn" Baháúllá
langar mig til að taka fram eftir-
farandi:
B.B.B. getur þess í grein sinni að
enginn nema spámaður Baháítrú-
arinnar hafi lofað mannkyninu
friði. Það er alrangt. Jesús lofar
friði og Hann lofar ekki aðeins
friði, Hann gefur frið. Jesús segir
sjálfur í Jóh. 14:27: „Frið læt ég
eftir hjá yður, minn frið gef ég
yður.“ Þetta hafa milljónir manna
um allan heim fengið að reyna
með persónulegum kynnum af
Kristi Jesú.
Einnig segir B.B.B. að Jesús sé
„einn af spámönnunum". Jesús var
spámaður, rétt er það, en Hann
var margt fleira og mikið meira en
spámaður. Hann er spámaður,
æðsti prestur, konungur, Drottinn
og Guð í holdi. í Honum bjó
fylling Guðdómsins lfkamlega og
staða Hans er einstök, enda segir
Hann sjálfur: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið, enginn
kemur til föðurins nema fyrir
mig.“ Með þessum orðum sfnum
útilokar hann ævarandi tilburði
allra kandídata til Guðdóms og
milligöngu milli Guðs og manna.
Þegar Jesús hékk á krossinum, þá
hrópaði Hann: „Það er fullkomn-
að.“ Þau orð standa bjargföst í
dag. Það verk sem Jesú kom til að
vinna var fullkomnað og engu er
þar við að bæta. Frelsisverkið var
fullkomnað, opinberun Guðs var
fullkomnuð og brunnur speki,
visku og þekkingar var fullkomn-
aður.
Ennfremur talar B.B.B. um að
Baháúllá telji sig uppfylla spá-
dóma Biblíunnar um endurkomu
Krists. Ég geri mér grein fyrir að
það eru takmörk fyrir þvf hvað
menn geta verið stórorðir í „blaði
allra landsmanna", en þessi full-
yrðing Baháúllá verður ekki flokk-
uð undir annað en bull. Endur-
koma Jesú Krists er slíkur atburð-
ur að fæðing austurlenskra fals-
spámanna stenst engan saman-
burð.
B.B.B. getur þess einnig að
Baháúllá sé uppfylling fyrirheita
Jesú Krists um Heilagan Anda.
Þetta er gjörsamlega í mótsögn
við kenningu Jesú sjálfs. Hann
segir að sannleiksandinn muni
vegsama sig. Hið öndverða er
raunin í kenningum Baháúllá. f
stað þess að vegsama Jesúm Krist
og heiðra hann, sem eina veginn
til Guðs og viðurkenna að hjálp-
ræðið búi í Honum einum, þá eru
orð Hans dregin í efa og Honum
skipað í sess með þeim aragrúa
falsspámanna, sem hafa komið
inn í þennan heim. Annað hvort
verða menn að taka á móti Jesú
Kristi sem einu hjálpræðisleið
Guðs, eða hafna Honum sem fals-
spámanni. Aðra valkosti er ekki
boðið uppá. Sú hugsun, að líta á
Jesúm sem spámann og Baháúllá
sem framhaldopinberun, stenst
ekki biblfulega skoðun.
B.B.B. klykkir út með því að
segja: „Jesús Kristur gaf það skýrt
til kynna, að friður kæmist ekki á
í úthlutun Hans.“ Þetta er ekki
rétt. í fyrsta lagi er ekkert til sem
heitir „úthlutun Hans“. Jesús
sagði: „Allt vald er mér gefið á
himni og jörðu“ og ennfremur:
„Og sjá: Eg er með yður alla daga
allt til enda veraldarinnar." Ríki
hans er og mun verða. í öðru lagi
gaf Jesús það skýrt til kynna að
friður kæmist á. Það verður þegar
hann tekur stjórntauma þessa
heims í sínar hendur.
„Og ekki er hjálpræðið í neinum
öðrum, því eigi er heldur annað
nafn undir himninum, er menn
kunna að nefna, er oss sé ætlað
fyrir hólpnum að verða." (Post.
4:12).
Gunnar Þorsteinsson.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
hjá Mæðrastyrksnefnd og
Félagi einstæðra foreldra
Sigríður skrifar:
Til Velvakanda.
Nýlega kom það fram í fjöl-
miðlum að Kvennaframboðið í
Reykjavík hygðist standa að
ókeypis lögfræði- og félagsráð-
gjafarþjónustu fyrir konur að
Hótel Vík, sem þær kalla nú
Kvennahúsið. Það sló mig afar
illa hvernig staðið var að allri
kynningu á þessari þjónustu, því
að þær konur sem þar komu
fram létu eins og slík þjónusta
væri alveg ný af nálinni í
Reykjavík. Það er nú svo að
Mæðrastyrksnefnd hefur frá
1940 a.m.k. haft löglærðan
starfsmann, sem veitt hefur kon-
um ókeypis lögræðiaðstoð,
-ráðgjöf og -þjónustu. Fyrsti
lögfræðingur nefndarinnar var
Auður Auðuns, alþingismaður
og ráðherra, og gegndi hún
störfum hjá Mæðrastyrksnefnd
um 20 ára skeið. Ragnhildur
Helgadóttir, menntamálaráð-
herra, var á eftir Auði lögfræð-
ingur Mæðrastyrksnefndar í
nokkur ár. Og fleiri mætar kon-
ur hafa gegnt þeirri stöðu síðan.
Þessi þjónusta er enn við lýði
hjá Mæðrastyrksnefnd. Þá veit
ég ekki betur en að Félag ein-
stæðra foreldra t.d. hafi veitt fé-
lagsmönnum sínum ókeypis lög-
fræðiaðstoð frá því að það félag
var stofnað.
Þessum upplýsingum vil ég
koma á framfæri við þær konur
sem starfa í ráðgjöfinni í
Kvennahúsinu, ef þær ekki
höfðu vitneskju um framan-
greint fyrir. Þjónusta Mæðra-
styrksnefndar er kafli í kvenna-
sögunni, og því ekki við hæfi að
reyna að strika yfir hana.
Culture Club á Listahátíð
— margfalt vinsælli en Duran Duran
Kæri Velvakandi.
Okkur langar til að mótmæla
því sem Hafnfirðingarnir Helga
og Svanhildur fengu birt í dálkum
Velvakanda. Þær óskuðu eftir að
Duran Duran kæmi á Listahátíð
’84 og fullyrtu að Duran Duran
fengi meiri aðsókn en Culture
Club og Dire Straite. En nú hefur
þeim heldur betur orðið á í mess-
unni, því eítir öllu að dæma er
Culture Club margfalt vinsælli og
eftirsóttari hljómsveit. T.d. var
Karma Chameloon mjög lengi á
toppi bandaríska listans.
Svo eru líka mjög margir hérna
á íslandi sem langar að sjá hinn
„óviðjafnanlega" Boy George. Nýj-
asta platan þeirra, þ.e. Culture
Club, Color by numbers, er ein af
vinsælustu plötum ársins 1983, og
ekki getum við sagt að platan með
Duran Duran sé neitt sérstaklega
góð miðað við Culture Club-plöt-
una. Við erum alveg vissar um að
flestir eða hér um bil allir séu
sammála okkur.
Tvær sem pæla í músík.
Þessir hringdu . . .
Látum oss hlæja
— Dave Allen
Aldamótamaður hringdi: „Mig
langar til að taka undir með þess-
um litla vini sem skrifaði í dálka
Velvakanda fyrir nokkru — hann
er ekki nema 10 ára en ég hef lifað
síðan um aldamót. Það er vel til
fundið hjá honum að líkja því
saman, Dave Allen í sjónvarpinu
og bókinni „Látum oss hlæja“.
Þetta tvennt er á svipaðri bylgju-
lengd og vel fallið til samanburðar
— ég var eiginlega undrandi yfir
því að ekki skyldi meira skrifað
um þessa jólabók, hneykslanleg
sem hún er. Það er eins og verið sé
að hvetja mann til að koma í
kirkju til þess að hlægja að því
sem þar fer fram.
Er það rangminni hjá mér, að
eitt hið síðasta sem biskup áminn-
ir prestsefni um við vígslu sé að
flytja guðsorð hreint og ómengað.
Mér kemur það spánskt fyrir sjón-
ir að þessir menn séu svo hálfpart-
inn að hvetja mann til að fara í
kirkju til þess að hlægja að prest-
unum og því sem þar fer fram. Ég
hef nú sótt kirkju í áratugi og sem
betur fer hef ég ekki haft ástæðu
til að vera skellihlægjandi yfir því
sem þar fer fram — því þarna er
um alvarlegan boðskap að ræða.
Við eigum ekki að menga guðsorð
með einhverri fíflsku.