Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 37
S
vipmynd ur borginni
eftir Ólaf Ormsson
„... svo heiðarlegur að
hann gefi árlega alfatnað af
sér til Vetrarhjálparinnara
Stóri, þýski almenningsvagninn
sem Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa til reynslu á götum borgar-
innar þessa dagana vekur kátínu
og gleði meðal margra borgarbúa
enda ekki á hverjum degi að um
götur Reykjavíkur aki almenn-
ingsvagn sem liðast um líkt og
harmoníka. Vagnstjórinn lét hafa
það eftir sér í viðtali við blaða-
mann frá Helgarpóstinum að
ávallt sé troðfullt með vagninum
og fréttir hafa borist um að kvik-
myndahúsin séu hálf tóm um
helgar. Fyrir yngstu kynslóðina er
það sem tívolí að ferðast með
vagninum og mest er gaman þegar
hann liðast í beygjunum. Um dag-
inn kom vagninn t.d. akandi um
Kirkjustræti við Dómkirkjuna,
með framhlutann í Kirkjustræti
en afturendann í Pósthússtræti og
74 ára gamall maður af lands-
byggðinni sem staddur var í Póst-
hússtræti og var í verslunarerind-
um í borginni í fyrsta sinn síðan
snemma á fimmta áratugnum
taldi sig sjá ofsjónir. Hann gekk
beinustu leið að pulsuvagninum
gegnt Reykjavíkurapóteki og bað
afgreiðslumanninn um pulsu með
öllu og mikið sinnep og það með
hraði. Hann gleypti pulsuna svo
til í einum munnbita gekk síðan
yfir að Hótel Borg þar sem hann
kom frakka sínum fyrir í fata-
hengi. Að því loknu gekk hann inn
i veislusali og fékk borð út við
glugga þar sem útsýni er yfir
Austurvöll.
Hann bað þjóninn um að færa
sér rótsterkt Bragakaffi og þjónn-
inn kom að vörmu spori með kaffi-
könnu, bolla og undirskál og hellti
úr könnunni í bolla og þegar mað-
urinn utan af landsbyggðinni
hafði drukkið úr bollanum sneri
hann sér að þjóninum og spurði:
„Segðu mér vinur. Var það ekki
hann Hrafn sonur hans Gunn-
laugs Þórðarsonar hæstaréttar-
lögmanns sem var að kvikmynda
hér á Austurvelli fyrir svo sem
fimmtán mínútum?"
„Nei. Af hverju spyrðu" spurði
þjóninn undrandi og hellti í nýjan
bolla handa manninum af lands-
byggðinni.
„Jæja en ertu nú alveg viss góði
minn? Það getur enginn annar
hafa staðið fyrir svona uppákomu
nema hann Hrafn bölvaður kjó-
inn. Er hann kannski ekki að
mynda með sænsku fólki hér I
Reykjavík einmitt núna“ spurði
maðurinn af landsbyggðinni og
leit í augu þjónsins.
„Nei. Hann Hrafn er ekki að
kvikmynda í Reykjavík að ég best
veit hann er nýbúinn að frumsýna
og fær mjög góða dóma í blöðun-
um. Ég hef alltaf sagt og segi það
enn að hann Hrafn er mikill lista-
maður" svaraði þjóninn.
Maðurinn af landsbyggðinni
skrapp fram í anddyri rétt sem
snöggvast að fá sér frískt loft og
þegar hann kom til baka að borð-
inu var þjóninn að hella kaffi í
bollann hans. Maðurinn af lands-
byggðinni spurði þá:
„A vegum hvers er þetta fyrir-
bæri sem liðast um göturnar í
borginni og er næstum hrokkið í
sundur í miðju á gatnamótum?
Þetta apparat sem fór fram hjá
Dómkirkjunni rétt áðan og ég
bjóst við að færi þá og þegar á loft
hæfi sig til flugs í suðurátt?"
„Þú átt við þýska liðvagninn
sem er hér til reynslu hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur“ svaraði
þjónninn.
„Þýska hvað“ spurði maðurinn
af landsbyggðinni undrandi og leit
framan í þjóninn.
„Þýska liðvagninn" endurtók
þjóninn hálf vandræðalegur.
„Nú já jæja. Það má víst öllu
nafn gefa. Ég er orðinn rúmlega
sjötugur og hef mörgu kynnst um
ævina en ég hef aldrei heyrt
minnst á liðvagn" svaraði maður-
inn af landsbyggðinni. Hann gerði
upp reikninginn við þjóninn og var
í hálf leiðinlegu skapi þegar hann
yfirgaf hótelið. Hann tók gleði
sína að nýju þegar hann var kom-
inn ofan í heita pottinn í Sundlaug
Vesturbæjar skömmu síðar og fór
að deila þar við ókunnugan mann
um stjórnmálaástandið í landinu
og nýjan leiðtoga í Sovétríkjunum
Konstantín Chernenko sem þessi
ókunnugi maður telur að hafi ver-
ið í gestamóttöku hjá Jósef Stalin
Kremlbónda seint á fimmta ára-
tugnum.
Tíunda febrúar síðastliðinn var
launþegum gefinn vikufrestur til
að ganga frá skattaframtali. Sú
ákvörðun fjármálaráðherra hefur
líklega glatt marga. Sennilegt er
að fólk sé almennt seint á ferð
með skattskýrsluna í ár þar sem
veðráttan hefur verið afleit snjó-
þungt í borginni og erfitt að kom-
ast nokkuð um akandi sem fót-
gangandi. Það þarf nefnilega að
hitta sérfræðinga og bera undir þá
hitt og þetta varðandi framtalið
og þó að í fljótu bragði sýnist auð-
velt að útfylla skýrsluna getur það
samt verið erfitt þeim sem standa
í miklum framkvæmdum og meiri
raun en að glíma við meiriháttar
krossgátu. Nú bregður svo við í
fyrsta sinn um árabil að engin ös
var á skattstofunni í Tryggvagötu
rétt áður en fresturinn rann út.
Svo mikill friður og ró var þar
ríkjandi skömmu áður en frestur-
inn rann út að umhverfið minnti
helst á gistiheimili í litlu þorpi úti
á landi. Starfsfólkið var hreint
ekki í kapphlaupi við klukkuna og
ekkert stress á staðnum.
Trommuleikarinn og jazzistinn
kunni herra Steingrímsson spjall-
aði við þá sem voru að koma með
skattskýrsluna, í vinsamlegum tón
og gerði að gamni sínu. Herra
Steingrímsson myndi ekki hagg-
ast þó inná skattstofuna kæmi
vopnaður bófi og hefði í hótunum
við st arfsfólkið. Herra Stein-
grímsson yrði fljótur að róa hann
niður og segja honum uppbyggj-
andi sögur af meisturum jazz-
sveiflunnar.
Ég fékk mér kaffi um daginn
inná Mokkakaffi við Skólavörðu-
stíg. Það er nú varla í frásögu fær-
andi ef ekki hefði komið til að ég
lagði við eyru og hlustaði um
stund á tai þriggja ungmenna sem
sátu þar við borð og var mikið
niðri fyrir. Ekki þykir mér ólíklegt
að um menntaskólanema hafi ver-
ið að ræða því oftar en einu sinni
barst skólameistari í tal. Þetta
voru tvær stúlkur og einn piltur
og það leyndi sér ekki af tali
þeirra að þau eiga fulla samstöðu
með málgagni sósíalisma og þjóð-
frelsis sem fer hamförum þessa
dagana í tilraunum til að fá les-
endur sína til að trúa þeirri fjar-
stæðu að óbyggilegt sé á íslandi
þar sem hér sé svo mikil fátækt
jafnvel hungur og að neyðar-
ástand ríki svo til á öllum sviðum
mannlífsins. Pilturinn hóf umræð-
una: Það er ekki til heiðarlegur
atvinnurekandi á Islandi. Þeir eru
allir þjófar og auðvaldið er búið að
ganga svo frá málum að hér er
meiri stéttaskipting en annars
staðar í Evrópu. Framhald um-
ræðunnar var á þessa leið og ung-
mennin virtust vera sammála um
að ekki væri lengur hægt að búa
mannsæmandi lífi hér á landi og
pilturinn sem var ekki ógreindar-
legur á svipinn hvatti til sósíal-
iskrar byltingar undir forystu
Ólafs Ragnars Grímssonar, sem
hann sagði að væri svo heiðarleg-
ur að hann gæfi árlega alfatnað af
sér til vetrarhjálparinnar.
A BOSE HATOLURUM
BOSE 901 KR.37.950-
BOSE 301 KR.12.450.-
STAÐGREITT
Viö höfum stórlækkaö veröiö á Bose hátalarasettunum.
Bose fæst nú í fimm stæröum: 301, 501, 601, 901 og
802. Um gæðin þarf enginn aö efast, — þau eru
viðurkennd um allan heim.
Við erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655