Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 41 Bruni á Rútsstöðum f Svínadal: Búfé og fóðurbirgð ir voru vátryggð vegna þess hraða sem ólafi tekst að hafa á framsetningu efnis síns í þessu formi án þess sé á kostnað skýrleikans; hraði í samstillingu við þann sem einkennir mannlíf sagnanna. Undantekning er síð- asta saga bókarinnar, framtíðar- saga í skýrsluformi sem er hvorki fugl né fiskur — léleg. Mér sýnist liðþjálfalundernið, sem til þessa hefur einkennt skrif Ólafs Ormssonar vera á góðri leið með að víkja fyrir alúðlegum, dá- lítið kankvíslegum geðblæ mann- lífsskoðara sem nýtur til fulls að stíla fréttabréf af dægurmálum svo að gaman verði haft af því sem litla merkingu hefur í minning- unni. Fermingarbarn stórefna- fólks vill frekar Toyota en Lada sportbíl í fermingargjöf, atvinnu- lausir öryrkjar leita vinnu í hálf- kæringi, bankamaður verður upp- vís að fjárdrætti og hlýtur fyrir flengingu af konu sinni; sannköll- uð dægurmál. Vissulega er kostur að höfundur markar sér svæði á lítt nýttum vettvangi hversdags- legrar yfirborðsmennsku án sár- inda, bölmóðs eða pólitískra kækja undir því vfirskyni að þeir séu stórmæli. Ölafur Ormsson notar fyrir steinnámu uppdöguð nátttröll vinstri og hægri hug- myndafræði í stjórnmálum; í þau drýli mótar hann myndir af skringilegu mannlífi mér og þér til afþreyingar. 1 nýútkomnu sagnasafni Stein- unnar Sigurðardóttur, Skáldsög- ur, er ein smásaga verð saman- burðar við hinar betri í safni hennar frá því í hitteðfyrra, sagan heitir Hvítar rósir og fjallar um misheppnaða uppreisn miðaldra manns gegn hjúskaparvenjum sín- um og eiginkonu. Ástfanginn af fjörmikilli stelpu sem sama dag gengur í hjónaband. Lýst er ágæt- lega hvernig eiginkona hans hefur með eftirlæti sínu og stílfágaðri framkomu stungið hann svefn- þorni. Læknir sá er grafinn í áþreifanleg ummerki eigin vel- megunar, aldurinn er einnig far- inn að segja til sín, örvænting hans stafar af fleiru en missi ást- konunnar. Steinunn hemur í þess- ari sögu augljósa þörf sína fyrir að flýja athugunarefni sitt en ekki í öðrum sögum og sögubrotum þessarar bókar, hún er sýnu lakari en Sögur til næsta bæjar. Duflið við lesandann, ágengnin, grín um það mannlíf sem verið er að lýsa fremur og oftar en það opinberi sjálft skoplegar hliðar sínar; allt er þetta til lýta og leiðinda. Inni- leikinn er hinn gamalkunni, alls- staðarnálægi vitundariðnaðarins: innileiki af því tagi sem Sigurður Nordal bar á sínum tíma saman við einlægni og sýndi fram á gild- ismun. Af einlægni dafna bók- menntir, af innileika afþreying. Ég vona að Steinunn Sigurðar- dóttir sé með heiti bókar sinnar, Skáldsögur, að gefa yfirlýsingu um stærsta hluta hennar, sem ber yfirskriftina Fjölskyldusögur, stutta texta sem snúast að mestu um nokkra tækifærisbrandara og minna til samans mest á skáld- sögu sem dottið hefur í sundur vegna þess að höfundur hefur ver- ið um of upptekinn af eigin lífsstíl. Geirþrúður, meginuppistaðan, minnir í flestu á skotspæni Woody Allen í fyrstu myndum sínum, há- skólakvensa sem gengur með dellu fyrir námsgrein sinni, sálfræði. Hver partur fyrir sig gæti víst orðið að skáldsögu, þeir vísa í all- ar áttir á allt og ekki neitt. Stein- unn, stílistinn, lætur persónurnar lýsa sér sjálfar með eintali en af óljósum ástæðum. Afkáralegast er þó að kvenpersónur hinna eigin- legu sagna þessarar bókar flestar nema Asdís í Hvítum rósum, eru eins máli farnar, allar eins í tali og menntabullan Geirþrúður hversu ólík sem lýsing sögumanns á þeim annars er. Afkáralegast vegna þess að höfundur leggur mesta áherslu á stfl sagna sinna. Auk nefndrar og „Fjölskyldu- sagna“ eru tvær um konur, báðar skrifaðar eftir formúlu afþrey- ingasagna, og ein sem orðin er til úr hugrenningatengslum og hefur í efnismiðju samfarir, og svo er sagan Hálft andlit, titillinn gæti sem best verið bókarinnar. Bágt er til þess að vita að Stein- unn, sem vafalítið gæti skrifað góðar afþreyingarsögur skuli ekki geta notið sín á því sviði vegna þjóðlegrar og útbreiddrar skoðun- ar að höfundur setji ofan við að skrifa slíkar sögur. Allt leggst á eitt um að megnri þörf fyrir slík staðbundin íslensk ritverk sé svar- að undir því yfirskyni að um metnaðarfull bókmenntaverk sé að ræða. Hvort tveggja nýtur sín verr við þau kjör, gamanið og al- varan. Hálft andlit er fyrirferð- arlítil saga í bók Steinunnar Sig- urðardóttur en vitnar frekar en nokkur hinna um innsæisgáfu og alúð við erfitt viðfangsefni. Þokki yfir þessari sögu, alls ólík fáfengi- legum afþreyingarsögunum. Með- al Fjölskyldusagnanna eru fáeinir þokkalegir leiktextar. Skáldsögur er til marks um um- brot, forvitnilega togstreitu höf- undar sem ekki hefur gert upp við sig hvað hann vill og til marks um áhugaverða togstreitu „smásög- unnar" í þjóðlífinu sem um of er bundin hefðum og fylgir krafan um að verði stundum ekki tekið nema af hóglegri alvöru. Skáld- sögur er klúr bók þrátt fyrir stíl- fágun, hún er það um efnismeð- ferð, en einmitt með þeim klúr- leika vinnur hún markað til sam- starfs við aðra brautryðjendur en Steinunni í smásagnagerð nú og í framtíðinni. Virkjar sölutækni og vísar á bókmenntir. Sú svartsýni sem einkennt hef- ur umfjöllun um skáldsögur á líð- andi stund í fjölmiðlum takmark- ast við þær, samtímis eru skrifað- ar af djörfung formprúðar, efnis- ríkar smásögur og ekki sjáanlegt annað en sú þróun geti færst í aukana. Hins vegar er það eðlis- einkenni fjölmiðla að veita því einkum athygli sem hæst bylur í hvað sem innihaldi líður, þessi umfjöllun mín kann því að þykja út á skjön við aðrar frá nýafstað- inni vertíð. Ég vísa því til frekari stuðnings máli mínu á verkin sjálf; þau fela í sér miklu fleira en ég hef bryddað á. Þorsteinn Antonsson er rithöfund- Blönduóxi, 20. febrúar. „ÞAÐ VAR á ellefta tíman- um um morguninn, sem son- ur minn varö eldsins var, en sjálfur var ég ekki heima,“ sagði Guðmundur Sigur- jónsson, bóndi að Rútsstöð- um í Svínadal, í samtali við fréttaritara í dag, en hann varð fyrir þungum búsifjum í bruna sl. laugardag. „Eldurinn kom upp í húsi milli tveggja hlaða með þeim hætti, að ljósastæði féll niður í hey og köfnuðu 88 kindur og 3 geldneyti. Auk þessa urðu miklar heyskemmdir vegna reyks og vatns, en lítið tjón varð á húsunum," sagði Guð- mundur. Um 30 km eru frá Blönduósi að Rútsstöðum og leið því nokkur tími þar til slökkvilið kom á vettvang, en tekizt hafði að komast fyrir eldinn að mestu á sjötta tímanum um kvöldið. Búfé og fóðurbirgðir voru vátryggð, en enn er eftir að meta tjón það sem varð í brunanum. — BV NU SAUMUM VID SAMAN LOFT OG VEGGI MEÐTRE ÞILJUM Þeir sem hafa kynnt sér klæðningar innanhúss, þekkja vel þiljur með nót og lausri fjöður. Þessi hugmynd hefur nú verið einfölduð, þannig að þiljurnar eru með áfastri fjöður, auk nótar að sjálfsögðu. Uppsetning verður því bæði fljótleg og þægileg.Þú límir og neglir með smáum saum og sníður af endum þar sem við á, - einfaldara getur það varla verið. Auk þess er verðið stærsti vinningur húsbyggjenda. Þessar þiljur eru framleiddar tilbúnar undir málningu, Stærðir: Veggplötur 38x253 cm 58x253 cm — ii — Loftplötur 58x120 cm 28x120 cm 28x250 cm HEILDSALA - SMASALA TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR löavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.