Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 57 fclk í fréttum Eiturlyfin eru að eyði- leggja Paul McCartney Paul McUartney. Árin og eiturlyfin hafa ekki farið vel með hann. + Eiturlyfjaneyslan er á góði leið með að eyðileggja bítilinn fyrrver- andi, Paul McCartney, og Lindu konu hans. Paul hefur neytt eit- urlyfja allt frá því að þeir félag- arnir voru á hátindi frægðar sinn- ar og nú fyrir nokkru voru þau hjónin handtekin tvisvar á fjórum dögum. í fyrra sinnið þegar þau voru í fríi á Barbados-eyjum og svo aftur þegar þau sneru heim. Paul var að sjálfsögðu dæmdur í sekt en hún var ekki umtalsverð fyrir mann með hans tekjur. 1 viðtölum sínum við blaðamenn eru þau hjónin ekkert að draga fjöður yfir eiturlyfjaneysluna og segjast hafa neytt þeirra síðustu 20 árin. Þau höfðu heldur ekkert við það að athuga, að börnin þeirra tækju upp fíkniefnaneyslu bara ef þau byrjuðu ekki á áfeng- inu! Myndir af McCartney sýna, að eiturlyfjaátið er farið að hafa sín áhrif á söngvarann með „barns- andlitið" og hann er miklu elli- legri en flestir jafnaldrar hans. Þegar árið 1967 var McCartney farinn að reka áróður fyrir eitur- lyfjum, ekki síst LSD, sem hann sagði „færa sig nálægt guði“. Þau Paul og Linda hafa margoft verið handtekin og margoft verið látin laus gegn loforði um að snerta eitrið aldrei framar. Þeim Linda McCartney datt þó aldrei I hug að efna slíkt loforð. Það var í Japan sem þau Paul McCartney á hátindi frægdar- innar. komust í mesta klandrið en þar var Paul tekinn með 220 grömm af marijúana. í Japan eru viðurlög ströng við eiturlyfjasmygli og ef einhver annar hefði átt í hlut hefði dómurinn hljóðað upp á fimm ára fangelsi. Þess í stað var honum vísað úr landi og fær aldrei framar að koma þar aftur. COSPER COSPER ©PIB CtPIIMMtl* — Er þig ennþá að dreyma um spánska kavalerinn, sem fór á fjörurnar við þig á Mallorca í fyrra? Cornelis er sestur að í Kaupmannahöfn + Sænski vísnasöngvarinn Cornel- is Vreeswijk er nú sestur að í Danmörku og segist vera búinn að kveðja Svíþjóð fyrir fullt og allt. Raunar ætlaði hann að fara til Hollands þar sem hann á ætt og óðul en kom við í Kaupmannahöfn í leiðinni. Þar hitti hann Helle Fastrup og fór ekki lengra. Fyrir rúmu ári skildi Cornelis við konu sína, Anita Strandell, og síðasta ár var honum á margan hátt erfitt. Nú finnst honum hins vegar lífið blasa við sér á nýjan leik og er sestur að hjá Helle í íbúðinni hennar við Drottningar- götu. Raunar er nokkur aldurs- munur með þeim, hann er 47 en hún 32, en þau eru sammála um að ástin brúi það bil með léttum leik. Hugur og hönd Áskrifendur sem eiga eftir að greiða áskriftargjald fyrir 1983 eru vinsamlega minntir á að gera það sem fyrst. Hugur og Hönd. Peninga sparnaður sem liggur í loftinu Electrafan-rafmagnsviftan Sparar bensín — Eykur vélarorku Bíllinn hitnar miklu fyrr Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar nýtt sér þessa nýjung í framleiðslu sinni, MERCEDES BENZ, BMW, VW, AUDI og HONDA, svo að nokkrir séu nefndir. ELECTRA-FAN rafmagnsviftan kem- ur í stað gamla reimdrifna spaðans. Kannanir opinberra aðila í USA hafa sýnt ótvírætt fram á orkusparnað, sem nemur hvorki meira né minna en 5—17 H.Ö. og benzínsparnaður er í sam- ræmi við það. MART S/F Vatnagarðar 14 sími: 83188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.