Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 53 Enn um Spegilsmálið Viðbótarvörn fyrir Úlfar Þormóðsson — eftir Sigurmar K. Albertsson Það er ekki oft að dómarar taka til umræðu á opinberum vettvangi mál, er þegar hafa verið sótt og varin og dómur gengið, hvað þá ef málinu hefur verið skotið til æðri dóms. En einnig í þessu tilliti er Spegilsmálið sérstakt. Tveir dóm- arar af þremur hafa haldið málinu áfram eftir að dómur gekk í undir- rétti, dr. Eysteinn Sigurðsson í tveimur blaðagreinum 9. og 21. desember sl. og sr. Bjarni Sigurðs- son í fyrirlestri um málið i Há- skóla íslands 8. desember. Það er því ekki úr vegi að koma sjónar- miðum hins dæmda að einhverju leyti inní umræðuna, og tel ég mig ekki vera fyrri til að bregða út af hefðbundinni reglu í samskiptum dómara og lögmanna. Spegilsmálið er merkilegt um margt. Tímaritið var gert upptækt að kröfu ríkissaksóknara. I krafti embættis síns gat hann komið öllu lögregluliði landsins af stað á einni kvöldstund og sent það á alla blaðsölustaði í landinu án þess að bera málið undir dómara, hvað þá að gefa útgefanda ritsins nokkra skýringu á ástæðum aðgerðanna. Borið var undir Hæstarétt ís- lands hvort saksóknaraembættið hefði þetta vald og var þar m.a. varpað fram þeirri spurningu, hvort aðgerðir sem þessar stæðust vegna ákvæða 72. gr. stjórnar- skrárinnar um prentfrelsi. Meirihluti Hæstaréttar kvað upp þann dóm, að aðgerðir þessar stæðust að lögum þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar. Sak- sóknaraembættið hefur þannig fulla heimild til að beita valdi til að stöðva útgáfu og dreifingu prentaðs máls og þarf ekki fyrir- fram að bera það undir dómstóla og sá, sem fyrir valdbeitingunni verður, á þess engan kost að gæta réttar síns fyrr en löngu síðar. Fæstir lesendur hafa átt þess kost að sjá hið forboðna eintak af Speglinum. Þeir fáu, sem náð höfðu í eintak, skildu síst, hvað um var að vera. Aðrir drógu auð- vitað þá ályktun að hér hlyti að vera á ferðinni mjög alvarlegt brot, enda eiga þessar lögregluað- gerðir enga hliðstæðu í prent- og réttarsögu landsins. Gróusögur og getgátur um efni blaðsins mögn- uðust dag frá degi og saksóknara- embættið gaf frá sér óljósar yfir- lýsingar um klám og meiðyrði. Mánuði eftir upptökuna komu svo loks ástæðurnar. Ríkissaksóknari hafði þá ákveðið að ákæra fyrir brot á klám- og guðlastsákvæðum hegningarlaganna og þóttu mikil tfðindi a.m.k. hvað varðar hið síð- arnefnda. Útgefandi Spegilsins, Úlfar Þormóðsson, var svo á endanum dæmdur fyrir hvort tveggja, og þó ekki, eins og síðar mun verða vikið að. Víkjum fyrst að kláminu. í 210 gr. almennra hegningar- laga er bannað að viðlagðri refs- insu að prenta og birta klám. Ekki veit ég hvort það er vegna um- burðarlyndis eða tíðarandans að klámákærur og þá áfellisdómur vegna kláms eru ákaflega fátíðir á (slandi, en aðeins einn slíkur dóm- ur hefur fallið í Hæstarétti. Að sönnu er hvergi að finna I lögum skilgreiningu á hugtakinu klám. Þar sem fordæmi í eldri dómum er ekki heldur til að dreifa, hafa menn kannski gefist upp við að skilgreina hvað sé klám og hvað ekki, enda næsta erfitt að grípa á hugtaki, sem er háð jafn huglægu mati. Þennan vanda hafa dómarar í Spegilsmálinu viðurkennt og voru þeir sammála um „að ein saman mynd af nöktum líkömum, jafnvel þótt í kynæsandi stellingum væri, gæti ekki talist klám í nútíma- skilningi". (Dr. Eysteinn Sigurðs- son.) Hér á landi er heldur ekki pukrast með blöð og tímarit, sem eru uppfull af því sem flestir a.m.k. telja að nálgist hugtakið klám. Blaðarekkarnir hjá Sigfúsi Eymundssyni og vfðar eru a.m.k. ekki hafðir úti í horni eða niðri í kjallara. Ég fór í verslanir fyrir málflutninginn og keypti af handahófi rúmlega 30 rit, flest erlend, en nokkur innlend. Á boðstólum voru miklu fleiri rit, en mér fannst þetta hlyti að duga sem sýnishorn, auk þess sem af- greiðslufólk og aðrir viðskiptavin- ir voru farnir að gefa mér nægi- legt hornauga, þegar ég hafði safnað saman þessum bunka. Myndefni þessara rita gekk miklu frekar í þá átt að geta talist klám en myndefni Spegilsins gerði nokkurn tíma og það litla, sem ég leit yfir í lesmálinu, var mun gróf- ara en það sem ákært var út af í Spegilsmálinu. Myndefnið var þó frábrugðið að því leyti að þessi rit sýndu einkum myndir af nöktum konum, sumar svo nákvæmar, að þær hefðu vel getað verið í kennslubókum í líffærafræði. Myndirnar sem ákært var útaf í Speglinum voru hins vegar af nöktum karlmönnum. Það var því kannski ekki að ófyrirsynju að Kvennaframboðið beindi þeirri spurningu til saksóknaraembætt- isins hvort það eitt teldist klám að sýna myndir af nöktum karl- mönnum. Alla vega var ekki ákært út af tveimur myndum af nöktum konum, sem Spegillinn sýndi i fremur ankannalegum stellingum. Ég velti þeirri spurningu upp við málflutninginn, hvers vegna eitt íslenskt tímarit væri tekið út, gert upptækt og útgefandinn kærður fyrir klám, þegar allir eiga að vera jafnir fyrir lögum. Því var til svarað að saksóknaraembættið vissi af hinum ritunum, en væri ákaflega fáliðað og hefði því ekki komið því í verk að láta til skarar skríða gegn öðrum en Speglinum. Við slíku er auðvitað ekkert svar, nema það að með sæmilegri skipu- lagningu hefði mátt nota ferðina, þegar lögreglulið landsins fór dagfari og náttfari til að taka hús á sjoppuhöldurum og bóksölum um allt land. Ég velti þeirri spurningu einnig upp, hvaða fordæmisgildi áfellis- dómur af þessu tagi myndi hafa. Mun lögreglulið landsins geta sinnt nokkru öðru héðan í frá en að fletta blöðum og brenna? Á ís- land að verða fyrsta landið í Evr- ópu til að banna Playboy eða kannski Playgirl, nú eða bæði rit- in? Ef myndefni Spegilsins er óhæft til birtingar hér á landi, þá hljóta þessi víðfrægu blöð að falla undir sama hatt. Klámákæran í Spegilsmálinu var í þremur liðum. I fyrsta liðn- um var ákært vegna myndar af karlmanni með kynfærin bundin í snæri teygð upp að aftanverðu. Þá var kært vegna lesmáls um nafngreind hjón og að lokum vegna myndar, þar sem maður ber sig að því að sneiða framan af kynfærum sínum svo og vegna lesmáls sem tengist myndinni. Höfðaði síðastnefnt til efnahags- tillagna ákveðins stjórnmála- flokks við síðustu alþingiskosn- ingar og var í Speglinum tengt nafngreindum frammámanni þess sama flokks. Sýknað var vegna fyrsta ákæru- liðarins og einnig vegna lesmáls sem tengdist síðari myndinni. í sýknuorði vegna fyrsta liðarins vitna dómarar til þess að Spegill- inn eigi að vera grínblað eða háðs- ádeila. Myndin sé hluti af háðs- ádeilu blaðsins á nýtt þjóðfé- lagsfyrirbæri, þ.e. kvennafram- boðin og notuð til að skopast að karlmanni sem reyni að smygla sér inn á framboðslista kvenna undir fölsku flaggi. Þetta sé ekki klám. Á sama hátt telja dómararnir að texti þar sem fjallað er um „styttingarleið" Alþýðubandalags- ins sé ekki „klám í venjulegum skilningi, enda höfðar hann á eng- an hátt til kynlífs" segir þar. Hins vegar er sakfellt út af myndinni af manninum með hníf- inn eða eins og einn dómaranna kemst að orði: „Við töldum rétt að beita klámákvæðinu þar.“ Og hvers vegna? „Myndin höfði til óeðlilegs, sjúklegs hugarfars og er ekki með nokkru móti innlegg I neina jákvæða og eðlilega umræðu og gæti haft hættulegar afleið- ingar úti í þjóðfélaginu," segir í dómnum. Og ennfremur: „Telja verður að tenging kynfæris og stórhættulegs vopns á myndinni á þann hátt að maður sé þess al- búinn að misþyrma sjálfum sér með grimmdarlegum hætti til þess fallna að hvetja til misþyrm- inga á kynlífssviðinu." Einn dóm- aranna tengir myndina jafnvel sjálfsmorðum og því þagnargildi, sem þau liggja í f (slenskum dagblöðum. Gott og vel. En af hverju var þá sýknað vegna hinnar myndarinn- ar? Getur hún ekki á sama hátt hvatt til sjúklegs ofbeldis? Ég get ekki séð neinn verulegan mun á mynd af manni, sem býr sig til að sneiða framan af lim sínum og mynd af manni, sem hefur bundið tóg í kynfæri sín og togar þau til. Þó ég sé ekki sveitamaður veit ég að þetta svipar til aðferðar, sem notuð er til að gelda naut og fola, og er þeim skepnum ákaflega af- drifarík. Það er auðvitað góð og göfug hugsun hjá dómurunum að koma í veg fyrir allt sem tengist eða hvetur til ofbeldis, en því mið- ur er nú veröldin þannig að ofbeldi er hluti af öllu daglegu lffi, bæði sem raunveruleiki og barna- skemmtan, samanber t.d. mis- þyrmingar í teiknimyndaflokkn- um vinsæla um Tomma og Jenna. í öðru lagi er sakfellt fyrir klám vegna lesmáls um nafngreind hjón. Það lesmál segir dómarinn að sé „lágkúruleg, illkvittin, ófyr- irleitin, móðgandi og f alla staði hin grófasta árás á einkalíf fólks og virðist aðeins sett fram í því skyni að svívirða hjónin á hinn grófasta hátt og selja blaðið". Samtals séu fimm lýsingarorð notuð í forsendum vegna þessa ákæruliðar, — en ekkert þeirra tengist á nokkurn hátt ákæru vegna brota á klámákvæðum hegningarlaganna, heldur má tengja þau þeim ákvæðum sem fjalla um meiðyrði. Á það má fall- ast að lesmálið hafi verið smekk- laust, fyndnin því misheppnuð og vörn í meiðyrðamáli næsta erfið, en lesmálið verður ekki að klámi fyrir það eitt að fólk er nafngreint og tengt sárasaklausum hlutum. En dómurinn hefur snúið þessu við og sakfellt vegna brots sem ekki var ákært út af, og er það raunar áréttað í grein dr. Ey- steins. Niðurstöður refsidóma verða hins vegar að vera f sam- ræmi við ákæru. Annað myndi leiða til einkennilegrar niður- stöðu. Þá gætu smyglarar t.d. átt á hættu að vera ákærðir fyrir smygl, en sfðan dæmdir fyrir sauðaþjófnað eða öfugt. Þá er það guðlastið. Ég verð að játa að ég var búinn að gleyma því að þessi hegningar- lagagrein var enn í íslenskum lög- um. Því til afsökunar get ég nefnt að refsiréttarprófessorinn í Há- skóla íslands er hættur að fara yfir þennan kafla í refsiréttinum, þó hann sé að sönnu ekki stór. Bæði Svíar og Norðmenn eru bún- ir að taka greinina út úr sínum Sigurmar K. Albertsson „Ég velti þeirri spurn- ingu upp viö málflutn- inginn, hvers vegna eitt íslenskt tímarit væri tekið út, gert upptækt og útgefandinn kæröur fyrir klám, þegar allir eiga aö vera jafnir fyrir lögum. Því var til svar- aö aö saksóknaraemb- ættiö vissi af hinum rit- unum, en væri ákaflega fáliöaö og heföi því ekki komið því í verk að láta til skarar skríða gegn öðrum en Speglinum.“ hegningarlögum. Greinin er enn í dönskum hegningarlögum, en þeir hafa aðeins einu sinni refsað vegna guðlasts á þessari öld og var tilefnið nasistaáróður gegn gyð- ingum rétt fyrir seinni heims- styrjöldina. Ef menn hugleiða uppruna refsiákvæðis vegna guðlasts þá hafa öll samfélög á öllum tfmum átt sér það sem kallað er „tabú". Ef einhver þegn samfélagsins braut gegn þessu tabúi varð að refsa honum, því ella gátu guðirn- ir tekið allt samfélagið til bæna og það venjulega harkalega. Guð- lastsákvæðið í íslenskum hegn- ingarlögum er arfur frá þessum forna tíma, og er langt frá því að vera einungis tengt kristninni, því fyrirbrigðið er miklu eldra og þekktist t.d. vel á þjóðveldisöld. I Islandssögunni, sem mér var kennd í gagnfræðaskóla, var með- al annars vísa Hjalta Skeggjason- ar: Eigi vil ek goð geyja, Grey þykir mér Freyja. Æ man annat tveggja Óðinn grey eða Freyja. Vegna þessarar vísu varð Hjalti dæmdur sekur fyrir goðgá, en f fyrriparti vísunnar kallaði hann Freyju tík og í seinni parti vfsunn- ar er hann að vísa til kynvillu óðins. Vísan er því í sjálfu sér bæði guðlast og klám og væri ekki úr vegi fyrir nýstofnaðan ásatrú- arsöfnuð og löggilt trúfélag að fara þess á leit við yfirvöld að þau gerðu upptækar allar íslandssögu- bækur, sem enn eru að hamra á þessu. Skólabörnum yrði sjálfsagt sama. Ekki er svo ákærutilefnið í Spegilsmálinu merkilegt. Síðast- liðið vor kærði nafngreind kona í Njarðvíkum sóknarprest sinn fyrir að gefa fermingarbörnum messuvín við altarisgöngu. Speg- ilsgreinin var spunnin upp úr blaðaskrifum um þetta mál. Ef tekið er mið af niðurstöðum dóm- ara í Spegilsmálinu, er kæra kon- unnar í Njarðvíkum ekki minna guðlast og ef röksemdafærslunni er haldið áfram í sama dúr, er sakfellt í Spegilsmálinu fyrir a.m.k. tilraun til að gera grín að guðlasti. I dóminum er rakið að altaris- sakramentið eigi rætur að rekja til síðustu kvöldmáltíðarinnar. Söfnuðir frumkristninnar hafi þá þegar safnaðst saman til þessarar helgiathafnar og leitað í henni samfélags við krist og hafi í sakramentinu „minnst fórnar hans með þakkargjörð, leitað fyrirgefningar og tengst í kær- leika innbyrðis". Undirritaður er að vísu utan trúfélaga, ekki af hugsjón heldur nokkurn veginn ultra en ekki contra, en hefur þó skilið að ein- mitt áðurnefnt, þ.e. fyrirgefningin og náungakærleikurinn er megin- inntak kristninnar. Því finnst mér dómurinn vera í nokkuð undarlega átt og fæ ekki skilið samhengi þess, að það geti verið liður í verndun trúartilfinninga fólks að refsa fyrir grófgert skop um altar- isgönguna og bergingu vínsins, þar sem í sjálfri altarisgöngunni er fólgin fyrirgefningin. Refsingin verður þannig aldrei fyrir hina sannkristnu, heldur bara fyrir faríseana, sem virðist alltaf verða ofaná í öllum samfé- lögum. I forsendum refsiákvörðunar sakadóms er að því vikið að Úlfar Þormóðsson hafi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, sem er vægt til orða tekið um gjaldþrot. Þess vegna er honum gert að greiða „aðeins" 16.000.- kr. í sekt, en fyrir gjaldþrota mann er þetta jafn mikill baggi og t.d. 160.000.- kr. Delikventinn verður því vænt- anlega að gista hjá ríkinu i þá 20 daga, sem hafðir eru til vara. Og að lokum nefndi einn dómar- anna í blaðagrein að aldrei hafi verið hugleitt að fara að efna í hrísköst eða annan eldsmat til að kynda undir Úlfari Þormóðssyni og vísar til brennudóms vegna guðlasts árið 1685. 299 ár eru ekki langur tími og má því segja að naumlega var sloppið. Reykjavík, 16. janúar 1984 Sigurmar Albertsson hdl. P.S. í málinu er einnig ákært og dæmt fyrir brot á prentlögum en lögin mæla svo fyrir að útgefandi rits skuli nafngreina sig í ritinu sjálfu. Tilgangurinn er að gefa þeim auðveldan aðgang að útgef- anda, er telja sig verða fyrir mis- gerðum f efni rita. Útgefandi Spegilsins er skráður „Félag áhugamanna um alvarleg mál- efni“. Ein og sér er þessi skráning ekki mikils virði en auðvitað var þessu fylgt eftir með sérstakri til- kynningu til Lögbirtingablaðsins löngu fyrir útgáfu Spegilsins, þar sem tilkynnt er að Ulfar Þor- móðsson reki á eigin ábyrgð einkafyrirtæki undir nafninu Spegillinn, enda var aldrei nein fyrirstaða af hans hálfu að gang- ast við allri ábyrgð. Annað mál er svo hvernig aðrir hafa þetta. í blaðhaus Tímans heitir þetta „Framsóknarflokkur- inn“, hjá Morgunblaðinu „Árvak- ur hf.“, hjá Þjóðviljanum „Útgáfu- félag Þjóðviljans" og hjá Helgar- póstinum er merkilegt nokk notað „Goðgá hf.“. Sigurmar K. Albertsson er starC- andi lögmaður í Reykjarík og rerj- andi Úlfars Þormóðssonar í Speg- ilsmálinu sronefnda.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað - II (22.02.1984)
https://timarit.is/issue/119539

Tengja á þessa síðu: 53
https://timarit.is/page/1588666

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað - II (22.02.1984)

Aðgerðir: