Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Ekki bara flugsýning, líka tveggja alda afinæli flugs 35. Alþjóðaflugsýningin í París heimsótt Fyrri hluti Flugsýningin í París er haldin annað hvert ár og þá er „borg ljósanna“ eins og París er oft nefnd, höfuðstöð flug- og geimferða- tækninnar í heiminum. l'ar hefur því verið hægt að taka á slagæö flugiðnaðarins á 48 mánaða fresti. Alþjóðaflugsýningin var haldin sl. ár og sóttu hana yfir 700 þús- und gestir. I»ar voru fulltrúar rfkisstjórna og flugfélaga komnir til að kaupa nýjar flugvélar eða kynna sér nýjungar. í meirihluta voru hins vegar áhugamenn og dellukarlar, sem teygðu álkuna í átt til himins og fylgdust með glæsilegum en aldeilis háværum flugvélum, sem sýndu listir sýnar daginn út og inn. Hávaöinn var oft slíkur að undir tók í þökum nálægra bygginga. Þessi síðasta sýning var ekki bara venjuleg flugsýning heldur líka tveggja alda afmælishátíð flugsins, því tvö hundruð ár voru liðin síðan fyrstu mennirnir hófu sig til flugs frá yfirborði jarðar í loft- belg, sem var léttari en andrúmsloftið. 1‘etta gerðist einmitt í París og var þessara merku tímamóta minnst með ýmsum hætti. Gífurlega ör þróun hefur orðið í flugtækninni þessar tvær aldir og menn fljúga ekki lengur þangað sem vindurinn ber þá, heldur hvert sem þeir vilja. Brasilía Embraer, fulltrúi brasilíska flugiðnaðarins, kynnti nýju skrúfuþotuna, Brasilíu. Vélin, sem einnig er þekkt undir nafninu EMB 120, verður knúin Pratt & Whitney 115, 1.500 hestafla hreyflum og rúmar 30 farþega. Síðar verður hægt að fá aðrar út- gáfur af vélinni, s.s. vöruflutn- ingavél. Flughraði vélarinnar verður nálægt 540 km/klst., en það er aðeins meiri hraði en Fokker-vélarnar, sem notaðer eru í innanlandsfluginu hér á landi ná. Langflugsgerðin af EMB 120 hefur 3.100 km flugdrægi. Að vísu var vélin ekki á sýningunni, en frum- gerðin fór á loft um einum mánuði síðar og því var notast við eftirlík- ingu af stjórnklefa og farþega- rými í fullri stærð sem kynn- ingargrip. Flugvélin verður ódýr- ust af vélum í þessum stærðar- flokki, sem verða á markaðinum, þeirra. Rúmum mánuði fyrir sýn- inguna var fyrsta vélin afhent viðskiptavini, DanAir-flugfélag- inu í London, og þó að hún sé ekki búin að vera lengi í almennum rekstri, þykir hún hafa sannað ágæti sitt; þykir sparneytin og einstaklega hljóðlát. Vélin er knú- in fjórum Avco Lycoming ALF 502-hreyflum og nær um 700 km hraða. Eldsneytiseyðsla er tæp tvö tonn á klst. BAe 146 er fáanleg í venjulegri gerð, 100-gerðinni, sem tekur 70—90 farþega og 200-gerð- inni, sem tekur 84—109. Báðar gerðirnar hafa allt að 2.800 km flugdrægi. BAe kynnti einnig tvær aðrar nýlegar vélar, litlu skrúfuþotuna Jetstream 31 og BAe 125/800, einka- og forstjóraþotuna. J 31 er búin tveim Garrett TPE 331-10, 900 hestafla hreyflum. Þetta er ekki glæný vél frá grunni, heldur mikið endurbætt frá eldri reynslu í smíði flugvélahreyfla. Án efa er kunnasti hreyfillinn frá þeim RB 211, sem knýr nálægt 300 tveggja, þriggja og fjögurra hreyfla farþegaþotur í eigu 286 flugfélaga víðs vegar um heiminn. RB 211 er raunar einskonar hreyflafjölskylda þar sem með- limirnir geta framleitt frá tæp- lega 17 tonna þrýstingi allt upp í tæplega 27 tonn. Nýjasti fjöl- skyldumeðlimurinn, RB 211- 535E4, var í fyrsta skipti til sýnis í fullri stærð á flugsýningu. Af öðru athyglisverðu á sýningar- svæði RR var líkan af hinum nýja Tay-hreyfli. RB 211-535E4 er endurbætt út- gáfa af -535C-hreyflinum, sem notaður er á nýju Boeing 757-far- þegaþoturnar, en þær þykja einna sparneytnustu þoturnar, sem eru í notkun. Eastern, bandaríska flug- félagið, sem varð fyrst til að taka B 757-vélarnar í notkun, gaf fljót- lega á eftir þá yfirlýsingu, að á flugleiðinni Boston-Miami eyddi 757-an raunverulga 30% minna eldsneyti pr. farþega en Boeing 727/200, sem áður var notuð á þessari sömu flugleið. Nýi hreyf- illinn -535E4 kemur til með að verða notaður á B 757 í ágúst nk. og lofar RR að eldsneytiseyðslan muni enn minnka um 10%. RB 535E4-hreyfillinn, sem getur \ ;»■ Tvö tákn um evrópska samvinnu á sviði flugsins, Concord, hljóðfráa farþegaþotan, og eldflaug evrópsku geimferðastofnunarinnar. Concord-vélin á myndinni var fyrsta vélin sem var smíðuð og er nú komin á flugminjasafn. Flug Umsjón Gunnar Þorsteinsson Mælir útþenslu flugiðnaðarins Saga flugsýningarinnar í París er jafngömul þróunarsögu vél- flugsins. Fyrsta sýningin var haldin árið 1909 og þá strax voru sýnendur 380. Á henni voru sýnd- ar ýmsar tegundir af loftbelgjum og einþekja Louis Bleriot, sem þá hafði nýlega flogið yfir Ermar- sundið. Bandaríkjamenn mættu til leiks með endurbætta útgáfu af tvíþekju og raðhreyfli Wright- bræðra, sem um þær mundir var stolt þeirra og olli raunar byltingu í flugi. Fyrri og seinni heimsstyrjald- irnar trufluðu sýningarhaldið þannig að ekki reyndist unnt að halda sýningu annað hvert ár eins og gert hafði verið, en í staðinn var sýningaraðstaðan verulega endurbætt. Á 16. sýningunni, sem var haldin árið 1938, stóðu fransk- ar, breskar og þýskar flugvélar undir sama þaki, jafnvel þó að samskipti þessara þjóða væru ekki upp á það besta og allt stefndi í styrjöld. Flugmenn áttu skömmu síðar eftir að berjast upp á líf og dauða í sams konar vélum í seinni heimsstyrjöldinni. Strax eftir styrjöldina, eða á sýningunni sem var haldin árið 1946, voru fyrstu þoturnar kynntar almenningi. Á sjötta áratugnum urðu mikii stakkaskipti á sýningunni. Árið 1951 var farið að kynna sýningar- flugin og sá siður hefur haldist síðan. Tveim árum síðar, 1953, var sýningin flutt á víðáttumikið svæði við Le Bourget-flugvöllinn, sem Lindbergh lenti á 26 árum áð- ur, eftir flugið yfir Atlantshafið og þar hefur hún verið haldin reglulega. Síðasta flugsýningin sem var haldin árið 1983 var t.d. tiu sinnum stærri en sú sem var haldin 1953 og má nota það að ein- hverju leyti sem mælistiku á út- þenslu flugiðnaðarins. Geimöldin barst til Parísar þeg- ar Mercury-geimhylki John Glenn var aðalnúmerið á einni sýning- unni og upp frá því fór geimtækn- in að skipa veigamikinn sess ásamt ýmiss konar hergögnum. Það var svo ekki fyrr en árið 1963 að flugsýningin í París varð opinberlega viðurkennd, eða lög- helguð sem alþjóðleg sýning. Bjartsýni þrátt fyrir grimma samkeppni Eins og komið hefur fram, var síðasta sýning haldin í fyrra. Að sögn skipuleggjendanna er hún sú stærsta hingað til, a.m.k. ef miðað er við fjölda sýnenda, sem voru 1.008 talsins. Sjálft sýningarsvæð- ið náði yfir 60 þúsund fermetra. Þrátt fyrir stærðina vantaði nokkra „risa“ bandaríska flugiðn- aðarins, eins og Lockheed, General Dynamics, Pratt & Whitney og McDonnell Douglas. Á sýningunni þar á undan, árið 1981, voru sýn- endurnir 850 og þrátt fyrir þessa fjölgun á milli ára voru margir á þeirri skoðun að síðasta sýning hafi ekki virst eins stór og lífleg eins og margar fyrri. „Þetta er ró- leg sýning, en ekki alveg dauð, ein- hvers staðar þarna á milli,“ sagði einn viðmælenda blaðsins, sem hefur starfað á mörgum undan- förnum sýningum. Þátttaka í sýningu sem þessari er gífurlega kostnaðarsöm og til marks um það er há leiga fyrir sýningarsvæðin, t.d. kostar 7 þús- und dollara að leigja 10 fermetra svæði (204 þús. ísl.). En hin háa leiga virtist síður en svo hafa fælt frá þátttöku og sannar fjöldi sýn- endanna ef eitthvað er, að rótgró- in bjartsýni ríkir meðal fyrir- tækja í flugiðnaðinum þrátt fyrir erfiða tíma og grimma samkeppni. Það á ekki að leggja árar í bát. Því miður er nokkuð liðið frá því að sýningin var haldin, en vegna þess að lítið hefur birst frá henni í blöðum hér á landi er ekki of seint að skoða það helsta sem bar fyrir augu blm. Mbl. er hann heimsótti sýninguna. Það er af miklu efni að taka, en plássins vegna verður í greininni einungis fjallað um nýjar flugvélar og hreyfla, sem stærstu og þekktustu framleiðendurnir sýndu. Greinin gefur því gott yfirlit yfir það sem var að gerast hjá þessum fram- leiðendum sl. ár og hvað þeir hyggjast fyrir á næstunni. en hins vegar ekki ódýrust í rekstri ef miðað er við kostnað pr. sæti. Ýmsir aðilar hafa skuld- bundið sig til að kaupa 107 vélar af Brasilíu-gerð. Brasilía-flugvélin er nýjasta flugvél Embraer-fyrirtækisins, en það hefur vaxið mjög hratt frá því það var stofnað árið 1969. Opin- berir aðilar eiga 7% hlutafjár í þessu „óskabarni þjóðarinnar", en afganginn eiga tæplega 300 brasil- ískir aðilar. Til að gefa einhverja hugmynd um umsvifin, má geta þess, að fyrir tveimur árum var afgreidd 261 flugvél og útflutn- ingsverðmætið það sama ár nam 102 milljónum dollara. Því miður fengust ekki nýrri tölur uppgefn- ar. Bretland British Aerospace-fyrirtækja- samsteypan, (BAe), sem er leið- andi í flugiðnaði Breta, var í far- arbroddi hinna sextiu sýnenda frá Bretlandi. Skrautfjöðrin í hatti BAe var án efa BAe 146/100 fjögurra hreyfla farþegaþotan. Þessi vél er okkur vel kunn, því framleiðendurnir hafa reynt hana við ísingarskil- yrði hér við land. BAe 146 er gerð fyrir stuttar og meðalflugleiðir. Einnig þykir hún heppileg við ófullkomin og léleg flugvallarskil- yrði, eins og t.d. malarflugvelli. Framleiðendurnir segja, að vélin sameini kosti skrúfuþotunnar en hafi hraða og þægindi þotunnar. Að sögn BAe verður talsverð eftir- spurn eftir þotum af þessari stærð og á næstu 12 árum er talið að 1.200 vélar seljist og vonast fyrir- tækið til að geta selt þriðjung Jetstream-vélum og aðalmunur- inn liggur i því að J 31 skartar nýjum stjórnklefa og nýju, rúm- góðu farþegarými. Mun þetta vera eina vélin í þessum flokki þar sem hægt er að standa uppréttur í far- þegarýminu. Vélin rúmar mest 18—19 farþega og þannig fullhlað- in nær hún 1.100 km flugdrægi. Hámarkshraði er 480 km/klst. Framleiðsla J 31 fer fram í Prestwick í Skotlandi. Árið 1983 voru smíðaðar 18 vélar, en á þessu ári er gert ráð fyrir að þær verði orðnar 25. Frumgerðin hóf sig til flugs snemma árs 1982. BAe 125 var ein fyrsta litla einkaþotan, sem var smíðuð og hafa samtals 550 vélar af ýmsum gerðum verið seldar. BAe 125/800, sem er nýjasta gerðin, heldur öll- um aðaleinkcnnum fyrirrennar- anna, en er hins vegar með meira vænghaf, gjörbreytta framglugga til að draga úr loftviðnáminu, tvo nýja Garrett TFE 731-50-hreyfla. Nú á dögum reyna allir fram- leiðendur hreyfla að gera þá sem sparneytnasta og hljóðlátasta og það er m.a. einmitt þetta sem hef- ur tekist svo vel með -125/800. Flugdrægið jókst um 700 km og er- nú 5.500 km. Vegna þessa eru eig- endur margra eldri gerða sem voru með Rolls Royce Viper- hreyfla að skipta um og fá þessa nýju hagkvæmu. Vélin rúmar 5—10 farþega, allt eftir því hvern- ig innréttingu kaupendurnir óska eftir. British Aerospace framleiðir milli 30 og 40 einkaþotur á ári og eru jafnframt einu flugvélaverk- smiðjurnar í heiminum sem fram- leiða bæði einka- og farþegaþotur. Rolls Royce hefur um 40 ára framleitt 18.190 kg þrýsting (535C = 16.965 kg) mun fá harða sam- keppni frá öðrum stórum hreyfla- framleiðendum eins og General Electric og Pratt & Whitney. RR hannaði Tay-hreyfilinn til að mæta kröfum flugfélaga, sem fljúga á stuttum og meðalflugleið- um, svo og fyrir einkaþotur með mikið flugþol. Hann getur fram- leitt allt að 6.124 kg þrýsting. Gulfstream Aerospace-verksmiðj- urnar hafa þegar pantað 200 hreyfla fyrir hina væntanlegu Gulfstream 4-einkaþotu, sem verður tilbúin árið 1986, eða sama ár og hreyfillinn. Þessi stóra pönt- un dugar vel fyrir tilrauna- og hönnunarkostnaði við gerð Tay- hreyfilsins. Þá kemur hann til greina sem hreyfill á nýja far- þegaþotu frá Fokker og til að leysa af hólmi gamla og óhag- kvæma hreyfla BÁe One Eleven. Báðir nýju hreyflarnir frá RR koma til með að uppfylla kröfur um lítinn hávaða við flugvelli og síðast en ekki síst kröfur flugfé- laga um sífellt eyðslugrennri hreyfla. Frakkland Fyrirtækin frá gestgjafaþjóð- inni, Frakklandi, lögðu mjög mik- ið upp úr þátttöku sinni á sýning- unni og í fremstu víglínu voru Aerospatiale og Dassault-Breguet. Aerospatiale gegnir orðið aðal- hlutverki í flugiðnaði Evrópu eftir að skipulagi og uppbyggingu fyrir- tækisins var breytt fyrir röskum tíu árum. Þung áhersla hefur ver- ið lögð á samvinnu við aðrar Evr- ópuþjóðir, sem sést best á því, að nærri 60% af heildarveltu Aero-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.