Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 43 Drýsill og Gentaur taka upp samvinnu Hljómsveitirnar Drýsill og Centaur hafa ákveðið aö hefja samvinnu um tónleikahald og verða fyrstu sameiginlegu tón- leikar flokkanna haldnir þann 1. mars nk. á Hótel Borg. Þessum tónleikum fylgja sveit- irnar svo eftir meö öörum tón- leikum í Safari viku síðar, 8. mars. Báöar leika þær grtjóthart rokk svo menn ættu aö veita þeim athygli. Þá munu strákarnir í Centaur leika í Garöaskóla á sunnudag, 26. febrúar. Til stóö aö þeir lékju þar á sl. miövikudag, en tækja- búnaður var eitthvaö af skornum skammti þegar á staöinn var komið. Pass raknar úr rotinu Hljómsveitin Pass hefur haft hægt um sig frá því í fyrravor ef ekki er rangt með farið. Þá urðu m.a. þær breyt- ingar á htjómsveitinni að Há- kon Möller sagöi skilið viö hana og gekk til liðs viö lce- landic Seafunk Corporation. Nú hefur Járnsíöan fregnaö aö Pass sé aö rakna úr rotinu. Hefur nýr gítarleikari, Hinrik Bjarnason, gengiö til liös viö hana aö því er best er vitaö og hyggst sveitin taka upp þráöinn þar sem frá var horfið. Tónleikar Lindsay Cooper hérlendis í aprflmánuði íslandsvinurinn Lindsay Cooper er væntanleg til ís- lands í apríl. Er ekki að efa að fregnir þessar eru að- dáendum hennar kærkomn- ar. Fyrir þá, sem ekki þekkja til stúlkunnar, sakar kannski ekki að geta þess, að hún samdi öll lögin við kvik- myndina „The Gold Digg- ers“, sem tekin var hér á landi að hluta til sumrin 1980 og 1981. Með Lindsay Cooper í tónleikaferð hennar, sem m.a. nær til íslands eins og aö framan greinir, eru söngkon- an Dagmar Krause (úr Art Be- ars og Slap Happy) og trommusnillingurinn Chris Cutler (m.a. leikiö meö Mike Oldfield, Art Bears, Residents og David Thomas úr Pere Ubu). Clash-flokkurinn í nýrri mynd. F.v.: Simenon, Howard, Strummer, White og Sheppard. Nú hafa tveir gítarleikarar ver- iö fengnir til aö taka stööu Micks, Þaö eru þeir Vince White frá London og Nick Sheppard frá Bristol. Trommuleikarinn Pete Howard, sem lék meö hljóm- sveitinni á síöasta ári, hefur einn- ig verið fastráöinn. Orörómur er á kreiki þess efn- is aö Topper Headon og Mick Jones séu aö vinna saman aö plötu. Headon komst í fréttirnar fyrir nokkrum vikum er hann var sektaöur um skitin 3 pund fyrir ölvun á almannafæri, þar sem hann var aö viöra hundinn sinn. Clash í tónleika- ferðalag að nýju Hljómsveitín Clash er þessa dagana að leggja upp í hljóm- leikaferð. Eins og menn e.t.v. muna hefur flokkurinn oröið fyrir miklum skakkaföllum vegna mannabreytinga. Fyrst hvarf Topper Headon en síöan tóku þeir Joe Strummer og Paul Simenon sig til og ráku Mick Jonesl Lindsay Cooper Önnur sólóplata Cooper er væntanleg um mánaöamótin. Ber hún nafnið „The Gold Diggers" rétt eins og kvik- myndin. Lögin voru aö stórum hluta til samin og útsett hér heima og eitt hugljúfasta lag plötunnar heitir einmitt „lce- land“. Á plötunni spilar Lindsay sjálf á gítar, hljómborö, sax- ófóna, óbó og básúnu. Sannkallaöur þúsundþjala- smiöur. Á meðal aöstoðar- manna hennar á plötunni má nefna Lol Coxhill, fyrrum sax- ista Kevin Ayers, Soft Mach- ine og Gong, textahöfundinn og söngkonuna Sally Potter og bassaleikarann George Born. „The Gold Diggers" er önn- ur sólóplata Lindsay Cooper. Fyrri platan, sem bar nafniö „Rags“, kom út fyrir tveimur árum. Auk platna sinna hefur Cooper leikiö inn á plötur meö Henry Cow, Mike Oldfield, Art Bears, Steve Hillage og David Thomas svo einhverjir séu nefndir. Leikritið „Matreiðslunámskeið“ eftir Kjartan Ragnarsson verður sýnt á annan páskadag, en það fjallar um matreiðslunámskeið fyrir karlmenn. Á döfinni hjá sjónvarpinu: íslensk leikrit og heimildarmyndir „Það er nú engin algild regla til, sem segir til um hvað sé góð sjónvarps- dagskrá og hvaö ekki. Það sem einum líkar, kann annar ekki að meta og öfugt, en þeir sem hafa gaman af vetraríþróttum hafa í það minnsta fengið ágætan skammt núna í sjónvarpinu, með þeim myndum sem sýndar hafa verið frá Ólympíuleikunum,“ sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins er blm. Mbl. ræddi við hann fyrir skömmu, í kjölfar mikilla skrifa í lesenda- dálkum dagblaðanna um „óvandaða og leiðinlega dagskrá sjónvarpsins" und- anfarið. ÍSLENSK LEIKRIT OG HEIMILDARMYNDIR — 6Hvað er væntanlegt af íslensku efni í sjónvarpsdagskrá á næstunni? Sjónvarpsleikrit Andrésar Indriðasonar, „Þessi blessuð börn!“ verður sýnt sunnudaginn 26. febrú- ar. Annan páskadag er svo ráðgert að frumsýna leikrit eftir Kjartan Ragnarsson sem nefnist „Mat- reiðslunámskeið." Heimildarmynd um Viðey hefur verið töluvert lengi í vinnslu, en hún verður væntanlega sýnd í apríl. Sig- urður Grímsson hefur haft veg og vanda að vinnslu þessarar myndar með aðstoð góðra manna. Hér er um að ræða menningarsögulega mynd um Viðey. Mynd um Skaftárelda, í tilefni af 200 ára minningu þeirra, hafa þeir Ómar Ragnarsson og Magnús Bjarnfreðsson gert. Sú mynd verður væntanlega tilbúin mjög og sýnd á föstudaginn langa. Um páskana verður heimildar- mynd um Ásgrím Jónsson listmál- ara og um svipað leyti er ráðgert að hefja sýningar á „íslenskri menn- ingu“ sem er myndaflokkur sem dr. Jónas Kristjánson og Hörður Er- lingsson hafa umsjón með. DALLAS HÆTTIR — Hvað um framhaldsþætti? Sýningum á Dallasþáttunum lýk- ur miðvikudaginn 21. mars og viku seinna hefur sjö þátta flokkur göngu sína, sem heitir Sons and Lovers og er eftir D.H. Lawrence. Nú, þættirnir eftir sögum Agöthu Christie halda áfram fram að pásk- um, en þá tekur við ítalskur saka- málamyndaflokkur. Sunnudagsþáttunum „Úr árbók- um Barchesterbæjar" lýkur í byrjun marsmánaðar og þá tekur við ítalsk- ur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Þegar honum lýkur hefst flokkur sem heitir „The Life and Adventures of Nicholas Nickleby" sem gerður er eftir mjög þekktri sögu Charles Dickens. PÁSKADAGSKRÁIN ÍBURÐARMEIRI — Góðar kvikmyndir á næstunni? Breska bíómyndin um Zorba verð- ur sýnd laugardagskvöldið 25. febrúar. Þar eru frægir leikarar í aðalhlutverkum, svo sem Anthony Quinn og Alan Bates. Um miðjan mars verður mjög fræg bíómynd sýnd, sem heitir „Rauða akurliljan". Hin þekkta mynd, „Dr. Jekyll and Mr. Hyde“, sýnd á næstunni og í henni eru Ingrid Bergmann, Lana Turner og Spencer Tracy meðal að- alleikara. Þýsk bíómynd sem heitir „Deutschland bleiche Mutter" og var sýnd í kvikmyndahúsi hér á síðastliðnu ári, verður sýnd í sjón- varpinu nú á næstunni. Myndin fjallar um reynslu þýskrar konu í heimalandi sínu í seinni heims- styrjöldinni. Eins og sést kannski á þessu, reynum við að hafa dag- skrána um páskana ívið íburðar- meiri og vandaðri. — Stendur til að lengja útsend- ingartíma sjónvarpsins? Nei, það stendur ekki til. Á fjár- lögum er gert ráð fyrir henni í sömu lengd og verið hefur og því er ekki fjármagn til að hafa hana lengri. Dallas hættir og í staðinn kemur myndaflokkurinn „Sons and Lovers“ „Sons and Lovers", breskur fram- haldsmyndaflokkur, gerður eftir sögu D.H. Lawrence, hefur göngu sína 28. mars, viku eftir að Ewing-fjölskyldan í Dallas kveðjur íslenska sjónvarps- áhorfendur. A þesari mynd sjást þau Ian Kirkby og Eileen Atkins í hlut- verkum Morel-mæðginanna, sem eru aðalsögupersónur þáttanna. Sumardagskráin, sem hefst 1. maí og varir til 1. október verður að nokkru leyti einfaldari og styttri, þannig að lengri útsendingartíina er ekki að vænta í bráð. Aðspurður um hvort þátta, sem gerðir hafa verið um Vietnám- stríðið væri að vænta til landsins, sagði Pétur að málið væri í athugun, en þess bæri að gæta að þarna væri um mjög langa og viðamikla þætti að ræða sem erfitt væri að koma inn í dagskrá íslenska sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.