Morgunblaðið - 22.02.1984, Page 4

Morgunblaðið - 22.02.1984, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Jón Hermannsson Rætt við átta kvikmynda- gerðarmenn Kvikmyndagerðarmenn á íslandi eru nú margir hverj- ir önnum kafnir við undir- búning kvikmynda sem stendur til að gera á árinu. En sumarið hefur eins og fyrr einkum orðið fyrir val- inu fyrir kvikmyndatökur. Blaöamaður Morgunblaðs- ins átti fyrir skömmu sam- töl við nokkra þá kvik- myndagerðarmenn. Jón Hermannsson og Þráinn Bertelsson (Nýtt líf) ríða á vaðið og hefja upptökur næstu kvik- myndar sinnar innan örfárra daga. „Myndin gerist á afskekkt- um sveitabæ um hávetur og fjallar um voveiflega atburði sem þar gerast," sagði Jón. „Tök- urnar fara fram norður undir heimskautsbaug á eyðibýli í Reykjarfirði við Arnarfjörð og er áætlað að þær taki átta vikur. Ari Kristinsson verður kvik- myndatökumaður og verður tek- ið á super-16, það er að segja 16 mm filmu sem hægt er að stækka upp í 35 mm með góðum árangri. Við munum vinna þarna við frekar erfið skilyrði og þurf- um til dæmis að setja upp okkar eigin rafstöð. Leikarar verða Ragnheiður Arnardóttir, Eggert Þorleifsson, Hallmar Sigurðsson og María Sigurðardóttir. Áætl- aður kostnaður við myndina er um eða yfir 6 milljónir, en við stefnum að þvi að frumsýna Ágúst Guðmundsson hana 15. september. Seinni mynd okkar á þessu ári sem áætlað er að hefja tökur á í vor verður í svipuðum dúr og „Nýtt líf“ og verður frumsýnd í kringum næstu áramót." „Sandur" er vinnuheiti kvik- myndar sem Ágúst Guðmunds- son (m.a. Land og synir og Út- laginn), hyggst gera í sumar. „Nútímamynd, sem gerist að mestu leyti úti á landi," sagði Ágúst. „Handritið er frumsamið og skrifaði ég það að mestu síð- asta haust. Til að forðast mis- skilning treysti ég mér ekki enn sem komið er til að segja um hvað myndin fjallar. En tökur munu fara fram í júní og júlí og verður það ef að líkum lætur Sigurður Sverrir Pálsson sem annast kvikmyndatökuna. Kostnaðaráætlun fyrir myndina hljóðar uppá 6 milljónir. Verið er að athuga hvort fært sé að taka hana upp á 35 millimetra filmu en það er þó nokkuð kostn- aðarsamara en að taka hana í super-16. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðin Guðný Hall- dórsdóttir en val á leikurum er ekki hafið. Þeir félagar Valgeir Guðjóns- son, Egill Ólafsson og Jakob Magnússon hyggjast gera kvikmynd saman næsta sumar. „Hvítu mávar" er vinnuheiti myndarinnar sem gerist úti á landi og að mestu leyti í landi og fjallar hún um fólk sem lendir í ófyrirséðum hremmingum," sagði Valgeir. „Upptökur eru fyrirhugaðar í ágúst og septem- ber. Og fara þær fram austur af Reykjavík. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu leikara, en að líkindum verður það Karl Óskarsson sem kvikmyndar, Kristján Karlsson verður út- Jakob Magnússon Egill Eövarðsson Friðrik Þór Friðriksson litsmeistari, Dóra Einarsdóttir sér um búninga, Júlíus Agnars- son og Sigurður Bjóla verða í hljóðinu. Guðmundur Kristjáns- son verður tæknistjóri og Herdís Finnsdóttir matselja. Jakob mun hafa vinnuheitið leikstjóri en Kristín Jóhannesdóttir Kristín Pálsdóttir þetta er mynd okkar þriggja og verðum við Egill þarna á vappi. Frumsýning verður svo með hækkandi sól eftir um það bil ár.“ Friðrik Þór Friðriksson (Rokk í Reykjavík): „Það stendur til hjá mér að gera mynd í sumar en framkvæmdin veltur á hvort styrkur fæst til framleiðslunnar úr Kvikmyndasjóði. Handritið hef ég samið og byggir það á at- burðum sem gerðust í Reykjavík fyrir nokkrum árum, er tveir menn brutust inn í Sportval og héldu þar uppi skothríð meðal annars á lögreglu. I kringum þessa atburði spinnst sagan og skoplegu hliðarnar ekki síst teknar inn í myndina. Einar Kárason rithöfundur hefur sam- ið samtöl. Tökur munu fara fram allt næsta sumar og verður tekið upp á super-16. Kostnaður er áætlaður um fjórar milljónir. Kristín Jóhannesdóttir (Á hjara veraldar): „Ég vinn að handritasmíðum þessa dagana. Er reyndar með þrjú handrit í gangi en mesta leynd hvílir yfir efni þeirra. Ekki er víst hvenær til framkvæmda kemur en þess verður vonandi ekki langt að bíða.“ Egill Eðvarðsson (Húsið): „Ég ætla ekki að gera neina mynd í sumar en hinsvegar vinn ég nú að eigin kvikmyndahandriti og ætla að gefa því tíma fram eftir þessu ári. Ef vel tekst til og úr verður spennandi efni verður það ef til vill kvikmyndað seinni part árs eða á næsta ári og getur þá vel verið að við vinnum að því saman félagarnir sem stóðum að gerð Hússins." Kristín Pálsdóttir leikstýrði kvikmyndinni „Skilaboð til Söndru" sem nú er sýnd víða um land. Áframhald, er hugað á það? „Já, það er fullur hugur á því að gera eitthvað meira,“ sagði Kristín. En hvenær eða hvað það verður er önnur saga. í sumar verður það allavega ekki, því það þarf góðan tíma í undir- búning." Hrafn Gunnlaugsson frum- sýnir nýjustu kvikmynd sína „Hrafninn flýgur" á kvikmynda- hátíð Listahátíðar, sem nú stendur fyrir dyrum. En hvað ætli sé næst á döfinni? Hrafn Gunnlaugsson „Ég mun nú fyrst um sinn helga mig myndinni um Reykja- vík sem verið hefur í vinnslu síð- astliðin tvö ár og frumsýnd verð- ur á tvö hundruð ára afmæli Reykjavíkurborgar," sagði Hrafn. „Svo er að brjótast í mér hugmynd að nýju kvikmynda- handriti sem fjalla á um konur allra tíma. Annars á ég mörg handrit tilbúin, en ætla að leyfa þessari hugmynd að gerjast um tíma.“ Ekki náðist í Þorstein Jónsson sem nú vinnur að lokafrágangi kvikmyndarinnar „Atómstöðin". En hún verður væntanlega frumsýnd í næsta mánuði. Erlendir kvikmyndagerðar- menn verða einnig á ferðinni hér á árinu. Það er bandariska kvik- myndafyrirtækið 20th Century Fox sem seint í apríl hyggst taka hér hluta af ævintýrakvikmynd sem gengur undir heitinu „En- emy Mine“ en aðrir hlutar verða teknir í Englandi og í Ungverja- landi. Undirbúningur er í fullum gangi og verða aðalleikarar vald- ir innan skamms. Hvað er á döfinni í ís- lenskri kvikmyndagerð? Arnór Ragnarsson Líflegt starf Bridge- sambands íslands Skipað hefur verið í eftirtald- ar nefndir á vegum BSÍ. Dóm- nefnd: Jakob R. Möller, Jakob Ármannsson og Páll Bergsson. Meistarastiganefnd: Jón Bald- ursson og Guðbrandur Sigur- bergsson. Mótanefnd: Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Þórður Möller. Landsliðsnefnd: Jakob R. Möller, Björn Theo- dórsson og Gylfi Baldursson. Happdrættismiðar sambands- ins eru komnir á markað og von- ast stjórn BSÍ að sem flestir styrki gott málefni og kaupi einn eða tvo miða. Meistarastigamiðana er nú verið að senda út til formanna félaganna og eru þeir beðnir að dreifa þeim til sinna félags- manna. 365 aðilar unnu til nála á síðasta ári eða einn á dag að meðaltali og 1450 einstaklingar hlutu stig. Byrjað er að vinna meistara- stigablaðið og er vonast til að það komi út upp úr miðjum mars. Bridgefélag Hornafjarðar Aðalsveitakeppni félagsins er lokið með sigri sveitar Jóns G. Gunnarssonar. Hlaut sveitin 115 stig. Auk Jóns Gunnars eru í sveitinni: Kolbeinn Þorgeirsson, Gísli Gunnarsson, Guðbrandur Jóhánnsson og Ingi Már Aðal- steinsson. Lokastaðan: Jón G. Gunnarsson 115 Skeggi Ragnarsson 106 Árni Stefánsson 100 Björn Gíslason 64 Stefán Helgason 60 Næstkomandi fimmtudags- kvöld kl. 19.30 hefst aðaltví- menningur félagsins. Spilað verður fjögur kvöld. Veitt verða þrenn verðlaun, en til að geta hlotið þau verður oar að hafa spiiað þrjú kvöld i Bridgefélag Nýlokið er fimm kvölda aðal- tvímenningskeppni félagsins. Úrslit: Karl — Kristján 895 Eggert — Flemming 880 Baidur — Eggert 875 Unnar — Ragnheiður 852 Sverrir — Aðalbjörn 848 Marteinn — Ólafur 840 Ólafsvík: Mikil óánægja með kvótaskiptinguna Ólafsv/k, 20. febrúar. VERTÍÐIN er róleg enn sem komiö er og aflinn fremur rýr. Þó eru svo til allir bátar byrjaðir róðra. Fyrir helgi fengu netabátar tvo góða afladaga. Það varð til þess, að nokkrir bátar skiptu af línu yfir á net. Dragnótabátar hafa fengið nokkr- ar glefsur og vonast er til að sú útgerð, sem er ný á þessum árs- tíma geti þrifist. Mikið þykir mönnum um, að aflakvótar séu lágir og sumir reyndar þannig, að vonlaust dæmi blasir við. Veðurguðirnir virðast aftur á móti hafa stóraukið snjókvóta Snæfellinga því nú hef- ur snjóað allmikið í þrjá daga ofan á gamla snjóinn, sem var byrjaður að síga. Hér snýst því daglega lífið aðallega um það að komast um í snjó og þykir orðið nóg af slíku. - Helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.