Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
49
kannabínól safnast í líkamann við
áframhaldandi töku. Hvort þetta
kann að skipta máli með tilliti til
skaðsemi af völdum kannabis-
reykinga, er enn allsendis óvíst.
Litlir skammtar af tetrahýdró-
kannabínóli teljast vera á bilinu
1—5 mg. Ef slíkir skammtar eru
reyktir (t.d. í sígarettu), verður
hlutaðeigandi að fáum mínútum
liðnum að líkindum var við hjart-
slátt (aukna tíðni hjartsláttar),
þurrk í augum, munni og nefi og
lítils háttar óþægindi frá öndun-
arfærum. Hann kann að finna til
svima, doða í útlimum, skjálfta í
höndum og svitna. Samtímis kann
hann að finna til kvíða eða ótta
innra með sér. Hið síðasttalda er
(eftir litla skammta) einkum al-
gengt hjá byrjendum eða sérlega
næmum einstaklingum. Aðrir
munu taka eftir því, að maðurinn
verður þrútinn og rauður í augum.
Hin eiginlega víma byrjar litlu
síðar þannig, að neytandinn finn-
ur ró og höfgi færast yfir sig og
vellíðan. Þessar kenndir koma oft
eins og í bylgjum með draum-
kenndu ástandi á milli og eru há-
punktur vímunnar að því er virð-
ist. Ef maðurinn er einn, virðist
hann sljór og syfjaður. Ef hann er
í góðum félagsskap, er honum létt
um hlátur og hann kann að virðast
kátur. Tímaskyn brenglast (tím-
inn líður mun hægar en ella) og
fjarlægðarskyn. Einfaldir hlutir í
umhverfi mannsins vekja með
honum óvænta athygli og hann
kann að skynja í þeim „dýpt“, sem
honum var áður ókunn. Tónnæmi
eykst, eins og áður er nefnt, og
manninum finnst gjarnan sem öll
skynfæri hans verði næmari og
opni jafnvel fyrir honum víðáttur
skilnings og kennda, sem honum
voru áður ókunnar. Hlutir í um-
hverfi mannsins taka á sig annað
form en venjulega og jafnvel eigin
líkami. Síðasttalin atriði eru þó
einkum áberandi eftir stærri
skammta. Víma eftir litla
skammta af tetrahýdrókannabín-
óli, sem hér er lýst, er talin endast
lengst í 2—3 klukkustundir.
Víma eftir miðlungsstóra
skammta tetrahýdrókannabínóls
(5—10 mg) er mjög svipuð og eftir
litla skammta, enda þótt þau
áhrif, sem að framan er lýst, eink-
um á skynjanir, séu skýrari og
meiri.
Stórir skammtar tetrahýdró-
kannabínóls eru taldir vera á bil-
inu 10—20 mg eða enn stærri. Eft-
ir þessa skammta er brenglun
skynjana enn meira áberandi en
eftir minni skammta. Að auki
kann að koma fyrir sú tegund
skyntruflana, er víxlskynjun (syn-
esthesia) nefnist. Víxlskynjun
merkir, að eitthvað fyrirbæri er
skynjað með öðru skynfæri en
venjulega (t.d. litir heyrðir og tón-
ar séðir). Ef reyktir eru stórir
skammtar, kann svo að fara, að í
stað vellíðunar og róunar verði
óttakennd ríkjandi og maðurinn
þannig jafnvel ofsahræddur. Hon-
um kann að finnast, að áhrif efn-
isins ætli aldrei að taka enda, og
hann kann að verða gripinn
ofsóknarkennd eða ofsóknaræði.
Hið síðastnefnda er þó talið
sjaldgæft. Brot persónumarka
kann að vera áberandi, svo sem
áður ræðir. „Ekta“ rangskynjanir,
rugl og æsingur og alvarleg hugs-
anabrenglun kunna og að koma
fyrir. í stórum skömmtum má
segja, að tetrahýdrókannabínól
hafi lýsergiðlíka verkun, enda þótt
verkunarháttur þess sé annar en
lýsergíðs.
Þrátt fyrir þá lýsingu, sem hér
er gefin af kannabisvímu, þekkj-
ast dæmi þess, að menn, sem í
fyrsta sinn reykja kannabis (við
tilraunalegar aðstæður), telja sig
lítilla áhrifa verða varir nema þá
helst, að tímaskyn brenglast. Á
hinn bóginn er það staðreynd, að
tetrahýdrókannabínól veldur
einkum vanlíðan og leiða hjá fólki,
sérstaklega gömlu fóiki, sem fær
það sem lyf.
Viðbrögð í vímu
Hér að framan hefur einkum
verið lýst verkunum tetrahýdró-
kannabínóls eins og hlutaðeigandi
einstaklingur finnur og skýrir
sjálfur frá. Á eftir munum við
fjalla nánar um hlutlægt mat á
viðbrögðum manna í kannabis-
vímu. Við tökum fyrst fyrir tauga-
kerfið, en síðan fáein önnur líf-
færakerfi.
Eftir litla skammta af Tetra-
hýdrókannabínóii minnkar geta
manna til þess að yreina Ijósmerki
oy fylyja hlutum á hreyfinyu með
auyunum. Hreyfingar handa
verða ónákvæmari og líklega einn-
ig allar líkamshreyfingar (líkam-
inn vill svigna til í gangi). Gróf
ölvunareinkenni, eins og þekkjast
eftir neyslu alkóhóls og annarra
róandi lyfja og svefnlyfja, virðast
ekki koma fyrir.
Nýminni bilar stórleya í kanna-
bisvímu. Maðurinn á þannig erfitt
með að festa sér í minni atriði,
sem hann hefur nýlega reynt að
nema (tölur, orð o.fl.). Bilun ný-
minnis er miklu meiri eftir litla
skammta tetrahýdrókannabínóls
en eftir töku hliðstæðra skammta
alkóhóls.
Talið er, að bilun nýminnis í
kannabisvímu sé af tvennum rót-
um. í fyrsta lagi verði brestur í
sjálfri athyylisyáfunni (sbr. erfið-
leika við að fylgja hlutum á hreyf-
ingu), en síðar bresti yeta til þess
að tenyja nýminni eldri minnis-
yeymd eðafomminni, er líta má á
sem reynsluforða einstaklinysins.
Yfirfært í tölvumál myndi þetta
sennilega þýða, að tetrahýdró-
kannabínól truflaði tölvur í að
beita forritum sínum við geymslu
og úrvinnslu nýrra boða að utan.
Menn hallast nú að því, að brengl-
un nýminnis liggi að baki ekki ein-
ungis minni námsyetu oy tján-
inyaryetu, heldur og að baki ým-
issa skyntruflana (psýkedelísk
verkun), hugsanabrenglunar og
kennda (ótti, ofsóknarkennd), sem
koma fyrir í kannabisvímu.
Enda þótt litlir skammtar
tetrahýdrókannabínóls dragi
greinilega úr námsgetu, eru áhrif
þess á munnlega tjáningu þó enn
greinilegri. Maður, sem er í
kannabisvímu, á oft í verulegum
vanda að koma orðum að því, sem
hann vill segja. Orðræða hans vill
verða í brotum oy hann seyir orð,
sem eru úr samhenyi við það, sem
hann vildi seyja. Þessi aðskotaorð
eru gjarnan tengd eidri minnis-
þáttum. Menn eru þannig oft orð-
litlir og þegjandi í kannabisvímu,
enda þótt þeir geti verið hlátur-
mildir og kátir á köflum. Áhrif
tetrahýdrókannabínóls í þessa átt
eru mun ríkari en alkóhóls og eru
talin vera að rekja til bilunar á
nýminni sem áður er rakið.
Tilraunir með menn í kanna-
bisvímu benda til þess, að yeta
þeirra til þess að stjórna vélknún-
um farartækjum (þar á meðal
fluyvélum) sé veruleya skert. Óvíst
er, hvert samhengi kunni að vera
milli þessa og magns tetrahýdró-
kannabínóls og umbrotsefna þess í
blóði og þvagi. Sterkar líkur eru
til, að alkóhól og tetrahýdró-
kannabínól hafi samverkandi
verkun í þessu efni.
Þol og frá-
hvarfseinkenni
Litlir skammtar tetrahýdró-
kannabínóls auka tíðni hjartslátt-
ar og blóðþrýstingur fellur, eink-
um í uppréttri stöðu. Við langvar-
andi neyslu kannabis kann vökvi
að safnast í líkamann af þessum
sökum. Þol virðist myndast gegn
verkunum tetrahýdrókannabínóls
á hjarta og æðakerfi.
Sérlega erfitt er að meta áhrif
kannabis á öndunarfœri, þar eð
meirihluti þeirra, er reykir kanna-
bis, reykir jafnframt tóbak. Tetra-
hýdrókannabínól sjálft víkkar
berkjur. Kannabisreykingar valda
hins vegar samdrætti í berkjum
og ertingu, einkum ef mikið er
reykt.
í dýrum minnkar tetrahýdró-
kannabínól losun hormóna frá
heiladingli og undirstúku (hypo-
thalamus), er stýra myndun kyn-
hormóna. Hjá körlum, er reykja
kannabis (svarandi til 1—2 marí-
húanasígaretta á dag eða meira)
kann magn karlkynshormóna í
blóði að minnka. I sáðfalli þessara
manna virðast vera færri sæðis-
frumur en venjulegt er og hreyf-
ing þeirra minni. Verkun tetra-
hýdrókannabínóls eða kannabis á
tíðahring kvenna hefur sárlega
lítið verið rannsökuð.
Þol gegn tetrahýdrókannabínóli
virðist ekki vera mikið ef lítið er
reykt. Þol er hins vegar greinilegt
gegn flestum verkunum THC, ef
mikið er reykt (svarandi til 2—4
maríhúanasígaretta á dag eða
meira). Fráhvarfseinkenni eru og
þekkt eftir áframhaldandi kanna-
bisneyslu. í tilraun með menn,
sem tóku miðlungsstóra skammta
af tetrahýdrókannabínóli um
munn oft á dag, mátti finna
marktækt þol gegn efninu að 10
dögum liðnum og einnig greinileg
fráhvarfseinkenni, þegar töku
lauk. Fráhvarfseinkenni eru yfir-
leitt væg (svefnleysi, órói, klígja
o.fl.). Veyna þess, hve tetrahýdró-
kannabínól (oy aðrir kannabínóíð-
ar) safnast í líkamann, er við því
að búast, að þol sé síðkomið oy frá-
hvarfseinkenni væy, þeyar töku er
hœtt.
Ávani án efa
Enginn vafi er á því, að kanna-
bis veldur ávana. Menn, sem taka
til sín 10—20 mg af THC á dag
með því að reykja maríhúana eða
hassis, eru greinilega komnir
langt út fyrir mörk félagslegrar
notkunar, sem t.d. gæti verið
„kannabistrip" um helgar. Á hinn
bóginn er sitthvað, sem bendir til
þess, að betur gangi að venja
menn af kannabis en tcbaki. í
þessu sambandi er þess að minn-
ast, að nikótín er, öfugt við THC,
ekki vímugjafi í venjulegum
skömmtum. Nikótín veldur nánast
aldrei þeim skyntruflunum,
hræðslu- og óttakennd, né veldur
það því sleni og sljóleika, sem
kann að vera samfara kannabis-
reykingum. Því kunna ýmsir, sem
notað hafa kannabis, að hvekkjast
svo á verkunum þess, að þeim er
veruleg hvatning að hætta. Saya
kannabisneyslu, svo sem rakið er
að framan, bendir sterkleya til
þess, að ytri aðstœður, lífsstíll oy
huymyndafræðiley eða trúar-
brayðafrœðiley atriði ráði mestu
um, hvort kannabisneysla er föst í
sessi oy útbreidd eða ekki. í sam-
ræmi við þetta er sú staðreynd, að
tilraunadýr virðast ekki sækjast
mjög í tetrahýdrókannabínól, þótt
þau eigi frjálsan aðgang að því.
Sjúkleg fíkn í kannabis er þekkt
á Vesturlöndum, en er væntanlega
sjaldgæf. f slíkum tilvikum hefur
neysla kannabis aukist stig af
stigi þannig, að víma af völdum
þess er orðin miðsvæðis í tilveru
hlutaðeigandi einstaklinga.
Mjög lítið er vitað um verkun-
arhátt tetrahýdróka i.'nabínóls.
Tetrahýdrókannabínól (og sumir
kannabínóíðar aðrir) hamla losun
boðefnisins acetylkólíns, a.m.k.
sums staðar í miðtauyakerfinu oy
úttauyakerfinu. Virðist verkun
tetrahýdrókannabínóls á losun
acetýlkólíns vera mjög sérhæft
fyrirbrigði og koma eftir litla
skammta. Kann þetta að skýra
verkun (lyfhrif) tetrahýdrókanna-
bínóls að verulegu leyti og ef til
vill stuðla að auknum skilningi á
eðli geðsjúkdóma.
Skoðanir á skaðsemi
Hver skyldi svo vera skaðsemi
kannabisreykinga? Um þetta eru
mjög skiptar skoðanir og þekking
enn í molum.
Áður er nefnt, að fáeinir virðast
geta orðið fíknir í kannabis og
stórir skammtar (og jafnvel einn-
ig litlir skammtar) af tetrahýdró-
kannabínóli kunni að valda ótta,
hræðslu, ýmsum skyntruflunum,
rangkenndum svo og „ekta“ rang-
skynjunum. Þá hefur verið lýst
eins konar kannabiseitrun, sem er
geðveikikennt ástand og minnir að
sumu leyti á titurvillu („tremma",
delirium tremens). Ástand þetta
kemur fram eftir töku, einkum
langvarandi töku, mjög stórra
skammta af tetrahýdrókanna-
bínóli eða kannabis og lagast
smám saman (venjulega með
læknishjálp), þegar töku er hætt.
Að þessu slepptu eru skoðanir
manna á skaðsemi kannabis-
reykinga skiptar eða vitneskja í
brotum.
1 Austurlöndum hefur löngum
verið talið að mikil kannabis-
neysla ylli geðveiki, kannabisgeð-
veiki. Með því er átt við, að menn,
sem ekki voru geðveikir fyrir,
komist í geðveikikennt ástand, er
hverfur seint eða ekki, þótt kanna-
bisneyslu sé hætt. Á Vesturlönd-
um hafa menn yfirleitt verið treg-
ir til að fallast á þetta. Hins vegar
þykir líklegt, að langvarandi
kannabisneysla „fletti ofan af“
hulunni geðveiki og flýti þannig
fyrir því, að næmir einstaklingar
verði geðveikir.
Tilraunir með dýr benda til
þess, að þau séu haldin deyfð og
séu áberandi sljó löngu eftir að
þau fengu tetrahýdrókannabínól.
Slíkt hið sama hefur ekki tekist að
sanna hjá mönnum. Vel kunnar
eru þó frásagnir ýmissa náms-
manna, er kvarta undan því, að
þeir dragist aftur úr í námi, enda
þótt þeir reyki kannabis einungis
1—2 sinnum í viku eða sjaldnar.
Sumir telja, að menn er reykja
kannabis daglega og að staðaldri,
enda þótt lítið sé, verði áberandi
daufir, framtakslitlir og vanti all-
an metnað. Aðrir halda því fram,
að þessir menn hafi verið svona á
sig komnir fyrir og hafi einmitt
þess vegna leiðst til þess að nota
kannabis sem vímugjafa. Vænt-
anlega er nokkur sannleikur fólg-
inn í báðum skoðunum.
Líklegt er, að kannabisreyk-
ingar megi setja í samband við
umferðarslys. Um þetta vantar þó
enn fullnægjandi upplýsingar.
Full ástæða er til þess að ætla,
að kannabisreykingar auki álag á
hjarta og æðar. Sömuleiðis er full
ástæða til þess að ætla, að kanna-
bisreykingar geti skaðað öndun-
arfæri (í kannabisreyk er oftast
meira af krabbameinsvaldandi
tjöruefnum en í tóbaksreyk!). Lítið
er þó með vissu vitað um skaðsemi
kannabisreykinga á þessi líffæri,
m.a. vegna þess, að kannabisreyk-
ingar og tóbaksreykingar eru
mjög oft stundaðar saman. Til
þessa hefur þannig í engu tilviki
þótt sannað, að lungnakrabba-
mein hafi myndast af völdum
kannabis eingöngu.
Engin viðhlítandi vitneskja er
um það, hvort kannabisreykingar
dragi úr frjósemi manna og á
huldu er, hvort kannabis geti
skaðað erfðaeigindir í frumum
manna eða valdið fósturskemmd-
um.
Lyfhrif og lækningar
Á síðustu árum hefur vaknað
áhugi á því að nota tetrahýdró-
kannabínól (og aðra kannabínó-
íða) eða afbrigði þess til lækninga.
Tetrahýdrókannabínól lækkar
augnþrýsting og væri ef til vill
nothæft við meðferð á gláku í
formi augnropa eða augnsmyrslis.
Það dregur einnig úr klígju og er
sums staðar notað við klígju af
völdum krabbameinslyfja hjá
sjúklingum, sem haldnir eru ill-
kynja sjúkdómum og slík lyf taka.
Er ekki laust við, að fylgjendur
tetrahýdrókannabínóls sem vímu-
gjafa hafi ýtt á eftir notkun þess
til lækninga. Gallinn á tetra-
hýdrókannabínóli og skyldum efn-
um til lækninga er hins vegar sá,
að þeim sem taka slík lyf í lækn-
ingaskyni, eru vímuáhrifin of
beinlínis andstæð oy óyeðfelld.
Hugsanlegt er þó, að framleiða
megi afbrigði kannabínóíða, sem
hafa viðunandi lyfhrif án þess að
vera vímugefandi.
Tetrahýdrókannabínól virðist,
öfugt við nikótín, geta hamlað um-
brotum ýmissa lyfja og þannig
lengt verkun þeirra. Við langvar-
andi notkun kannabis virðist þó
sem umbrot margra lyfja verði
hraðari og meiri og verkun þeirra
kunni að styttast.
Að lokum skal þess getið, að
frjóagnir karlkyns kannabis-
plantna eru meðal þeirra frjó-
agna, er einna mestum ofnæmis-
viðbrigðum valda í vitum manna.
Dr. iHtrkell Jóhannesson er pró-
fessor í ly fjafræði rið læknadeild
Hískóla fslands. Hann er læknir
og sérfræðingur í lyfjafræði og eit-
urefnafræði. Þorkell er forstöðu-
maður Kannsóknastofu í lyfjafræði
og formaður eiturefnanefndar.