Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
Sauðfjárrækt á krossgötum
Það er fleira
matur en feitt kjöt
Fé af Reykhólastofninum í rétt að haustlagi.
— eftir dr. Stefán
Aðalsteinsson
Hinn 1. febrúar 1984 birtist í
Morgunblaðinu athugasemd frá
samstarfsmönnum mínum á
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, sérfræðingunum Sigurgeir
Þorgeirssyni og Stefáni Sch. Thor-
steinsson.
Grein sína skrifa þeir félagar
vegna ummæla, sem eftir mér
voru höfð í Morgunblaðinu 21.
desember 1983.
í áðurnefndu viðtali við mig
kom það fram, að mikið kapp væri
lagt á það að nota lágfætta sæð-
ingahrúta til kynbóta, en þeir
væru margir gulir á ull og gæfu
gul afkvæmi. Lágum fótum fylgdi
þar að auki að jafnaði léttara fall
og meiri fita á skrokknum.
Lágir fætur —
feitara kjöt
í grein þeirra félaga kemur
fram, að þeir eru mér sammála
um eftirtalin atriði, sem fram
komu í viðtalinu við mig:
1. Bændur fá litiar aukatekjur af
því að rækta lömb sem fara í
stjörnuflokk eins og er, en í
þeim flokki eru leggstutt föll
með þykka vöðva og ákveðna
fituhulu. f stjörnuflokkinn fer
aðeins 1% allra sláturlamba, og
fyrir þennan flokk fær bóndinn
aðeins 5% hærra verð heldur
en fyrir annað dilkakjöt.
2. Lágum fótum fylgir að meðal-
tali léttara fa.ll.
3. Lágum fótum fylgir meiri fita á
skrokknum.
í greininni kemur fram, að þeir
félagar hafa misskilið orðalag í
viðtalinu við mig, þar sem ég
ræddi um gulu ullina á sæðinga-
hrútunum.
Þar var ég ekki að tala um
erfðasamhengi, heldur þann
vanda, að oft hafa verið valdir á
sæðingastöðvar hrútar með mikið
gula ull. Margir ráðunautar gera
sér að vísu grein fyrir því, hve
mikilvæg ullar- og gærugæðin eru
bæði fyrir landbúnað og iðnað, en
byggingarlag hrútanna hefur oft
ráðið meiru en ullargæðin, þegar
hrútar eru valdir á sæðingastöð.
Það er þessi þáttur búvörufram-
leiðslunnar, sem er til umræðu í
sambandi við fjárbúið á Reykhól-
um, og á þeirri umræðu er mikil
þörf.
Bekri frá Reykhólum
— frábær lambafaðir
í grein sinni taka þeir félagar
skýrt fram, að þeir hafa lagst
gegn því, að Reykhólafénu yrði
fargað, og er sú afstaða þakkar-
verð.
Hins vegar sýnist mér, að þeir
hafi óbeint lagt lóð sitt á meta-
skálarnar gegn Reykhólafénu,
þegar þeir notuðu Bekra 956 frá
Reykhólum til sæðinga á Hestsbú-
inu, og töldu sig ekki geta tekið
hann inn í ræktunina þar vegna
þess hve grófbyggð afkvæmi hann
gæfi.
Þess verður að geta í þessu sam-
bandi, að Bekri 956 frá Reykhólum
hefur gefið óvenju væn slátur-
lömb, þannig að ekki þurfti að
setja út á hann þess vegna. I upp-
gjöri yfir lömb undan sæðinga-
hrútum í fjárræktarfélögunum
1982, var Bekri með hæstu ein-
kunnina fyrir sláturlömb af 87
sæðingahrútum, og 1983 var hann
í 4.-5. sæti sem faðir sláturlamba
meðal 90 hrúta. Hann er því með
bestu sæðingahrútum í landinu að
því er varðar vænleika lamba, en
gefur fremur grófbyggð afkvæmi,
eins og áður sagði.
Kjötkynbætur skila
litlu eins og er
í grein sinni gefa þeir félagar
sér þá forsendu að leggja beri
megináherslu á rannsóknir og
kynbætur á kjöti, því að kjötið sé
um 85% af afurðaverðmæti verð-
lagsgrundvallarins, en ull og gær-
ur aðeins um 15%.
Þessi forsenda er að því leyti
varhugaverð, að kjötið fer fyrst og
fremst á innlendan markað og
hann er nú yfirfullur. Það sem út
er flutt skilar ekki nema slátur-
kostnaði við sölu erlendis, og
bóndinn fær ekkert fyrir sinn
snúð fyrir útflutt kjöt nema með
útflutningsuppbótunum. Kynbæt-
ur sem miða að bættum kjötgæð-
um skila bóndanum líka litlu, eins
og áður hefur komið fram.
Með ullina skiptir hins vegar
allt öðru máli. Mjög góður mark-
aður hefur verið erlendis fyrir
varning úr góðri, íslenskri ull, og
ullarverksmiðjurnar geta tekið við
öllu því ullarmagni, sem hægt er
að framleiða, ef ullin er nógu eðl-
isgóð og vel með farin.
Jafnframt hefur það komið
fram nýverið frá ullarverksmiðj-
unum að ullin sem þeim býðst í
dag er engan veginn nógu góð. Við
þessar aðstæður virðist því sjálf-
sagt að hvetja bændur til að fram-
leiða eðlisbetri ull en áður og
meiri ull af hverri kind en áður.
Slíkar aðgerðir skila þjóðarbúinu
miklu meiri verðmætasköpun
„I verðlagsgrundvelli
búvara er reiknað með
að 1,94 kg ullar komi af
hverri kind og 16% af
ullinni fari í úrvals-
flokk. — Á Reykhólum
hafa fengist að meðal-
tali 2,86 kg ullar af kind
undanfarin 7 ár. Ullin af
Reykhólafénu er alhvít,
og þegar best hefur tek-
ist til hafa yfír 90% af
henni farið í úrvals-
flokk. Verð á úrvalsull
til bænda er 38% yfír
meðalverði ullar.“
heldur en kynbætur á sviði kjöt-
framleiðslunnar, eins og nú
standa sakir.
Umbætur á ull geta
skilað mjög miklu
I verðlagsgrundvelli búvara er
reiknað með að 1,94 kg ullar komi
af hverri kind og 16% af ullinni
fari í úrvalsflokk.
Á Reykhólum hafa fengist að
meðaltali 2,86 kg ullar af kind
undanfarin 7 ár. Ullin af Reyk-
hólafénu er alhvít, og þegar best
hefur tekist til hafa yfir 90% af
henni farið í úrvalsflokk. Verð á
úrvalsull til bænda er 38% yfir
meðalverði á ull.
Ef hver kind I landinu skilaði
jafnmikilli ull eins og féð á Reyk-
hólum, þá þyrfti ekki nema rúm
500.000 fjár til að framleiða það
ullarmagn, sem nú fæst af 750.000
fjár.
Með óbreyttum fjárfjölda
myndi sama aukning í ullarmagni
gefa rúm 700 tonn ullar umfram
það sem nú fæst af fé landsmanna.
Það óttast margir óseljanlega
aukningu í kjöti, þegar rætt er um
þörfina á aukinni ull til iðnaðar.
Eins og Reykhólaféð sýnir, er
hægt að stórauka ullarmagn af
hverri kind með kynbótum. Þá
eykst ullin, án þess að kjötfram-
leiðslan aukist. En þessir hlutir
gerast ekki af sjálfu sér.
Yfirburðir Reykhólastofnsins
dreifast ekki út um land með því
að koma fjárstofninum fyrir í ein-
hverri ótiltekinni geymslu, þar
sem engin tök yrðu á að halda
áfram núverandi ræktun og rann-
sóknum á stofninum. Til þess að
yfirburðir stofnsins nýtist þarf að
hafa hrúta af stofninum á boðstól-
um á sæðingastöðvum á öllu land-
inu og flétta saman í kynbótunum
yfirburðum Reykhólafjárins í ull,
gærum og afurðasemi og yfirburð-
um annarra stofna í byggingarlagi
og kjötgæðum, eftir því sem
skynsamlegt telst á hverjum tíma.
Lambakjötið hefur
verið of feitt
Þá er komið að mikilvægi kjöt-
gæðanna.
Þeir Sigurgeir og Stefán Schev-
ing halda því fram, að eftirsókn-
arverðasta kjötið sé á leggstuttum
skrokkum með þykka vöðva og
hæfilega fitu.
Ég lagði mig fram um það i
heimsókn á Nýja-Sjálandi í janú-
ar 1984 að kynna mér kjötrann-
sóknir og kjötmat þar í landi, enda
flytja Ný-Sjálendingar út feikna
magn af kjöti um allan heim.
Ný-Sjálendingar breyttu kjöt-
mati sínu 1. október 1983. í nýja
matinu er ekkert tillit tekið til
byggingarlags skrokkanna. Klof-
langir skrokkar, sem fóru í sér-
stakan flokk áður, fara nú saman
við annað kjöt.
Aðalatriðið í nýja matinu er
það, að kjötið er flokkað í 5 flokka
eftir fitumagni. Fitan er mæld
sem vefjaþykkt utan á aftasta rifi
um 11 sm frá miðlínu hryggjar.
Þrír flokkar mega fara til út-
flutnings án þess að fita sé skorin
af þeim. í þeim flokkum er fitan á
aftasta rifi 12 mm eða minni.
Tveir feitustu flokkarnir fara
ekki í heilu lagi í útflutning. Þeir
eru brytjaðir niður og umframfita
sneidd af þeim. Feitasti flokkur-
inn er verðfelldur um 30—50% til
bænda.
Ný-Sjálendingar eru með þess-
um aðgerðum að gera stórtæka
tilraun til að mæta óskum neyt-
enda um magrara kjöt. Þeir benda
á, að lambakjötsneysla í Bretlandi
sé nú komin niður í tæpan helm-
ing af því sem var eftir seinni
heimsstyrjöldina. Sú lækkun er
talin stafa af því, að lambakjötið
hefur haldist of feitt á þessu tíma-
bili og fólk hefur horfið frá því að
öðrum kjöttegundum.
t nýlegri könnun í Bretlandi á
viðbrögðum neytenda við fitu á
lambakjöti kom fram, að 49% full-
orðinna og 65% unglinga skildu
fitu af lambakjöti eftir á diskin-
um. í sömu könnun kom fram að
40% húsmæðra, sem keyptu
lambakjöt í kjörbúð, töldu það of
feitt.
Ný-Sjálendingar greiða bænd-
um hæst verð fyrir skrokka á bil-
inu 13—16 kg með um eða innan
við 6 mm fitu á síðu. Neðri mörk á
fitu í verðhæsta flokknum eru
ekki gefin, en skrokkarnir mega
þó ekki vera alveg fitulausir.
Ný-Sjálendingar hafna
þéttu byggingarlagi
Það munu vera fá lönd utan ís-
lands, sem leggja áherslu á að
framleiða leggstutta skrokka til
að fá þykka vöðva á léttum bein-
um. Ný-Sjálendingar og fleiri
þjóðir telja, að því byggingarlagi
fylgi of mikil fita í skrokknum og
hafa tiltækar bæði gamlar og nýj-
ar rannsóknaniðurstöður sem
sýna það.
Sú gerð stjörnukjöts, sem þeir
Sigurgeir og Stefán lýsa í grein
sinni, er eftirsóknarverð, en oft
hefur þó viljað brenna við, að
stjörnukjötið væri of feitt. Ástæða
er því til að velta því fyrir sér,
hvort við eigum að ganga svo
langt í fjárrækt okkar, að við ein-
blínum á stjörnukjötið í þeim
mæli, að við fleygjum frá okkur
um leið miklum umbótamöguleik-
um, sem við blasa í ullar- og gæru-
framleiðslu.
Dr. Steíán Aðalsteinsson er deild-
arstjóri búfjárdeildar Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins og jafn-
framt ullarmatsformaður.
Morgunblaðið/ Júlíus
Ásgrímur Einarsson, 14 ára, sem sló heimsmetið í Bag-man kl. 11.40 á laugardag.
Bag-man heims-
metið siegið
HEIMSMET Ólafs Einars Júlíussonar í bag-man tölvuleik
stóð stutt við því að ungur Garðbæingur, Ásgrímur Einars-
son, sló það um hádegisbilið sl. laugardag. Hafði Ásgrímur
þá spilað frá kl. 14.00 á föstudag og kl. 11.40 á laugardag sló
hann þágildandi heimsmet Ólafs upp á 7.477.650 stig. Eftir
að hafa leikið í 23 tíma samfleytt lauk Ásgrímur síðan spilinu
með nýtt heimsmet upp á 8.001.530 stig.
Heimsmetið setti Ásgrímur,
sem er 14 ára gamall, í leik-
tækjasalnum Zaxon í Garðabæn-
um. Meðan á keppninni stóð leit
blm. inn í Zaxon þar sem Ás-
grímur sat við spilið umkringdur
vinum og skólafélögum sem
hvöttu hann hljóðlega til dáða —
enda ekki vænlegt að trufla
heimsmethafa í keppni. Þá hafði
hann spilað í 21 tíma og var
kominn með 7.750.447 stig. Að
sögn eiganda Zaxon, Gústavs
Sófussonar, hafði keppnin geng-
ið vel, erfiðasti tíminn verið um
sexleytið á laugardagsmorgun,
þegar svefn og þreyta sóttu að.
Þá var Ásgrímur kominn niður í
tvo „menn“, en náði sér fljótlega
á strik. Eftir að hafa slegið
heimsmetið var hann hinsvegar í
fullu fjöri, stóð ekki upp frá spil-
inu fyrr en stigin voru komin yf-
ir átta milljónir.