Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Myndlist Valtýr Pétursson Það hefur mikið staðið til hjá Þorvaldi Skúlasyni að undanTornu. í desember síðastliðnum kom út mjög greinargóð og merkileg bók um hann, og í því sambandi efndi Búnaðarbanki íslands til sýningar á verkura hans í nýopnuðu hús- næði sinu (gjaldeyrisdeild), og nú hefur verið opnuð sýning á mynd- um undir gleri frá ýmsum tímum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þarna eru myndir gerðar með krít, tússi, þekjulitum og klippmyndir ásamt blandaðri tækni. Alls eru á þessari sýningu 44 myndir, og gefa þær afar skemmtilega mynd af málaraferli Þorvalds Skúlasonar. Það er afar ferskur blær yfir þessari sýningu og hún sómir sér vel í því ágæta húsnæði sem Listmunahúsið er. Þarna fer Þorvaldur á slíkum kostum, að ekki verður nánar tíundað í þessum fáu línum. Þarna er sýn- ing, sem menn mega ekki láta framhjá sér fara, og ég fullvissa fólk um, að sjaldan hefur Þor- valdur komið ferskari og hress- ari til leiks en einmitt í þetta skiptið. Sum þeirra verka, sem þarna eru nú til sýnis, hafa orsakað stærri og veigameiri verk og því sýna þau vissan þátt í myndgerð Þorvalds. Hann er löngu viðurkenndur sem einn færasti listamaður þjóðar sinn- ar, og einmitt þessi sýning í Listmunahúsinu ætti að undir- strika það álit manna. Síðastlið- in ellefu ár hefur Þorvaldur sýnt árlega með félögum sínum í Septem og þá oft á tíðum verið með verulegt framlag til þeirrar sýningar. Þar hefur hann verið með olíumálvek fyrst og fremst og það ekki af smæstu gerð, sum þeirra. Ég veit ekki, hvort marg- ir gera sér grein fyrir, hvert þrekvirki það er að stunda svona sýningarhald, sem árlega verður að endurnýja og standa í stór- ræðum á hverju hausti. Þetta hefur Þorvaldur gert með mikilli prýði og hefur hvergi látið deig- an síga fyrir aldri og öllu, sem því fylgir. Hann hefur sem sagt sýnt óvenjulegt þrek og baráttu- hug, eins og afköst hans óneit- anlega sanna. Nú hefur Þorvaldur farið í handraðann og tekið fram ýmis- legt, er hann hefur sankað að sér á löngum starfsferli. Þá kemur og greinilega í ljós á þessari sýn- ingu, hvernig hann hefur unnið frá einu viðfangsefni til annars, og margar myndir á þesari sýn- ingu eru gott dæmi um listaverk frá því, sem sumir hafa kallað hinn heróiska tíma í íslenskri list. Ég er nýbúinn að skrifa grein í þetta blað um bókina um Þor- vald og ætla því að reyna að forðast að endurtaka það, sem þar var sagt um hann. En ég vil árétta allt, sem ég hef um Þor- vald Skúlason sagt á prenti fyrr og síðar. Þar hefur mér hvergi snúist hugur, og að lokum vil ég hvetja fólk eindregið til að skoða þessa sérstöku og fallegu sýn- ingu, sem nú stendur í List- munahúsinu. f kyrrlátu sveitaþorpi í Svíþjóð hverfur kona með dularfullum hætti. Vel falið lík hennar finnst af tilviljun. Grunur fellur á ná- granna konunnar. En það er ekki fyrr en lögreglumaður fellur í skotbardaga að hjólin fara að snú- ast. Gæfur hversdagsmaður er að lokum afhjúpaður sem morðingi ástkonu sinnar. Efasemdir Kollbergs um starf lögreglumanna eru stór hluti Lögreglumorðs. Þegar hann tekur ákvörðun um að láta af störfum í lögreglunni gefur hann m.a. eftir- farandi skýringu: „Það er sannfæring mín að stór- felld aukning ofbeldisbrota á und- anförnum áratug stafi að mjög verulegu leyti af því að lögreglu- menn eru sýknt og heilagt búnir skotvopnum. Það er staðreynd, sem unnt er að sanna með dæmum frá mörgum öðrum löndum, að ofbeldisglæpum fjölgar jafnskjótt hvarvetna sem lögregla gengur á undan með illu eftirdæmi, ef svo má segja. Eftir atburði síðustu tíma liggur í augum uppi að á þessu sviði er ekki við öðru að bú- ast en vont fari versnandi. Eink- um á það við um Stokkhólm og aðrar stærstu borgirnar í landinu. í menntun lögreglumanna er alltof lítið sinnt um kennslu í sál- arfræði. Þar með brestur lögreglu- menn þá forsendu sem ef til vill ræður mestu um árangur þeirra í starfi sínu.“ Þýðing ólafs Jónssonar er vönd- uð og lifandi, stundum með óvænt- um bókmenntalegum tilvísunum: „Það var fagurt veður, heiður himinn og komið haustkul í vind- inn. En það haggaðist ekki hár á höfði hennar, það var svo vel lagt.“ Erlendur Jónsson Loftur Guttormsson: BERNSKA, UNGDÓMUR OG UFPELDI A EINVELDISÖLD. 238 bls. Sagn- fræðistofnun H.í. Reykjavík, 1983. Á titilsíðu standa þessi orð: »Tilraun til félagslegrar og lýð- fræðilegrar greiningar.« Höfund- ur segir í formála að ritið sé »sprottið af rannsóknum sem ég hef stundað þrjú undanfarin ár á fjölskyldu- og uppeldisferlum á Is- landi á nýöld, einkum á tímabilinu 1750—1850, áður en hefðbundin samfélagsskipan fór að riðlast.* Efnið er í sjálfu sér merkilegt og vekur fleiri spurningar en svar- að verði. Kunnugt er að fjölskyld- ur gátu verið stórar í gamla daga. Loftur Guttormsson Naumast þótti frásagnarvert þótt hjón ættu þetta tíu, tólf börn; jafnvel fleiri. Hví fjölgaði ekki þjóðinni; fækkaði jafnvel stund- um? Drepsóttir, munu menn segja. Ungbarnadauði. Óáran. Þeir, sem þykjast lærðari, segja gjarnan sem svo að landið hafi ekki borið fleiri íbúa. Meira að segja eimir enn eftir af þeim skoð- unum að á íslandi geti ekki lifað nema mjög fámenn þjóð. Loftur Guttormsson kollvarpar ekki þessum hugmyndum en bregður þó nýju ljósi yfir efnið. Ungbarnadauði og drepsóttir hjuggu skarð í fólksfjöldann. Og ekki varð einokun og hafís til að auka viðgang kynstofnsins. En fleira varð til að halda fólksfjöld- anum í skefjum. Til dæmis þótti ótækt að karl og kona stofnuðu heimili nema þau hefðu að minnsta kosti einhverja kotnefnu til ábúðar. Jarðafjöldinn takmark- aði þannig fjölda hjónabanda. Þeir, sem enga hrepptu jörðina, voru þar með dæmdir til einlífis og þá um leið stranglega fyrir- munað að auka kyn sitt. Vinnuhjú á öllum aldri voru því jafnan drjúgur hluti þjóðarinnar. Því fór víðs fjarri að verulegur meirihluti kvenna æii börn. Og þar sem af- föllin urðu jafnan tilfinnanleg gengur dæmið upp: þjóðinni fjölg- aði lítið eitt þegar vel áraði en fækkaði aftur í hallærum. Loftur Guttormsson hefur þann háttinn á að hann skyggnist fyrst til Evrópu — skoðar hvernig upp- eldi var háttað þar á einveldisöld, hvernig þjóðir ræktu uppeldis- skylduna og hvaða hugmyndir al- menningur gerði sér um börn og unglinga. Þess konar flokkun var þá langt frá því mótuð í líking við það sem nú gerist, skilin: barn, unglingur — hreint ekki ljós. A íslandi gegndi svipuðu máli að svo miklu leyti sem íslenskt þjóðfélag var sambærilegt við önnur Evrópulönd. Lútherstrúin, sem náði mestum áhrifum í tíð guðrækisstefnunnar á 18. öld, hafði víðtæk áhrif. Loft- ur Guttormsson segir að »hinar nýju fræðslukröfur píetismans hafa í framkvæmd orðið afdrifa- ríkar fyrir skilning manna á því sem á okkar dögum kallast fræðsluskyldualdur.* Heimilin mótuðust af stjórn- arháttunum. Og uppeldið dró dám af hinu sama. Hvert heimili var smákonungsríki með óskoruðu einveldi húsbóndans. Hann sagði ekki aðeins fyrir verkum. Skoðan- Jóhann Hjálmarsson Maj Sjöwall og Per Wahlöö: Lögreglumorð. Skáldsaga um glæp. Ólafur Jónsson þýddi. Mál og menning 1983. I Lögreglumorði eru eins og fyrrum í sama sagnaflokki kunnar persónur á ferð: Martin Beck og Lennart Kollberg, kappar úr morðdeild Stokkhólmslögreglunn- ■ ar. En jafnvel gamlir sakamenn skjóta upp kollinum og eru vitan- lega grunaðir um græsku. Það er yfir Lögreglumorði endurminn- ingablær og nokkuð um upprifjan- ir þess sem áður hefur gerst í sög- unum. , Eins og löngum áður hjá Maj Sjöwall og Per Wahlöö er því lýst hvernig umhorfs er bak við yfir- borð velferðarinnar. Hræðilegir glæpir eru framdir. Og það er meira um fátækt og mannlega eymd en menn gera sér grein fyrir. I Lögreglumorði er að vanda fjaliað nokkuð um flónsku lög- regluþjóna og hið varhugaverða almenningsálit. Góðu lögreglu- þjónarnir eiga í erfiðleikum með að hemja hina vondu sem sjást ekki fyrir í viðleitni sinni við að Þorvaldur sýnir ir hans sem skipanir voru líka »réttar«! Af þeim sökum hafði hann fullt og óskorað forræði fyrir börnunum á heimili sínu, hvort heldur þau voru hans eða annarra. Og hlýðni og undirgefni voru boðorð númer eitt. Loftur dregur þá ályktun af ýmsum heimildum að bændur hafi stund- um sent börn sín í vist til vanda- lausra til að þau lærðu að hlýða möglunarlaust! Um sjö ára aldur var talið við hæfi að börn byrjuðu bóknám — að svo miklu leyti sem um slíkt var að ræða — og þá um leið að vinna sem var ekki aðeins sjálf- sagður þáttur uppeldisins heldur lífsnauðsyn. Uppeldi var hart á okkar tíðar mælikvarða. »Berja skal barn til batnaðar.« Börn voru öguð til erf- iðis, lamin áfram. Og vitanlega breyttist ekki uppeldi á einni nóttu við það að einveldi var af- numið. Það varð æ algengara með- al þeirra, sem fæddust eftir 1850, að skrifa endurminningar að ævi- lokum. Loftur Guttormsson vitnar nokkuð til þeirra. Þar sem þjóðlíf íslendinga breyttist lítið frá kynslóð til kynslóðar færa þær okkur örugglega heim sanninn um hvernig uppeldi var háttað hér aldirnar í gegnum. Meðal annars skírskotar Loftur til ritgerðar Ól- afar frá Hlöðum: Bernskuheimili mitt. Þar er ófegruð lýsing á atlæti því sem börn urðu að sæta á seinni hluta 19. aldar. í raun og veru hjarði gamla þjóðfélagið, íslenska, fram undir 1940. Allt til þess tíma var í sveitum fjöldi vinnuhjúa sem var í raun ofurseldur duttlungum húsbænda sinna. Og sama máli gegndi þá auðvitað um börnin. Þessi bók Lofts Guttormssonar byggir á sagnfræðilegum stað- reyndum svokölluðum, getgátum, ályktunum, ímyndun. Að mínum dómi er hún fróðieg. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg hug- leiðing, kannski nokkuð langdreg- in með köflum, allt um það prýði- lega læsileg. Þarna er margt sem maður vissi áður en einnig athug- anir sem ég hygg að sagnfræð- ingar hafi ekki svo mjög gefið gaum að hingað til. Maj Sjöwall og Per Wahlöö. gæta laga og réttar. Oft verður fljótfærni hinna ákaflyndu til að spilla fyrir og skapa ný vandamál. Beck og Kollberg fara sér að engu óðslega og uppskera laun þolin- mæðinnar. Én þeir eru líka mannlegir og ekki bara tómar hetjur. Martin Beck hugsar mikið til Rheu sinnar í Stokkhólmi sem hefur kennt honum magaveikum og fráskildum að endurlifa unað ástarinnar. Lennart Kollberg get- ur ekki haldið aftur af matarlyst sinni og er farinn heldur betur að fitna. Bókmenntir Bókmenntir Uppeldissaga Beck ástfanginn, Koll- berg kominn með ístru

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað - II (22.02.1984)
https://timarit.is/issue/119539

Tengja á þessa síðu: 34
https://timarit.is/page/1588647

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað - II (22.02.1984)

Aðgerðir: