Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
51
Leikfang verður hljóðfæri
Henni var vel varið, þeirri
kvöldstund sem tónleikagestir
áttu með belgíska munnhörpu-
snillingnum Toots Thielemans sl.
miðvikudagskvöld í húsakynnum
Islensku óperunnar. Ég held að
húsfyllir hafi verið á þessum tón-
leikum Jazzvakningar, enda fræg-
ur maður og virtur á ferð.
Fyrir fáeinum árum fékk
Thielemans hjartaáfall og hugði
ekki að hann myndi framar geta
leikið opinberlega, og alls ekki á
gítarinn sinn, en hann sýndi það
og sannaði að hann er kominn yfir
þetta áfall, á tónleikunum í Gamla
Bíói.
Enda þótt Toots Thielemans sé
þekktastur fyrir munnhörpuleik
sinn, sem er slíkur, að engum hef-
ur enn tekist að komast þangað
með tærnar þar sem hann hefur
hælana, þá er hann ekki síður
áheyrilegur gítaristi. Mér þykir
ekki ólíklegt að fleirum en mér
hafi komið það á óvart hvílíkt vald
hann hafði á því hljóðfæri, allir
vissu jú að maðurinn er virtúós á
munnhörpu.
Jean „Toots“ Thielemans er
fæddur í Brússel árið 1922 og hóf
að leika á munnhörpu á fram-
haldsskólaárunum. Fjölskylda
hans flúði til Frakklands á stríðs-
árunum, en er hún sneri til baka
heyrði Toots í gítarsnillingnum
Django Reinhardt og upp úr því
varð hann sér úti um gítar og hóf
að prófa sig áfram á hann. A ár-
inu 1944 háfði hann öðlast næga
færni til þess að vera farinn að
koma fram opinberlega. Eftir
Bandaríkjaferð og leik með hljóm-
sveit Benny Goodmans í Evrópu,
fluttist Toots Thielemans til Am-
eríku þar sem hann lék í kvintett
píanistans George Shearings á ár-
unum 1953 til 1959, en þá hóf hann
að koma fram með eigin hljóm-
sveit. Á sjöunda áratugnum hafði
Toots öðlast verulegar vinsældir
og var mikið í tónleikaferðum. Ár-
ið 1962 hljóðritaði hann þannig í
Svíþjóð lag sitt „Bluesette" með
samtvinnuðu blístri og gítarspili
og hefur það fært honum mikið fé
í aðra hönd, því það hefur verið
hljóðritað í yfir hundrað útgáfum
síðan.
Toots Thielemans hefur leikinn
inn á margar popplötur auk
jazzspilamennskunnar og öðlast á
þann veg mun meiri frægð en ella.
Hann er þó framar öllu jazzleik-
ari, maður spunans fremur en
niðursuðunnar.
Meðleikarar Toots á miðviku-
dagskvöld voru þrjár sviðsvanar
kempur úr innlendum jazzi, þeir
Guðmundur Ingólfsson, Árni
Scheving og Guðmundur Stein-
grímsson. Þeir hófu tónleikana á
léttum þríleik sem einkenndist
framar öðru af taugatitringi. Síð-
an sté munnhörpumeistarinn á
svið og vann þegar hug áhorfenda
með alúðlegri og þægilegri sviðs-
framkomu, sem fékk fólk til að
gleyma því bili sem oft vill skap-
ast milli flytjenda og áhorfenda á
tónleikum.
Fyrsta lagið var I Can’t get
Started, en síðan tóku við tvö lög
Ellingtons, C-Jam Blues og Soph-
isticated Lady, en hið síðara lék
Toots einn á munnhörpuna og var
ótrúlegt að heyra svo mikla tónlist
leikna á svo lítið og ófélegt hljóð-
færi. Þetta hefði eins getað verið
orgel.
Þá skipti Toots um hljóðfæri og
lék nokkur lög á gítar. Var sá leik-
ur síst ómerkari en munnhörpu-
leikurinn. Síðasta lag fyrir hlé var
svo Bluesette, en það entist reynd-
ar áhorfendum alveg fram að síð-
ari hluta tónleikanna, svo mikið
var það blistrað á göngum hússins
í hléinu.
Eftir hlé spilaði Íslandstríóið
eitt lag í dálítið norrænum þjóð-
lagaanda, en síðan blés Toots með
þeim félögunum tvö sænsk þjóðlög
og síðan Carvan Ellingtons. Þá
stakk Toots upp á því að þeir spil-
uðu Blúsinn handa Birnu eftir
Guðmund Ingólfsson.
Með þessu lagi urðu nokkur
þáttaskil á tónleikunum, því það
var fyrst þá sem íslandsdeildin
komst í gang og fór að spila með í
alvöru. Fram að því hafði verið
djúp gjá á milli spilamennsku
Belgans og íslendinganna. Nú fór
allt að lagast í sveiflunni. Næsta
lag á dagskrá var Georgia on My
Mind og skipti Toots þá enn yfir á
gítarinn og á eftir fylgdi líflegt
How High the Moon með ívafi af
barnabarninu Ornithology, sem
Árni Scheving læddi sér skemmti-
lega inn í. Eftir að hafa leikið á
gítar serenöðu eftir Tyree Glenn
tók Toots á nú að blása í hörpu
sína og voru síðustu lög tónleik-
anna úr lagasafni Stevie Wonders,
Isn’t she Lovely í ballöðuformi og
loks Sunshine of my Life.
Þegar hér var komið sögu var
stemmningin á sviði og í sal orðin
heit og góð enda fór svo að ekki
dugðu færri en tvö aukalög til að
fá gesti til að yfirgefa húsið með
friðsamlegum hætti. Ég held að
það hafi verið Guðmundur Stein-
grímsson sem átti hugmyndina að
því að Toots léki að lokum einn á
munnhörpuna góðu, lagið Round
’bout Midnight. Það er örugglega
ein besta hugmynd sem Guðmund-
ur hefur fengið lengi. Með þeim
einleik var hart sótt að skilgrein-
ingu Orðabókar Menningarsjóðs á
fyrirbærinu munnhörpu, en hún
er svohljóðandi: „lítið (blást-
ursjhljóðfæri (oft notað sem leik-
fang).“ Eftir tónleikana hefði
manni fremur þótt við hæfi að
skilgreina munnhörpu einhvern
veginn svona: Lítið (blásturs)-
leikfang (stöku sinnum notað sem
hljóðfæri og þá einkum í Belgíu).
Tvítug japönsk stúlka með áhuga
á kvikmyndum, blaki, skíðum,
málaralist, píanóleik og badmint-
on:
Michiyo Murata,
11-31-6 Korigaoka,
Hirakata City,
Osaka 573,
Japan.
Sautján ára ísraelskur piltur með
áhuga á íþróttum, tónlist, fri-
merkjum o.fl.:
Benny Levi,
Rehov Hahagana No 10/1,
49591 Petah-Tikva,
Israel.
Fimmtán ára japönsk stúlka með
áhuga á tennis:
Yuki Miyoshi,
9-43 Mondonishimachi,
Nishinomiya City,
Hyogo 662,
Japan.
Franskur frímerkjasafnari vill
komast í samband við íslenzka frí-
merkjasafnara. Skrifar á ensku
auk frönsku:
M.Tocque Jean Paul,
Résidence Mas de Ponane,
Batiment C,
Croix-Sainte,
13500 Martigues,
France.
Átján ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist og tennis:
Rie Yoshimi,
73-165 Miyawaki-ko,
Onishi-cho Ochi-gun,
799-22 Japan.
Horfðu á míg
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Look at Me:
Anita Brookner.
Útg. 1983
Aðalpersónan í Look at Me er
ekki ólík persónu í bók sem ég
las eftir Brookner í danskri þýð-
ingu, Livets Tærskel, og mun
vera þessari yngri. Hér heitir
hún Frances, undur vel siðuð og
prúð miðaldra kona, og hún er
bókasafnsfræðingur sem er
ágætlega við hæfi. Hún býr í fal-
legu og snyrtilegu hverfi í Lond-
on, í íbúð sem er allt of stór og
alltof gamaldags og á líklegast
að undirstrika einsemd hennar
að nokkru leyti. Frances er ekki
eins einföld persóna og gæti
virzt við fyrstu sýn. Hún stendur
í platónsku sambandi við lækni
sem hún hittir hjá býsna sér-
stæðum hjónum. En Frances er
klók og henni er lagið að skoða
og skilgreina hinar ýmsu að-
stæður og sjálfa sig. Þá mætti
spyrja af hverju hún hörfar ekki
af þessum vettvangi, sem engan
veginn ætti að hæfa henni.
Sennilega vegna þess að innst
inni sækir hún í það sem er öðru-
vísi, réttara væri að kalla það
sjúklegt. Frances er að skrifa
skáldsögu með gamansömu ívafi.
Það hefur svo auðvitað í för með
sér að hún er ekki hlutlaus
áhorfandi. Eigi að vera eitthvað
kjöt á beinunum verður hún að
gefa af sjálfri sér. Og hún kemst
að þeirri niðurstöðu að skriftir
hennar sé „að sumu leyti sú upp-
Anita Brookner
fylling sem hún fær í staðinn
fyrir að vera hamingjusöm. Til-
raun til að ná til annarra og fá
þá til hrífast af henni. Kannski
það.“
Það er heldur drungalegur
tónn yfir allri frásögunni og
stundum hvarflar að lesandan-
um, að það væri ekki úr vegi að
taka Frances og tuska hana
duggulítið til og segja henni að
þetta gangi nú eiginlega ekki.
Samtímis langaði mig til að
benda höfundinum á slíkt hið
sama. Ég hef lesið og heyrt um
að þessi bók hafi meðal annars á
Norðurlöndum fengið jákvæða
dóma. Enda er hún að sumu Ieyti
vel og vandlega skrifuð. En það
virðist vefjast fyrir Anitu sjálfri
það sem Frances veldur af skilj-
anlegum ástæðum ekki — að
hafa nóg kjöt á beinunum.
Oryggi í staðáhættu!
Hafið þið áttað ykkur á því að í mörgum tilfellum er hagkvæmara
að kaupa góðan notaðan MAZDA bíl hjá okkur heldur en
nýjan bíl af ódýrari gerðum?
Nú höfum við til sölu sérlega gott úrval af notuðum
MAZDA bílum í sýningarsal okkar, sem allir seljast með
6 mánaða ábyrgð.
Góðir greiðsluskilmálar.
MAZDA eigendur athugið: Okkur bráðvantar
allar árgerðir af MAZDA 323 á sölulif
BÍLABORG
Smiðshöfða 23 sími 812 99